Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 292. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Staða Nakasones for- sætisráðherra ótrygg eftir kosningaósigurinn Tanaka endurkjörinn með fleiri atkvæöum en nokkru sinni áður Tókjó, 1». des. AP. YASUHIRO Nakasone, forsætis- ráðherra Japans, viðurkenndi í dag, að kosningaósigur Frjálslynda flokksins væri mikið áfall. Hann tók það hins vegar skýrt fram, að hann yrði áfram forsætisráðherra og hét því að halda fast við fyrirheit stjórn- ar sinnar um endurbætur í stjóm landsins og hvika ekki frá „ábyrgð og hlutverki Japans á alþjóðavett- vangi“. Nakasone lét þessi ummæli falla á fundi meö fréttamönnum, sem haldinn var eftir að úrslit í þingkosningunum lágu fyrir, en í þeim tapaði Frjálslyndi flokkur- inn, sem um langt skeið hefur far- ið með völd í Japan, meirihluta sínum á þjóðþinginu. Margir stjórnmálaskýrendur skýra niður- stöður kosninganna á þann veg, að kjósendur hafi verið að sýna í verki andúð sína á hneykslismál- um þeim, sem svo mjög hafa sett mark á Frjálslynda flokkinn að undanförnu og náðu hámarki, er Kakuei Tanaka, fyrrverandi for- sætisráðherra, var fundinn sekur fyrir dómi um að hafa þegið mút- ur frá Locheed-verksmiðjunum. Sjálfur kom Tanaka á óvart nú með því að ná endurkosningu í kjördæmi sínu með fleiri atkvæð- um en nokkru sinni áður. Frjáls- lyndi flokkurinn tapaði hins vegar í heild 35 þingsætum og fær nú 250, en hafði 285 þingsæti áður. Með þessu hefur flokkurinn tapað meirihluta sínum á japanska þjóð- þinginu, því að þar sitja 511 þing- menn og þarf því 256 þingsæti til þess að hafa þar meirihluta. Þrátt fyrir yfirlýsingar Naka- sone um, að hann og stjórn hans muni sitja áfram, þá hafa kosn- ingaúrslitin veikt stöðu hans mjög og vakið miklar efasemdir um, hvort hann njóti nægilegs stuðn- ings til þess að geta stjórnað í framtíðinni. Árangur Frjálslynda flokksins í kosningunum var enn lakari en svartsýnustu stuðn- ingsmenn höfðu vænzt og loka- tölur sýndu, að það voru aðal and- stæðingar þeirra, jafnaðarmenn, sem mest höfðu bætt við sig eða 11 þingsætum og fengu nú 112 þing- sæti. Kommúnistar töpuðu hins vegar þremur þingsætum og hafa nú 26 í stað 29 áður. Sjá: „Mikið fylgistap" á bls. 18. Yashuiro Nakasone, forsætisráðherra Japans horfir niðurlútur fram fyrir sig, er hann yfirgefur aðalstöðvar Frjálslynda flokksins f Tókýó í gærmorgun, eftir að Ijóst var orðið að flokkurinn hafði beðið mikinn ósigur og tapað 35 þingsætum. Brottför frestað Einmana horfir þessi skæruliði úr Frelsisfylkingu Palestínumanna (PLO) á slökkviliðsmenn berjast við elda þá, sem kviknuðu í grísku flutningaskipi, þar sem það lá við bryggju í Tripolihöfn í gærmorgun. Skipið varð fyrir sprengjukúlum fsraelsmanna, sem oilu miklum skemmdum á þessu skipi og sökktu öðru og komu í veg fyrir fyrirhugaðan brottflutning skæruliða PLO frá Tripoli, sem fram átti að fara með fimm grískum skipum. Mynd af Yasser Arafat, leiðtoga PLO, hangir á veggnum til hægri. í gærkvöldi voru uppi áform um að fimm frönskum herskipum yrði falið að veita grísku skipunum þá vernd, sem þyrfti til þess að þau gætu siglt hindrunarlaust frá Tripoli með Arafat og liðsmenn hans. „Guð dæmir þá « þá sem ábyrgð bera á sprengingunni í Harrods Olíuhagn- aður Norð- manna slær öll met Osló, 19. des. AP. GREIÐSLUJÖFNUÐUR Noregs við útlönd á tímabilinu janúar til septem- ber á þessu ári nam 8,9 milljörðum n. kr. (nær 33 milljörðum ísl kr.) Þetta er miklu hagstæðari greiðslujöfnuður en fyrir sama tímabil f fyrra, en þá nam hann 3,3 milljörðum n.kr. Áður hafði því verið spáð, að tals- verður halli kynni að verða á norska ríkisbúskapnum á næsta ári, en samkvæmt þeim upplýsing- um, sem nú liggja fyrir, er gert ráð fyrir miklum greiðsluafgangi. Þessi hagstæða þróun er öll að þakka olíutekjum Norðmanna, en horfur eru nú á, að á næsta ári fari þær langt fram úr öllum áætlunum, sem miðað hefur verið við til þessa. Fimbul- frost New York, 19. des. AP. FIMBULFROffT ríkir nú um mik- inn hluta llandaríkjanna frá Klettafjöilunum í vestri til Atl- antshafsstrandarinnar í austri og sföan allt suður til Texas. í Norð- urríkjunum var víöa 18 stiga frost um helgina og á köldustu stöðun- um, í Minnesota og Norður-Dak- ota, komst frostið niður í 38 stig á ('elsius. Snjókoma var víöa. Þann- ig snjóaði talsvert í sumum héruð- um Texas. „Við spáum bitru frosti víða um Bandaríkin næstu daga,“ sagði George Skari, talsmaður bandarísku veðurstofunnar. Hann gat þess ennfremur, að svo mikill kuldi sem nú væri heilum mánuði of snemma á ferðinni miðað við venjulegt ár- ferði. — sagði Karl prins um London, 19. des. AP. MÖRG hundruð lögreglummönnum var í dag bætt við lögreglulið Lund- únaborgar og samtímis var þar sett á stofn sérstök sveit sprengjusérfræð- inga, sem á að vera til taks allan sólarhringinn í framtíðinni. Með þessu og margvíslegum öðrum varúð- arráðstöfunum standa vonir til þess, að eftirleiðis verði unnt að koma í veg fyrir sprengingar svipaðar þeirri, sem varð í llarrods, einu þekktasta verzl- unarhúsi Lundúna á laugardag. Verzlunin opnaði að nýju á mánudagsmorgun og fólk hélt þangað til jólainnkaupa, án þess að láta bilbug á sér finna. „Fjöldi viðskiptavina okkar f morgun var nær jafnmikill og venjulega," sagði Aleck Craddock, stjórnarformaður verzlunarinnar. „Það er svar þeirra við hryðjuverkum IRA.“ Karl prins, erfingi brezku krún- unnar, heimsótti i dag nokkra þeirra, sem slasazt höfðu f spreng- ingunni og var Díana prinsessa, kona hans, f för með honum. Við komuna á sjúkrahúsið sagði prins- inn: „Guð mun dæma þá, sem ábyrgð bera á þessu ódæði.“ Er þau komu að sjúkrabeði Mark Audreys, 28 ára gamals Bandarfkjamanns, sem hlotið hafði alvarleg meiðsli á fæti og á öxl í sprengingunni, sagði prinsinn: „Fyrir hönd Lundúna biðst ég afsökunar á þessum at- burði.“ Annar Bandaríkjamaður og fjórir Bretar biðu bana í spreng- ingunni en enn fleiri slösuðust það illa, að þeir munu vart bíða þess nokkru sinni bætur. í umræðum f brezka þinginu í dag vísaði Leon Britton, innanrík- isráðherra Bretlands, á bug sem „viðbjóðslegri hræsni“ þeirri yfir- lýsingu írska lýðveldishersins (IRA), þar sem harmað var, að óbreyttir borgarar skyldu hafa slasazt f sprengingunni. „IRA hef- ur séð, hvernig þessir verknaður hefur hlotið fordæmingu allra og er nú að reyna að breiða yfir hann,“ sagði Britton. Eistland: Þungir dómar fyr- ir „and- sovézkan“ áróður Stokkbólmi, 19. des. AP. ÞRÍR kunnir andófsmenn og bar- áttumenn fyrir auknum mann- réttindum í Eistlandi hlutu þunga dóma í hæstarétti landsins í síðustu viku. Þeir voru Lagle Parek, 42 ára gamall arkitekt, sem dæmdur var í 6 ára nauðungarvinnu auk 3 ára út- legöar frá heimahögum sínum, Haeiki Ahonen, 27 ára gamall verk- fræðingur og Arvo Pesti, 27 ára gam- all málvísindamaður, sem hvor um sig var dæmdur í 6 ára nauðungar- vinnu og 2 ára útlegð. Mennirnir voru allir fundnir sekir um „að efna til æsinga og um andsovézkan áróð- ur“. Dómar þessir voru kveðnir upp 16. desember eftir þriggja daga réttarhöld, þar sem rikissaksókn- arinn, Siim Kirsipuu, leiddi fram 8 vitni máli sínu til stuðnings. Að- eins 6 af ættingjum hinna ákærðu fengu að vera viðstaddir réttar- höldin í dómsalnum, sem ekki rúmar fleiri en 12 áheyrendur. Ants Kippar, talsmaður sám- taka þeirra í Stokkhólmi, sem að- stoða pólitíska fanga í Eistlandi, sagði í dag, að dómarnir yfir mönnunum þremur væru merki um harðari aðgerðir af hálfu sov- ézku leynilögreglunnar, KGB, gegn mannréttindahreyfingunni í Eystrasaltslöndunum. Parek, Ahomen og Pesti voru handteknir sl. vor fyrir andsovézka starfsemi. Þeir voru félagar í svonefndri „Helsingfors-hreyfingu”, sem berst fyrir því, að mannréttinda- ákvæðin í Helsingfors-sáttmálan- um veröi haldin i Eistlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.