Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 33

Morgunblaðið - 29.11.1983, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 41 Logsuðudaman Lipurtá Kvíkmyndir Sæbjörn Valdimarsson HÁSKÓLABÍÓ: FLASHDANCE Leikstjóri: Adrian Lynne. Handrit: Tom Hedley og Joe Eszterhas. Tónlist: Giorgio Moroder. Aðal- hlutverk: Jennifer Beals, Michael Nori, Lilia Scala. Bandarísk, gerð 1983 af Paramount Pictures. Kvikmyndin Flashdance er sniðin í kringum fjöruga dans- tónlist og snjalla diskódansara en dramatíkin og trúverðugheit- in skilin eftir heima. Efnileg dansmær (J. Beals) hefur í sig og á við logsuðu í iðjuveri í stálborginni Pitts- burgh. Hún er að safna fyrir námi í listdansi, æfir sig stíft eftir vinnu og sýnir auk þess dans á hverfiskránni. Þá kemur til sögunnar sykur- sætur náungi, nýskilinn og til í tuskið og ekki sakar að kauði er einn af eigendum stáliðjuvers- ins. Síðan elskast þau og rífast lungann af myndinni, logsuðu- daman fótafima og hennar ít- alsk-ættaði boss, uns að þeim óumflýjanlegu endalokum kem- ur (þegar myndir sem þessi eiga hlut að máli), að ástin sigrar og tindilfætla kemst í ballettinn. Ekki ýkja merkilegur efnis- þráður enda byggist hér allt á dansmenntinni, diskótónlistinni og ljósasýningum. Veröld leik- stjórans er óþægilega óraun- veruleg en ósanngjarnt væri að Beals á dansgólfinu. dæma myndina eftir því. Ætlun- arverk hans var að gera hressi- lega skemmtimynd, a la Sat- urday Night Fever, fyrir diskó- sjúk ungmenni og það hefur lukkast bærilega. Allavega hefur enginn kvartað yfir aðsókninni. Myndir eins og Flashdance standa og falla með dönsurun- um. Allir muna hressilega frammistöðu Travolta í Sat- urday Night Fever, hér er það ung og reynslulaus stúlka, Jenni- fer Beals, sem valin var til að stela senunni úr þúsundum um- sækjenda. Beals er kattliðugur engla- kroppur, með frítt og frekjulegt andlitsfall og frjálslega fram- komu. Og góð er hún í dans- menntinni. Hins vegar er Beals ekki nægilega sterk týpa (og ekki hjálpar handritið uppá sak- irnar), til að komast í hóp með Travoltunum, en kemst samt dá- vel frá sínu og þar með er mynd- inni borgið. Kvikmyndatakan er ljómandi góð og dansatriðin — kóreógraf- ían, sömuleiðis. Beals fékk hjálp frá ónafngreindri dansmær í erfiðustu atriðunum, en þau eru það vel felld inn í að enginn gef- ur þeim gaum. Leikstjórn Lynnes er ekki sem best utan dansgólfanna og sú mynd sem hann dregur upp af hversdagslífi logsuðudömu í stálborg harla hjákátleg. En dansinn dunar af krafti og stendur fyrir sínu, þar með myndin öll að vissu leyti. (Þó hefði ég frekar viljað fylgjast með negrapiltunum tveim sem fram koma í snjöllu dansatriði á götunni.) Eskja - fjórða bindið komið út ÚT ER komið 4. bindi „Eskju — bókarinnar um Eskifjörð" eftir Ein- ar Braga. I frétt um bókina segir, að hún fjalli um sögu verkalýðshreyf- ingarinnar á Eskifirði. Bókin er 264 síður, prýdd 220 myndum. Á næsta ári eru 80 ár frá stofnun fyrsta verkamannaféiags á Eski- firði. Það varð skammlíft, en haustið 1914 var stofnað Verka- mannafélagið Árvakur, sem enn starfar. Verkakonur voru í sér- stöku félagi, Framtíð, frá 1918 til 1971, er félögin sameinuðust undir nafni Árvakurs. Er það eitt hið elsta og langfjölmennasta félagið á staðnum og gætir hagsmuna bæði sjómanna og verkafólks. Vegna fyrrnefndra tímamóta ákvað Árvakur að standa straum af kostnaði við útgáfu þessa bindis af Eskju. Liðin eru 17 ár frá því er undir- búningur hófst að skráningu á sögu Eskifjarðar og 12 ár síðan fyrsta bókin kom út. Hefur sér- stök byggðarsögunefnd, sem starf- ar í umboði bæjarstjórnar, unnið að framgangi málsins í nánu sam- starfi við höfundinn. Alls eru þessi fjögur bindi yfir 1200 síður og myndir á sjöunda hundrað. Stefnt er að því að ljúka megin- verkinu fyrir 200 ára afmæli kaupstaðarins, en Eskifjörður var einn þeirra sex verslunarstaða, sem fyrstir hlutu kaupstaðarrétt- indi 18. ágúst 1786. Síðan hafa menn hug á að halda útgáfu sögu- Einar Bragi ritsins áfram um ókomin ár, eftir því sem efni fellur til og ástæður leyfa. Á hlífðarkápu er litmynd af Hólmatindi eftir Bolla Davíðsson. Útgefandi er Byggðarsögunefnd Eskifjarðar. Örn og Örlygur: Fjórar nýjar „Allt í lagi“ bækur BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út fjórar nýjar „Allt í lagi“-bækur en fyrir þremur árum gaf útgáfan út nokkrar slíkar sem seldust samstundis upp. „Allt í lagi“-bækurnar eru skrif- aðar af hlýju og prýddar litmynd- um. Þær eru samdar með það í huga að gefa börnum á fyrstu ald- j ursárunum einfaldar, uppörvandi skýringar á ýmsu sem þau kunna ! að óttast eða sætta sig ekki við. Hver bók endar vel enda er til- gangurinn að sýna fram á að það sé ekki allt sem sýnist, það sé í rauninni allt í lagi. Höfundarnir, Jane Carruth, sem samdi textann, og Tony Hutchings, sem teiknaði myndirnar, hafa það að markmiði að kveða niður óþarfa kvíða og ótta hjá börnum. Andrés Ind- riðason þýddi textann. Bækurnar, sem nú koma út, heita: Á spítala, Heillagleraugun, Nýir vinir, Tann- læknirinn er góður. Filmusetning og umbrot var 1 Tannlæknirinn if er góður f unnið hjá Svansprenti en prentun og band á Ítalíu. Metsölublcu) á hverjum degi! Hljómplata með söngvum og leik úr Brúðubflnum Hljómplötuútgáfan Skífan hefur gef- ið út plötuna „Brúðubíllinn", en und- anfarin fimm sumur hafa brúðuleik- þættir verið fluttir úr Brúðubflnum á gæsluvöllum borgarinnar undir stjórn þeirra Helgu Steffensen og Sigríðar Hannesdóttur, auk Þórhalls Sigurðs- sonar sem bættist í hópinn á liðnu sumri. Á Brúðubílsplötunni eru söngvar og leikrit sem hafa verið sýnd úr bílnum síðastliðin tvö sumur. Koma ýmsar brúður fram á plötunni svo sem stóri apinn Gústi, amman sem kennir Lilla að þekkja litina, geit- urnar þrjár, hrekkjótti refurinn og fleiri. Textarnir á plötunni eru allir eftir Sigríði Hannesdóttur fyrir utan einn, „Lilli og félagar", sem er eftir Helgu Steffensen. Tónlistarflutning annast síðan þeir Nikulás Róberts- son og Björn Thorarensen. Banki Bústaða: Groisás-cg fössvcgs- hvem Réttarholtsútibú Iðnaðarbankans á mótum Sogavegarog Réttarholtsvegar. Aukin þjónusta við íbúa nærliggjandi hverfa gg þá sem leið eiga hjá. í Réttarholtsútibúinu fara fram öll almenn bankaviðskipti. Við leggjum sérstaka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf; - t.d. um þau mismunandi inn- og útlánsform sem henta hverju sinni. Verið velkomin á nýja staðinn og reynið þjónustuna. Ktnaðarbankinn Réttarholtsútibú, Réttarholtsvegi 3, sími 85799

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.