Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 Niðurstaða deildarráðs heimspekideildar Háskóla íslands: Nánar verði greint frá tilurð sagnfræðirits í formála þess DEILDARRAÐ heimspekideildar Háskóla Islands hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að gera breytingar á inngangi að bók um vesturferðir íslendinga sem er að koma út og að þar verði nánar greint frá tilurð verksins en það tengist rannsóknarverkefni sem unnið var undir stjórn I»ór- halls Vilmundarsonar prófessors, en það kom ekki fram í inngangi verksins, sem próf. Sveinbjörn Rafnsson, forstöðu- maður Sagnfræðistofnunar ritaði. Forsaga málsins er sú að árið 1975 réð Sagnfræðistofnun Júníus Kristinsson til þess að skrifa um- rædda bók, en áður hafði Júníus unnið að rannsóknum á vestur- ferðum íslendinga ásamt Helga Skúla Kjartanssyni, en Þórhallur Vilmundarson prófessor stóð upp- haflega að því að í verkefnið var ráðist. Þeir Júníus og Helgi Skúli gerðu skrá í tölvutæku formi, en síðan kom upp sú hugmynd að gera ítarlegri skrá og fyllri og kanna fleiri heimildir og gefa verkið síðan út, en tilefnið var m.a. 100 ára afmæli Islendinga- byggðar í Nýja íslandi i Kanada, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Höskuldi Þráinssyni, deildarforseta heimspekideildar HÍ. Gerð handrits hafði Júníus lokið að mestu árið 1977, en fé skorti til útgáfunnar, en síðan útvegaði KAUPLAGSNEFNI) hefur reiknað út hækkun framfærsluvísitölu, miðað við verðlag í desemberbyrjun og reyndist hakkunin vera 1,23%. Vísitalan er 391,62 stig, en var til samanburðar 386,85 stig, reiknuð út miðað við verð- lag í nóvemberbyrjun. Arshækkun vísitölunnar, miðaður við 1,23% hækkun milli mánaða, er 15,8%, sem segja má, að sé verð- bólguhraðinn í dag. Hækkun fram- færsluvísitölunnar síðustu tólf mán- uði, miðað við verðlag í nóvember- byrjun, er um 84,2%. Samkvæmt upplýsingum Mbl. er verið að ganga frá útreikningi vísi- utanríkisráðuneytið fé til þess. Ætlunin var að ritinu fylgdi fræðilegur inngangur, þar sem gerð yrði grein fyrir efnistökum og fleiru og hafði Sagnfræðistofn- un samið við Júníus um að hann skrifaði innganginn. Hins vegar féll Júníus Kristinsson frá áður en hann hafði skrifað innganginn, og því tók Sveinbjörn Rafnsson próf- essor, forstöðumaður Sagnfræði- stofnunar að sér að skrifa hann eftir gögnum Júníusar og með að- stoð ekkju hans. Ennfremur kom upp sú hug- mynd að próf. Þórhallur Vilmund- arson skrifaði aðfaraorð verksins, vegna þess að hann hafði stjórnað upphaflega rannsóknarverkinu, sem Júníus og Helgi Skúli unnu að, en þeir voru stúdentar hans. Stjórn Sagnfræðistofnunar féllst hins vegar ekki á það að skrifuð yrði sérstök aðfaraorð og risu af tölu byggingarkostnaðar, miðað við verðlag í desemberbyrjun. Gert er ráð fyrir að hækkunin milli mánaða verði innan við 0,5%. Það hefði í för með sér, að hækkun lánskjaravísitöl- unnar milli mánaða yrði um 1%. Árshækkun hennar yrði því um 12,7%. Hækkun framfærsluvísitölunnar síðasta ársfjórðunginn er 7,14%, sem jafngildir 31,77% árshækkun, eða verðbólguhraða á síðasta árs- fjórðungi. Líkur benda nú til að hækkun framfærsluvísitölunnar, miðað við verðlag í janúarbyrjun, verði svipuð eða ívið lægri en nú. því deilur. Því skipaði heimspeki- deild sérstaka nefnd til þess að meta stöðu málsins og samþykkti hún að próf. Þórhallur ætti sið- ferðilegan rétt til þess að skrifa aðfaraorð, en ekki lagalegan rétt. Á föstudag fjallaði deildarráð heimspekideildar um mál þetta og féllst hún á álit nefndarinnar, en bætti því þó við að minna væri gert úr hlut próf. Þórhalls Vil- mundarsonar, í inngangi próf. Sveinbjarnar Rafnssonar en efni stæðu til, og minna væri gert úr tengslum þessa verkefnis og upp- haflegu rannsóknarinnar. Lagði deildarráð til að breytingar yrðu gerðar á innganginum; að greint verði frá því að unnið hafi verið að upphaflegu rannsóknunum undir stjórn próf. Þórhalls, en ekki sagt að þeir Helgi Skúli og Júníus hafi unnið að verkefninu „um hríð ásamt Þórhalli Vilmundarsyni prófessor," eins og segir í núver- andi formi inngangsins. Einnig var talin ástæða að fram kæmi að próf. Þórhallur hafi útvegað styrk úr Vísindasjóði vegna rann- sóknarinnar, og almennt var það álit deildarráðs að minna væri gert úr tengslum upphaflega rannsóknarverkefnisins og bókar- innar. Segir í samþykkt deildar- ráðs að sum þeirra atriða sem ágreiningi hafa valdið geti stafað af því að stjórn Sagnfræðistofn- unar hafi ekki vitað hvernig tengsl Þórhalls og verksins voru, en önnur atriði hefði Sagnfræði- stofnun átt að vita um, t.d. að þeir Helgi Skúli og Júníus hefðu verið nemendur Þórhalls. Hjá Höskuldi fengust ennfrem- ur þær upplýsingar að samþykkt deildarráðs yrði send stjórn Sagnfræðistofnunar, en ekki væri henni skylt að fara að samþykkt ráðsins, en stjórn stofnunarinnar tekur um það ákvörðun. Að lokum má geta þess að á fundi deildarráðs sátu Bergsteinn Jónsson sagnfræðingur, Svavar Sigmundsson lektor, Vésteinn Ólason dósent, Ragnheiður Briem lektor, Þórhildur Olafsdóttir lekt- or, Helena Porkola, finnskur sendikennari, en hún var forföll- uð, en einnig eru í ráðinu tveir fulltrúar stúdenta. í álitsnefndinni sem heimspeki- deild skipaði, sátu Einar Sigurðs- son háskólabókavörður, Jónas Gíslason dósent og Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður. í stjórn Sagnfræðistofnunar sitja Sveinbjörn Rafnsson próf- essor, forstöðumaður, Jón Guð- nason dósent og Eggert Þór Bernharðsson, sem er fulltrúi stúdenta. Má þess að lokum geta að Þór- hallur Vilmundarson prófessor er í fjögurra ára leyfi frá kennslu- störfum og gegnir hann nú starfi forstöðumanns Örnefnastofnunar Þjóðminjasafnsins. KEGLIIM um verðlagningu áfengis verður breytt nú um helgina, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið hefur aflað sér, og munu breyt- ingarnar yfirleitt leiða til hækkunar, en verð einhverra tegunda mun standa í stað og einnig er talið hugs- anlegt að einhverjar tegundir lækki í verði. Eldur í Þórkötlu II ELDUR kom upp í vélbátnum Þór- kötlu II frá Grindavík laust fyrir hádegi í gær þar sem báturinn lá í Keflavíkurhöfn. Verið var að log- sjóða í íslest og kom eldurinn upp í einangrun. Eldur varð aldrei mikill og tókst slökkviliðinu að ráða niðurlögum eldsins á um hálftíma. Skemmdir eru litlar. NÚ ER að Ijúka velheppnaðri kynn- ingu á starfsemi Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Hér má sjá einn þátt- takandann í kynningu búa sig undir leiksýningu. Verður verðlagningarreglunum breytt í það horf, að miðað verður við innkaupsverð, en ofan á það verð mun m.a. leggjast gjald eftir magni vínanda og álagningu í heild- sölu og smásölu, þannig að sömu reglur munu gilda um verðlagningu áfengis og annars innflutts varn- ings. Auk einkasölugjalds, sem leggst á eftir vínandamagni, má nefna heiidsölu- og smásöluálagn- ingu, en talið er að hún verði á bil- inu 25—30% samtals. Samkvæmt upplýsingum blaðsins voru sumar víntegundir í ÁTVR seldar undir kostnaðarverði undan- farið. Sem dæmi má taka tegund sem kostaði 413 krónur í innkaupi, en var seld út á 411 krónu. Þá má og nefna að verð á íslensku brennivíni mun verða svipað og nú er, eftir að verðbreytingar hafa verið gerðar, en dýrari tegundir, t.d. kampavín og koníak, munu hækka. Hækkun framfærslu- vísitölu um 1,23% Breytingar á verðiagningu áfengis um helgina: Flestar tegund- ir hækka í verði * Abúendur og landeigendur við Apavatn: Óttast að fiskeldisstöð mengi eitt besta veiðivatn landsins ATTA ábúendur, land- og veiðiréttareigendur við Apavatn í Arnessýslu hafa skorað á hreppsnefnd Laugardalshrepps og fyrirtækið Laugarlax hf. að stöðva nú þegar framkvæmdir við byggingu fiskeldisstöðvar Laugarlax við Apavatn. Stöðinni er ætlað að taka til starfa um áramótin og verður klakhús hennar væntanlega reist í næstu viku. Telja landeigendurnir, að mengun frá stöðinni verði svo mikil, að hún geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir silungsveiði í vatninu. Einn þeirra hefur m.a. lagt blátt bann við að frárennsli frá stöðinni fyrir landi jarðar sinnar, Útey I. í breíi, sem ábúendurnir og landeigendurnir sendu Laugarlaxi hf., hreppsnefnd Laugardals- hrepps, Búnaðarfélagi fslands og þingmönnum Suðurlandskjör- dæmis sl. miðvikudag, mótmæla þeir harðlega að afrennsli úr fisk- eldisstöðinni fari í ár og læki, sem renna í Apavatn. „Við lýsum furðu okkar á hreppsnefnd í þessu máli, þar sem hún hefur gefið Laugar- laxi hf. leyfi til að hefja bygg- ingaframkvæmdir án tilskilins leyfis frá heilbrigðisnefnd Laug- aráslæknishéraðs... Við lýsum allri ábyrgð á hendur Laugarlax hf. og hreppsnefndar Laugar- dalshrepps og áskiljum okkur all- an rétt í þessu máli og því, sem síðar kynni að koma fram,“ eins og segir í bréfinu. verði veitt í Djúpin eða Kvíslarnar Þórir Þorgeirsson, oddviti Laug- ardalshrepps, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að heima- menn hefðu vissar áhyggjur af mengunarhættu af stöðinni „en við höfum lagt ríka áherslu á, að allar ráðstafanir verði gerðar til að fyrirbyggja slys,“ sagði hann. „Það er aðallega Eyjólfur Frið- geirsson, fiskifræðingur og stjórn- arformaður Laugarlax hf., sem hefur haft með þessi mengunar- mál að gera i samráði við ýmsa aðila.“ Þórir sagðist ekki vilja á þessu stigi tjá sig um kröfu bréfritara um að framkvæmdum við stöðina yrði hætt enda hefði hann enn ekki fengið bréf þeirra í hendur. „Það hefur ekkert rekstrarleyfi verið gefið út ennþá þótt við höf- um veitt byggingarleyfið,“ sagði hann. „Rekstrarleyfi verður ekki gefið út fyrr en tryggt er að allt sé í stakasta lagi og Heilbrigðiseft- irlit ríkisins hefur tekið stöðina út og allan hreinsunarbúnaðinn. Hreppurinn hefur verið 10% hluthafi í þessu frá upphafi og haft af þessu ærinn kostnað. 300 þúsund krónur eru miklir pen- ingar fyrir lítið sveitarfélag, svo hagsmunir okkar eru augljósir. En við eigum eftir að ræða þetta bet- ur í hreppsnefndinni — við viljum cnga styrjöld um þetta mál,“ sagði oddvitinn. Jón Kristjánsson, fiskifræðing- ur hjá Veiðimálstofnun, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær, að allar fiskeldisstöðvar væru miklir mengunarvaldar. „Mengun frá stöð af þessu tagi er á við nokkur hundruð manna byggð,“ sagði Jón. „Það kemur mikið af úrgangsefnum frá fisk- inum í stöðvunum. Það verður að fara mjög varlega við byggingu slíkra stöðva, því hættan er sú, að gróður í vatninu fari mjög vax- andi. Næsta vatn þarna við, Laug- arvatn, er t.d. að gróa upp vegna mengunar frá rotþróm í þorpinu. Meginmálið í þessu er hvernig hreinsunarbúnaður stöðvarinnar verður, hvað á að hreinsa, hve mikið verður eftir af efnum í frá- rennslisvatninu og hvað á að gera við úrgangsefnin." Jón sagði að Apavatn væri með bestu veiði- vötnum landsins, hægt væri að veiða í því allt að fjörutíu tonn af fiski árlega, og því yrði að fara mjög varlega í þessum efnum. Eyjólfur Friðgeirsson, fiski- fræðingur, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Laugarlax hf., sagði í samtali við blm. Morgun- blaðsins, að vandinn væri sá, að á íslandi væru engar reglur eða lög til um hvernig hreinsibúnaður fiskeldisstöðva eigi að vera eða hvernig eigi að fara með frá- rennslisvatn þeirra. „Við höfum hannað hreinsibúnað eftir banda- rískri fyrirmynd. I tveimur þrep- um hreinsast vatnið 100% nema að niðurbrotin steinefni fara út í vatnið. Þróin verður hreinsuð reglulega og botnfallið flutt í burtu, væntanlega í hafbeitarað- stöðu, sem við erum að semja um annars staðar," sagði Eyjólfur. „Við höfum kynnt bygginguna og allar ráðstafanir mjög rækilega og höfum sett okkur mjög strangar kröfur um reksturinn i samráði við Sigurð Helgason, fisksjúk- dómafræðing. Það eru mun strangari kröfur en nokkurn tíma hafa verið gerðar til fiskeldis- stöðva á íslandi." Eyjólfur sagði um mótmæli Apvetninga, að þeir væru að þyrla upp moldroki vegna þess að þeir hefðu ekki kynnt sér málin og það sama mætti segja um athuga- semdir heilbrigðisnefndar Laug- aráslæknishéraðs. Laugarlax hf. hefði öll nauðsynleg leyfi til að starfrækja stöðina. Áætlaður kostnaður við bygg- ingu stöðvarinnar er um sjö millj- ónir króna. Laugarlax hf. hefur leitað eftir lánum hjá Byggðasjóði og Framkvæmdasjóði fyrir um helmingi þess kostnaðar, hlutafé á að borga hinn helminginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.