Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 40
óoð
<@ull & &ilfur (J/f
LM’íiAVEC.I :y> KIA'KIWÍK S 20620
HOLLyWQOD
Opið
öll Rvöld
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Um 135 manns
sagt upp hjá BÚH
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
hefur sagt upp fólki í frystihúsi
sínu frá og með 27. desember,
en fólki var sagt upp kauptrygg-
ingu fostudaginn 16. desember.
Alls er um að ræða 135 manns,
sem að stærstum hluta til eru
konur.
Björn ólafsson, forstjóri
Bæjarútgerðar Hafnarfjarð-
ar sagði ástæður uppsagn-
anna vera mjög léleg afla-
brögð og aflasamsetningu. Þá
væri einn togari útgerðarinn-
ar af þremur í viðgerð og
dæmið gengi ekki upp nú með
hinum tveimur skipunum.
Aðspurður um hvænær hægt
yrði að endurráða fólkið,
sagðist Björn ekkert geta
fullyrt um það, tíminn yrði að
leiða það í ljós, en þeir vonuð-
ust til að það gæti orðið sem
allra fyrst á næsta ári.
Atvinnuleysisbætur:
91 milljón fyrstu
10 mánuði ársins
FYR8TU tíu mánuði ársins var
greidd samtals 91 milljón króna í at-
vinnuleysisbætur hérlendis. Það er
nær helmingi hærri upphæð en allt
árið í fyrra og á þessi tala þó eftir að
hækka talsvert tvo síðustu mánuði
ársins, því atvinnuleysi nær tvöfald-
aðist frá október til nóvember, skv.
upplýsingum sem blm. Morgunblaðs-
ins fékk hjá Eyjólfi Jónssyni, fram-
kvæmdastjóra atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs.
1 nóvember voru skráðir samtals
27.194 atvinnuleysisdagar en í
október voru atvinnuleysisdagar
14.667. Hver atvinnulaus einstakl-
ingur fær 500,08 krónur á dag í
atvinnuleysisbætur fimm daga
vikunnar og auk þess 20 krónur á
dag fyrir hvert barn undir 17 ára
aldri. Fullar bætur eru 10.835
krónur á mánuði og er þá miðað
við að sá atvinnulausi hafi unnið
a.m.k. 1700 stundir síðustu tólf
Landsvirkjun tek-
ur um 650 milljóna
króna lán í Sviss
LÁNSSAMNINGUR milli Lands-
virkjunar og Bank of America og
fleiri erlendra banka vegna láns til
Landsvirkjunar að fjárhæð 50 millj-
ónir svissneskra franka, eða um 650
milljónir íslenzkra króna var undir-
ritaður í Ziirich í gærdag.
Af hálfu Landsvirkjunar undir-
Tilskipun
iðnaðarráðherra:
Rita skal z
— og stóran staf í
iðnaðarráðuneyti
Iðnaðarráðherra hefur gefiö út
þá tilskipun í ráðuneyti sínu, að
öll hans bréf og skjöl skuli rituð
með z þar sem það á við, sam-
kvæmt stafsetningarreglum sem
áður giltu. Þá hefur ráðherrann og
tilkynnt, að skjöl ráðuneytisins
skuli hér eftir rituð með stórum
staf í iðnaðarráðuneyti.
Sverrir Hermannsson iðnað-
arráðherra segir m.a. í viðtali
við Mbl. í dag, að þannig skuli
þetta verða í hans bréfum og
hans ráðuneyti, hvað sem aðrar
reglur segi þar um. Þá segist
hann hafa tilbúna málamiðlun
um z-una, sem hann ætli að
leggja fyrir menntamálaráð-
herra bráðlega.
Sjá: „Þurfum að ryðja subbu-
skap út úr íslenzkri rétt-
ritun" á miðopnu.
rituðu samninginn þeir Davíð
Oddsson, borgarstjóri og stjórnar-
maður í Landsvirkjun, og Halldór
Jónatansson, forstjóri Landsvirkj-
unar.
Lánstími er 10 ár. Fyrstu 7 ár
lánstímans verða vextir 1,25% yf-
ir 7 ára millibankavöxtum í Sviss
eins og þeir verða við útborgun
lánsins eftir áramótin, en þeir eru
nú 6%. Síðan verða vextir endur-
skoðaðir fyrir síðustu 3 ár láns-
tímans. Verður lánsfénu varið til
að greiða upp eldri óhagstæðari
lán vegna virkjanaframkvæmda.
mánuði.
Lágmarksgreiðsla úr atvinnu-
leysistryggingasjóði er fjórðungur
fullra bóta, eða um 125 krónur, og
er þá miðað við 425 stunda vinnu
síðustu tólf mánuði á undan. Síðan
hækkar hlutfallið, allt eftir fjölda
vinnustunda, eða um 1% fyrir
hverjar sautján vinnustundir, að
sögn Eyjólfs Jónssonar.
Tölur um bótagreiðslur í nóv-
ember liggja ekki fyrir fyrr en eft-
ir helgina en Eyjólfur taldi víst, að
heildargreiðslur ársins færu yfir
100 milljónir króna og vísaði í því
sambandi í aukið atvinnuleysi
milli mánaða. Heildargreiðslur úr
atvinnuleysistryggingasjóði árið
1982 voru 49 milljónir króna.
Mikil ásókn í
greiðslukort
MIKIL ásókn hefur verið í greiðslu-
kort undanfariö samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem Morgunblaðið hefur afl-
að sér, en ura er að ræða Eurocard,
sem Kreditkort sf. er með, og síðan
VISA, sem VISA-ísland er með.
Korthafar hjá Eurocard eru tæp-
lega níu þúsund, en korthafar hjá
VISA eru hins vegar um fimm þús-
und. Hjá VISA-fsland fengust þær
upplýsingar, að afgreiðslufrestur á
kortunum væri nú allt að vika.
Ljósadýrðin I Reykjavík er mikil. Ragnar Axelsson tók þessa mynd yfir
höfuðborginni um sjöleytið í gærkveldi. Þetta er útsýni tii austurs eftir
Miklubraut og eru gatnamótin við Kringlumýrarbraut neðst á myndinni.
Aukin fjárveiting til K-byggingar Landspítala:
Hækkar úr 2,3
í 12 milljónir kr.
TEKJUR ríkisins munu nema á næsta
ári 17.894 milljónum króna, en gjöld
munu nema 18.270 milljónum, þannig
að rekstrarhalli ríkissjóðs á næsta ári
mun nema um 375 milljónum króna,
að því er fram kom í ræðu Lárusar
Jónssonar (S), formanns fjárveitinga-
nefndar, við 3. umræðu um fjárlaga-
frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem
fram fór í gær.
Varðandi hækkun á einstökum
liðum fjárlagafrumvarpsins má
nefna að ákveðið hefur verið að
hækka framlag til K-byggingar
Landspítalans um 9,7 milljónir kr.
og einnig hefur verið ákveðið að
Alþingi:
5 listamenn fá heið-
urslaun í fyrsta sinn
veita fé til kaupa á hjartaþræð-
ingartæki. Nemur fjárveitingin til
K-byggingarinnar nú 12,0 milljón-
um króna og sagði Lárus að með
þessari fjárveitingu væri bætt að-
staða til hjartarannsókna, sem
skref í þá átt að taka upp hjarta-
skurðlækningar. Fjárveitingin til
kaupa á hjartaþræðingartæki nem-
ur 16 milljónum króna.
Þá má nefna að framlag til bygg-
ingarsjóðs Þjóðarbókhlöðu hækkar
um 5 milljónir króna, úr 2 milljón-
um kr. í 7 milljónir kr., og einnig
má nefna að á vegum sjávarútvegs-
ráðuneytisins verður 5 milljónum
króna varið til nýs liðar sem nefnist
stjórnun fiskveiða.
Beinar breytingartillögur við 1.
og 2. umræðu um fjárlagafrum-
varpið hafa í för með sér hækkun
útgjalda um 330 milljónir króna.
í GÆRKVÖLDI mælti Halldór
Blöndal, formaður menntamála-
nefndar neðri deildar Alþingis, fyrir
sameiginlegu áliti menntamála-
nefnda beggja deilda þingsins, sem
felur í sér að 17 menn verði í heið-
urslaunaflokki listamanna á næsta
ári. Þrír listamenn sem voru í heið-
urslaunaflokki á síðastliðnu ári létust
á árinu og fimm ný nöfn eru á listan-
um. Það eru Jóhann Briem, listmál-
ari, Jón Nordal, tónskáld, Matthías
Johannessen, skáld, Hannes Péturs-
son, skáld, og Jón Helgason, skáld.
Eftirtaldir listamenn eru þá í
heiðurslaunaflokki Alþingis á ár-
inu 1984: Finnur Jónsson, listmál-
ari, Guðmundur Daníelsson, rithöf-
undur, Guðmundur G. Hagalín, rit-
höfundur, Halldór Laxness, rithöf-
undur, Hannes Pétursson, rithöf-
undur, Indriði G. Þorsteinsson, rit-
höfundur, Jóhann Briem, listmál-
ari, Jón Helgason, rithöfundur, Jón
Nordal, tónskáld, María Markan,
óperusöngvari, Matthías Johann-
essen, rithöfundur, Ólafur Jóhann
Sigurðsson, rithöfundur, Snorri
Hjartarson, rithöfundur, Stefán ís-
landi, óperusöngvari, Svavar
Guðnason, listmálari, Valur Gisla-
son, leikari og Þorvaldur Skúlason,
listmálari.
Þeir listamenn sem voru í heið-
urslaunaflokki Alþingis á síðast-
liðnu ári, en féliu frá á árinu, eru:
Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari,
Tómas Guðmundsson, rithöfundur,
og Kristmann Guðmundsson, rit-
höfundur.
dagar til jóla