Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983
Howe vill fram-
kvæmdastjóra-
stöðu Arsenal
Sjá nánar frásögn bls. 28.
• Pirmin Zurbriggen fré Svisa er stigahæstur í heimsbikarkeppninni á skíöum. Svisslendingar hafa
staöiö sig mjög vel í keppninni aö undanförnu.
Heimsbikarkeppnin á skíðum:
Zurbriggen
stigahæstur
Svisslendingurinn Pirmin Zur-
briggen er stigahæstur í heims-
bikarkeppninni á skíöum meö 97
stig eftir helgina, en þá var keppt
í bruni og risastórsvigi í Santa
Cristina á Ítalíu. Á sunnudag var
keppt í bruni og í gær í risa-
stórsviginu.
Zurbriggen sigraöi í risastór-
sviginu á 1:35,33 min. en annar
varö landi hans Martin Hangl.
Hangl var númer 50 í rásröðinni,
en tími hans var 0,43 sek. lakari en
tími Zurbriggen. Þetta var góö
helgi á skíöunum fyrir Svisslend-
inga þvi Urs Raeber sigraði í brun-
inu á sunnudaginn — hans fyrsti
sigur í heimsbikarkeppninni.
Tími Raeber var 1:56,80 mín. en
Kanadamenn voru i tveimur næstu
sætum. Todd Brooker var 0,61
sek. á eftir Raeber og Steve Pod-
borski var 0,99 sek. á eftir Sviss-
lendingnum. Raeber haföi oröiö í
fjóröa sæti í síöustu tveimur
brunkeppnum, og sagöi fyrir
keppnina í Santa Cristina: „Ég er í
mjög góöu formi — tilbúinn til að
sigra."
Þess má geta aö Ingemar Sten-
mark og Mahre-tvíburabræðurnir
frá Bandaríkjunum tóku ekki þátt í
risastórsviginu í gær. Annar í
stigakeppninni um heimsbikarinn
er Franz Heinzer meö 87 stig og
þriöji er Urs Raeber með 58 stig.
Nýjung hjá íþróttasíðunni:
SÍMATÍMI
ÍÞRÓTTASÍÐA Morgunblaðsins bryddar nú uppá þeim nýjung-
um að fá þekkta íþróttamenn, þjálfara og íþróttaleíðtoga til
þess að svara lesendum blaösins í símatíma.
Fyrsti gestur okkar veröur Jóhann Ingi Gunnarsson hand-
knattleiksþjálfari. Hann hefur starfaö aö undanförnu í V-Þýska-
landi og náö mjög góöum árangri með lið sitt, Kiel, en það er nú
komið í átta liöa úrslit í Evrópukeppni meistaraliða, og varð í
öðru sæti í deildarkeppninni í fyrra. Jóhann Ingi fylgist grannt
með öllum íþróttaviðburðum í V-Þýskalandi þó svo að hand-
knattleikurinn sé hans sérgrein. Hann þjálfaöi íslenska landsliðið
á sínum tíma og mun svara fyrirspurnum um stöðu íslenska
handboltans í dag og aö sjálfsögðu öllum spurningum lesenda.
Jóhann verður í simatíma hjá okkur á morgun, miðvikudag, frá
kl. 18.00 til kl. 20.00.
íþróttafréttamenn AP velja:
Lewis og Navratilova
íþróttamenn ársins
Bandaríski frjálsíþróttamaöur-
inn Carl Lewis og bandaríska
tennisstúlkan Martina Navratil-
ova, sem reyndar er fædd (
Tékkóslóvakíu, voru í gær kjörin
íþróttamenn ársins í heiminum af
íþróttafréttamönnum Associated
Press fréttastofunnar í Evrópu.
Lewis hefur veriö ósigrandi í
spretthlaupum og langstökki á ár-
inu — og vann m.a. til þrennra
gullverölauna í fyrstu heimsmeist-
arakeppninni í frjálsum íþróttum
sem haldin var i Finnlandi í sumar:
í 100 metra hlaupi, 4x100 metra
hlaupi og langstökki.
Navratilova varö sigurvegari í
einliöaleik kvenna í Wimbledon-
keppninni, Opna bandaríska
meistaramótinu og Opna ástralska
meistaramótinu, og hefur veriö yf-
irburöamanneskja i tennisheim-
inum.
Edwin Moses, sem ekki hefur
tapaö i 400 metra grindahlaupi í
þrjú ár, varö í ööru sæti í kjörinu
hjá körlunum, þriöji varö brasilíski
heimsmeistarinn í Formula
1-kappakstri, Nelson Piquet, fjóröi
var Bretinn Daley Thompson,
heimsmeistari í tugþraut, og breski
hlauparinn Steve Cram varö
fimmti. Hann er heims-, Evrópu-
og samveldismeistari í 1500 metra
hlaupi. Næstir uröu (í réttri röö):
Bandariski spretthlauparinn Calvin
Smith, landi hans, skíöakappinn
Phil Mahre, kínverski heimsmet-
hafinn í hástökki, Zhu Jianhua,
sovéski fimleikakappinn Dmitri
Bilosertschev, og bandarsíski
heimsmeistarinn í milliþungavigt
hnefaleikanna, Marvin Hagler.
Mary Decker, heimsmeistari i
1500 og 800 metra hlaupum, varö
önnur af kvenfólkinu. Tékkneska
hlaupakonan Jarmila Kratochvil-
ova varö þriöja, bandaríska skíöa-
stúlkan Tamara McKinney fjóröa
og Grete Waitz, norski heims-
meistarinn í maraþonhlaupi,
fimmta. Marita Kock, austur-þýska
spretthlaupastúlkan varö sjötta,
Tamara Bykova, hástökkvari frá
Sovétrikjunum, sjöunda, Ute Gew-
eniger, sundkona frá Austur-
Þýskalandi, áttunda, Rosalynn
Summers, bandaríski heimsmeist-
arinn í listdansi á skautum, níunda
og í tíunda sæti varö finnska stúlk-
an Tina Lillak, heimsmeistari i
spjótkasti.
SKÍÐI:
Nanna tólfta
NANNA Leifsdóttir varð í 12. sæti
í svigi kvenna í móti í Osló á
fimmtudaginn var. 48 keppendur
tóku þátt i mótinu en 16 luku
keppni. Nanna varð síöan í 24.
sæti í stórsvigskeppni í Geilo á
laugardaginn, þar sem 41 þátt-
takandi lauk keppni.
Þórdís Jónsdóttir, sem keppir
fyrir Noreg, varð i 10. sæti í fyrri
keppninni og í 22. sæti í þeirri
seinni — haföi örlítiö betri tíma en
Nanna í bæöi skiptin.
Árni Þór Árnason hefur náö
bestum árangri drengjanna í
landsliðin: hann varö 47. í stórsvigi
í Klövsjö i Svíþjóö á 2:15,23 mín.
Sigurvegarinn, sem var Svii, fór á
2:04.73 mín. Svíar hafa haft mikla
yfirburöi á þeim mótum sem strák-
arnir hafa tekiö þátt í.
GETRAUNIR:
Níu með
tólf rétta
í 17. leikviku Getrauna komu fram
níu seölar meö tólf réttum og var
vinningur fyrir hverja röð kr.
52.670.- Með ellefu rétta reyndust
vera 149 raöir og vinningur fyrir
hverja röö var kr. 1.363,-
Nú verður gert hlé á Getraunum
fram yfir áramót og veröa næstu
getraunaleikir laugardaginn 7.
janúar en þá fer fram 3. umferö
ensku bikarkeppninnar.
FINNLAND:
LÍKAMSRÆKT
• íþróttir og útilíf eiga vaxandi vinsældum aö fagna
meðal almennings. Þá er almenningur farinn aö stunda
bæöi líkams- og vaxtarrækt í ríkum mæli. Viö heimsótt-
um eina af líkamsræktarstöövunum á höfuöborgar-
svæöinu, Æfingastööina viö Engihjalla.
Sjá bls. 26—27.
Lillak best
TIINA LILLAK, eini gullverðlauna-
hafi Finna frá heimsmeistaramót-
inu í frjálsum íþróttum í Helsinki,
var um helgina kjörin íþrótta-
maóur ársins þar í landi.
Lillak varö heimsmeistari í
spjótkasti. Lillak hlaut 3.538 stig,
en i ööru sæti varð heimsmeistar-
inn í rally-akstri, Hannu Mikkola,
meö 2.932 stig. Heimsmeistarinn í
glímu, Tapio Sipilae, varö þriöji
með 2.798 stig.