Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983
45
Þórunn Einarsdóttir var móður-
amma Guðna en kona Andrésar.
Þeirra börn voru sextán talsins.
Þóra á Breiðavaði og Þuríður á
Húnstöðum voru dætur þessara
hjóna.
Einar frá Bólu, afi Gunnfríð-
arstaðasystkina, giftist Haildóru
Bjarnadóttur úr Eyjafirði og bjó
með henni að Bólu í 14 ár. Þau
áttu alls átta börn. Guðrún var
þeirra barna elst, þá Björn og
Anna (móðir Guðna) en yngst var
Valgerður á Hofi í Vatnsdal, móð-
ir Ágústar.
Seinni kona Einars á Bólu var
Margrét Gísladóttir frá Hrauni í
Skagafirði. Með henni átti hann
einnig átta börn. í þeim hópi er að
finna Einar, Skarphéðinn (hómó-
pata), Zophanías, Guðríði og Hall-
dóru.
Faðir Guðna var Jón Hróbjarts-
son, Jónssonar að Reykjakoti í
Biskupstungum. Kona Hróbjarts,
föðuramma Guðna, var Sigríður
Þorsteinsdóttir.
Systkini Guðna voru Karl f.
1885, bóndi í Holtastaðarkoti í
Langadal; Jón Pálmi f. 1888,
ljósmyndasmiður. Fluttist til
Bandaríkjanna. Helga f. 1895, hús-
freyja (móðir greinarhöfundar).
Massilía f. 1889, húsmóðir, hálf-
systir, samfeðra.
Móðir mín var samrýnd Guðna
sem systir hans og vinur. Þau
höfðu átt sameiginlega æsku,
sömu spor um mýrar og móa, yfir
ár og upp um fjöll. Þau voru um
margt mjög lík, matið svipað enda
mótunin framan af ævi hin sama.
Þau voru líka góð hvort öðru.
Mér finnst eins og þá er æsku-
samvistum þeirra lauk hafi þau
hvort í sínu lagi myndað enda á
öxli sem snýr óræðum heimi um
ættarslóð.
Hún var heima en hann úti í
heimi. Þau mynduðu andstöðu
sveitarfestu og farandans. Þetta
skilur aðeins sá sem býr yfir
reynslu hinna gömlu sveita á ís-
landi. En svo þegar ævikvöldið
nálgaðist fluttu foreldrar mínir bú
og ból úr þorpinu í borgina. Þá
styrktist sambandið á milli bróður
og systur. Á það féll aldrei skuggi
svo að ég vissi. Það var gott og
gaman að skoða það heilbrigði
sem ávallt speglaðist í samskipt-
um fjölskyldnanna að Hofteigi 18
og Öldugötu 11.
Eiginkona, börn og burar kveðja
nú aldinn vin og verndara. Frænd-
ur og vinir horfinn heiðursmann.
Ég þakka fyrir að vera systurson-
ur þessa mæta íslendings.
Brynleifur H. Steingrímsson
í dag kveðjum við Guðna A.
Jónsson úrsmið. Hann var fæddur
25. sept. 1890 á Gunnfríðarstöðum
í Langadal í Austur-Húnavatns-
sýslu og vann við bú foreldra
sinna til 22ja ára aldurs, en fór í
bókbandsnám um tíma, en hættir
því fljótt og fer til Sauðárkróks.
Gerðist hann þá nemandi í úr-
smíði hjá Jörgen Frank Michelsen,
er rak úrsmíðavinnustofu og
verslun á Sauðárkróki frá
1909—1945. Guðni og Jörgen
Frank urðu miklir vinir og hélst
sú vinátta meðan báðir lifðu. Ég
held að það sé mjög fátítt að
meistari og nemi verði slíkir vinir.
Ég heyrði föður minn oft minnast
á Guðna og hann mat hann mikils.
Árið 1916, á fyrri stríðsárunum,
siglir Guðni til Danmerkur tií
framhaldsnáms við Den danske
Urmagerskole í Kaupmannahöfn.
Einnig vann hann sem úrsmiður í
Höfn, meðal annars hjá J.C. Filt-
enborg A/S, stærstu úraheildsölu
í Danmörku. Er ég var á þessum
sömu slóðum 18 árum síðar, hitti
ég menn í „úrabransanum", er
minntust Guðna vinsamlega.
Eftir fjögurra ára dvöl í Dan-
mörku og Þýskalandi, flutti Guðni
til íslands, og settist að í Reykja-
vík. Hann setti á stofn úrsmíða-
vinnustofu og verslun. Fyrirtæki
Guðna í Austurstræti 1 varð brátt
stærst slíkra fyrirtækja á Islandi.
Aðallega var verslað með úr,
klukkur og silfurvörur, einnig
skartgripi og trúlofunarhringa, en
þá smíðaði hann sjálfur.
Guðni var einn af stofnendum
Úrsmiðafélags íslands 27. okt.
1927.
Á árunum 1935—36 vann ég sem
úrsmíðasveinn hjá Guðna og hóf-
ust þá kynni okkar á ný. Guðni var
góður úrsmiður og vildi láta skila
góðri vinnu. Hann var mikill
ákafamaður og sívinnandi.
Viðskiptamenn hans, sem voru
margir, kunnu að meta fag-
mennsku hans, vissu að hægt var
að treysta honum fyrir vönduðum
gripum. Ég tel það hafa verið mik-
ils virði fyrir mig að vinna hjá og
kynnast svo traustum manni sem
Guðni var. Ég fann að hann vildi
mér vel og hann gaf mér ýmis góð
ráð. Ekki vorum við ávallt sam-
mála en það breytti engu í sam-
skiptum okkar. Guðni tók mér
ávallt vel, er ég leitaði til hans, og
sennilega hefi ég líka notið for-
eldra minna, sem hann mat mik-
ils. Eins atviks vil ég geta. Er ég
var við framhaldsnám í Kaup-
mannahöfn 1938, hittumst við og
bauð hann mér í matarveislu, sem
hefir orðið mér minnisstæð. Ekki
fyrir það að hann hélt mér pen-
ingalausum nemanda matarboð,
heldur það að Guðni var mikill
húmoristi og kunni mikið af
smellnum vísum og fékk ég að
heyra margar, og ferskeytlan var
honum töm. Þessi samverustund
var því mjög ánægjuleg.
Guðni átti marga ágæta við-
skiptavini, sem litu inn hjá honum
á vinnustofuna og fæddist þá oft
ný ferskeytla og glatt var á hjalla.
Guðni var góður heimilisfaðir,
enda var heimilið honum mjög
kært. Kona Guðna var Ólafía Jó-
hannesdóttir, frá Svínavatni í
A-Húnavatnssýslu, mikil ágætis-
kona. Þau eignuðust þrjár dætur,
sem eru hinar gjörvilegustu. Ég
sendi Ólafíu og dætrunum og öðr-
um niðjum þeirra mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Með þessum fáu minningarorð-
um vil ég kveðja Guðna og þakka
fyrir mig.
Franch Michelsen
Nú þegar Guðni tengdafaðir
minn er genginn á vit feðra sinna,
geri ég mér fyrst grein fyrir því
hvílíkur kjarnakarl hann hefur
verið. Fæddur fyrir aldamót, alinn
upp á smábýli, fer einn til mennta
og starfa til útlanda með kjarkinn
að vopni, kemur heim og stofnar
sína eigin verslun. Reisir síðan
hús, ekki með einni íbúð, heldur
þrem, og byggir það á rúmu ári.
Allt er þetta gert af dugnaði og
viljakrafti, enda var það víst svo,
að þegar hann hafði lært og starf-
að í Kaupmannahöfn í sex ár, varð
hann að fara til Þýskalands á
hressingarheimili í hálft ár, svo
nærri hafði hann gengið sjálfum
sér.
Ég kynnist Guðna ekki fyrr en
hann er um sjötugt. Þá var hann í
fullu fjöri og efast ég um að marg-
ur maðurinn um fertugt hafi verið
jafn hress og hann var þá.
Atvikin höguðu því þannig, að
við Anna bjuggum á efstu hæðinni
á Öldugötu fyrstu sjö hjúskaparár
okkar. Þannig kynntist ég honum
auðvitað mjög vel og það verður að
segjast eins og er, að þó að ég hafi
verið brokkgengur á þessum árum,
voru engar skammir eða árekstr-
ar, heldur skilningur og trú á að
allt mundi fara vel.
Guðni var stórhuga og dugnað-
arforkur, en hann var líka við-
kvæmur og nærgætinn. Hann var
maður, sem kom hreint fram og
vildi að aðrir kæmu eins fram við
sig. Hann var maður sem gott var
að eiga að vini.
Ég þakka honum allt.
Hvíli hann í friði.
Páll Stefánsson
Kveðja frá barnabörnum
Afi á Öldugötunni var 93 ára
þegar hann dó. Hann var orðinn
fullorðinn þegar hann eignaðist
sitt fyrsta barn og sumir höfðu
sagt við hann að líklegast myndi
hann aldrei sjá barnabörnin sín.
En samt eignaðist hann átta
barnabörn. Afa var það mikið í
mun að við kæmumst vel áfram í
lífinu og sagði hann að námið væri
heilladrýgst til þess að okkur
vegnaði vel.
Við barnabörnin áttum góðan
afa og okkur langar til þess að
kveðja hann með þessu litla ljóði:
+
Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö viö andlót og jaröarför
eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
GUNNARS THORARENSEN,
Hafnarstræti 6,
Akureyri.
Sérstaklega þökkum viö Gauta Arnþórssyni, yfirlækni, svo og
hjúkrunarfólki sjúkrahússins á Akureyri fyrir góöa umönnun í veik-
indum hans.
Hólmfríöur Thorarensen,
Anna Thorarensen,
Þóröur Th. Gunnarsson,
Hannes Thorarensen,
Gunnar Th. Gunnarsson,
Laufey Thorarensen,
Ólafur Thorarensen,
Þóra Thorarensen,
Kristín Thorarensen,
Jóhann Thorarensen,
og barnabörn.
Jófríöur Traustadóttir,
Hjördís EKasdóttir,
Árný Sveinsdóttir,
Margrét Ó. Magnúsdóttir,
Jens K. Þorsteinsson,
Sigrún Á. Héöinsdóttir
Frá öllum heimsins hörmum,
svo hægt í friðar örmum
þú hvílist hels við lín.
Nú ertu af þeim borinn
hin allra síðstu sporin,
sem með þér unnu og minnast þín.
Með tryggð til máls og manna
á mátt hins góða og sanna
þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endi.
I æðri stjórnarhendi
er það, sem heitt í hug þú barst.
Guð blessi lífs þíns brautir,
þitt banastríð og þrautir
og starfs þíns mark og mið.
Við hugsum til þín hljóðir.
Að hjarta sér vor móðir
þig vefur fast og veitir frið.
Einar Benediktsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösýndu mér vinsemd og
veittu mér aöstoö vegna fráfalls
GÍSLA GESTSSONAR,
Skólageröi 65.
Guö gefi ykkur öllum gleöileg jól og góöa daga.
Stefanía Bjarnadóttir.
I m
2 Metsölublad á hverjw n degi!
LAÐAR FRAM YHDISÞOKKA MVERRAR KOMU
Allar okkar vörur eru unnar úr bestu fáanlegum
skinnum.
Auk hinna glæsilegu pelsa bjóðum við:
Loðfóðraðar popl ínkápur - pelshatta - slár -
kraga - vesti og aðrar skinnavörur.
nY VERSLUn
MEÐ SKIMNAVÖRUR OG FELDSKURÐARSTOFA
LAUQAVEGI 25-101 REYKJAVÍK - SÍMI 17311