Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 17 Séra Sigurbjörn Einarsson, biskup og formaður Listvinafé- lags Hallgrímskirkju, sem ný- lokið hefur sínu fyrsta starfs- ári. 99 að sem flest- um gefist kostur á að njóta lista í þessu fagra húsi, sem tvímælalaust verður hin besta um- gjörð fyrir slíkt. y ^ Myndin er tekin í forkirkj- unni þar sem listamaðurinn Leifur Breiðfjörð heldur nú sýningu á vegum Listvinafé- lagsins. ___ Ljósm. Mbl. KOE. Listvinafélag Hallgrímskirkju: „Hallgr ímskirkj a verði lif andi andleg gersemi í lífi borgar og lands“ Rætt við formann Listvinafélags Hallgrímskirkju, séra Sigurbjörn Einarsson, biskup Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur nú starfað í rúmt ár, en það var stofnað í byrjun aðventu, 28. nóvember, 1982. Markmið félags- ins, sem telur á annað hundrað meðlimi, er að efla hvers kyns listalíf við Hallgrímskirkju. Hafa 62 listamenn komið fram í kirkj- unni á vegum félagsins, auk kóra og tónlistarhópa. Tónleikar, myndlistarsýningar og ljóðakvöld voru haldin í tengslum við liðið kirkjuár og fjölbreytni tónlistar í guðsþjónustum aukin. Þá voru tveir kórar stofnaðir við kirkjuna fyrir tilstilli félagsins, en Listvina- félag Hallgrímskirkju er eina styrktarfélag kirkjulegrar listar á íslandi. Formaður Listvinafélags- ins er séra Sigurbjörn Einarsson, biskup og ræddi blaðamaður Morgunblaðsins við hann um fé- lagið, framtíð þess og liðið starfs- ár. „Listvinafélagið er orðið til í þeirri trú að margir séu fúsir til að leggja fram sitt lið þannig að Hallgrímskirkja geti orðið lif- andi andleg gersemi í lífi borgar og lands,“ sagði séra Sigurbjörn. „Hallgrímskirkja hefur nokkra sérstöðu. Hún er minningar- kirkja og Þjóðarhelgidómur og það er augljóst að til hennar eru gerðar sérstakar kröfur um að gegna miklu almennu hlutverki í lífi þjóðarinnar. Hallgríms- kirkja er mikið hús, eins og allir sjá og vita, þó aldrei væri ætlun- in að stærð hennar og yfirbragð væri markmiðið í sjálfu sér. Hallgrímskirkja gegnir sama meginhlutverki og aðrar kirkjur, stórar og smáar. Hallgrímur Pétursson hefur öðrum betur bent á það hlutverk í upphafi Passíusálma þegar segir: „Upp upp mín sál ... Ó Jesú gef þinn anda mér allt svo verði til dýrðar þér Uppteiknað, sungið, sagt og téð síðan þess aðrir njóti með. Þessar línur eru vel við hæfi, enda frá manni sem viðurkennd- ur er einn mesti listamaður þessarar þjóðar. Hann var lista- maður orðsins og þó hann sé sagður hafa verið stirðraddaður í söng hafði Hallgrímur gott söngeyra og sál sem var opin fyrir allri fegurð. Listamenn okkar tíma geta því litið á hann sem sinn mann og minningar- kirkju hans á sama hátt. Innan veggja Hallgrímskirkju fer fram mikil starfsemi á veg- um safnaðarins, og þar er fjöl- þætt helgihald og félagsstarf. Er óhætt að segja að sú aðstaða sem fyrir hendi er í þessu ófullgerða húsi sé gjörnýtt. Þá er að sama skapi fyrirsjáanlegt að þegar kirkjan verður fullgerð, vænt- anlega á afmæli Reykjavíkur- borgar, verður ekki skortur á verkefnum. Hlutverk Listvinafélagsins er að stuðla að því að Hallgríms- kirkja verði miðstöð listalífs, að listamenn eigi þar opið athvarf til að kynna og tjá list sína og að sem flestum gefist kostur á að njóta lista í þessu fagra húsi sem tvímælalaust verður hin besta umgjörð fyrir slíkt. Listvinafé- lagið vill vera starfstæki áhuga- manna um listalíf og allra þeirra sem vilja leggja þvl lið að þessi höfuðkirkja verði lifandi hús. Verulega hefur munað um Listvinafélagið á þessu fyrsta starfsári þess. Fjöldi listamanna hefur komið fram í kirkjunni, myndlistarsýningar haldnar í forkirkjunni, ljóðakynningar og sönglíf verið í miklum blóma. Kirkjan hefur frábæran ungan organista, Hörð Áskelsson, sem hefur ásamt konu sinni Ingu Rós Ingólfsdóttur, sem einnig er ágætur tónlistarmaður, unnið kirkjunni ómetanlegt starf. Hörður stofnaði Mótettukór kirkjunnar sem hefur haldið þrenna tónleika við ágætan orð- stír. Ég vil gjarnan vitna í Jón Ásgeirsson, gagnrýnanda Morg- unblaðsins 7. desember þar sem hann segir: „Það verður ekki í kot vísað með söng, þegar hún Hallgrímskirkja verður fullbúin til að enduróma lofgjörð og fögn- uð safnaðar síns.“ Undir þessi orð vil ég taka. Auk Mótettukórsins er kirkju- kór sem stendur á eldri grunni og þá nýtur kirkjan þeirrar gæfu að Þorgerður Ingólfsdóttir stofnaði barnakór Hallgríms- kirkju á liðnu ári og starfar hann í samvinnu við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Verður ekki annað sagt en að barnakór- inn hafi auðgað kirkjuna ungu lífi. Að mínu mati er það tryggt að Hallgrímskirkja fullfrágengin mun hafa aðstöðu til þess að flytja kirkjutónlist og verður vafalaust vel til þess fallin. Hér á landi er mikil gróska í kirkju- tónlist en hæfilegt hús til slíks tónlistarflutnings hefur ekki verið fyrir hendi. Hallgríms- kirkja fullgerð mun væntanlega rúma um 800—1000 manns og verður því ákjósanlegt hús fyrir fjölmenna tónleika, þar sem eiga hlut að máli bæði kór og hljómsveit, auk þess sem kirkju- tónlist verður þar flutt í um- hverfi sem henni hæfir. Varðandi kirkjutónlistina er eitt undirstöðuatriði sem ekki má gleymast og það er orgelið. í kirkjunni er orgel sem keypt var 1950 og er mjög ófullkomið fyrir svo stóra kirkju sem Hallgríms- kirkju. Orgelsjóður er við kirkj- una, en orgelið sem okkur van- hagar um er 70 radda orgel og slíkt hljóðfæri kostar um 15 milljónir eins og verðlag er nú. Því þurfum við að kalla á vini og velunnara lista og kirkju að hjálpa til að fá orgel til kirkj- unnar. Eins og ég sagði fyrr þá tel ég að verulega hafi munað um List- vinafélagið þetta ár sem það hef- ur starfað og að það hafi þjónaö sínum tilgangi. Einn fastra liða i starfi þess er listflutningur, tónlist eða ljóð, hverju miðviku- dagskvöldi klukkan tíu. Að lokn- um flutningi tónlistar eða ljóða er sunginn náttsöngur, forn tíða- gjörð sem á rætur sinar að rekja til gyðingdóms. Það sem verður á dagskrá þessa starfsárs Listvinafélagsins eru orgeltónleikar, kammertón- leikar og vortónleikar Mótettu- kórsins, auk þess sem tónlist verður fjölbreytt við guðsþjón- ustur og náttsöngva á miðviku- dagskvöldum. I forkirkjunni stendur nú yfir sýning Leifs Breiðfjörð og heldur listamaður- inn kynningarkvöld, þrjú með litskyggnum, þar sem sýndar verða myndir frá öllum stíl- tímabilum. Nú á dánardægri Kaj Munk 4. janúar, þegar liðin eru 40 ár frá því að hann var skot- inn, verður flutt dagskrá tileink- uð honum í umsjón Guðrúnar Ásmundsdóttur, leikkonu. í janúar verður einnig Tómasar- kvöld Guðmundsssonar, þar sem Andrés Björnsson, útvarpsstjóri mun lesa upp úr verkum skálds- ins. Enfremur er áformað ljóða- kvöld með Knud Ödegárd og Matthíasi Johannessen. Listvinafélagið starfar allt ár- ið um kring, þó eðlilega sé starfsemin virkust yfir vetrar- tímann. Æskilegt þætti mér þó að hafa eitthvað á boðstólum á sumrin, því þá kemur fjöldi manns til að skoða kirkjuna, jafnt íslendingar sem útlend- ingar. Listvinafélagið er ekki bundið við Hallgrímssókn og því vil ég nota tækifærið og bjóða alla velunnara lista og kirkju hjartanlega velkomna í félagið," sagði séra Sigurbjörn Einarsson, biskup og formaður Listvinafé- lags Hallgrímskirkju að lokum. I stjórn Listvinafélagsins sitja auk séra Sigurbjörns, Hörður Áskelsson, organisti og fram- kvæmdastjóri, Sigríður Snævarr, ritari, Guðrún Sigríður Birgisdóttir, gjaldkeri, Knud Ödegárd, Matthías Johannessen, ólafur Kvaran og Magnús Steinn Loftsson, sem er fjár- haldsmaður félagsins og orgel- sjóðs. — ve

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.