Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Minkaskinnaupp- boð í Danmörkii: 5—14% hækkun í VIKI'NM voru rúmlega 900 þúsund minkaskinn boðin upp í danska upp- booshúsinu í Glostrup, hluti af ís- lensku minkaskinnaframleiðslunni þar á meðal. Að sögn Snorra Stefánssonar, starfsmanns Sambands íslenskra loð- dýraræktenda, var uppboðið mjög vel heppnað, mikil eftirspurn, og kaupend- ur frá öllum helstu markaðssvæðum mættir. 011 uppboðin skinn seldust og hækkaði verð helstu tegunda frá 5—14%. Verð annarra tegunda stóð í stað. Mest varð hækkunin í svartmink. Högnaskinnin seldust á 850 kr. ís- lenskar, sem er 14% hækkun frá desemberuppboði í fyrra, læðuskinn- in seldust á 720 krónur, sem er 3% hækkun. Pastelskinnin hækkuðu um 5—6%, högnaskinnin seldust á 820 krónur og læðuskinnin á 500 krónur islenskar. Brúnminkur hækkaði einnig, högnaskinnin seldust á 834 krónur, sem er 5% hærra verð en í fyrra, og læðuskirinin á 656 krónur. Þetta eru aðaltegundirnar í minkaskinnaframleiðslunni. Verð á öðrum tegundum var svipað og á desemberuppboðinu í fyrra, að sögn Snorra Stefánssonar. Stofnlínulögn til Kópaskers: Vitleysa sem ekki á aö geta þrif ist —segir Sverrir Hermanns- son iðnaðarráðherra „HVADA borg er að rísa þar?" sagð- ist iðnaðarráðherra Sverrir Her- mannsson hafa spurt, þegar hann hefði verið upplýstur um að verið væri að leggja 132 kílówalla raf- streng frá Akureyri til Kópaskers. Ráðherrann sagði að fullkom- lega hefði verið nægilegt að leggja 66 kílówatta streng, en ákvörðun RARIK um að kaupa stærri strenginn fælist í því að hann væri tollfrjáls á meðan greiða þyrfti tolla af hinum minni. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra sagði frá þessu á hádeg- isverðarfundi hjá Félagi íslenskra iðnrekenda í gær og nefndi þetta sem dæmi um óráðsíu og vitleysu í opinbera kerfinu og vitlausa tolla- löggjöf, sem ekkert samræmi væri í á tíðum. Meira spennandi Frumsýn Nýjasta Súperman-myndi í litum — Panavision og nnipotÆYSTErefji Aöalhlutverk: Christopher Reeve — Richard Pryor — Annette O. Toole. íslenskur texti. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.