Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 34
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983
Neyttu á meðan á
nefínu stendur...
Greinargerð Þorgeirs Þorgeirs-
sonar vegna hegðunar Einars
Bjarnasonar lögreglumanns í sjón-
varpssal þriðjudagskvöldið 13. þessa
mánaðar.
Prag er höfuðborg Tékkóslóv-
akíu. Þar er náttúrlega lögregla
eins og í Reykjavík. Og þar einsog
hér er nokkuð grunt á því góða
með lögreglu og almenningi — þó
báðum sé raunar jafnilla við
mentamenn.
Gamansemi Pragbúa birtist
stundum í spurningaleikjum sem
ganga þá manna á milli. Einn sá
vinsælasti er löngu orðinn klass-
ískur. Hann er svona:
Hversvegna eru löggur alltaf
þrjár saman?
Ha?
Það er einn sem kann að lesa,
annar sem kann að skrifa og sá
þriðji til eftirlits með þessum
hættulegu mentajöfrum.
Þriðjudaginn seinasta, þann 13.
desember, var þáttur í sjónvarp-
inu um lögregluvandamálið. Þar
voru tveir spekingar úr Reykja-
víkurlögreglunni og þótti mörgum
einsog þeir félagarnir léku þarna
nokkuð iausum hala. Áhorfandi
sem ég þekki var raunar að bera í
bætifláka fyrir þá Bjarka og Ein-
ar með því einmitt að sorglega
hefði vantað þriðja mann úr
þeirra búðum. Eftirlitið semsé.
Vel má það rétt vera.
Alveg í lok þáttarins brast Ein-
ar, sem er formaður Lögreglufé-
lagsins, á með nokkuð skondna
uppákomu eftir þónokkuð pískur
við Bjarka og skrjáf í pappírs-
gögnum, dró upp skjal og hóf
ófagran lestur um undirritaðan
lygara og ómerking (samkvæmt
vottorði þessu sem lögreglan hafði
með einhverjum ráðum fengið
óviðkomandi mann til að rita nafn
sitt undir).
Mætavel hefði Einar getað kom-
ið þessum boðskap sínum á fram-
færi án þess að brjóta útvarpslög-
in okkar og hætta þannig bæði
starfi sínu og heiðrinum í einu, og
hafa margir furðað sig á hegðun
mannsins.
Sem vonlegt er.
Þessi fífldirfska Einars verður
naumast skýð með einusaman eft-
irlitsleysinu og því er ég nú enn að
skrifa um þetta málefni sem ég
hélt raunar að afskiptum mínum
hefði lokið af fyrir viku rúmri
(þetta er skrifaö fimtudaginn 15.
desember, afhent til birtingar
föstudaginn þann 16.).
Greinir nú frá reynslu minni
undangengna viku.
Miðvikudaginn 7. desember sl.
birtist frá mér bréf í Morgunblað-
inu til æðsta yfirvalds dómsmála
á íslandi. Erindi mitt var að biðja
um hlutlausa ransókn á lögreglu-
vandamálinu í stað þess að vanda-
mál þetta hefði eftirlit með sér
einvörðungu sjálft. Texti þessa
bréfs hefur að vonum ekki notið
vinsælda á lögreglustöðvum, enda
svosem ekkert við því að segja.
Misskilningurinn verður líka að
hafa sinn gang. Hefur enda
blómstrað í þessu máli þarsem ég
lít svo til að rithöfundur hafi
skyldum að gegna með það að
segja afdráttarlaust frá því sem
honum þykir miður fara umhverf-
is sig, en lögreglan virðist á öðru
máli einsog gengur.
Orðlengjum það nú ekki framar.
Þennan morgun sem bréfið til
Jóns Helgasonar dómsmálaráð-
herra birtist í blaðinu hringdu
furðumargir til mín. Meðal þeirra
var Guðmundur Hermannsson
sem kynti sig yfirlögregluþjón í
Reykjavík. Hann vildi fá að vita
hvaða tilfelli þetta væri sem ég
hefði verið að skrifa um. Sagði ég
honum sem var að greinin fjallaði
ekki um neitt tilfelli heldur um
ástand. Tilefnin skiptu á hinn bóg-
inn hundruðum minstakosti. Þá
spurði Guðmundur hvað hann
héti, pilturinn lamaði sem legið
hefði samtimis mér á spítalanum
forðum. Ég sagði þá sem var að
líklega hefði ég aldrei heyrt nafn
hans. Spurði svo hvort lögreglan
væri eitthvað að ransaka þetta.
Játti Guðmundur því. Lét ég hann
þá vita að það fyndist mér nokkuö
djarft eins og á stæði; að lögreglan
færi nú enn að rannsaka mál sem
hún væri aðili að. Lokaði mér
jafnframt gagnvart yfirlögreglu-
þjóninum með alla vitneskju,
nema hvað ég lét honum í té dag-
setningar varðandi spítalavist
mína forðum. Kvöddumst við svo.
Vegna þess sem á eftir kemur
verð ég að geta þess hér sérstak-
lega að Guðmundur var bæði Ijúf-
ur og kurteis svo eiginlega fanst
mér einsog ég hefði verið að tala
við siöameistara einhverrar kon-
ungshirðar. En það fór nú af síðar.
Líður nú fimtudagur og framan
af föstudegi með endalausum sím-
tölum og handaböndum þangaðtil
ég kaus að láta mig hverfa til að fá
vinnufrið. Undir kvöld kom ég aft-
ur í ljós og þá lágu fyrir mér skila-
boð frá Guðmundi yfirlögreglu-
þjóni um það að ég skyldi lesa
blaðsíðu 13 í Morgunblaðinu þá
samdægurs og biðjast svo afsök-
unar á skrifi mínu.
Á blaðsíðu 13 reyndist vera frétt
um það að manni einum hefði ver-
ið dæmd fjárhæð nokkur í skaða-
bætur fyrir kjaftshögg í maí árið
1978. í þeim dómi var hvergi minst
á lögreglubarsmíðar og þess ekki
getið hvern starfa barsmíðamað-
urinn hefði. Var hann þá lögreglu-
þjónn? Kanski. Greinilega hlaut
það að vera skoðun Guðmundar að
þetta væri sama málið og ég mint-
ist á í bréfinu. En fjandakornið
sem það gæti verið — ekki mundi
ég betur en sá piltur dæi skömmu
síðar, úr lungnabólgu að því er
mig minti. Þetta staðfesti konan
þegar hún kom heim skömmu síð-
ar.
— Ég man svo vel að þú sagðir
hérna við borðið einhverntíma
nýkominn úr skoðun ofanaf spít-
ala, að nú væri hann dáinn þessi
piltur, sagði konan. Hún er
fjarska heiðvirð og minnið óvenju-
lega gott einsog hjá fleirum af
þeirri ætt.
Einhver misskilningur hlaut því
að vera þarna á ferðinni.
Ég hringdi nú í Guðmund til að
fá botn í þessa véfrétt. Hann var
þá enganveginn jafn blíður á
manninn og fyrir tveim dögum.
— Þér er eins gott að biðjast
opinberlega afsökunar, sagði
hann. Þarna er komið dæmið, til-
fellið sem þú ert að tala um.
Ég setti nú í mig kjark og and-
Þorgeir Þorgeirsson
„Af viðbrögðum lögreglu-
manna í þessum málurn
má vel ráða að þeim sé
kent að lesa skáldsögur
Jóns Thoroddsen. Gróa á
leiti kemur víða fyrir í
skrifum þeirra. En hafa
þeir líka verið að lesa
Grettlu? Úrræði þeirra
sýnast einkum vera í sam-
ræmi við það sem þar
stendur.
Svo skal böl bæta að
bfða annað meira.“
mælti honum á þeim forsendum
sem fyr eru greindar. Spurði síðan
hvaðan honum kæmi þessi vís-
dómur.
— Frá Ransóknarlögreglu
Ríkisins, segir Guðmundur þá.
Þá var það, trúég, sem undirrit-
aður sagði: — Bittinú! svona rétt á
meðan hann var að átta sig. Guð-
mundur notaði pásuna til að segja
að þeir væru búnir að ransaka
þetta.
— Og þú hefur undireins fengið
inni með þetta í Morgunblaðinu,
segi ég þá til að segja nú eitthvað.
— Maður þarf að verja sig,
sagði Guðmundur án þess að svara
beinlínis spurningunni.
Þá fór að seytla kaldur lækur
niðreftir bakinu á mér, ef satt skal
segja. Þarna var það sem Prag
kom fyrst inní þessa mynd. Lái
mér hver sem vill. Kollegar mínir
og vinir þar í borg hafa mátt sæta
því alla götu síðan 1968 að lögregl-
an hringi í ransóknarlögreglu til
þess að spyrja hana hvað einhver
rithöfundur útí bæ sé að hugsa.
Uppfrá því gildir túlkun ransókn-
arlögreglunnar á hugsunum við-
komandi höfundar. Það er lögregl-
an sem veit það ein hvað þessi höf-
undur er með í huga, eins og lög-
reglan hér og nú þykist vita það
ein hvaða pilt ég er með í huga í
þessu máli. Líkingin er fullkomin.
Og lögreglan í Prag hefur afar
fullkomin sambönd á þeim blöðum
sem út eru gefin, bæði Rude Pravo
og minni sneplum, eins er það með
radíó og sjónvarp. Þetta gerir það
að verkum að margir vinir mínir
og kollegar sitja nú í fangelsi
austur þar fyrir hugsanir sem
lögreglan ein hefur látið sér til
hugar koma, sumir jafnvel komnir
útí kirkjugarð. Enn aðrir hafa
sloppið úr landi til að segja frá
þessum ósköpum.
Og vesturlandabúum þykir gott
að heyra þær sögur meðan þeir
orna sér við þá ímyndun að svona-
lagað hendi aldrei heimahjá þeim.
Sannleikurinn er hins vegar sá að
vald spillir jafnvel greindara fólki
en alment velst til lögreglustarfa.
Eðlið er hvarvetna það sama og
því enginn eðlismunur á störfum
og hugsunum lögreglu þar eða hér.
Sá stigsmunur sem á þessu er
byggist einvörðungu á formum og
venjum, sjálfstæði fjölmiðla and-
spænis lögregluvaldinu er þungt á
metunum. Og síst af öllu skyldu
menn taka það sem eilíflega gefna
staðreynd. Nær væri að segja hitt:
að tilhneiging valdamanna einsog
t.d. lögreglu til að leggja hönd á
fréttaflutning og bægja sannleik-
anum útúr fjölmiðlum er það sem
eilíft er og varanlegt. Framleiddur
„lögreglusannleikur" er því vara
sem ætíð verður nóg framboð af.
Enda billegur tíðast.
Útfrá þessum hugsunum mun
ég hafa sagt nokkur höstug orð við
Guðmund og vona ég að hann hafi
ekki tekið þau öll til sfn persónu-
lega — enda var nú kominn þarna
skyndiiega séntílmaðurinn frá því
fyrir tveim dögum og lögreglu-
tónninn með öllu horfinn.
Það fanst mér góðs viti. Minnir
að við kveddumst með þónokkrum
menningarbrag.
Leið nú fram til sunnudags.
Upphófst f blöðum lögreglugrát-
kór með táraflóði. Og sunnudags-
blað Moggans birti þarámeðal
grein eftir Jóhannes Jónsson lög-
reglumann sem m.a. vitnaði f
blaðsíðu þrettán í föstudagsblaði
og hlaut því að hafa skilað grein
Nú eru sýndar í Reykjavík tvær James Bond-myndir. í annarri leikur Roger
Moore hinn fræga njósnara 007, en í hinni fer Sean Connery með aðahlut
verkið. Voru báðar frumsýndar á föstudag og báðar auglýstar sem nýjasta
Bond-myndin. A þessari mynd eru kapparnir báðir og virðast þeir láta sér í
léttu rúmi liggja deilur um Bond-myndirnar.
Er Bond-stríð hafið?
Svo virðist sem Bond-stríð sé hafið á miili Tónabíós og Bíóhallar-
innar. Síðastliðinn föstudag auglýstu bsði bíóin frumsýningu á
nýjustu Bond-myndinni, þó að á ferðinni væru tvær myndir með
sitthvorum njósnaranum. Þá vakti óvenjumikil auglýsingastarfsemi
athygli. Hvorki meira né minna en heilsíðuauglýsing var frá Bíóhöll-
inni um „Never say never again“ og Tónabíó bætti um betur með
því að láta skemmtikrafta troða upp við frumsýninguna á „Octo-
pussy“ og rann ágóði þeirrar sýningar til líknarmála.
Blm. Morgunblaðsins hringdi f
forsvarsmenn kvikmyndahúsanna
tveggja til að forvitnast um þetta
og spurði fyrst Árna Samúelsson
hjá Bióhöllinni hvort gestir þeirra
mættu eiga von á heilsíðuauglýs-
ingu um frumsýningar hér eftir.
„Nei, þetta var einungis gert
vegna Bond-myndarinnar. Það er
ekki á hverjum degi sem stórar
myndir á við þessa koma svo
snemma til landsins og vildum við
því vekja athygli á að byrjað væri
að sýna hana. Þessu var vel tekið
og var fullt út að dyrum á allar
sýningar um helgina."
— Þið auglýsið hinn eina sanna
Bond?
„Já, Sean Connery leikur njósn-
arann og það muna allir eftir hon-
um sem hinum eina sanna Bond.
Hann lék í einum sex til sjö
Bond-myndum og fólk sem sá þær
myndir er að koma núna, fólk sem
við höfum ekki séð í bíó lengi.“
— En var Sean Connery ekki
orðinn of gamall til að leika Bond?
„Nei, hann er ekkert eldri en
Roger Moore, hann hætti bara
vegna þess að samningar tókust
ekki við kvikmyndafyrirtækið Un-
ited Artists sem framleitt hefur
flestar Bond-myndimar. Það eru
aðrir aðilar sem standa að gerð
þessarar myndar og það sýndi sig
hér um helgina að áhorfendur
voru mjög ánægðir. Sögðu margir
þetta vera bestu Bond-mynd sem
hefði komið og voru ánægðir með
að hafa fengið að sjá alvöru Bond
aftur. Við hér tökum undir það því
þessi mynd er sérstaklega vönduð
ög vel gerð.“
— Er Bond-stríð að hefjast í
bænum?
„Þú meinar við Tónabíó, þeirra
mynd er allavega ekki nýjasta
Bond-myndin því hún var frum-
sýnd í Bandaríkjunum í júní síð-
astliðnum og hefur síðan verið
sýnd um allan heim. Ætli þeir séu
ekki bara einna seinastir, eins og
venjulega. Okkar mynd var hins-
vegar frumsýnd í október og að-
eins vika er síðan byrjað var að
sýna hana í Frakklandi fyrstu
Evrópulanda ef undan er skilin
heiðurssýning fyrir Rainer fursta
í Mónakó en þar var myndin
kvikmynduð að miklu leyti. En
fólk verður bara að sjá báðar
myndirnar og bera þær saman.
Blm. ræddi þá við Ingva Þór
Thoroddsen hjá Tónabíói og
spurði hvort það væri herbragð að
bjóða upp á skemmtiatriði og
happadrættisvinninga á frumsýn-
ingu „Octopussy".
„Nei, þetta var skipulagt með
löngum fyrirvara og gert til að
styrkja gott málefni. Sýningar-
stjóri okkar er í Lionsklúbbnum
Ægi og stjórnaði hann þessu með
mér. Ánnars eru skemmtiatriði
nýjung í frumsýningum þó það
verði eflaust ekki algengt hjá
okkur."
— Er ykkar mynd nýjasta
Bond-myndin eins og þið auglýst-
uð?
„Myndin í Bíóhöllinni er nýrri,
en okkar mynd er sú nýjasta frá
United Artists, kvikmyndafyrir-
tækinu sem framleiðir það sem við
köllum alvöru James Bond-
myndir.“