Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 39
Sjötugur:
Jörundur Páls-
son arkitekt
Eitt af því er þeir upplifa, er
komast á miðjan aldur er það, að
nýjar kynslóðir koma. En svo und-
arlega sem það hljómar, að þá
virðast engar kynslóðir fara í viss-
um skilningi, þótt orðanna hljóð-
an segi að svo sé. Auðvitað deyr
fólk, og þannig raskast fyrri kenn-
ingin nokkuð, eða síðari hluti
hennar. En það sem hér er við átt,
er að svo virðist, sem hver kynslóð
sitji uppi með sömu gamalmennin
alla ævi. Ekkert gamalt fólk bæt-
ist við, aðeins nýjar kynslóðir,
Ungir guðir og skelfingin fer um
okkur, sem ábyrgðina berum á
þessum vitstolá heimi. Og við von-
um að hinir ungu verði ekki mun-
aði okkar og vesöld að bráð.
Glundroðanum, er því fylgdi að
taka við búi Njáls á Bergþórshvoli
og Hákarla-Jörundar og skila svo
af sér einhverju svartolíulýðveldi,
sem á stórum stundum er nefnt
velferðarþjóðfélag, þar sem heil-
brigði er mæld á klukkur, eða á
dagatali landlæknis og Hagstof-
unnar, en þjáningin í verðbólgu,
kjararýrnun og stálsmíði.
Það kemur því talsvert á mann,
þegar manni er sagt, að ljóshærð-
ur maður sem maður hefur þekkt
lengi, sé nú allt í einu kominn á
áttræðisaldur, já og hefur þó lík-
ast til ekki gert neitt minna til að
missa heilsuna en aðrir, sem ég
þekki. En svo undarlega bregður
við, að mjög svipaða sögu virðist
mega segja um aðra vini manns á
líkum aldri. Þeir eru annaðhvort
ungir — eða dauðir.
Það er engin von til þess að
undirritaður geti skilgreint þessar
fullyrðingar, um það að engin
gamalmenni hafi bæst við á ís-
landi í mjög marga áratugi. Hvort
þetta er regla, eða skynvilla? En
svo sannarlega kom mér það á
óvart, þegar því var skotið að mér
að Jörundur Pálsson, arkitekt og
myndlistarmaður yrði sjötugur
undir haustvertíðarlok, eða 20.
desember. Svona hratt hefur tím-
inn flogið í storminum og svona
hægt streymir það fljót er ber
vordaginn til hafs, eins og skáldið
upplýsti með öðrum orðum og
betri.
Við Jörundur Pálsson kynnt-
umst fyrst í Lögbergsstrætó, að
mig minnir, í þann mund er
sveitasælan í Reykjavík tók við
hjá Tungu, eða í Lækjarhvammi.
Og síðan hefur haldist með okkur
sá kunningsskapur er fær menn til
að drekka saman kaffi, en á kaffi-
húsum fer fram sú deiling niður á
borð, er enginn getur skilið, eða
reynir að skilja.
Stöku sinnum var líka ræðst við
í síma einkum þegar menn urðu
reiðir og þá út af þeim þýðingar-
miklu hlutum, sem fólk er svo búið
að gleyma eftir tvo daga eða þrjá.
Ef til vill er þetta þó nokkur
einföldun. Ég vissi dálítið um
hans fólk — og hann án efa um
mitt. Og við bárum þjáninguna
stöku sinnum saman. Líklega á
stundum, -án þess að vita það;
svona eftir á að h'yggja.
Á hinn bóginn er ég ekki reiðu-
búinn til þess að rita nothæfa
æviskrá þessa góðkunningja úr
Lögbergsvagninum er hófst með-
an við vorum að taka við þessari
undarlegu veröld, er við nefnum
stundum samtíð.
Þó veit ég að Jörundur Pálsson
var fæddur á Ólafsfirði 20. des.
1913, en alinn upp í Hrísey. Sonur
merkishjónanna Páls Bergssonar
útgerðarmanns og kaupmanns í
Hrísey og konu hans Svanhildar
Jörundardóttur í Syðstabæ, eða
Hákarla-Jörundar, Páll var hins-
vegar ættaður úr Svarfaðardal,
sonur Bergs á Atlastöðum.
Þau Páll og Svanhildur eignuð-
ust 13 börn, en eigi komust þau öll
til fullorðinsára. Og þótt nú séu
aðeins þrjú á lífi, þá mörkuðu þau
flest einhver sérstök spor í lífinu.
Urðu kunnir borgarar, athafna-
menn og listamenn, er gjörðu
garðinn frægan, þótt eigi yrðu þau
langlíf. Og um allt þetta fólk var
rætt á mínu æskuheimili, þannig
að mér finnst ég þekkja það enn af
góðu, þótt eigi kynntist ég því öllu.
Af sjálfu leiðir, að ekki safnast
á kaffihúsum sömu föng í greinar
og með öðrum aðferðum vinátt-
unnar. Jörundur lauk stúdents-
prófi frá Akureyri árið 1935 og hóf
síðan nám í listaháskólanum í
Kaupmannahöfn. Hitler eyðilagði
það, eða skaut heilu stríði inn á
námsbrautina. En þegar því var
lokið, fór Jörundur aftur utan, og
lauk prófi í arkitektúr, en jafn-
hliða hafði hann vinnu af auglýs-
ingateikningu og myndlist, það er
að segja, þar til hann hafði öðlast
réttindi til húsagerðarlistar.
Um byggingarlist Jörundar veit
ég annars fátt, nema ég veit um
eina góða kirkju austur í Hvera-
gerði, og að hann hefur í launa-
vinnu steypt gotik í Hallgríms-
kirkju, eða gjört nauðsynlegar
teikningar, svo þessi mikla kirkja
séra Hallgríms og Guðjóns Sam-
úelssonar kæmist undir þak.
Um myndlist Jörundar veit ég
meira. Strax sem barn dáðist ég
að leikni hans og færni. Birkilauf-
ið frá 1944, svanirnir og allt það.
Og svo kom Esjan, fjallið eina,
sem hann hefur gjört að sérgrein
sinni og ástríðu.
Því hefur verið haldið fram, að
menn fari í rauninni aðeins einu
sinni á ævi sinni í leikhús, og það
er í fyrsta sinn. Heyri aðeins einu
sinni réttan söng og aðeins eina
hljómkviðu frá orrakistunni, eða
synfóníunni. Aðrir sjá aðeins eitt
fja.ll, eins og Jörundur Pálsson
gjörði.
í mörgum atriðum má rökstyðja
það með nokkurri skynsemi, að
eitt fjall gjöri menn að einhliða
málurum. Og einnig hitt, að eitt
fjall geti verið mönnum ofviða,
þrátt fyrir guttorma, naglbíta og
axir.
En í vináttu við fjall og í góðu
samstarfi við það, getur orðið til
óþrjótandi uppspretta myndlistar-
verka eins og er í vinnustofu Jör-
undur Pálssonar, sem byggð er
augliti til auglitis við fjallið eina,
Esjuna.
Þar glímir maður sem kominn
er í blóðböndum úr hákarlalegum
í Hrísey, úr kafgresinu á Atlastöð-
um og Syðstabæ, þar sem allt var
í svo föstum skorðum, öld eftir
öld, við fjall, sem aldrei er eins, ef
af því er litið andartak.
Og málarinn verður að mála allt
í senn. Ofsa þess í norðan, útsynn-
inginn og hina mildu kyrrð, þegar
almættinu hefur tekist að koma
sér upp kvöldfegurð á haustin.
Hann verður að mála hina hvítu
vetrarmynd, líka kalt vorið og hið
græna sumar. Og ekkert er eins.
í tilefni af afmælinu heldur Jör-
undur sýningu, og eins og ung
stúlka gengur Esjan þar um beina,
í Ásmundarsal. Og hún hefur
gleymt að eldast eins og við. Tím-
inn hefur staðið kyrr.
Jónas Guömundsson, rithöfundur
Utboð í nestispakka í
skólana í Reykjavík:
Tilboði Mjólkur-
samsölunnar tekið
FJÓRIR aöilar lögóu inn tilboð í
sölu á skólanesti á vegum Reykja-
víkurborgar; Mjólkursamsalan í
Reykjavík, Nesti hf. ( Reykjavík,
Veitingamaöurinn í Reykjavík og
Nautið í Hafnarfiröi. Tilboó þessi
bárust á grundvelli ákvörðunar
fræösluráós borgarinnar frá 3.
október, um að leita tilboöa í sölu á
skólanesti fyrir skóla borgarinnar,
aö því er Markús Örn Antonsson,
formaöur fræösluráðs tjáði blaða-
manni Morgunblaösins.
Á fundi fræðsluráðs í síðustu
viku var síðan ákveðið að taka til-
boði Mjólkursamsölunnar, eftir að
gerð hafði verið athugun á tilboð-
unum og sérstök athugun hafði
farið fram á næringargildi mat-
vælanna, sem boðið var upp á. Um
málið var gerð svohljóðandi álykt-
un í fræðsluráði;
„Með vísun til þessarar umsagn-
ar er því mælt með að þeir grunn-
skólar borgarinnar er hyggjast
taka upp nestispakkasölu, leiti
viðskipta við Mjólkursamsöluna,
en það fyrirtæki hefir skilað inn
hagstæðu tilboði og reynst traust í
viðskiptum við skóla borgarinnar.
Til álita sýnist þó koma að skólar
reyni viðskipti við önnur fyrir-
tæki, sem sendu inn tilboð, enda
láni þau nauðsynlegan tækjabún-
að og tryggi dreifingu. Samningar
skulu miðast við lok þessa skóla-
árs.
Samþykkt samhljóða."
Iæsefni istórnm skömmtum!
Manneskjan —^leikkonan — baráttukonan
JANE FONDA — brífandi saga litríkrar
manneskju í mótlæti sem sigrutn. Hún átti
öröuga bemsku en brást við áföllum æsku-
áranna af óbugandi lífsþrótti. Sem leik-
kona stóö hún fratnan af í skugga fööur
síns, Henry Fonda, en tneö vaxandi reynslu
hefur frægö hennar og fratni aukist tneö
hverri kvikmynd. Ung aö árutn tók hún aö
beita sér í stjómmálum, tók hatramma af-
stööu gegti Víetnamstríöinu og haföi tiærri
fórtiaö fratna sinutn setti leikkona fyrir lífs-
skoöanir stnar.
Jatte Fonda — heillatidi saga, heill-
andi tnanneskju.
Bræðraborgarstíg 16
Kr. 5#7.#5
AUK hf Auglysmgastola Kristmar 83.79
Simi 12923-19156
OPIO TIL SJÖ í KVÖLD
Vdrumarkaðurinn hl. eiðistorgi n
manudaga — þriöjudaga — miðvikudaga