Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 Aflakvóti og þriggja ára reglan eftir dr. Jakob Sigurðsson Meðal sjómanna og útvegs- manna ber nú hæst umræða um skipulag og takmarkanir fisk- veiða. Flestir eru sammála um, að verulegur samdráttur þorsk- afla á næsta ári sé óhjákvæmi- legur. Spurningin er hvernig skuli skipuleggja þann samdrátt. Fiskiþing og stjórn LÍU hafa lagt til „að kvótaskipting verði á öllum aðalfisktegundum og á öll skip yfir 12 brúttórml." og að „aflamagn síðustu þriggja ára verði lagt til grundvallar við skiptingu aflakvóta á milli skipa". Þessi viðmiðun við árang- ur fyrri ára þarfnast endurskoð- unar. Kvóti, eða hámark leyfilegs afla á einstök skip, hefir löngum verið talinn algjört neyðarúrræði í íslenskri útgerð. Menn hafa sagt, að með því að ákveða, að öllum skipum í sama stærðar- flokki og á sömu veiðum skuli leyft sama aflamagn, sé grund- völlur íslenskra útgerðarhátta brostinn. Afreksmennirnir í veiðum, sem vegna harðfylgis og kunnáttu draga mestan afla á land og eru mikilvægastir þjóð- arbúinu, fái ekki notið sín, sam- keppnin hverfi, en meðal- mennska og deyfð haldi innreið „Svo er til ætlast, aö kvót- inn fylgi hverju skipi. Þetta þýðir, að skipi eöa útgerð, sem einhverra orsaka vegna hefir aflað lítið undanfarin ár, er bannað að vinna sig upp. Ef útgerðin, vegna þessa ákveður að gefast upp og selja skipið er það heldur ekki hægt. Enginn kaupir skip, sem ekki má fiska. Það hefir þó löngum verið hægt að bjarga nokkru af erfiðri útgerð með því að hætta og selja skipið." sína. Þetta er að miklu leyti rétt, og þess vegna hefir þessi aðferð til takmörkunar á veiðum á botnfiski aldrei verið samþykkt hér á landi. Nú telja ýmsir, að hægt sé að setja kvóta án þessara galla, þ.e. að taka meðaltal af afla hvers skips undanfarin þrjú ár, og miða kvótann við það. Þannig verði aflahlutfall hinna „duglegu" og „óduglegu" óbreytt. Til þess að forðast að draga úr krafti þeirra, sem best hefir gengið er, að lítt athuguðu máli, gripið til nýrra hugmynda, án þess að hugsa framkvæmdina til enda og gera sér að fullu ljóst hvernig þá færi fyrir fjölda ann- arra. Ohjákvæmilegt er að at- huga nokkrar afleiðingar þessa. Svo er til ætlast, að kvótinn fylgi hverju skipi. Þetta þýðir, að skipi eða útgerð, sem einhverra orsaka vegna hefir aflað lítið undanfarin ár, er bannað að vinna sig upp. Ef útgerðin, vegna þeSsa ákveður að gefast upp og selja skipið er það heldur ekki hægt. Enginn kaupir skip, sem ekki má fiska. Það hefir þó löng- um verið hægt að bjarga nokkru af erfiðri útgerð með því að hætta og selja skipið. Áhættan er eitt höfuðeinkenni íslensks sjávarútvegs. Skakkaföll og erfiðleikar geta orðið af ýms- um sökum, en þrautseigja og dugnaður útvegsmanna og skip- stjóra hefir oft megnað að lyfta þeim upp úr öldudalnum aftur. Þetta verður að vera hægt áfram. Það dugir alls ekki að segja: Þér gekk illa í fyrra og hitteðfyrra. Nú verður séð um, að svo verði áfram, eða þú reynir ekki lengur. Talsverðar skipasölur hafa átt sér stað á þessu ári. Flestir selj- endur hafa selt vegna erfiðleika. Kaupendur hafa keypt af bjart- sýni, og talið sig geta gert betur. Ef þessi kvóti verður samþykkt- ur, verða þeir þrælbundnir af hrakförum fyrri eigenda. I hinum stóra hópi útvegs- manna og skipstjóra eru margar manngerðir. Vafalaust mætti flokka þá í ýmsa flokka frá hin- um duglegustu til hinna slöpp- ustu, og síst ber að gera lítið úr yfirburðum sumra yfir aðra. Yf- irleitt eru þetta þó harðduglegir menn. En það er fleira, sem hefir áhrif á aflamagn. Dæmi: Tveir menn, sem annars standa svipað, verða fyrir alvarlegu og kostnað- arsömu tjóni á skipi eða vél. Þetta er á vertíð, og nokkrar vik- ur ráða úrslitum. Báðir fara til lánastofnana og biðja um lán. Annar fær strax það sem hann þarf, og málinu er bjargað. Hinn fær úrtölur, langa óvissu og loks- ins nei og haltrar af stað eftir langa töf með illa viðgerða vél og léleg veiðarfæri — og tapar. Svona mismunandi afstaða lána- stofnana er algeng og afdrifarík. Þá hafa „byggðasjónarmiðin" og fjárstreymi og „fyrirgreiðslur" þeirra vegna valdið afgerandi mismun á stöðu manna, og þar af leiðandi á aflabrögðum. Á nokk- uð frekar að verðlauna þá með háum kvótum, sem áður hafa setið við kjötkatlana? Ekki væru þeir menn öfunds- verðir, sem fengju það hlutverk, að ákveða kvóta á hvert skip eftir þriggja ára meðaltalinu. Gert er ráð fyrir að taka að einhverju leyti tillit til óhjákvæmilegra frátafa frá veiðum undanfarin ár, til veiða skips á öðru en botnfiski o.fl. Fjölmörg vafasöm túlkunaratriði yrði um að ræða, og oft illgerlegt að finna sann- gjarna niðurstöðu. Meiri háttar ágreiningur yrði óhjákvæmi- legur. Sem betur fer er þetta við- miðunarkerfi ekki nauðsynlegt, a.m.k. ekki vegna bátaflotans. Undanfarin ár hafa verið í gildi hámarksákvæði um þorskveiðar bátaflotans í heild. Tiltekið há- mark hefir verið leyft á tiltekn- um tímum ársins, en stöðvanir verið fyrirskipaðar þess á milli. Um þetta hefir verið gott sam- komulag. Nú má Iækka hámörkin og lengja stöðvanirnar, ef þörf krefur. Á þennan hátt njóta menn dugnaðar síns og gjalda ódugnaðar. Allir yrðu, miðað við núverandi útlit, að sætta sig við skertan hlut, en það yrði engum refsað frekar en öðrum. Verndun þorsksins verður engu minni. Nú þegar eru kvótar á ýmsar fiskveiðar við ísland. Má þar nefna síld og loðnu, humar og rækju o.s.frv. Um þetta hefir verið allgott samkomulag, en við ákvörðun þessara kvóta hefir mönnum aldrei verið mismunað á grundvelli sögulegra afreka eða ófarnaðar. Það er ekki hægt. Menn verða að hafa tækifæri til að vinna sig upp úr erfiðleikunum, þótt illa hafi gengið um tíma. Frumvarp um auknar heimild- ir ráðherra til stjórnunar fisk- veiða verður væntanlega sam- þykkt á Alþingi næstu daga. Um nauðsyn þess virðast flestir sam- mála, en notkun heimildanna er aðalatriðið. Ráðherra hefir lagt sig fram um að hafa samvinnu og samráð við stjórn LÍU og aðra hagsmunaaðila. Það var óheppni að stjórn LÍU skyldi styðja þess- ar tillögur um akvörðun kvóta, en þegar finna þarf lausn erfiðra vandamála leita menn allra hugsanlegra leiða. Ein getur litið vel út við fyrstu sýn, án þess að standast gagnrýni, þegar betur er að gáð. Að lokum viðurkenn- ing: Ég greiddi með dræmingi at- kvæði með tillögunum í stjórn LÍU, en við nánari umhugsun tel ég þær algjörlega óviðunandi. Aðrar leiðir eru betri. Reykjavík 15. des. Dr. Jakob Sigurðsson er fram- kræmdastjóri Sjófangs, stjórnar- íormaAur Útregsmannafélags Keykjaríkur og i sæti í stjórn LÍU. _____________ .* '^««« ^ 35 ^ ¦t^é Auðvelt er að gera notalegt í stofunní með því að draga hæfilega úr lýsíngu við setkrókinn LK-NES borðljósdeyfar geta stjórnað lýsing-unni frá mörgum lompum samtímis. Þannig getur þú á augabragði fengið þægilega sjón-varpslýsingu án þess að þurfa að flytja til kmV m~' á lampa, kveikja á sumum og slökkva á öðrum. Borðljósdeyfarnir eru með snúru og kló - bara að stinga í samband. Borðljósdeyfirinn er til-valinn sem gjöf. Gefðu hann öðrum - eða gleddu sjálfan þig. RAFVCRUR 51= LAUGARNESVEG 52 - SlMI 86411 Eftirprent- anir af graf- íkmyndum Guðmundar Einarssonar NÍU eftirprentanir af grafíkmyndum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal hafa nú verið gefnar út. I fréttatilkynningu sem Morg- unblaðinu hefur borist segir m.a. að hér sé um að ræða myndir af löngu horfnum bæjum, útróðra- vörum og merkum stöðum í gömlu Reykjavík. Þar segir ennfremur að mynd- irnar séu í gjafamöppu og hverri möppu fylgi örk, með upplýsingum um listamanninn og korti af Reykjavík. Einnig segir að upplag- ið sé mjög takmarkað og sölustað- ir í Reykjavík séu að Skólavörðu- stíg 43, Gallery Langbrók við Lækjargötu og í Islenskum heimil- isiðnaði að Hafnarstræti 3. MYNDIR FRAGÖMLU , REYKJAVIK 1916-1956 wm QUDMUND EINARSSON FHAMIWJW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.