Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Litió inn í Æfingastöðina við Engihjalla Sverrir Ólsen: • íþróttafræðingurinn Jónína Benediktsdóttir tekur á með nemendum SÍnum af fullum krafti. Morgunblaöið/ Friöþjófur »Eg hef styrkst mikið á þessu" „ÉG HEF stundað þetta í þrjá mánuöi — komið næstum á hverjum degi," sagði Sverrir Ólsen, er hann var truflaður viö æfingarnar. „Mér finnst ég hafa styrkst mik- ið við þetta," sagði Björn, en hann stundar eingöngu æfingatækin. Hann lætur lóöin sem vaxtarrækt- arkapparnir nota alveg í friöi. „Mér datt í huga aö prófa þetta þegar ég fór aö hafa tíma til þess," svaraöi hann spurningunni um það hvers vegna hann heföi byrjað á þessu. „Mér líkaði þetta strax vel. Maöur verður bara að byrja nógu rólega og auka svo smávegis við sig í æfingunum. Ég hef ekkert nema gott um þetta aö segja. Ég er a.m.k. ákveöinn í aö halda þessu áfram." „Hér er aðeins jákvætt fólk, enginn fýlupokí* — segir Jónína Benediktsdóttir HUN ER fyrir löngu orðin lands- þekkt. Hún vekur landsmenn á morgnana með líkamsrækt í morgunleikfimi útvarpsins og ný- verið var hún með líkamsrækt í sjónvarpinu, en hún lætur sér það ekki nægja heldur starfrækir hún eina stærstu líkamsræktar- stöð landsins sem er við Engi- hjalla í Kópavogí. Þar er hún sjálf aðaldriffjöðurinn í starfseminní og er hreint ótrúlega hress þar sem hún drífur fólkiö áfram við æfingarnar Þaö er gremilegt að starfsþrek hennar er mjög mikið. Viö inntum Jónínu fyrst eftir því hvernig fólk það væri sem kæmi helst í líkamsræktarstööina. „Þaö er alls konar fólk og þaö er á öllum aldri, frá 15 ára aldri og jafnvel yngra og sá elsti sem kem- ur til okkar er 83 ára gamall, þann- ig að þaö má sjá aö allir aldurs- hópar eru hér á ferðinni. Enda er hér eitthvað við allra hæfi. Hér eru konur og karlar í sömu tímum og hver og einn getur gert æfingarnar eins og honum hentar best en að sjálfsögöu undir leiðsögn kennara. Þaö er aöeins eitt sem er sam- eiginlegt meö öllum þessum stóra hópi fólks sem stundar hér æf- ingar. Þetta er allt mjög jákvætt fólk. Hér finnast ekki neinir fýlu- pokar. Það er hressilegt aö starfa með þessu fólki." Hvaða æfingar eru vinsælastar hér í stöðinni? „Þaö er tvímælalaust Aerobic. Hún er mjög alhliða, gefur góöa hreyfingu og reynir vel á líkamann. Það er mikil og góð alhliða þjálfun í henni. Fólk fær góöar teygjuæf- ingar, þaö fær mikla og góöa hreyfingu sem reynir vel á án þess þó aö vera ofviða þeim sem æf- ingarnar stunda. Þaö er ýmislegt af þessu sem reyndist vera svolítil loftbóla. Þá á ég sérstaklega viö sjálfa vaxtarræktina. Hún var meira tískufyrirbrigði. Hinsvegar er þaö mjög vinsælt að vera í tækja- salnum og stunda leikfimiæfingar og lyftingar til aö styrkja sig al- hliða. Það er afskapalega gott, sérstaklega fyrir fólk sem stundar kyrrsetustörf og þaö er oröinn stór hópur fólks. Fólk situr meira og minna allan liölangan daginn viö vinnu sína og þegar heim er komiö sest fólk niður og fer aö lesa blöö og reynir aö slaka þannig á. Besta slökunin er hinsvegar fengin meö þvi aö reyna örlitiö á sig. Og sem betur fer virðist skilningur fólks á því fara vaxandi. Líkamsrækt og útivist er aö aukast mikiö sem bet- ur fer. Fólk skokkar, syndir, stund- ar skíði og fer í langar gönguferðir í rt'kara mæli en áður var. Það ber samt nokkuö á því hór hjá okkur að fólk gefst nokkuö fljótt upp við æfingarnar. Sumir hætta strax eftir þrjár vikur. Það er eins og fólk skilji ekki aö árangurinn sést ekki svo fljótt. Hinsvegar á fólk að finna strax fyrir aukinni vellíðan. Þá verður fólk að hafa hugfast aö hollt mataræöi er mikilvægt. Stórir hópar fólks hugsa alls ekki út í hversu mikilvægt þaö er aö boröa hollan og góðan mat. Það er undirstaðan. Fólk þarf oft að setja í sig kraft til að fara af stað í lík- amsræktinni en þaö skilar sér margfalt til baka," sagöi Jónína sem haföi ekki mikinn tíma til þess að spjalla viö okkur, hún haföi í mörg horn að lita og svo var næsti tími hennar i Aerobic að hefjast. Þess má aö lokum geta að Jónína er lærður íþróttafræöingur frá há- skóla í Kanada. — ÞR. - '*5*Sffi*sfiilii2! • Sverrir Olsen: „Ég hef styrkst mikið á þessum æfingum." • Þessar myndír eru Úr tfma hjá Jónínu í Aerobic, en það eru vist vmsælustu líkamsræktartímarnir í dag aö hennar sögn. Eins og sjá má er allt á fullri ferð jafnt hjá konum sem körlum. En nemendurnir fylgja Jónínu eftir eins og þeir best geta. Mikill hressileiki er {tímum þessum þannig að þetta er líka upplífgandi fyrir salina ekki síöur en líkamann. Morgunblaðlö/Frlðþjófur Helgason „Okkur líkar þetta mjög vel" „þad ER ekki nema einn mán- uður síðan við byrjuðum á þessu — viö erum bara aö prófa," sögðu Rúnar Sig- tryggsson og Ólafur Ólafsson sem voru aö puða viö aö lyfta lóðum er Mbl. var að garði. „Okkur líkar þetta mjög vel. Það er gott aö styrkja líkamann með æfingunum. Mánaðarkortið er reyndar svolítið dýrt, það er þaö eina sem manni finnst að. En það er mjög gaman aö þessu. Viö ætlum að halda áfram fram aö jólum en taka okkur svo frí í einhvern tíma. En við höldum ör- ugglega áfram seinna." Ein „nastí" aö lokum. Þið fáið enga minnimáttarkennd þegar þið æfiö við hliðlna á mönnum sem hafa veriö lengi í vaxtar- ræktinni, er þaö? „Nei, nei alls ekki. Einhvern tíma veröa alllr aö byrja."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.