Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 í DAG Á ALLT HEIMA í SÖGUNNI Viötal við Einar Má Guðmundsson, rithöfund Sérstæö skáldsaga, þar sem margar sögur og margar og ólíkar persónur vefast saman í safaríka frásögn, draga okkur á fund höfundarins Einars Más Guömundsson- ar í þann mund sem hann kemur til heimaborgar sinnar Reykjavíkur frá Kaupmanna- höfn vegna útkomu þessarar bókar „Vængjasláttur í þakrennum“. Það er fyrsta íslenzka skáldsagan af gerö þeirri sem nú ryöur sér til rúms í heimsbókmenntunum, í kjölfar Blikktrommunnar hans GUnthers Grass, sem var tímamótaverk á þeim vettvangi, aö því er Einar Már útskýrir fyrir okkur í þessu viötali. í hans sögu er þaö líka drengur og þó ekki drengur sem söguna segir. Sá hinn sami sem í verölaunabók höfundar frá í fyrra, sem bar nafnið „Riddarar hringstigans“. Sá var þó greinilega sex ára. Þessi hefur engan aldur lengur. Þetta er sagan af hverfinu sem manni sýnist stundum vera inni í Vogum en umbreytt í skáldskap. Sagan sem byrjar aö segja frá sköpunarverkinu á 6 dögum, þeg- ar rakarinn í einsemd vetrarkuld- ans smíðaði fyrsta dúfnakofann. En fyrsti dúfnakofinn var ekki sá síöasti, því kofarnir breiöast út og hleypa lífi og fjöri i allt, koma upp fuglakaupmönnum svo það er sem hverfið breytist í blómlegt miö- aldaþorp þar sem verslunin blómgast. Segir frá kaupmanni hverfisins sem var skátaforingi. Sendisveini hans sem heillar allar húsmæöurnar meö sérhönnuðu yfirvararskeggi í amerískum leik- arastíl. Segir frá segulbandi sem var búiö að sigla í óratíma um sjó- inn áöur en unglingarnir gátu byrj- aö aö dansa eftir tónum þess. Segir líka frá stráknum sem sat uppi í Ijósastaur og horföi á heim- inn. Frá ameríska stráknum sem kom meö fyrstu skellinööruna. Frá rauöhæröa konunginum sem veiddi dúfur meö munnhörpu. Segir frá undirbúningi aö götu- bardaga og götubardaga í nútíma- stíl og fornsögulegum í senn. Frá þvottamanninum sem varð aö fangaveröi. Frá villiköttum hverfis- ins, sem sumir enda í strigaþoka. Frá vel tömdum dúfum er mynda varnarbandalag. Og í borg sem heitir Reykjavík segir m.a. frá togarasjómönnum sem koma meö bítlaæöiö til borgarinnar, frá leik aramyndaæöinu mikla, frá átökum húsmæðranna viö dúfurnar og hvernig fer fyrir dúfunum í borg sem heitir Reykjavík og ... Furöuhlutir ekkert furöulegir Svo sem sjá má er þessi skáld- saga Einars Más æöi viöburöarík aö stíl og efni. Svo mjög aö blaöa- maöur veit ekki hvar skal byrja og hvar skal standa í spurningum um svo nýstárlega hluti. Hefur þó fengiö stikkoröiö Gúnther Grass og spyr hvort Einar sé mikill að- dáandi hans. — Gunther Grass er guðfaðir þess nýjasta sem er að gerast í bókmenntum, svarar hann um hæl og ég er ekki einn um það aö telja aö Blikktromman hans sé tímamótaverk. Þegar Óskar í upp- hafi sögunnar liggur fyrir er hann í rauninni aö tala um bókmenntirn- ar. Segir hann aö í dag sé sagt að ekki sé hægt aö skrifa neinar sög- ur, því engar sögur gerist. Þar er ég sammála Óskari aö slíkt er rugl, svarar Einar Már. Fyrir modernist- ana skipti sagan ekki máli. Þeir létu söguþráðinn lönd og leið, gáfu honum á kjaftinn. í nútímanum var í þeirra huga ekkert rúm fyrir sögu. Með Blikktrommunni voru nútíma- viöhorfin og sagan samræmd. Þetta er þaö sem suðuramerísku höfundarnir hafa veriö aö fást viö. Skáldsögur þeirra eru sögur, um leiö og öll önnur atriöi falla þar inn í. Og í dag á allt heima í sögunni. — Getur íslensk söguhefð meö íslendingasögum komið inn í þessháttar bókmenntir? — Fellur mjög vel þarna inn í, svarar Einar Már hiklaust. Enda hafa margir suöuramerískir rithöf- undar lært af íslendingasögunum. Þar er sagt frá öllu í beinni frásögn og ekkert kemur á óvart. Hjá okkur hafa furöulegir hlutir aldrei veriö neitt furöulegir. Og Þaö sem kallað hefur veriö magískur real- ismi er ekkert magískur fyrir þeim. Þetta eru engar furöusögur. Þessi greinarmunur er einfaldlega ekki geröur. Hann á bara heima í þess- ari evrópsku skynsemistrú. Þetta er þaö sem nú er aö stinga sér niöur um allan heim. Bólar á því i Noregi, Indlandi og víöar. Fleiri þjóöir en íslendingar eiga sér söguhefö. Hvernig minar sögur standi gagnvart furöusögunum? Ef til vill má segja aö í Riddurum hringstigans sé raunveruleikinn furöulegur. En í Vængjaslættinum séu furöurnar raunverulegar. — í báöum þessum bókum kannast maður viö viss kennileiti í Hverfinu. Er sögusviðið kannski inni í Vogum, þar sem þú áttir heima drengur? — Þaö sem ég er aö fjalla um er hverfi og inn í þaö hverfi er svo leitt allt mögulegt annaö. Ég vil lýsa hverfi í borg og þá bý óg til hverfi í borg. Þaö er ekki ákveöiö hverfi. En sögulega er þetta ímynd þeirra hverfa sem mynduöust á 6. og 7. áratugnum, þegar borgin blossaöi hér upp. Tíminn er þó ekki afmark- aður. í mínum huga gæti þetta hverfi veriö hvar sem er á hnettin- um. Svo getur veriö aö fólk geti þekkt einkenni af hverfunum í austurhluta borgarinnar, og sviöiö teygist svo yfir alla borgina. Þarna er búiö til hverfi sem ég get dregiö allt mögulegt inn í. Hverfi sem um- myndað er i skáldskap. Þaö má kannski segja aö Vængjasláttur í þakrennum sé nokkurs konar menningarsaga. Sú menningar- saga sem aldrei var skráö en ger- ist í samskiptum fólks. I öllu sem upp á kemur. Margvíslegum maní- um og æöi er þar þjappaö saman. — Fyrst við erum að tala um hverfi, mætti kannski skjóta því inn í hvernig þessi fæðingarborg þín, Reykjavík, kemur þér fyrir sjónir eftir nokkurra ára búsetu í Kaupmannahöfn? — Þessar tvær borgir eru mjög ólíkar. Reykjavík er í mínum aug- um ákaflega poetísk borg. Kannski vegna þess hve hún er lítil en samt meö ýmsa borgarþætti í sór. Þegar ég var lítill fannst mér borgin alltaf viöráöanleg. Fór snemma aö fara könnunarferöir um bæinn. Sex ára gamall held ég aö ég hafi vitað hvaö allir strætisvagnabílstjórarnir hétu. Foreldrum mínum þótti furðulegt aö í sunnudagsbíltúrun- um þekkti ég allan gamla bæinn. Var búinn aö rannsaka þaö upp á eigin spýtur. í Reykjavík er mikil náttúra, mikiö af auðum svæöum og viöáttu, þar sem hugurinn getur leikiö lausum hala. Sjórinn lék líka stórt hlutverk meö niöurníddum skipsflökum þegar maöur var yngri. Þessi áhrif af Reykjavík æskuár- anna koma mjög fram í Vængja- slætti í þakrennum. Auöa svæöiö viö sjóinn, þar sem skipsflökin og Keilir eru í nánd. Túnin og holtin veita nægt rými fyrir dúfnakofana er þar hafa svo stóru hlutverki aö gegna. En Einar Már Guömunds- son er fæddur í Reykjavík 1954, var í Vogaskóla, Lindargötu- Kvótaskipting á ailan togarafisk fáránleg og óarðbær vitleysa — eftir Ólaf Örn Jónsson Mikið er rætt og ritað um fisk- veiðar og fiskvinnslu um þessar mundir. Menn tala um hallarekst- ur útgerðar, lélegt hráefni, smá- fiskadráp og kvótaskiptingu. En eitt heyrist varla nefnt, enda sennilega flestir ánægðir yfir að kjör sjómanna hafa dregist svo mikið saman að ekki finnast nú í hinum vestræna heimi svo aum kjör sem hinum íslenska sjómanni er boðið uppá í dag. Eftir aflaárin ’80 og ’81 þegar laun sjómanna gerðu lítið meira en að haldast óbreytt vegna „skynsamlegrar" stefnu Steingríms Hermannsson- ar, „sjómenn bera skert fiskverð með auknum afla“, hafa samdrátt- arárin ’82 og ’83 skollið á sjó- mönnum með fullum þunga langt umfram þá kjaraskerðingu sem aðrir landsmenn hafa mátt þola á þessu ári. Maður skyldi ætla að þegar ljóst varð árið ’82 að um verulegan samdrátt var að ræða í afla á skip kæmi fyrrnefndur Steingrímur með „sjómenn bera skertan afla með auknu fiskverði", en svo var ekki. í staðinn lýsti hnn því yfir að hagnaðurinn af aflaár- unum tveimur hefði verið tekinn í eyðslu í þjóðfélaginu, ekki ein ein- asta nýkróna til í verðjöfnunar- sjóði. Án þess að ég ætli að fjölyrða meira um kjör sjómanna hér vil ég benda á að ef borið væri saman fiskverð til skipta 1973 og í dag miðað við verðlag þá og nú er ekki fráleitt að áætla að fiskverð í dag sé um 40% of lágt nú. Hallarekstur útgerðar er eitt af málum málanna. Skal nokkurn undra að illa gangi að gera út þeg- ar útgerðarmenn eru búnir að láta undanfarnar ríkisstjórnir teyma sig út í þá fiskverðsskerðingu sem orðin er í staðinn fyrir þær sposl- ur sem þeir hafa fengið í formi 29% kostnaðarþáttar umfram al- mennt fiskverð, og 9% auka- greiðslu frá áhöfnum þeirra skipa sem stunda siglingar. Vel rekin útgerð á Islandi stæði ágætlega í dag með sama fiskverði og var 1973, jafnvel nýju bátarnir hans Steingríms. Lélegt hráefni. Á fiskmörkuðum erlendis er borgað hærra verð fyrir góðan fisk. Islendingum virð- ist öfugt farið, fiskverðið er fellt og síðan hrópað á mefri gæði og betri meðferð. Þrátt fyrir að fisk- iðjuverin eigi ekkert skilið nema kolmaðkaða gúanó-vöru fyrir það verð sem þeir greiða vil ég full- yrða hér og nú þvert ofaní yfirlýs- ingar framleiðslustjóra BtJR, Svavars Svavarssonar, og fleiri álíka spekinga, að aldrei áður hef- ur betri fiskur borist á land úr togurunum en einmitt nú. Með minni afla og fullum tökum á kassavæðingunni eru sjómenn búnir að ná fullkomnun í geymslu og meðferð sjávarafla miðað við þá tækni sem nú er. Hinsvegar þarf ekki annað en að lesa mats- reglur framleiðslueftirlits sjávar- afurða til að sjá að nánast allan fisk er hægt að dæma niður og hef ég orðið vitni að þegar stór þorsk- ur var dæmdur í annan flokk vegna eins fersentimetra mar- bletts í þunnildi. Svæðislokanir Hafrannsókna- stofnunar og smáfiskadráp togar- anna. Skyldu allir gera sér grein fyrir hvað er að gerast á miðun- um. Fyrir nokkrum árum var 65 sm þorskur flokkaður sem stór þorskur. í dag er 57 sm fiskur flokkaður sem smáþorskur í skyndilokunarreglum Hafrann- sóknastofnunar. Staðreyndin er að 55—65 cm fiskur er besta hráefni sem til er fyrir frystiiðnaðinn, og er því fráleitt að hafa viðmiðun- armörkin yfir 55 sm. Væri Haf- „Ég tel aö með því að skipta þorskskammti togaranna með kvóta- kerfi sé stigið nógu stórt skref í átt til friðunar án þess að áhöfnum skip- anna sé gjörsamlega meinað að bjarga rannsóknastofnun nær að fara framá endurlokun á reglugerð- arkálfum þeim í Reykjafjarðarál og útaf Langanesi sem títtnefndur Steingrímur lét opna á sínum tíma, en uppúr þeim svæðum hef- ur nánast aldrei síðan elstu menn muna komið annað en fiskur meira og minna undir 55 sm. Sjálfsagt er að takmarka sem best veiðar á smáfiski með skyndilok- unum og ætti Hafrannsókna- stofnun að auka eftirlit sitt með veiðunum en beita um leið skyn- samlegum viðmiðunarmörkum svo ekki endurtaki sig ævintýri frá í sumar er lokað var trekk í trekk á ágætis fisk á Hala- og Kögur- grunnssvæðum og togararnir flæmdir í algjöran ruslfisk á strandagrunni og í Reykjafjarðar- ál. Kvótaskipting fiskiþings á allan togarafisk er einhver það fárán- legasta og óarðbærasta vitleysa sem heyrst hefur um í ómunatíð og er því af mörgu að taka. Þegar skrapdagakerfið og skyndilokanir voru teknar upp tóku togarasjó- menn á sig ómælda kjaraskerð- ingu í góðri trú um að þeir fengju að njóta árangurs friðunarinnar, en það var öðru nær, aflinn jókst á skip fram til 1981 þótt svo að tog-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.