Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 SVIPMYND A SUNNUDEGI Danuta Walesa Um þessa helgi er Dan- uta Walesa í sviðsljósinu, er hún veitir viðtöku fyrir hönd eiginmanns síns Friö- arverölaunum Nóbels. Vin- um hennar mörgum þykir það undravert, hversu þessi hægláta og feimna kona hefur sætt sig viö allt það umtal sem hefur óhjá- kvæmilega skapazt um hana og fjölskyldu hennar og alla þá athygli, sem að henni hefur beinzt. Fyrir örfáum árum var Dan- uta Walesa gersamlega óþekkt í heimalandi sínu og meira að segja eftir að Lech Walesa tók að láta að sér kveða á vettvangi stofnunar Samstöðu, var fátt annað vitað um Danutu, en hún væri góður kaþólikki sem ól manni sinum barn samvizku- samlega einu sinni á ári eða svo. Ekki þótti hún glæsileg í útliti, fatnaður og glingur höfðar held- ur ekki frekar til hennar nú en áður þó svo að fjárráð fjölskyld- unnar hafi tekið miklum stakka- skiptum. Sjálf segist hún kvíða því að standa frammi fyrir alheimi og taka á móti viðurkenningunni fyrir mann sinn. „Ég er f raun og veru alveg logandi kvíðin ... friðsælt líf utan allrar athygli heimsins eða aðdáunar á langt- um betur við mig. En auðvitað verð ég að gera þetta og ég vona að ég verði manni mínum og þeim málstað sem hann hefur barizt fyrir ekki til skammar." Síðustu daga hefur hún verið í óða önn að undirbúa Noregsferð- ina og hún hefur látið sauma á sig flíkur, sem hún segir að séu sér að vísu alls ekki að skapi, en vísast muni þær ekki þykja til- komumiklar innan um skartbún- að norskra hefðarkvenna sem komi til Nóbelshátiðarinnar. Sjálf segir hún að Lech Wal- esa hafi reynt að taka tillit til hennar í hvívetna. „Hann hefur gert hvað hann hefur getað til að ég fengi að vera í friði fyrir fjöl- miðlum og hann veit að venju- legt fjölskyldulíf okkar á langt- um betur við mig. Svo að það er ekki ofverkið mitt að standa við hlið hans, þegar hann þarf á mér að halda. Danuta Walesa er 34 ára göm- ul, hún á sjö börn, þrjár dætur, sem eru eins árs, þriggja og fjög- urra ára og fjóra syni sjö til þrettán ára. Þau hjón búa í sjö herbergja íbúð þar sem endalaus gestanauð er af erlendum blaða- mönnum, samstarfsmönnum Walesa, leikfélögum barnanna og ýmsum fjölskyldumeðlimum svo og einkariturum og ráðgjöf- um. Allir bera Danutu vel sög- una, segja hana þolinmóða, geð- góða, myndarlega húsmóður og lofa starfsorku hennar og sterkan vilja. Hjónaband þeirra hefur svo sem ekki alltaf verið dans á rós- um. Þó að Walesa drægi ekki að sér heimsathygli fyrr en fyrir fáeinum árum hafði hann lengi unnið að málefnum sem stjórn- völdum hugnaðist ekki, og var handtekinn margsinnis og færð- ur til yfirheyrslu þótt fangels- isvist hans stæði aldrei lengi þá. Oft varð hann að fara huldu höfði og Danuta varð þá að sjá fjölskyldunni farborða. Þau gift- ust 8. nóvember 1969. Walesa hafði þá lokið rafvirkjanámi og framan af hafði hann ekki telj- andi afskipti af málefnum verkamanna, þótt áhugi á rétt- indamálum þeirra kæmi fljót- lega í ljós. Arið 1980 var hann handtekinn í íbúð þeirra í Gdansk, þegar Danuta hafði tek- ið léttasóttina að sjötta barni þeirra, Mögdu, og þegar yngsta dóttir þeirra, Maria Viktoria, fæddist þann 27. janúar 1982 var faðirinn í stofufangelsi og hann fékk þá m.a. ekki leyfi stjórn- valda til að vera við skírn telp- unnar. Vinum þeirra hjóna ber sam- an um, að Danuta hafi eflzt að kjarki hin síðari ár, en ofsóknir á hendur eiginmanni hennar hafi skiljanlega mætt hana tölu- vert. Þau Lech og Danuta kynntust þegar Walesa var að vinna í Gdansk-skipasmíðastöðinni og hafði nýlega hafið þar störf. Hann brá sér inn í blómabúð við stöðina, þar sem Danuta var við afgreiðslustörf. „Þá hafði hann margsinnis gengið framhjá búð- inni,“ segir hún þegar hún rifjar upp kynni þeirra. „En hann var auðsýnilega þeirrar skoðunar, að hann væri svo gjörvilegur ásýndum, að það væri ástæðu- laust fyrir hann að kaupa blóm handa vinkonum sínum." En loks gafst hann upp, tvísté í búð- inni um hríð og uppfrá því blómstraði ástin ekki síður en blómin. Þau giftu sig ári síðar. Danuta segir sjálf að fyrstu árin hafi verið þau ljúfustu, þrátt fyrir að maður hennar lenti fljótlega í útistöðum við stjóm- völd og þar áður yfirmenn sína. Hann var í fyrirsvari verk- fallsmanna í Gdansk árið 1970, sem endaði með blóðsúthelling- um og hörmungum, eins og al- ræmt varð. Sex árum seinna var hann rekinn úr stöðinni fyrir að hafa látið ógætileg orð falla um Edward Gierek þáverandi flokksleiðtoga. Hann fór þá að vinna annars staðar en var sagt upp starfi af svipuðum ástæðum. Á þessum tíma var fjárhagur fjölskyldunnar bágborinn. Dan- uta hlóð niður börnum og gat ekki bætt á sig vinnu utan heim- ilis. En hún rifjar upp tryggð ýmissa vina þeirra, sem lögðu saman í sjóð vikulega, svo að þau höfðu fyrir nauðþurftum. Sögu Samstöðu er óþarft að rekja en með árunum hefur Dan- uta sýnt það æ betur og sannað, að hún er hin mesta kjarnorku- kona sem lætur ekki hótanir á sig fá, frekar en maður hennar. Hún segist sjálf vera ákaflega venjuleg manneskja. Áhugamál hennar tengjast heimili, manni og börnum. Hún gefur sér ekki mikinn tíma til lestrar og þau hjón kjósa að dvelja heima við á kvöldin, þegar tök eru á og sinna lítt næturlífi né veizluhöldum. „Ég trúi að maðurinn minn sé að gera rétt og þess vegna styð ég hann. Þess vegna fer ég til Osló ... ég vona bara ég líði ekki út af feimni og skelfingu. Mig langar svo mikið til að þjóðin mín geti verið ánægð með mig á þessum merkisdegi." Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir Leikritið Jói vekur athygli í Færeyjum Klakksvíkingum boðid að sýna leikritiö í Kaupmannahöfn LEIKRITIÐ „Jói“ eftir Kjartan Kagnarsson var frumsýnt nú fyrir skömmu í Klaksvík í Færeyjum við góðar undirtektir. Kjartan er vel- kunnur Færeyingum, þvi áður hafa verið sett á svið í Færeyjum tvö leik- rit hans. Naumastofan og Blessað barnalán, sem hlotið hafa þar miklar vinsældir. Ásdís Skúladóttir leik- stýrði Jóa, en hún setti einnig upp leikrit á síðastliðnu ári í Þórshöfn, leikritið „Tilvildin“ eftir Daný Joensen. (Tilvildin verður fyrsta leikritið, sem tekið er upp fyrir fær- eyska landssjónvarpið.) Jói hefur hlotið einróma lof agnrýnenda í blöðum og útvarpi. Socialnum, sem er eitt víðlesn- asta blaðið segir m.a. „Leikstjór- inn Ásdís Skúladóttir hefur hér unnið framúrskarandi gott starf með leikurunum. Henni tókst m.a. að fá þá til að sýna tilfinningar sínar og losa um það sem við byrgjum inni í daglega lífinu. Fullyrða má að þess séu vart dæmi að við höfum fyrr séð jafn tilfinningaríkar senur leiknar svo eðlilega og opið ... Hér er um að ræða samstarf milli leikstjóra og leikenda, sem ber árangur." Síðar segir blaðið að það sé gleðilegt að svo vel hafi tekist þegar Klaksvík- ingar hefðu horfið frá gamanleikj- um til alvarlegri viðfangsefna. Norðurlýsið segir m.a.: „Leikar- arnir sýna góðan leik, einkum þó nýliðarnir Ey Matras og Bogi Linklett, en þau léku Jóa og Lou. Talað er um að þau hafi slegið í gegn.“ Tingakrossur segir: „Bogi Linklett lék Jóa svo snilldarlega að engum dettur í hug annað en að hann sé vanur sviðsleikari. Það sést með hálfu auga að ’kön hönd hefur skipað fyrir hér“ ... „Enn einu sinni hefur leikfélag Klaks- víkur sýnt okkur góða leiklist og að þessu sinni það besta sem fé- lagið hefur. sýnt. Takk fyrir ógleymanlega kvöldstund. í blaðinu 14. september segir: „Skilningur Kjartans Ragnarsson- ar á mannlifi er slíkur að þegar horft er á leikritið hugsum við ekki einungis um Jóa sem fatlaðan dreng heldur sjáum við í lífi hans og vanda líf og vanda alls fólks og verður hugsað til orðanna „Hver er bróðir minn“?“ ... „Þýðing Öskars Hermannssonar er mjög góð og ætti að gefa hana út. Þetta er óefað leiksýning sem fjöldi fólks vill sjá og gleymir ekki — ég ætla aftur." Oyggjatíðindi: „Leikritið virðist ekki vera auðvelt að leika við fyrstu sýn en þrátt fyrir það er hér sérlega vel leikið. Það er Ieið- inlegt að Leikfélag Klaksvíkur skuli ekki eiga húsnæði, sem hæfir þeim eftir það sem þau hafa nú sýnt. Það á sannarlega betra skilið fyrir sína góðu leikara." Uppfærslan á Jóa vakti mikla athygli í Færeyjum og aldrei áður hefur jafn mikið verið skrifað um leiksýningar hjá Sjónleikarafélagi Klaksvíkur, enda viðamesta leik- sýning sem þau hafa ráðið í. Málefni þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu hafa verið í brennidepli í Færeyjum að undan- förnu og þótti leikrit Kjartans gera hana frjórri vegna þess hve auðvelt honum reynist að gera al- varlegum málefnum skil á léttan hátt, þannig að það höfðar beint til áhorfenda. • Menntamálaráðherra Færey- inga, Torbjörn Poulsen, sem var viðstaddur frumsýningu, hét Klaksvíkingum því að hann skildi vinna að því með oddi og egg að þeir fengju nýtt og betra húsnæði, það ættu þeir svo sannarlega skil- ið fyrir svo góða leiksýningu. Nú hefur Jói verið sýndur 12 sinnum í Klaksvík og nágrenni. Um jólin verða sýningar í Norð- urlandahúsinu í Þórshöfn og eftir áramótin hefur leikfélaginu verið boðið til Kaupmannahafnar og Borgundarhólms með leikritið. (Úr fréttatilkynningu frá BÍL og leiklistarsambandi íslands.) Kristnar hugvekjur PRESTAFÉLAG íslands hefur gefið út Kristnar hugvekjur, síð- ara bindi sem inniheldur hugvekj- ur tímabilsins frá hvítasunnu til aðventu, en hugvekjur fyrra bind- isins áttu við hinn hluta kirkjuárs- ins. Höfundar hugvekjanna í síð- ara bindinu eru: Pétur Sigur- geirsson biskup, sr. Halldór S. Gröndal, sr. Sigurður H. Guð- mundsson, sr. Frank M. Hall- dórsson, sr. Dalla Þórðardóttir, sr. Árni Pálsson, sr. Guðmundur Óli Ólason, sr. Eiríkur J. Ei- ríksson, sr. Ingiberg J. Hannes- son prófastur, sr. Hjalti Guð- mundsson, sr. Einar Þ. Þor- steinsson, sr. Robert Jack pró- fastur, sr. Ólafur Skúlason dóm- prófastur, sr. Hannes Guð- mundsson, sr. Kári Valsson, sr. Jón E. Einarsson prófastur, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sr. Guðmundur óskar ólafsson, sr. Þorleifur Kjartan Kristmunds- son, sr. Þorbergur Kristjánsson, sr. Bjartmar Kristjánsson, sr. Karl Sigurbjörnsson, sr. Tómas Sveinsson, sr. Sigurpáll Óskarsson; sr. Páll Pálsson, sr. Ingólfur Ástmarsson, sr. Gylfi Jónsson og sr. Sverrir Haralds- son. Mannanafnaskrá fyrir bæði bindin fylgja þessu síðara bindi sem er 234 blaðsíður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.