Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 „Leiðin á toppinn" eftir enska knattspyrnukappann Glenn Hoddle, ieikmann Tottenham, er ein þeirra bóka sem komu út nú fyrir jólin. Það er Víðir Sigurðs- son sem þýöir bókina, og hefur Morgunblaðið fengið leyfi hans og útgefanda til að birta glefsur úr einum kafla hennar. Kaflinn sem heitir „Sá besti", fer hér á eftir: George Best er besti knatt- spyrnumaður sem uppi hefur ver- ið. Hvaö sem hver reynir að segja mér um Pelé, Cruyff eða Becken- bauer, þá verö ég aldrei í vafa um að George Best var sá besti. Hann er eini knattspyrnumaöur- inn sem ég minnist að hafa dýrkaö sem hetju þegar ég var strákur. Ég dáðist aö mörgum en George Best var einstakur. Allir litlir strákar imynda sér aö þeir séu einhver ákveöin stjarna; ég var alltaf George Best. Þegar ég lék meö mínu fyrsta liöi — Potter Street Rangers — var ánægja min óend- anleg þegar framkvæmdastjórinn kallaöi mig George Best. Ég byrj- | aöi nefnilega líka sem hægri út- I herji. Ég tel aö mesta náöargjöf George Best hafi veriö fólgin í fjöl- hæfni hans. Þaö heföi veriö hægt aö setja hann í stööu hægri eöa vinstri bakvaröar og hann heföi leikið mikið betur en venjulegir varnarmenn. Fyrir mér var þetta hiö fullkomna. En ég dáöist einnig aö gífurlegum hraöa hans og hæfi- leikanum til að fara illa meö varn- armenn. Hann kvaldi mótherjana. Þegar hann fékk knöttinn, fann maöur á sér aö varnarmaöurinn sem stóð næstur honum var aö hugsa: „Sendu knöttinn, komdu honum frá þér. Ekki leika í áttina til mín." — O — George heföi átt aö vera ríkasti breski knattspyrnumaöur sem uppi hefur veriö. Þaö hefði hann líklega oröiö ef hann heföi fest ráö sitt og gifst mikið, mikiö fyrr. Með- an hann var piparsveinn var auö- velt aö fella hann inn í glaumgosa- ímyndina sem almenningur og fjöl- miðlar leituðust viö að skapa. Viö giftingu er endir bundinn á slíkt. Þaö veit ég því ég heföi getaö lent í svipaöri aöstööu og George. En ég gifti mig 21 árs og hvarf af sjón- arsviöi slúöurfréttanna áöur en ég komst nokkurn tíma í kröggur á borö við þær sem George Best fékk að kynnast. Ég er viss um að með giftingu heföi hann breytt ásjónu sinni og getaö einbeitt sér aö knattspyrnunni. En auövitaö getur enginn stjórnaö slíku. Þá bjó ég heima hjá foreldrum mínum en fjölskylda George var handan hafsins í Belfast þannig aö hann haföi engan til aö halda aftur af sér eöa veita sér vernd. Það sem gerðist var sorglegt. Margir vildu augljóslega njóta góðs af frægö George Best. Þegar þú ert einn, þráirðu félagsskap, og Best þurfti ekki aö leita hann uppi; „vinirnir" höföu upp á honum. Samt sem áöur haföi enginn leik- maöur eins mikil áhrif á mig. Ég reyndi ekki aö líkjast honum — eöa nokkrum öörum leikmanni. En mér fannst synd aö hann skyldi ekki vera enskur eöa jafnvel hol- lenskur á áttunda áratugnum. Þá heföi hann fengiö þá alþjóölegu hylli sem hann átti skilda. Þaö er einkennilegt aö hugsa til þess að leikmaður meö jafn óþrjótandi hæfileika skyldi aldrei heiöra úr- slitakeppni HM með nærveru sinni. Þaö kemur kannski mörgum á óvart, en næst á eftir George Best, dáöist ég aö þrenningunni frá Leeds, Johnny Giles, Billy Bremner og Eddie Gray. Seint á sjöunda áratugnum og fyrri hluta þess átt- unda var Leeds liöiö sem allir elsk- uöu aö hata. Ég skil ekki ástæð- una. Eddie Gray var t.d. stórkost- lega leikinn, og er enn þann dag í dag. Giles átti frábærar sendingar og Bremner var mikill skipuleggj- andi. Mér fannst aldrei jafn spenn- • Glenn Hoddle í baréttu við Pétur Ormslev í landsleik Englands og íslands é Laugardalsvellinum síðasta leik Englendinga fyrir úrslitakeppni HM á Spáni í fyrrasumar. Leiknum lyktaði með jafntefli, 1:1. George Best sá besti — Glefsur úr einum kafla bokarínnar „Leiðin á toppinn andi aö fylgjast meö framlinu- mönnum Leeds og þeim þremur. Gray lék á vinstri kantinum og haföi þá sömu hæfileika og Best aö geta gert varnarmenn aö fíflum; hann fór hroðalega með Dave Webb í bikarúrslitaleiknum 1970. — O — Það viröist kannski einkennilegt aö þegar ég ræöi um leikmenn sem hafa vakið athygli mína, hef ég enn ekki minnst á neinn frá Tottenham. Ég hef fylgt Spurs síð- an ég var strákur en ég tel aö knattspyrnuáhugamaöur einblíni þaö mikiö á árangur síns félags aö einstaklingarnir innan þess hætti aö skipta máli. Spurs hefur átt nokkra frábæra leikmenn en ég þurfti aö hugsa mig dálítiö um áö- ur en ég útnefndi Jimmy Greaves sem þann besta á síðari hluta sjöunda áratugarins. Jimmy er sennilega mesti markaskorari allra tíma. Lítum á afrekaskrána; hann skoraöi 44 mörk í 57 landsleikjum fyrir Englands hönd og alls 492 mörk á ferli sínum. Ég minnist þess aö hafa veriö á áhorfendapöllunum og séð hann skora snilldarlegt mark gegn Sunderland. I annaö skipti lágu enn fjórir eöa fimm varnarmenn á jörðinni þegar hann sendi knöttinn í netiö. Hann var ávallt á réttum staö á réttum tíma. Mörkin sem Jimmy skoraði virt- ust kannski auöveld en því fer fjarri. Ég hef skoraö fullt af mörk- um utan vítateigs en af slíku færi reiknar enginn meö því aö þú skorir. Það er mikið erfiöara af stuttu færi því þá er nánast glæp- samlegt aö brenna af. Þaö er fjöl- margt sem þýtur í gegnum hugann á þeim sekúndubrotum sem þú undirbýrð skotiö. Þetta var þaö besta viö Jimmy; hann lét allt virö- ast svo auövelt. — O — Jimmy var enn með þegar stóri Pat Jennings kom i hóp Spurs. Pat þýöir í mínum augum, aö Noröur- írar hafa getið af sér bæði besta alhliða knattspyrnumanninn (George Best) og besta markvörö- inn. Pat var fæddur markvöröur. Ég hef æft meö honum og leikið með honum og ég gæti svariö aö ef hann var í rétta skapinu, var ómögulegt að skora hjá honum, jafnvel á æfingu. Stundum tók hann lífinu með ró og gaf okkur tækifæri, en í önnur skipti varð maöur aö framkvæma eitthvaö yf- irnáttúrulegt til aö koma boltanum framhjá honum. Og aldrei hef óg séð nokkurn markvörö gabba mótherja eins og Pat var fær um þegar hann var upp á sitt besta. Ef einhver slapp í gegnum vörnina tókst Pat ótrúlega oft að blekkja hann. Hann hljóp út á móti fram- herjanum og hélt sig hægra megin. Framherjinn hélt alltaf aö Pat væri búinn aö vera því risastórt markiö blasti við vinstra megin. En um leið og skotiö reiö af, var Pat mættur á staðinn. Kærar þakkir! Hvaö eftir annað bjargaöi Pat stigi eða stig- um. Þó er þaö einkennilegt, að bestu minningarnar um frábæra markvörslu hans eru úr leik gegn Derby þegar við vorum burstaðir, 2—8! — O — Þaö er enginn vafi á því aö vegna míns eigin leikstíls veiti ég miöjumönnum mesta athygli og á í erfiöleikum þegar óg er spuröur um hvaöa varnarmenn hafi veriö mér strembnastir. í hreinskilni sagt man ég ekki eftir neinum. Miöherji sem er allan tímann í baráttu hjá vítateignum hefur mikiö gleggri skoöun á þeim leikmönnum sem hann á í höggi viö. En miöjan er ekki varnarsvæöi. Meira aö segja þegar ég horfi á leik, tek ég betur eftir sóknaruppbyggingunni en uppstillingu varnarinnar. Þannig lít ég á knattspyrnuna — jákvætt. Því miöur eru ekki allir á sömu skoö- un. Knattspyrnan stæöi traustari fótum ef fleiri litu hana sömu aug- um og ég, einkum framkvæmda- stjórar. Það er mjög algengt að þegar stjórinn finnur aö liö hans er aö nálgast fallbaráttuna og staöa hans er í veöi, stillir hann upp þremur eða fjórum baráttuglööum leikmönnum á miöjuna en tekur ekki áhættuna á aö nota tvo eöa þrjá sem eru leiknir með boltann og gætu spilaö sig út úr vandræö- unum. Liö sem eru undir álagi skipta um leikaöferö, hlaupa og berjast, og það skilar stundum árangri, en ekki alltaf. Sú leikað- áá ferð hvetur heldur ekki knatt- spyrnuáhugamenn til að koma á leikina. Þegar Spurs féll áriö 1977 var tilhneigingin í þessa átt, vinnuhest- arnir teknir fram yfir þá leiknu. Þetta viröist vera gildra sem fram- kvæmdastjórar falla í og þetta ger- ist á hverjum vetri, i öllum deildum. Ég veit aö ég get alltaf reiknaö með erfiöum leik gegn liði sem er í fallbaráttu því þá skapast ætíö hamagangur á miöjunní. Þá víl óg frekar leika gegn liöi eins og Manchester United þar sem Bryan Robson og Ray Wilkins leggja áherslu á góða knattspyrnu en gegn „auöveldu" fallbaráttuliöi. Þrátt fyrir þaö, man ég ekki eftir neinum leikmanni sem ég get sagt um: „Hann sparkar í mig," eða „hann heldur mér alltaf niöri," enda þótt Graeme Souness hjá Liverpool sé svo sannarlega mót- herji sem ber aö virða. Hann hóf feril sinn hjá Spurs en náöi ekki aö festa rætur og fór norður til Midd- lesborough þar sem hann vakti at- hygli áöur en hann skipti yfir á Anfield. Hann var farinn áður en ég kom til sögunnar á White Hart Lane, en hann er frábær hlekkur í liösheild Liverpool og er fyrsta flokks skipuleggjandi. Allir sem leika gegn Graeme veröa aö hafa auga meö honum. Hollusta hans viö Liverpool, félaga sína og framkvæmdastjórann er slík aö hann berst fyrir hverjum bolta, jafnvel þótt líkurnar séu sterkar gegn honum. Þess vegna veit ég aö þrátt fyrir að líkurnar séu 70—30 mér í hag, er ekkert sem hindrar Graeme í aö gera haröa atlögu. Þaö er sennilega vegna þess „yfir-áhuga" sem Graeme hefur orð á sór fyrir að vera einn haröasti leikmaöur enskrar knattspyrnu. Hann leikur þaö stórt hlutverk hjá Liverpool aö þaö viröist óhugsandi að hann skyldi ekki vera kominn til félags- ins þegar það varð fyrst Evrópu- meistari, árið 1977. Manni finnst hann hafa haft það mikil áhrif á gengi liðsins í Evrópukeppni um langan aldur. Ég vildi að ég heföi átt kost á að öðlast svipaöa reynslu í Evrópumótum en mitt fyrsta tækifæri kom ekki fyrr en í Evrópukeppni bikarhafa sl. vetur. Ég hef aö sjálfsögðu leikið gegn fjölmörgum meginlandsfélögum á keppnisferöalögum. Þaö var ein- mitt i tveimur undirbúningsferöum aö sumri til sem ég lék gegn einum af mínum uppáhaldsleikmönnum erlendum. Vestur-Þjóöverjanum Wolfgang Overath. Hann var með Köln og ég býst við aö margir enskir knattspyrnuáhugamenn minnist hans fyrir vinstri fótar skotin og löngu sendingarnar sem hann átti i heimsmeistarakeppn- inni 1966 og síöan þegar V-Þýska- land varö meistari áriö 1974. Nákvæmni hans í löngum send- ingum var óviöjafnanleg, jafnvel þó hann væri „einfættur". Hann minnti mig á Brasilíumanninn Rob- erto Rivelino, þótt Rivelino væri mikiö liprari. — O — Knattspyrnan er alþjóölegur leikur þegar allt kemur til alls. Ef mig langaöi til aö leika í Vestur- Þýskalandi, á Spáni, eöa jafnvel i Saudi-Arabíu, ætti mér aö vera leyft þaö. A sama grundvelli skil ég ekki ástæður þess að reynt skuli vera aö hindra kaup á leikmönnum frá öðrum löndum. Ossie Ardiles og Ricky Villa koma frá Argentínu og sköpuöu nýja vídd í ensku knattspyrnunni. Áhorfendafjöldi jókst jafnt á heimaleikjum sem á útileikjum. Franz Thijssen og Arn- old Muhren nutu sömu hylli hjá Ipswich. Sumir hafa valdiö von- brigöum; Alex Sabella var geysi- lega hæfileikaríkur en Sheffield United reyndist ekki vera rétti staöurinn fyrir hann. Claudio Mar- angoni var annar Argentínumaöur sem æfði um tíma með okkur og hafnaöi síðan hjá Sunderland. Hann bjó yfir miklum hæfileikum en náöi sér aldrei á strik á Roker Park og sneri heim til Suöur- Ameríku eins og Sabella og Al- berto Tarantini. Ossie verður að teljast í mestu uppáhaldi hjá mér af öllum knattspyrnumönnum frá Suöur- Ameríku. Þar ræður auövitaö miklu að ég hef átt þess kost aö æfa og leika meö honum, en aftur á móti sá ég Pelé aldrei meö eigin augum, né lék gegn honum. Samt tel ég aö brasilíska heimsmeistara- liöiö 1970 sé besta liö sem uppi hefur veriö. Gömul stórliö eins og það ungverska meö Ferenc Pusk- as í fararbroddi voru aö sjálfsögöu uppi fyrir mína tíð en mér finnst ótrúlegt að þaö heföi staöið brasil- íska liöinu á sþoröi. Þaö brasilíska ber af öörum heimsmeisturum síö- ustu ára — Englandi, Vestur- Þýskalandi og Argentínu. Gerson, Rivelino, Jairzinho, Pelé, Tostao og Carlos Alberto eru allt ódauðleg nöfn. Enginn mun nokkurn tíma gleyma skoti Pelé frá miöju vallarins gegn Tékkum, eða hvernig hann gabbaöi markvörö Uruguay í undanúrslitunum. I hvert skipti sem brugöiö er upp í sjón- varpi myndum frá HM 1970 stend ég upp frá hvaöa verki sem er og horfi á. Ég ráölegg hverjum einasta knattspyrnuáhugamanni og leik- manni aö gera slíkt hiö sama. Ég hef enga trú á aö sterkara liö eigi eftir aö koma fram. England gerði vel að tapa 1—0 fyrir því. Holland, með Johan Cruyff í far- arbroddi, var skemmtilega sam- sett lið áriö 1974 en það var ekki í sama gæöaflokki og Brasilíumenn- irnir. Þaö einkennilega er, aö þrátt fyrir að aðrir keþþtust við aö lof- syngja Johan Neeskens, hafði ég aldrei sérstakt álit á honum. Fyrir mér var hann venjulegur miövall- arspilari. Góöur að vísu, en maöur sér slíka leikmenn hvern laugar- dag. Hann haföi aldrei nærri þvi eins mikil áhrif á mig og Cruyff, Pelé og George Best. Styrkleiki Hollands var sá aö allt snerist í kringum Cruyff. Hann stjórnaöi öllu. Ég tel að brasilíska liöiö 1970 hafi ekki þurft á Pelé að halda. Þaö hljómar hræðilega, en liöið hefði áfram veriö stórkostlegt þótt Pelé heföi ekki leikiö með. Aftur á móti heföi Holland aldrei komist í úr- slitaleikinn 1974 án Cruyff. Aö hugsa sér að George Best skyldi aldrei komast í gegnum undankeppnina!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.