Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 31

Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 39 Gistihúsið Bláalónið opnað GISTIHÚSIÐ Bláalónið á Svartsengi nálægt Grinda- vík var formlega tekið í notkun fyrir skömmu. Hús- ið rekur Þórður Örn Stef- ánsson veitingamaður. Meiningin er að þangað geti fólk leitað sér til hvfld- ar og hressingar en vænt- anlega verður það mest nýtt af psoriasis-sjúklingum, sem sækja böð í heilsulind- ina Blálónið við orkuverið á Svartsengi. Húsið, sem er 410 fer- metrar er allt hið vistleg- asta og eru í því tólf tveggja manna gistiherbergi, mjög vel búin húsgögnum. Er sjónvarp í hverju þeirra og snyrtiaðstaða, en einnig er matsalur fyrir gesti í hús- inu. Að sögn Þórðar Stefáns- sonar hafa fyrirspurnir um Bláalónið og aðstöðu þar borist frá erlendum aðilum, og sagðist hann allt eins ætla að staðurinn yrði nýtt- ur af útlendingum jafnt sem íslendingum. Við opnunina hitti frétta- ritari fjóra psoriasis-sjúkl- inga. Hafa þeir allir stundað böð við Svartsengi og hlotið þar bót meina sinna. Sagðist Haraldur Guðjónsson, einn fjórmenninganna, nú hafa stundað Bláalónið um sex mánaða skeið, fyrir þann tíma var hann orðinn óvinnufær vegna liðagiktar og psoriasis, en nú var ekki á honum að sjá að hann væri sjúklingur. Vildi hann þakka böðunum lækning- una. Þórður Örn Stefánsson, fyrir framan hið nýja gistihús sitt. Morguoblaðið/KÖE. Fjórir psoriasis-sjúklingar, sem saekja böð í Blialónið ásamt Þórði veit- ingamanni. Talið frá vinstri: Kristján Kristjánsson, Þorvarður Guð- mundsson, Haraldur Guðjónsson, Helgi Jóbannsson og Þórður. Morguoblaðið/Guðrmnur. Herbergin eni rúmgóð og sjónvarp er í þeim öllum. Hluti fundarmanna á hinum fjölsótta fundi með fjármálaráðherra á Akranesi. Ljósm. Dúi Landmark. Akranes: Fjölmennur stjórnmálafundur Albert Guðmundsson í ræðustól á fundinum á Akranesi. Aðrir á myndinni eru frá hægri: Guðjón Guðmundsson, bæjarfulltrúi, sem var fundarstjóri, fjær sitja þingmennirnir Friðjón Þórðarson og Valdimar Indriðason. Aðalfundur Þórs á Akranesi: Lýst áhyggjum yfir atvinnuástandi Akranesi, 14. nóvember. SJÁLFSTÆÐISMENN á Akranesi héldu opinn stjórnmálafund sl. mánudag. Gestur fundarins var Al- bert Guömundsson, fjármálaráð- herra, sem flutti framsöguræðu um stjórnmálaástandið í landinu og sérstaklega þá málaflokka sem hann sjálfur fer með í ríkisstjórninni. Mjög margir sóttu þennan fund og munu hafa verið um 300 manns þegar mest lét. Að lokinni fram- söguræðu ráðherrans hófust al- mennar umræður og tóku margir til máls. Beindu fundarmenn mörgum fyrirspurnum til ráð- herrans og þingmannanna Valdi- mars Indriðasonar og Friðjóns Þórðarsonar. Einkum varð mönnum tíðrætt um atvinnu- ástandið á Akranesi, sér í lagi vegna stöðvunar togarans óskars Magnússonar AK, sem leitt hefur til mikils atvinnuleysis. Einnig var bent á að innan tíðar yrði svipað ástand í skipasmíðaiðnað- inum, því eftir nokkrar vikur verður skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts verkefnalaus. Brýndu menn ráðamennina til að beita áhrifum sínum til að þessi vanda- mál yrðu leyst þegar í stað. Þessi fundur þótti í alla staði vel heppnaður, enda óvanalega fjölsóttur miðað við stjórnmála- fundi á undanförnum árum. Var góður rómur gerður að máli ráð- herrans, vonandi verða fleiri slíkir fundir haldnir á næstunni. J.G. Akrancsi, 23. nóvember. AÐALFUNDUR Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi, haldinn 13. nóvember, lýsir áhyggjum sínum yfir atvinnumálum bæjarins, vegna stöðvunar togara og yfirvofandi upp- sagna starfsfólks í tengdum starfs- greinum. Fundurinn skorar á ríkisstjórn- ina að grípa nú þegar í taumana og tryggja nú varanlegan rekstrar- grundvöll þessara mikilvægu at- vinnugreina. Á fundinum var kosin ný stjórn og skipa hana eftirtaldir menn: Formaður Benjamín Jósefsson, gjaldkeri Helgi Þórisson, ritari Jón Helgason, meðstjórnendur Þórður Björgvinsson, Guðjón Þórðarson og Sveinn Knútsson. í' - ORKUSPARANDI ÚTHjJÓS Kombi-Pack útiljósiö er meö 80 watta kvikasilfursperu, sem gefur 4-falt meiri birtu en 75 watta venjuleg Ijósapera, með nánast sömu orku. Þaö er sterkbyggt og auðvelt í uppsetningu. Kombi-Pack eykur öryggi hvar sem er, t.d. á vinnu- og skólasvæöum, viö útihús og á bæjarhlaðinu. Lýsið umhverfið með Kombi-Pack. Heimilistækí hf SÆTUNI8-S: 27500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.