Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Mín kæra systir. t BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Sunnuvegi 27, áöur Bakkastíg 3, lést að morgni 17. desember. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Swsva Jóhannesdóttir. Minning: + Móöir okkar, SIGRÍDUR HANSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Sólheimum 27, þann 15. desember. Jaröarförin auglýst síöar. Guörún Biornsdóttir. Þorvarður Björnsson. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, MAGNÚS HAFLIÐASON fré Hrauni i Grindavik, andaöist á Elliheimilinu Grund aöfaranótt 17. desember. Anna Þórdis Guðmundsdóttir og dætur hina látna. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GEIR ÞÓRARINSSON, vélstjóri, Hafnargötu 69, Keflavík, andaöist í Borgarspítalanum laugardaginn 17. desember. Bðrn, tongdabörn og barnabórn. + Eiginmaöur minn, EGILL SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, bankaritari, Einarsnesi 46, andaöist 19. desember í Borgarspítalanum. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Katla Niolsen + Móöir mín, tengdamóöir, amma og langamma, SVEINBORG BJÖRNSDÓTTIR, Austurbrún 4, andaöist í Landspítalanum 17. desember. Jónstetnn Haraldsson, Borgar Jónsteinsson. Halldóra Knstjánsdóttir. Hafdís Jónstemsdóttir, Halldóra Ólafsdóttir. + Móöir okkar. GUOBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Eiösvallagötu 9, Akureyri, er andaöist 16. desember, verður jarösungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 22. desember kl. 13.30. + Eiginmaður minn, faðir og tengdafaöir, SKAPTI DAVÍÐSSON, trésmiðameistart, siöar bóndi í Útey, Laugardal, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvlkudaginn 21. desem- ber kl. 13.30. Mario Daviðsson, Olav Oaviðsson, Sólveig Kristjansd. Daviðsson, Dagmar D. Gröntvodt, Káre Gröntvedt, Einar Daviosson, Sigriður Árnadóttir, Þórdís Skaptadóttir, Valur Guðmundsson. Guðni A. Jóns- son úrsmiður Fæddur 26. september 1890 Dáinn 5. desember 1983 í aldanna rás hefur manngildið sífellt verið að breytast og þá um leið mat mannsins á sjálfum sér. En allir hlutir í heimi hér eru hverri einustu lifandi veru og manninum líka, afstæð atvik og efnishlutir. Allt sem við sjáum, heyrum eða skynjum á annan hátt, mótast í meðförum heila og hugar og breytist í það sem reynsla og hæfni hvers og eins gefur tilefni til. Það er því maðurinn einsamall sem á aleinn hugmyndir sínar um heiminn og þær eru séreign hvers og eins og öllum öðrum lífssýnum ólíkar. Þegar maður deyr hverfur sérstætt líf um leið. Á löngu lífsskeiði eins manns reynir oft og mikið á aðlögunar- hæfni og getu hans til þess að skilja kall hvers tíma, breyttra lífsskilyrða og annarra aðstæðna. Það sýnir sig þá að maðurinn býr yfir ótrúlegri aðlögunarhæfni þrátt fyrir það að innsta gerð hans hefur lítið breyst í þúsundir og milljónir ára. Nú er einn af sonum fátækrar sveitar til feðra sinna genginn. Guðni A. Jónsson frá Gunnfríð- arstöðum í Langadal er fallinn til foldar. Hver var hann? Hvað gerði hann? Það er erfitt að meta langt lífshlaup, nærri aldar gamalt. Til frásagnar er í rauninni aldrei neinn anar en maðurinn sjálfur. Huggerð verður alltaf sú mynd sem við gerum okkur af öðru fólki jafnvel þó að kynni og þekking sé til staðar. Ég þóttist þó greina ákveðin eðlismörk hjá hinum látna frænda mínum. Frá þeim verður þó vart greint án þess að geta þeirrar heimspeki sem sett hefur djúp mörk á samtíðina. Tilvistarheimspekingar telja að maðurinn sé eðli sínu samkvæmt alltaf einn. Honum sé eiginlegt að lifa og vera í samræmi við þetta grunneðli sitt. Sé maðurinn hann sjálfur, heill og óskiptur, þá mót- ist líf hans og gerðir fyrst og fremst af eðlislægum eiginleikum hans sjálfs en ekki annarra. Að vera hann sjálfur og fyrir sig sjálfan fremur en fyrir aðra er samkvæmt þessari heimspeki lífs- ins sanna eðli. Það er skoðun margra hugsuða í dag að sá sem ekki kannast við hið sanna eðli sitt en reynir fyrst og fremst að þóknast öðrum, lendi í andstöðu við sjálfan sig og verði með því ráðvilltur, leiður og ham- ingjulaus. Maðurinn verður ekki nema hálfur ef hann er ekki hann sjálf- ur. Því er á þetta minnst hér að ég þekki fáa menn sem betur hlýddu kalli hins sanna manns sem í brjósti bjó en einmitt frænda minn hann Guðna. Guðni var því enginn vafurlogi, ekki maður sem þjáðist af hiki og hömluðum vilja. Víllausari mann hefi ég varla þekkt. Það var mér mikill lærdómur að kynnast Guðna einmitt af þessum sökum. Hann varð mér minnis- stæður frá því ég sá hann fyrst í + Utför eiginmanns míns og fööur okkar, ÓSKARS SVEINSSONAR, frá Siglufirði, fer fram frá Hallgrímskirkju þriöjudaglnn 20. desember nk. kl. 15.00 síödegis. Elin Jónasdóttir og börn. + JÓN EIRfKSSON fré Meiöastoöum, Kleppsvegi 40, veröur jarösettur frá Útskálakirkju í Garöi fimmtudaginn 22. þ.m. kl. 14.00. Ferö verður frá Umferðarmiöstööinni kl. 12.45. Þeim sem vlldu minnast hans er bent á liknarfélðg. Ingibjörg Ingólfsdóttir og börn. + Hugheilar þakkir til allra sem auösýndu okkur vlnáttu og samúö viö andlát og jarðarför SVEINS GUDNASONAR, Ijósmyndara frá Eskífiröi, Mávahlíö 39, Reykjavik. Aðstandendur. + Þökkum auösýnda samúö, vinarhug og hlýju viö andlát og útför VILHJALMS JÓHANNESSONAR, Fellsmúla 16, Reykjavik. Fyrir hönd aöstandenda, Lilja Ágústa Jónsdótttr og börn. heimsókn á Svaibarði á Blönduósi. Hjá okkur fátækum börnum ljómaði alltaf í kringum nafn þessa frænda okkar í höfuðborg- inni. Þegar hann svo birtist var eins og borgin og blær hennar væru komin til þorpsins. Hann kom eins og stormsveipur, gustmikill, glaðvær og innilegur, með áhuga fyrir öllu. Hin raunverulegu kynni mín af Guðna voru þegar ég ungur að ár- um lenti í deilu við hann vegna föður míns. Hann sagði mér þá skýrt og skorinort að ég næði ekki með tærnar þar sem faðirinn hefði hælana og að óvíst væri hvort svo yrði nokkurn tíma. Þetta voru hinar hispurslausu staðreyndir lífsins. Kynni okkar urðu ávallt síðan ágæt. En Guðni var ekki allra. Hann skynjaði það og skildi að allan heiminn gat enginn faðmað. Það var hans að velja og hafna í þess- um efnum sem öðrum. En hann var vinur vina sinna, heill og óskiptur. Guðni var með elstu mönnum Oddfellow-reglunnar og starfaði mikið að þeim stórkostlegu mann- úðarmálum sem reglan beitti sér fyrir en hljótt hafa farið. Ég reit svo um Guðna níræðan: „Guðni var ekki borinn til auðs eða auðsældar, ekki til erfða eða valds en sem frjáls maður í norð- lenskum dal í fagurri sveit, sem er fjöll í austri en firð í vestri, sól og þeyr í suðri en nepurð í norðri. Guðni var heima á Gunnfríð- arstöðum þar til hann var vel við lögaldur eða tvo vetur um tvítugt. Heimilið þurfti á þegnskap hans að halda. Þá ræður Guðni sig til þess að læra bókband inn í Vatnsdal en flytur þaðan til starfa á Sauðárkróki. 1916 siglir hann til Danmerkur og nemur úrsmíðar þar í fjögur ár og er eftir það um tíma í Þýska- landi." 1922 kemur hann heim og byrj- ar þá að versla í Aðalstræti en flytur verslunina fljótlega í Aust- urstræti 1 og verslar þar og vinn- ur í aldarfjórðung. Þá flytur hann verkstæði sitt og verslun í húseign sína að Öldugötu 11 en það hús byggði hann einn og óstuddur á kreppuárunum 1929—1930. Það er ekki fyrr en Guðni er orðinn 49 ára gamall sem hann festir ráð sitt. Þá kvænist hann eftirlifandi konu sinni Ólafíu Jó- hannesdóttur kennslukonu frá Svínavatni í Húnaþingi. Kotungs- drengur náði þá í konungsdóttur en jarðnæði var greinilega ekki látið ráða enda jafnt á með þeim komið. Ólafía var yngsta barn þeirra Svínavatnshjóna og um tuttugu árum yngri en Guðni. Hjónaband- ið varð þó farsælt og gott og varð fjörutíu og þriggja ára gamalt. Börn þeirra eru: Ingibjörg Anna, bankastarfsmaður, gift Páli Stefánssyni auglýsingastjóra við Dagblaðið-Vísi. Þau eiga tvö börn. Sunna, húsfreyja, gift Jóni Bjarnasyni arkitekt og eiga þau fjögur börn. Jóhanna, banka- starfsmaður, gift Birni Ólafssyni pípulagningameistara. Eiga þau tvö börn. Það duldist engum að Guðni lét sér mjög annt um börn sín og barnabörn. Ólafía og Guðni ólu að miklu leyti upp einn af dótturson- um sínum, Friðrik Árnason, og fór Guðni með hann til lækninga utan oftar en einu sinni. Heimili þeirra ólafíu stóð að Öldugötu 11 alla tíð. Þar var oft gestkvæmt. Áttu Húnvetningar oft erindi við Guðna. Miklir dáleikar voru með þeim frændum Ágústi á Hofi og Guðna. Eins mun hafa verið um Lárus í Grímstungu og Jón frá Akri. Alla þessa menn hitti ég á heimili þeirra hjóna. Var þar oft glatt á góðra vina fundi. Guðni var fæddur að Gunnfríð- arstöðum á Ásum í Húnaþingi. Foreldrar hans voru Anna Ein- arsdóttir, Andréssonar, Skúlason- ar, Einarssonar. Einar Andrésson, afi Guðna, frá Bólu í Skagafirði, var þekktur fyrir kveðskap sinn og eins taldi Guðmundur Frímanns- son frá Hvammi hann hafa verið hálfgildis hómópata.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.