Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 38

Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Tímamótafundur hluthafa í Þormóði ramma á Siglufirði: Verið að forða íyrirtækinu frá algjöru greiðsluþroti — sagði Höskuldur Jónsson þegar stjórnin hafði verið sett af „EITT meginverkefni þeirrar stjórnar, sem hér er kjörin, verður að bæta greiðslufjárstöðu fyrirtækisins, en hún hefur verið erfið að undanförnu, einkum vegna hráskinnaleiks bankayfirvalda,“ sagði Ottar Proppé, bæjarstjóri á Siglufirði, m.a. í bókun, þar sem mótmælt var sem „óeðlilegu“ að stjórn stærsta fyrirtækis bæjarins væri tekin úr höndum heima- manna. Þetta gerðist á hluthafafundi í Þormóði ramma á Siglufirði, sem fjármálaráðuneytið boöaöi til nyrðra sl. föstu- dag. Kíkissjóður er eigandi 70% hlutafjár í fyrirtækinu, eins og margsinnis hefur komið fram í blaöinu. Ottar lagði fram bókun sína fyrir hönd Siglufjarðarkaupstaðar en lýsti jafn- framt yfir stuðningi sínum viö stjórnarkjörið, sem þá var nýafstaðið. Stjórnin var kjörin að tillögu fulltrúa ríkissjóðs á fundinum, Höskuldar Jónssonar, ráðuneyt- isstjóra í fjármáiaráðuneytinu. Hana skipa: Héðinn Eyjólfsson, deildarstjóri í fjárlaga- og hag- sýslustofnun, Einar Sm. Sveins- son, forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, og Svavar Ár- mannsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs. Tillögur um aðra komu ekki fram á fundinum, og ekki heldur aðrar tillögur um varamenn en þá, sem Höskuldur stakk upp á: Lárus Ögmundsson, deildarstjóra í fjármálaráðuneytinu, Gunnlaug Claessen, deildarstjóra í sama ráðuneyti, og Arndísi Steinþórs- dóttur, fulltrúa í ráðuneytinu. Heimamenn á fundinum létu sumir hverjir í ljós óánægju sína með að enginn heimamaður væri kjörinn í stjórn eða varastjórn og sama hljóð heyrðist í nokkrum Siglfirðingum, sem blm. Morgun- blaðsins átti tal við. Höskuldur Jónsson var spurður beint að því á fundinum fyrir stjórnarkjörið hvort gert væri ráð fyrir heima- mönnum í stjórninni og svaraði hann því neitandi. Stjórnin sett af „Það var fjármálaráðuneytið f.h. ríkissjóðs, sem ákvað fyrir nokkrum vikum að skipt skyldi um stjórn í Þormóði ramma hf. Þá hafði fyrirtækið verið án eðli- legra og reglulegra bankavið- skipta um tíma. í fyrirtækinu var sjö manna stjórn, flestir þeirra heimamenn, en mat ráðu- neytisins, f.h. stærsta eigandans, var að vænlega til árangurs í glímunni við fjármálavaldið væri að stjórnina skipuðu menn, sem þekktu til í þeim frumskógi víðar en á biðstofum banka og lána- stofnana. Fráfarandi formaður stjórnar- innar, Hinrik Aðalsteinsson, kennari, sem var fundarstjóri á hluthafafundinum á Siglufirði, sagði í upphafi hans að óhjá- kvæmilegt væri að gera sér grein fyrir því hvers vegna löglega kos- inni stjórn fyrirtækisins væri vikið frá. „Við hljótum að hafa brotið eitthvað af okkur," sagði hann. Hinrik rakti síðan gang mála í nokkrum orðum og lagði áherslu á að fyrirtækið hefði aldrei fengið niðurfellda eina einustu krónu af því, sem átt hefði að greiða til ríkis og sveit- arfélags. „Skuldir Þormóðs ramma hafa verið tíundaðar mjög rækilega í blöðum að und- anförnu," sagði hann. „Sam- kvæmt efnahagsreikningi voru skuldirnar 20. september sl. 246 milljónir. í því voru 52 milljónir í afurðalánum og 37 milljónir í rekstrarskuldum. En við eigum birgðir upp á 66 milljónir króna og 15 milljónir í fastafjármun- um. Aðrir fastafjármunir eru 166 milljón króna virði, þ.e. skip, hús og íóðir hér á Siglufirði. Mat endurskoðenda er að eignirnar séu of lágt metnar. Togarar fyrirtækisins eru skuldlausir við Fiskveiðasjóð og skuldir við olíu- félögin 20. september voru fimm milljónir." Þormóður rammi nauðsynlegur Siglósfld Hann sagði að fyrir tilstuðlan Ragnars Árnalds, fyrrv. fjár- máiaráðherra, hefði verið ákveð- ið um áramótin 1980—1981 að ljúka við byggingu frystihúss Þormóðs ramma, sem þá hefði verið um áratug í byggingu. Lánsfé hafi verið tryggt fyrir til- stuðlan ríkisábyrgðasjóðs og hafi því verið skipt þannig að helm- ingur þess hefði verið tekinn í dollurum en hinn helmingurinn í þýskum mörkum og hollenskum gyllinum. Síðan hefði geisað í landinu hrikalegasta verðbólga í sögu þjóðarinnar: lánskjaravísi- tala hefði á tæpu ári hækkað um 96% og hefði það þrefaldað láns- Upphæðina. Öll væru þau lán þó í skilum í dag. Um Siglósíld, Lagmetisiðju ríkisins, sem Þormóður rammi hefur rekið síðan í júní sl., sagði fráfarandi stjórnarformaður að það væri „eitt veigamesta málið, sem stjórnin hefur staðið að. Reynslan hefur sýnt, að það var rétt ákvörðun á réttum tíma, þegar ákveðið var að Þormóður rammi tæki Siglósíld á leigu. Því miður hafa heyrst raddir um að fyrirtækið væri betur komið í höndum svokallaðra einkafram- taksmanna. Ég vona að við ber- um gæfu til að komast hjá því,“ sagði Hinrik Aðalsteinsson, „því ég fullyrði að það er ekki hægt að reka Siglósíld nema í félagi við Þormóð ramma. Hagnaður í ár er um 3,4 milljónir króna og út- flutningsverðmæti ársins verður það sama í dollurum og útflutn- ingsverðmæti síðustu þriggja ára samanlagt." Um tilboð Þormóðs ramma hf. í hafrannsóknaskipið Hafþór, sagði Hinrik að ýmsum hefði stokkið bros þegar fréttist, að ÞR hefði átt hæsta tilboðið í skipið. Þar hefði verið að nokkru stuðst við skýrslu Rekstrarstofunnar í Kópavogi, þar sem kaupverð Upphaf hlutahafafundar í kaffistofu frystihúss Þormóðs ramma. Frá vinstri: Tryggvi Sigurjónsson, trúnaðarmadur í húsinu og stjórnarmaöur; Hinrik Aöalsteinsson, fráfarandi stjórnarformaður, Kristján Möller, stjórnarmaöur, Sverrir Sveinsson, stjórnarmaður, Haukur Jónasson, stjórnarmaður, og Runólfur Birgissson, skrifstofustjóri Þormóðs ramma, sem kannar hvort allir fundarmenn séu á hluthafaskrá eða hafi gild umboð. Morgunblaðið/Friftþjófur. Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, kveður Sæmund Árelíusson, framkvæmdastjóra Þor- móðs ramma að loknum fundinum. skipsins hefði verið áætlað 100 milljónir króna. „Það er öllum ljóst, að við þurfum þriðja togar- ann hingað," sagði hann. „Við höfum misst skip, sem þarf að fá skip í staðinn fyrir." Þá vék hann að bankamálum fyrirtækisins og sagði að Þor- móður rammi hf. hefði verið „leiksoppur bankakerfisins". Viðskiptum í Landsbankanaum hafi verið sagt upp í maí sl. og fyrirtækinu vísað á Útvegsbank- ann. Samningaviðræður við bankann hefðu gengið hægt enda hefði Útvegsbankinn ekki talið sig skuldbundinn til að taka þau viðskipti að sér. 1 september hefði bankinn þó gert fyrirtæk- inu tillögu um tilhögun viðskipt- anna að uppfylltum ýmsum skil- yrðum. „Þessi saga af bankavið- skiptunum er dæmi um hvernig er hægt að þvæla málum fram og aftur í stofnanafrumskóginum í Reykjavík," sagði Hinrik. „Ég hefði ekki viljað standa hér í dag, eins og málum er nú komið, með frystihúsið hálfkarað, skipin eips og ástand þeirra var og lokað í Siglósíld. Fráfarandi stjórn hef- ur reynt að gera það, sem best var og réttast á hverjum tíma. Vandinn hér er ekki meiri en víða annars staðar... Vilji stjórnvalda um framtíð Þormóðs ramma er mjög óljós og blikur á lofti... Ég vona að hinir nýju ráðamenn skiii af sér ekki verra fyrirtæki en þeir fá nú í hend- urnar," sagði hann að lokum. Forða frá greiðsluþroti Höskuldur Jónsson, ráðuneyt- isstjóri sagði það reginmisskiln- ing fráfarandi formanns ef hann teldi að breytingarnar á stjórn fyrirtækisins stöfuðu af þvi að hann eða stjórnin hefðu brotið eitthvað af sér. Það væri rétt, að vandi Þormóðs ramma væri að nokkru leyti keimlíkur vanda margra annarra fyrirtækja í sjávarútvegi og fiskvinnslu, en það gerði óneitanlega mun, að aðaleigandinn væri allfjarri rekstrinum. „Og mér heyrist að heimamenn telji aðaleiganda fyrirtækisins bera nokkra ábyrgð á eign sinni,“ sagði Hös- kuldur. „Af um 250 milljóna króna skuld fyrirtækisins voru um 57 milljónir gjaldfallnar 20. september sl. Þá skiptir engu máli hverjar voru eignir félags- ins í skipum, frystihúsum og lóð- um. Samkvæmt upplýsingum okkar í fjármálaráðuneytinu virtust falla til 13—15 milljónir á ári til að borga fjármagnskostn- að. Það er heila málið, augljóst er, að eitthvað varð að gera til að forða fyrirtækinu frá algjöru greiðsluþroti." Höskuldur sagði að tvennt hefði komið til greina: í fyrsta lagi að selja eignir fyrirtækisins, t.d. togarana, en hvers virði hefði frystihúsið nýja þá verið? Lausa- fjárstaðan, skuldahalinn, hefði ekki leyft sölu á sjálfri miðstöð fyrirtækisins. í annan stað hefði verið hugsanlegt að bæta eigin- fjárstöðu fyrirtækisins með nýju hlutafé eða breyta skuldum í lán, sem kæmu til greiðslu er rekst- urinn leyfði. „Fyrirtæki með 13—15 milljóna króna framlegð á ári stendur engan veginn undir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.