Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 11
Minkaskinnaupp-
boð í Danmörku:
5—14%
hækkun
í VIKUNNI voru rúmloga 900 þúsund
minkaskinn boðin upp í danska upp-
boðshúsinu í Glostrup, hluti af ís-
lensku minkaskinnaframleiðslunni þar
á meðal. Að sögn Snorra Stefánssonar,
starfsmanns Sambands íslenskra loð-
dýraræktenda, var uppboðið mjög vel
heppnað, mikil eftirspurn, og kaupend-
ur frá öllum helstu markaðssvæðum
mættir.
Öll uppboðin skinn seldust og
hækkaði verð helstu tegunda frá
5—14%. Verð annarra tegunda stóð í
stað.
Mest varð hækkunin í svartmink.
Högnaskinnin seldust á 850 kr. ís-
lenskar, sem er 14% hækkun frá
desemberuppboði í fyrra, læðuskinn-
in seldust á 720 krónur, sem er 3%
hækkun. Pastelskinnin hækkuðu um
5—6%, högnaskinnin seldust á 820
krónur og læðuskinnin á 500 krónur
íslenskar. Brúnminkur hækkaði
einnig, högnaskinnin seldust á 834
krónur, sem er 5% hærra verð en í
fyrra, og læðuskirtnin á 656 krónur.
Þetta eru aðaltegundirnar í
minkaskinnaframleiðslunni. Verð á
öðrum tegundum var svipað og á
desemberuppboðinu í fyrra, að sögn
Snorra Stefánssonar.
Stofnlínulögn
til Kópaskers:
Vitleysa sem
ekki á að
geta þrifist
—segir Sverrir Hermanns-
son iðnaðarráðherra
„HVAÐA borg er að rísa þar?“ sagð-
ist iðnaðarráðherra Sverrir Her-
mannsson hafa spurt, þegar hann
hefði verið upplýstur um að verið
væri að leggja 132 kílówatta raf-
streng frá Akureyri til Kópaskers.
Ráðherrann sagði að fullkom-
lega hefði verið nægilegt að leggja
66 kílówatta streng, en ákvörðun
RARIK um að kaupa stærri
strenginn fælist í því að hann væri
tollfrjáls á meðan greiða þyrfti
tolla af hinum minni.
Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra sagði frá þessu á hádeg-
isverðarfundi hjá Félagi íslenskra
iðnrekenda í gær og nefndi þetta
sem dæmi um óráðsíu og vitleysu í
opinbera kerfinu og vitlausa tolla-
löggjöf, sem ekkert samræmi væri
í á tíðum.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983
11
í litum — Panavision 09 nni dqlhystereo 1
Aöalhlutverk:
Christopher Reeve — Richard Pryor — Annette O. Toole.
islenskur texti.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
V\\e$'
nn i þorpinu
Liósmyndarmn
í þorpmu |
100 Ijósmvnclir efUr^'"^dínar eru
1 Rlóndal frá « ,1®,m um bjóölif fyrr ?
1 merk söguleg
1 öldinni oft lia a " v,fta um landi .
1 myndirnar eru skrifar skyr-
I \nga Lara mvndirnar.
I mgatexta
I io4bls..uerðkr. yw
VANDIÐ
VAUÐ___
PAÐ
GERUM VIÐ
bökautgafmi
i
BORGABTUNI29
S 18860 - 22Z«
w