Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 13 Fiskeldistöðin við Apavatn: Leggja til að frá- rennslið skiptist milli tveggja vatna HREPPSNEFND Laugardals- hrepps hefur lagt til aö frárennsli frá fyrirhugaðri fiskeldistöð viö Apavatn renni til skiptis í Laugar- vatn og Apavatn en landeigendur, ábúendur og veiðiréttareigendur hafa lýst áhyggjum sínum vegna stöðvarinnar og óttast að bún muni valda slíkri mengun, að vatninu búi veruleg hætta af. Á fundi hreppsnefndar í síðustu viku með bændunum og stjórn Laugarlax hf., sem er að byggja stöðina í landi Úteyjar II, var þessi hug- mynd sett fram. Einn bændanna sagði í saratali við blm. Morgun- blaðsins að þeir vildu ekki ræða hugmyndina fyrr en séð væri hvort landeigendur við Laugarvatn tækju hana í mál. Annar sagðist telja þetta undarlega hugmynd, hún væri til þess fallin að menga tvö vötn í stað eins. Búnaðarfélag íslands hefur varað við byggingu stöðvarinnar við Apavatn og telur það „grófa ævintýramennsku", sé frárennsli stöðvarinnar veitt í vatnið sé ekki fullkomlega tryggt, að sýk- ing geti ekki átt sér stað í henni. „Landssamband veiðifélaga hef- ur tvívegis á aðalfundum varað eindregið við eldistöðvum eða klakstöðvum með afrennsli í veiðivötn," sagði Árni G. Pét- ursson, hlunnindaráðunautur hjá Búnaðarfélaginu, í samtali við blaðamann Mbl. „Búnaðarfé- lagið telur að menn eigi að fara að reglum og lögum í þessu sam- bandi en eigendur stöðvarinnar voru hvorki búnir að sækja um leyfi til Fisksjúkdómanefndar né heilbrigðisnefndar þegar þeir hófu framkvæmdir. Fisksjúk- dómanefnd hefur varað eindreg- ið við þessu og ég tek undir það," sagði Árni. Hann sagði eirmig að upphaflega hafi verið ætlunin að frárennsli stöðvarinnar færi í Laugarvatn en því hefðu heima- menn hafnað. Jón Gauti Jónsson, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndar- ráðs, sagði í samtali við blm. að ráðið teldi málið sér skylt og því hafi verið óskað eftir fundi með stjórnarformanni Laugarlax hf., Eyjólfi Friðgeirssyni, fiskifræð- ingi, í næstu viku. „Náttúru- verndarlög gera ráð fyrir að valdi mannvirki mengun, þá sé skylt að leita álits ráðsins áður en ráðist sé í framkvæmdir," sagði Jón Gauti. „Mér sýnist að þessi framkvæmd flokkist undir það. Það er talið að það gæti ver- ið hætta á „ofauðgun" í vatninu, spurningin er hve hratt það ger- ist og hve mikil hættan er. Þetta viljum við vita og því verður þetta kannað af ráðinu." Hann bætti því við, að hreppsfélaginu væri skylt að leita umsagnar Skipulagsstjórnar ríkisins áður en byggingar af þessu tagi væru leyfðar. Þórir Þorgrímsson, oddviti Laugardalshrepps, sem á 10% í Laugarlaxi hf., sagði í samtali við blaðið, að af hálfu fyrirtæk- isins væri fullur vilji til að koma í veg fyrir hugsanlega mengun af stöðinni og að þess yrði vand- lega gætt. Hann sagðist reikna með að áfram yrði „spjallað um málið hér heima og þetta skoðað allt saman". Um skipulagsþátt- inn sagði hann að allur hreppur- inn væri skipulagsskyldur og allt svæðið því skipulagt, en ekki frekar jörðin Útey II frekar en aðrar jarðir. Hann var spurður hvort leita þyrfti leyfis fleiri að- ila en hreppsnefndar og bygg- ingarnefndar hreppsins fyrir framkvæmdum af þessu tagi og kvaðst hann ekki vita það með vissu. Forráðamenn Laugarlax hf. hafa óskað eftir áliti Hollustu- verndar ríkisins um stöðina og sagði Ólafur Pétursson, efna- verkfræðingur þar, að stofnunin hefði óskað eftir upplýsingum erlendis frá um hollustukröfur til fískeldistöðva. Þegar þær upplýsingar lægju fyrir myndi stofnunin taka málið fyrir. í fjármálaónnum pabba og mömmu er gott að setjast og huga að kubbum, ef til vill að byggja framtíöardrauma. bessi bréf eru ástarbréf og eiga engan sinn iíka í íslenskum bókmenntum. Enda eru þau varðveitt fyrir undarlega tilviljun, eins og glöggt kemur fram í Snngangi Indriða Q. Þorsteinssonar fyrir bókinni. Og þessi bréf segja ástarsögu sem er bæði falleg og fagurlega skráð. Og sú saga á vafalaust eftir að valda lesendum ýmsum heiiabrotum. Sóla og Þórbergur unnust hugástum, það sjáum við glöggt af bréfunum. En hvers vegna auðnaðist þeim ekki að njótast? „Bagga mín. Þetta er svo löng saga," sagði Sóia við Guðbjörgu dóttur sína, þegar hún gekk á hana um sambandsslitin. Að öðru leyti er málið hulið þögn af hennar hálfu. Guðbjörg er dóttir Sólrúnar og Þórbergs og hafa báðir foreidrar hennar skilið eftir yfirlýsingar því tíl staðfestíngar. En hún hefur ekki fengið það viðurkennt af dómstólum. Eru þau undarlegu mál skýrð hér og rakin í inngangi fyrir bréfunum og málsskjöl og dómsniðurstöður birtar i bókarlok. Dreifing: AB Skemmuvegi 36, Kópavogi. Sími 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.