Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 27 ^ Morgunblaöíö/Rax Iþróttamenn ársins ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS heiðraði í síöustu viku ásamt Frjálsu framtaki íþróttamenn ársins í hverri grein sem og undanfarin ár. Þaö eru stjórnir sérsambandanna sem ákveöa hverjjir hljóta nafnbótina nú sem áöur. A myndinni, sem tekin var á Hótel Loftleiöum, þar sem verölaunaafhendingin fór fram í hófi á fimmtudag, eru frá vinstri: Siguröur Pétursson, Osp, (þróttamaöur ársins úr rööum fatlaöra, Gylfi Kristinsson, GS, golfmaöur ársins, Jón Unndórsson, KR, glímumaður ársins, Lárentsínus Ágústsson, Þrótti, blakmaöur ársins, Tómas Guójónsson, KR, borötennismaóur ársins, Sigurður Jónsson, ÍA, knattspyrnumaóur ársins, eiginkona Kristjáns Ágústssonar, Val, körfuknattleiks- manns ársins, Baldur Borgþórsson, KR, lyftingamaður ársins, Jóhannes Ævarsson, Ými, siglingamaöur ársins, Kristín Magnúsdóttir, TBR, badmintonmaöur ársins, Bjarni Ásg. Friöriksson, Ármanni, júdómaður ársins, Berglind Pétursdóttir, ásamt syni sínum og Jónasar Tryggvasonar, fimleikamanns ársins, en hún tók viö verölaunum Jónasar, Brynjar Kvaran, Stjörnunni, handknattleiksmaóur ársins, Carl J. Eiríksson, Skotfélagi Reykjavíkur, skotmaður ársins, Tryggvi Helgason, UMSK, sundmaður ársins, og Hreggviöur Jónsson, formaöur Skíöasambandsins, en hann tók viö viöurkenningu Nönnu Leifsdóttur, skíöamanns ársins. Á myndina vantar nokkra sem viöurkenningu hlutu: Nanna Leifsdóttir er erlendis á ssfinga- og keppnisferö meö landsliöinu, Jónas Tryggvason er viö nám í Sovétríkjunum, Einar Vilhjálmsson er vió nám í Bandaríkjunum og Kristján Ágústsson var aö leika þetta kvöld meö Val í úrvaisdeildinni. „ÉG HEF alltaf verið í íþróttum, handbolta og fleiru, og ég lít á vaxtarræktina sem nokkurs konar hjálpartæki," sagói Ár- sæll Hafsteinsson, en hann vinnur í Æfingastööinni auk þess sem hann stundar þar æf- ingar. „Þaö er gott fyrir alla aö prófa þetta, og ég tel æfingarnar til dæmis mjög góöar á undirbún- ingstímabili fyrir alla íþrótta- menn. En það er slæmt hve margir þjálfarar viröast vera á móti henni," sagði Ársæll. Hann sagöi aö menn þyrftu ekkert aö óttast — ef þeir teygöu vel á vöövum eftir æfingar væri allt í stakasta lagi. Þarf ekki mikla þolinmæði í vaxtarræktina? „Þaö tekur auövitaö dálítinn tíma aö finna mun á sér. Þaö er ekki eins og margir halda, aö þeir veröi aö tröllum um leiö og þeir koma inn í salinn. Aö þeir þurfi aö fara heim í öörum fötum en þeir komu í!l Menn fara aö sjá mun á sér eftir svona einn mánuö ef þeir æfa reglulega. Þaö er nóg aö æfa þrisvar í viku til aö byrja með og menn finna ótrúlega fljótt hve þeir veröa léttari á sér og frískari. En ég segi aö allt sé best í hófi. Hér eru engir sem keppa í vaxtarrækt — í þessari stöö er mest um trimmara." Ársæll sagöi líka aö þaö væri algengt aö ef menn sæju lítinn árangur eftir tveggja mánaöa æf- ingatíma þá hættu þeir. „Menn sem hafa kannski lítið sem ekk- ert hreyft sig i 10 til 15 árl" Hann sagöi aö líkams- og vaxtarræktin væri mjög krefj- andi, en menn yröu aö hafa gam- an aö þessu. Annars borgaði sig ekki aö leggja þetta á sig. „Þetta má ekki verða eins og skylda," sagöi hann. Fólk á öllum aldri sækir Æf- ingastööina aö sögn Ársæls, en mest er um fólk milli tvítugs og þrítugs. Yngst eru teknir sextán ára unglingar í æfingar. • Líkamsræktarstöövar eiga vaxandi vinsældum aó fagna enda er þaö gott fyrir hvern sem er aó geta gengió inn í næstu stöö og hafið æfingar af fullum krafti í fullkomnum tækjum undir stjórn læróra kennara. Hér eru svipmyndir úr Æfingastööinni við Engihjalla í Kópa- vogi. Menn verða ekki að tröllum um leið og þeir koma í salinn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.