Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 29 Jólavaka í Fríkirkjunni JÓLAVAKA Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður í kirkjunni í dag, sunnudaginn 11. desember, kl. 17.00. Pavel Smid, fríkirkjuorgan- isti, leikur á hið hljómfagra orgel kirkjunnar, sálmforleikinn góðkunna, „Það aldin út er sprungið" eftir Jóhannes Brahms. Safnaðarprestur flytur aðventuávarp fríkirkjukórinn syngur og Már Magnússon, ten- órsöngvari, syngur einsöng. Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, flytur ræðu og Auður Eyvinds les jólasögu. Þá flytur Fríkirkjukórinn undir stjórn organistans Offertorium og Sanctus úr Tékkneskri jóla- messu eftir bæheimska tón- skáldið Jakub Jan Ryba og Skólakór Garðabæjar syngur undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur. Undir lokin verður kertaljósahátíð, bæn og blessun, en síðast syngja allir saman jólasálminn víðfræga, Heims um ból, við texta sr. Kristjáns Róbertssonar: Hljóða nótt, heil- aga nótt. Hittumst heil í Fríkirkjunni þennan þriðja sunnudag í jóla- föstu. Gunnar Björnsson, fríkirkjuprestur. heldur miklu frekar stórglæsileg svefnherbergishúsgögn Fáanleg hvít og í kirsuberjaviði _________ Komdu og skoöaðu í búðinni okkar nTVT'k Sýning í dag kl. 2—5 húsgögn Staar854153 og 32025. Háskólafyrir- lestur um uppruna Njálu HERMANN Pálsson prófessor flyt- ur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands þriðju- daginn 13. desember 1983 kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi og ber fyrirlest- urinn heitið „llppruni Njálu“. Hermann Pálsson er fæddur 1921 og lauk kandídatsprófi í ís- lenskum fræðum frá Háskóla Is- lands árið 1947. Síðan lagði hann stund á nám í keltneskum fræðum við háskóla á írlandi og Skotlandi og varð brátt lektor og síðar pró- fessor í norrænum fræðum við Edinborgarháskola. Hermann hefur þýtt á íslensku fornar sögur og þjóðkvæði frá írlandi og Suður- eyjum. Hann hefur einn og í sam- vinnu við aðra birt enskar þýð- ingar á íslenskum fornsögum, sem njóta hylli víða um heim. Loks hefur hann birt mikinn fjölda bóka og ritgerða um íslenskar fornbókmenntir ýmist á ensku eða íslensku. Má nefna sem dæmi bók- ina Siðfræði Hrafnkels sögu, sem út kom árið 1966, og Sagnagerð, sem kom út 1982. Öllum er heimill aögangur að fyrirlestrinum. (Frétt (rá Háskóla fslands.) Átjánda bók Denise Robins ÆGISÚTGÁFAN hefur gcfið út bok- ina Get ég gleymt því eftir Deni.se Robins í þýðingu Valgerðar Báru Guðmundsdóttur. Þetta er átjánda bók Robins, sem kemur út á ís- lensku. I kynningu á bókarkápu segir, að læknir í litlu þorpi bregðist illa við, þegar ungur starfsbróðir hans flyst í nágrennið og sjúklingarnir leita frekar til hans. Dóttir gamla læknisins tekur málstð föður síns, en þá koma til sögunnr „ýmsir óviðráðanlegir atburðir". Bókin er 205 blaðsíður. Setningu og prentun annaðist Prentsmiðja Árna Valdemarssonar, bókband Bókbandsstofan örkin. gætis' 1 \-ye\c\vi^ aunabna unglir>ga NDAGAK' mbeb eíurr 'nz lU‘A"'e ;íu""p'X oéWaU?or, mg,u \jv (or\aga. u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.