Morgunblaðið - 29.11.1983, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 29.11.1983, Qupperneq 34
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Stjórn Hvatar: Sitjandi frá vinstri: Erna Hrólfsdóttir ritari, Ema Hauksdóttir formaður og Unnur Jónasdóttir gjaldkeri. Standandi frá vinstri: Sigríður Ragna Sigurðardóttir, Sigríður Arnbjarnardóttir, Asdís Guðmundsdótt- ir, Dögg Pálsdóttir varaformaður, Bergþóra Gísladóttir og Elín Pálmadóttir. Ljósm. rax. Erna Hauksdóttir kos- in formaður Hvatar AÐALFUNDUR Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, var haldinn fimmtudaginn 17. nóvember sl. Kosinn var nýr formaður, Erna Hauksdóttir, en Bessí Jóhannsdóttir, sem gegnt hefur störfum formanns sl. 2 ár gaf ekki kost á sér. Aðrar í stjórn voru kosnar og hafa þær skipt með sér verkum: Dögg Pálsdóttir, varaformaður, Birna Hrólfsdóttir, ritari, Unnur Jón- asdóttir, gjaldkeri, Ásdís Guð- mundsdóttir, Bergþóra Grét- arsdóttir, Elín Pálmadóttir, Sig- ríður Arnbjarnardóttir og Sig- ríður Ragna Sigurðardóttir. Skýrsla fráfarandi formanns, sem send hefur verið til félags- manna í fréttabréfi sýnir að mjög mikil starfsemi og blómleg hefur verið á sl. ári, sem mark- aðist m.a. af tvennum kosning- um og lagði félagið drjúgt til kosningabaráttunnar. Sjö fréttabréf hafa komið út reglu- lega og verið send öllum félögum og var fréttabréf Hvatar um fjölskyldumál prentað í 25 þús- und eintökum og dreift í öll hús í bænum. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir í samvinnu við önnur sjálfstæðisfélög um marg- vísleg mál, og hjá Hvöt sérstak- lega, svo og tíðir stjórnarfundir og trúnaðarráðsfundir og hópar starfa um ýmis sérmál, svo sem friðarhópur, jafnréttishópur og menntamálahópur. Efnt hefur verið til ferðalaga, hádegisfunda o.fl. Samkvæmt félagafjölda Hvatar voru 27 konur fulltrúar Hvatar á nýafstöðnum lands- fundi flokksins og tóku þátt í störfum. Skýrslur nefnda og fulltrúa í samstarfi við önnur félagasam- tök voru prentuð í fréttabréfi og dreift á fundinum. Voru fráfar- andi formanni þökkuð góð störf, svo og þeim konum sem gengu úr stjórn. Erna Hauksdóttir, nýkjörinn formaður, sagði í lok fundar að þar sem kosningastarfi væri nú lokið og tóm gefst til, þá muni störf Hvatar á næstunni beinast að innra starfi félagsins. Fyrir- hugaðir eru félagsfundir, nám- skeiðahald og störf umræðu- hópa. En næsti fundur er hefð- bundinn jólafundur á Hótel Sögu 5. desember. Svölurnar gefa sundlaugarlyftu f BYRJUN nóvember afhentu Svöl- urnar formlega Heilsuhæli NLFÍ, Hveragerði, sundlaugarlyftu og til- heyrandi stól, til notkunar við endurhæfingu aldraðra og hreyfi- hamlaðra. Kemur þessi gjöf einnig þeim sem eru að ná sér eftir upp- skurði og veikindi almennt að góð- um notum. Ákvörðun um gjöfina var tekin á ári aldraðra 1982, og afhent hæl- inu þá. Vegna breytinga hjá þeim hefur ekki orðið af því að gjöfin yrði tekin í notkun. Þykir okkur það miður. Vonumst við til að hún komist í gagnið hið allra fyrsta, og létti um leið störf sjúkraliða. Fylgja góðar óskir frá okkur um notagildi hennar. Á árinu hafa verið veittir all- margir styrkir námsfólki við sér- nám erlendis hvað varðar þroska- hefta, en það kemur heim til starfa að því loknu. Nú er hin árlega jólakortasala Svalanna hafin. í ár hefur Eiríkur Smith dregið upp og litsett þekkta jólamynd úr íslensku teiknibók- inni í Árnasafni, Kaupmannahöfn. Er það von Svalanna að almenn- ingur taki sölufólki kortanna vel Frá afhendingu sundlaugarlyftunnar, frá vinstri: ísak Hallgrímsson, læknir, Kristín Briem, gjaldkeri Svalanna, Helga Hjálmtýsdóttir, Jóhanna Björns- dóttir, formaður, Friðgeir Ingimundarson, framkvæmdastjóri, og Ingibjörg Agnarsdóttir. eins og alltaf áður. Skrifstofan er dögum kl. 17.30—18.30, og á laug- í Glaðheimum 8 og er opin á með- ardögum kl. 14.00—15.00. an á sölunni stendur á miðviku- (Fréiuiiikynning.) Stykkishólmur: Þarf enn að bæta við númerum? Stykkishólmi, 16. nóvember. ÞÓTT ekki sé nema rúmt ár síðan að 100 númerum var bætt við í sím- stöðina í Stykkishólmi, eru ekki mörg númer í dag, sem ekki eru í noktun, og með sömu þróun verður ekki langt í það að bæta þurfí enn við númerum. Sjálfvirka símastöðin í Stykk- ishólmi hefir nú 500 númer. Sjö númer eru tengd stöðinni frá Flat- ey á öldum ljósvakans. Einnig er sjálfvirkur sími í Hvallátrum, Skáleyjum og Svefneyjum og um 17 ára skeið hefir sjálfvirkur sími verið í Brokey, en hann leysti á sínum tíma af talstöð sem þar var. Það gildir einnig um hinar eyjarn- ar, en þar eru enn talstöðvar til að grípa til ef eitthvað kemur fyrir sjálfvirka sambandið, og hefir þetta komið sér vel. FrétUriUri. Anna Lísa Kristjánsdóttir og Alda Guðbjörnsdóttir í verslun sinni. Ný verslun — Fyrir þig ÞANN 10. nóvember síðastliðinn var verslunin Fyrir þig opnuð að Reykjavíkurvegi 68 í Hafnarfirði. Eigendur eru Alda Guðbjörns- dóttir og Anna Lína Kristjáns- dóttir. í versluninni eru á boðstól- um fatnaður fyrir fólk á öllum aldri. Eigendurnir leggja áherslu á vandaðan fatnað. Samhliða versluninni er rekin saumastofa, til þess að sinna óskum viðskipta- vina. (FrétUtilkynning.) Rut Bergsteinsdóttir í verslun sinni. Ný verslun — Garn og gaman NÝLEGA opnaði ný verslun að Hverfisgötu 98 í Reykjavík, — Garn og Gaman. Eigandi verslun- arinnar er Rut Bergsteinsdóttir. Verslunin hefur á boðstólum franskt prjónagarn, Anny Blatt. Baldvin Baldvinsson, innanhús- arkitekt, innréttaði verslunina. (Frétutilkjrnnini;.) Bolungarvík: Fyrsta loðnan á land Bolungarvík, 23. nóvember. FYRSTA loðnan á þessari vertíð barst hingað til Bolungarvíkur í dag, þegar mb. Huginn kom hingað með 550 lestir til vinnslu í síldarverk- smiðju Einars Guðfínnssonar hf. í kvöld og nótt eru tveir aðrir bátar væntanlegir, en það er Þórður Jón- asson og Helga II. Samtals munu þessir bátar vera með um 1600 lest- ir. Að sögn Guðmundar Inga, skip- stjóra á Hugin, fengu þeir þessa loðnu vestur af Kolbeinsey, eða nánar 67,20 gráður norður og 20 gráður vestur. Þaðan er 12 tíma sigling hingað til Bolungarvíkur. Guðmundur Ingi sagði að talsvert væri þarna af loðnu á nokkuð stóru svæði, en hún hefði verið dreifð og stæði djúpt. Hann sagði að megnið af flotanum, sem væri byrjaður veiðar, hefði verið kom- inn á þetta svæði. Koma loðnunnar hingað lífgar heldur upp á atvinnulífið sem hef- ur verið með daufara móti miðað við það sem við eigum að venjast hér. Vaktavinna hefst í Síldar- verksmiðju E. G. í nótt. Kemur það til með að skapa um 20 manns vinnu, auk þeirra sem starfa við löndun út bátunum. Þá er hér einnig um að ræða búbót fyrir marga fleiri, svo sem vörubíl- stjóra, sem að lítil verkefni hafa yfir vetrartímann, svo og ýmsa aðra þjónustuaðila. Gunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.