Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983
64% hækkun fast-
eignaskatta 1984
Fasteignaskattar eru áætlaðir um
378,7 milljónir króna samkvæmt
frumvarpi aö fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar fyrir árið 1984.
Ilækkun fasteignaskatta frá álagn-
ingu yfirstandandi árs er um 64%.
Frumvarpstölurnar miða við
57% framreikning á fasteigna-
mati eftir að fram er komin 4,4%
aukning vegna endurmats og
fjölgunar umfram afskriftir. Þá er
miðað við óbreytt álagningarhlut-
fall, þ.e. 0,421% á íbúðarhúsnæði
og 1,25% á annað húsnæði.
„Rétt er að minna á, að á þessu
ári var álagningarhlutfallið á
íbúðarhúsnæði lækkað um 15,8%
gegn háværum mótmælum úr
herbúðum vinstri flokkanna, en á
næsta ári hefðu íbúðaeigendur
þurft að greiða 36,3 milljónum
króna hærri fasteignaskatta, ef
vinstri meirihlutinn hefði verið
við völd,“ sagði Davíð Oddsson,
borgarstjóri, m.a. í ræðu sinni við
umræður um fjárhagsáætlun.
Áætlað er að byggingarleyfi
hækki um sama hlutfall og bygg-
ingarvísitala, en kvöldsöluleyfi um
50% í samræmi við tillögu, sem
liggur fyrir borgarstjórn. Lóða-
leigur munu nema um 29,2 millj-
ónum króna og hækka í samræmi
við fasteignamat.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1984:
Launakostnaður
41,5% af útgjöldum
Heildarútgjöld Reykjavík-
urborgar samkvæmt frum-
varpi aö fjárhagsáætlun borg-
arinnar nema um 2.405,0
milljónum króna. 1‘e.ssar
Bílvelta
BÍLL valt á Keflavíkurvegi um
sjöleytið á sunnudagskvöldið,
skammt frá afleggjaranum að
Vogum á Vatnsleysuströnd. Bif-
reiðin var að fara fram úr annarri
bifreið, þegar bifreið kom á móti
og tók ökumaður þann kost að aka
út af með þeim afleiðingum að bif-
reiðin valt. Tveir voru í bifreið-
inni, en engin slys urðu á
mönnum.
upplýsingar komu fram á
fundi borgarstjórnar í síð-
ustu viku.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
sagði í ræðu sinni við umræður
um frumvarpið, að launakostnað-
ur væri um 41,5% af heildarút-
gjöldum borgarinnar, eða myndi
nema um 1.000,0 milljónum króna
á næsta ári.
Liðurinn „Efniskaup orku og
vélavinna" nemur um 735,0 millj-
ónum króna, sem er um 30,5% af
heildarútgjöldum. Þá nema styrk-
ir og framlög ýmiss konar um
430,0 milljónum króna, sem er um
18% af heildarútgjöldum borgar-
innar. Loks eru fjármagnshreyf-
ingar upp á um 240,0 milljónir
króna, sem er um 10% af útgjöld-
um Reykjavíkurborgar.
Bragi Olafsson
læknir er látinn
BRAGI Olafsson fyrrverandi aðstoó-
arborgarlæknir er látinn. Hann
fæddist í Keflavík 18. nóvember
1903. Foreldrar hans voru Ólafur V.
Ófeigsson, kaupmaöur þar, og síðari
kona hans, Þórdís Einarsdóttir.
Bragi varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1923 og
cand. med. frá Háskóla Islands
1929. Hann stundaði framhalds-
nám í Þýskalandi 1929—30 og árið
1931. Hann var starfandi Iæknir í
Hafnarfirði 1930—31, í Reykjavík
1931—34. Héraðslæknir á Hofsósi
1934 —45 og á Eyrarbakka 1945—
1967. Bragi var aðstoðarborgar-
læknir í Reykjavík 1967—76.
Bragi ólafsson kvæntist 19. nóv-
ember 1929, Amalíu Sigríði Jóns-
dóttur, sem lést fyrir nokkrum ár-
um.t
Sam-útgáfan gerir ríkisstjórninni tilboð:
84 stúdentar brautskráðir frá MH
84 stúdentar, þar af 24 úr öld-
ungadeild brautskráðust frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
sl. laugardag. Af nýstúdentum
voru 20 af nýmálabraut, 31 af
félagsfræðabraut, 2 af eðlisfræði-
braut, 3 af tónlistarbraut og 2
brautskráðust af tveimur brautum,
eðlisfræði- og náttúrufræðabraut.
54 nýstúdentar eru konur en 30
karlar.
Hæstar einkunnir á stúd-
entsprófi hlaut Helga Valfells,
stúdent af eðlisfræðibraut.
Við brautskráninguna flutti
kór skólans lög frá ýmsum lönd-
um, flest tengd jólunum. Rektor
skólans, Örnólfur Thorlacius,
minntist við brautskráninguna
eins af kennurum skólans, Jó-
lianns S. Hannessonar, sem lést
fyrir skömmu.
Á haustönn 1983 voru innrit-
aðir í dagskóla Menntaskólans
við Hamrahlíð um 850 nemendur
og um 700 í öldungadeild.
Hitaveitusvæðin:
Húseigendum gert
að nota hitaveituna
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
leggja fram frumvarp til laga um
jöfnun húshitunarkostnaðar á
fyrstu dögum þings eftir áramót,
en tilgangur frumvarpsins er að
„létta verulega kostnað þeirra,
sem þyngstar byrðar bera vegna
hitunar híbýla sinna, með niður-
greiðslu orkugjafa og ráðstöfunum
til orkusparnaðar,“ að því er Sverr-
ir Hermannsson iðnaðarráðherra
sagði við 3. umræðu um fjárlaga-
frumvarp ríkisstjórnarinnar. Jafn-
framt hafi verið ákveðið að gera
húseigendum að láta af olíukynd-
ingu þar sem kostur er innlendra
orkugjafa.
Sagði Sverrir að í fjárlagafrum-
varpinu væru ætlaðar 230 milljón-
ir króna til niðurgreiðslu rafhit-
unar og 61,5 milljónir króna til
niðurgreiðslu olíuverðs, eða sam-
tals 291,5 milljónir kr. Sagði
Sverrir að liðir þessir hefðu hækk-
að samtals um 335% frá því sem
var í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar.
Þá sagði Sverrir að óánægju
hefði gætt í þingliði ríkisstjórnar-
innar að ekki skuli hærri fjár-
upphæðir áformaðar til verkefnis-
ins og væri slíkt eðlilegt miðað við
Frumvarp um jöfnun
húshitunarkostnaðar
lagt fram eftir áramót
yfirlýsingar og kosningaloforð,
þar sem menn hétu því að beita
sér fyrir að 1,5 söluskattstigi
skyldi varið til þessa, en sú fjár-
hæð er talin nema 471 milljón kr.
Það sagði Sverrir ekki gert af
þeim sökum að fjárhagsstaðan
væri mun verri en menn hefði
órað fyrir og hefðu menn ekki ráð
„ÞETTA er eina atriðið í könnun-
inni sem gæti orkað tvímælis og
væri hægt að deila á,“ sagði Jóhann-
á hærri fjárveitingu til þessa. Þó
kvaðst Sverrir geta fullyrt að fjár-
munir þessir myndu hrökkva til
þess að verulega muni létta hjá
þeim sem örðugast eiga, með
niðurgreiðslum og öðrum orku-
sparandi aðgerðum sem hafist
verður handa við innan tíðar.
Þá kom það fram hjá Sverri að
ríkisstjórnin hefði ákveðið að
veita 30 milljónum á næsta ári til
verkefnis sem miðar að orku-
sparnaði við upphitun húsnæðis
og 3 milljónum að auki til tækni-
legs undirbúnings.
es Gunnarsson, fulltrúi á Verðlags-
stofnun, aðspurður um hvort ekki
hefði sambærileg vara verið borin
saman í verðkönnun stofnunarinnar
frá því í síðustu viku, en þar kom
fram 155% munur á hæsta og lægsta
verði á Londonlambi.
Könnun verðlagsstofnunar:
Éitt atriði gæti
orkað tvímælis
Vilja kaupa eða leigja rás 2
SAM-útgáfan í Reykjavík hefur boðist
til aó kaupa eöa taka á leigu rás 2
Ríkisútvarpsins, enda sé stofnun rás-
arinnar í hróplegri andstöðu við þá
stefnu ríkisstjórnarinnar, að selja
ríkisfyrirtæki, sem einkaaðilar geta
séð um rekstur á, eins og segir í bréfi
útgáfufélagsins til fjármálaráðherra.
Albert Guðmundsson, fjármála-
ráðherra, sagði í samtali við blm.
Morgunblaðsins, að hann „væri
fljótur að selja ef ég hefði leyfi til
þess. En þetta heyrir undir mennta-
málaráðherra. Ef hún óskar eftir að
stöðin verði seld, þá mun ég leyfa
það fyrir mitt leyti," sagði Albert.
Ragnhildur Helgadóttir, mennta-
málaráðherra, sagðist hafa fengið
tilboð Sam-útgáfunnar en gildandi
lög kæmu í veg fyrir að hægt væri
að selja rás 2.
í bréfi Sam-útgáfunnar til fjár-
málaráðherra segir m.a.: „Rás 2 tek-
ur til starfa á sama tíma og í undir-
búningi er að gefa rekstur út-
varpsstöðva frjálsan. Rás 2 er ekk-
ert annað en útvíkkun á einokunar-
aðstöðu ríkisútvarpsins. Einkaaðil-
ar eru fullfærir um að reka út-
varpsstöðvar hér á landi. Með því að
selja eða leigja rás 2 getur ríkis-
stjórnin sýnt í verki traust sitt á
einkarekstri útvarps. Betur væri þó
ef ríkisstjórnin bæri fram frumvarp
um afnám einokunar ríkisútvarps-
ins.“
Þórarinn J. Magnússon, annar rit-
stjóra og einn aðaleigandi Sam-
útgáfunnar, sagði í samtali við
blaðamann Mbl., að tilboðið væri
sett fram fyrst og fremst „til að
vekja athygli á okkar viðhorfi til
stöðvarinnar. Við erum að vísu mjög
ánægðir með útkomuna og teljum
stöðina vera dæmi um hvernig á að
reka tónlistarútvarp, en það er bara
rangur aðili að vasast í þessu. Und-
irtektir, sem rás 2 hefur fengið,
sanna að það er þetta, sem fólk vildi.
En stofnun rásar 2 má ekki verða til
þess að fólk hætti að tala um stað-
bundnar stöðvar og við óttumst, að
þetta nýmæli geti orðið til að bregða
fæti fyrir áform um breytingar á
útvarpslögum."
Ragnhildur Helgadóttir, mennta-
málaráðherra, sagði að svo einkaað-
ili gæti tekið við rekstri deildar
Ríkisútvarpsins þyrfti að gera
breytingar á útvarpslögum. „Frum-
varp um þær breytingar hefur verið
til umfjöllunar í ríkisstjórninni síð-
an í haust og er nú til umfjöllunar
hjá flokkunum. í stjórnarflokkun-
um eru skiptar skoðanir um nokkur
atriði og m.a. eru þingmannanefndir
að kanna frumvarpið. Ég vil hins-
vegar láta reyna á það hvort frum-
varpið verður lagt fram sem stjórn-
arfrumvarp eða ekki — það liggur
ekki fyrir ennþá. En, sem sagt, ég
hef tekið við bréfi Sam-útgáfunnar
en sem stendur er ekki aðstaða til að
selja rás 2,“ sagði menntamálaráð-
herra.
„Við miðuðum við Londonlamb
úr framparti, en nokkrar verslanir
seldu ekki Londonlamb úr fram-
parti, heldur Londonlamb sem
annaðhvort var úr læri eða þá úr
blönduðu kjöti og þessi verðmunur
sem þarna kemur fram getur
skýrst að hluta til vegna þess, því
sú verslun sem reyndist vera með
hæstar verðið var með London-
lamb úr læri,“ sagði Jóhannes
ennfremur.
„Hins vegar má á móti benda á
að það kemur ekki alltaf fram úr
hverju Londonlambið er, svo að
neytendur vita ekki um þetta,
nema þeir séu þeim mun betur að
sér,“ sagði Jóhannes ennfremur.
Jóhannes sagði að þess hefði
verið getið í athugasemdum með
könnuninni, þegar Londonlambið
var úr einhverju öðru en fram-
parti.