Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 3 Framhaldsaðalfundur Stálfélagsins hf.: Nýir hluthafar verða stærstir SÆNSKA fyrirtækið Halmstads Járnvark AB er nú stærsti hluthafinn í Stálfélaginu hf. með um 1,7 milljón króna hluta- fé. Jarðvinnslufyrirtæki á Suðurnesjum er næst stærst og þar á eftir kemur Vatnsleysustrandarhreppur með 138 þúsund króna framlag. Gert er ráð fyrir, að þegar fram líði stundir verði Vatnsleysustrandarhreppur stærsti hluthafinn í félag- inu, skv. upplýsingum Sigtryggs Hallgrímssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins. Á framhaldsaðalfundi Stálfé- lagsins hf. sl. laugardag var sam- þykkt að kaupa notaða völsunar- verksmiðju af Halmstads Járn- várk AB. Kaupverðið er 5,5 millj- ónir sænskra króna, eða tæplega 20 milljónir íslenskra króna. Hálf milljón sænskra króna kemur inn sem hlutafé sænska fyrirtækisins. Reiknað er með, að kaupverð völs- unarverksmiðjunnar verði greitt út í hönd, skv. upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá einum aðalfundar- manna. Sænska verksmiðjan, Quarn- hammar Járnborg, verður starf- rækt í Halmstad í Svíþjóð þangað 63 lestir af Þingvalla- murtu soðn- ar niður Niðursuðuverksmiðjan Ora tók í haust á móti 63 lestum af svokall- aðri Þingvallamurtu. Var hún öll soðin niður og sett á markað í Bandaríkjunum, Englandi og hér heima. Að sögn Magnúsar Tryggvason- ar, framkvæmdastjóra Ora, er verðið fyrir murtuna viðunandi og salan gengur þokkalega. Murtu- veiðin stendur yfir frá því um miðjan september til miðs október og var árið í ár með betra móti, en í fyrra veiddust 53 lestir. Murtan er að venju smá, um 10 til 12 stykki í kílói. til í apríl á næsta ári, en þá verður hún tekin niður og flutt hingað til lands. Verksmiðjunni er ætlaður staður nærri Vogum í Vatns- leysustrandarhreppi. Kemur hreppurinn inn sem hluthafi, fyrst með því að gefa eftir byggingar- leyfisgjöld, sem í fyrsta umgang eru 138 þúsund krónur. Á aðalfundinum var ákveðið að auka hlutafé félagsins í 65 millj- ónir króna en innborgað hlutafé I dag er um fimm milljónir, eins og fram hefur komið í Morgunblað- inu. Heildarstofnkostnaður verk- smiðjunnar er áætlaður um 200 milljónir, þar af um helmingur við fyrsta áfanga hennar. Stálfélagið hf. hefur sótt um lán til Norræna fjárfestingabankans fyrir um helmingi þeirrar fjárhæðar. Um 120 manns voru á fundinum en hluthafar eru nærri átta hundruð. Ný stjórn félagsins var kosin. Hana skipa: Leifur ísaksson, sveitarstjóri Vatnsleysustrand- arhrepps, formaður; Leifur Hann- esson, varaformaður, Jón Magn- ússon, ritari, Sveinn Sæmundsson, gjaldkeri og meðstjórnandi er Göran Oberger, fulltrúi Halm- stads Járnvárk AB. Á aðalfundinum urðu talsverðar umræður um málefni félagsins, einkum þær deildir, sem nýlega urðu til að stjórnin kaus sér nýjan formann í stað Jóhanns Jakobs- sonar, efnaverkfræðings, sem hafði deilt við meirihluta stjórn- arinnar m.a. fyrir dagsetningu framhaldsaðalfundarins. Jóhann sagði I samtali við blm. Morgun- blaðsins að hann teldi fáheyrt ef ekki einstakt, að stór hluthafi, í þessu tilviki sænska fyrirtækið, kæmi inn í félagið án þess að ræða nokkru sinni við minnihluta stjórnar. Kanada samþykk- ir laxverndunar- samkomulagið KANADÍSKA ríkisstjórnin hefur nú þjóða. sUdfest alþjóðlega samkomulagið Samkomulagið er Kanada- um verndun lax í Norður-Atlants- mönnum mikilvægt, þar sem hafi. Þessi samþykkt, sem nú öðlast talsvert af kanadískum laxi er gildi, er árangur nokkurra ára veiddur meðan á göngu hans um samningaviðræðna við önnur grænlenzk hafsvæði stendur. Norður-Atlantshafslönd, sem rækU Kanadíska sjávarútvegsráðuneyt- og veiða lax. ið segir, að á síðasta ári hafi 1.077 Endanlegt samkomulag um lestir af laxi verið veiddar við þetta var undirritað í Reykjavík í vesturströnd Grænlands og áætl- janúar 1982 af 7 þátttökuþjóðum að sé að af því magni séu 45% af og hefur samkomulagið þegar ver- kanadískum uppruna. ið staðfest af Bandaríkiunum, Kanadíska sjávarútvegsráðu- Efnahafsbandalaginu, lslandi, neytið segir ennfremur, að tak- Noregi og Danmörku fyrir hönd mörkun þessi sé nauðsynleg til Færeyja. Aðeins Svíþjóð hefur verndunar kanadíska Atlants- enn ekki staðfest samkomulagið. hafslaxinum. Árið 1981 var verð- Kanada hefur bent á, að sam- mæti landaðs lax frá fiskimönn- komulagið viðurkenni að lönd, þar um um 7 milljónir dollara og séu sem laxinn er upprunninn og veiðar áhugaveiðimanna reiknað- hrygnir, eigi mestra hagsmuna að ar með nemur verðmæti um 27 gæta og beri mesta ábyrgðina á milljónum dollara. stofninum. Þar sem laxinn gangi Samtökin um verndun lax í mjög víða um höfin í fæðuleit og Norður-Atlantshafi, sem stofnuð uppvexti, áður en hann snýr að eru með samkomulaginu, munu nýju í árnar til hrygningar, sé al- hafa að aðalmarkmiði að vernda þjóðleg samvinna nauðsynleg til og styrkja laxastofninn við norð- að halda í lágmarki laxveiðum anvert Atlantshaf og hafa stjórn fiskimanna á hafsvæðum annarra á veiðum annarra bióða Itölsk hnífapörúr eðalstáli ítölsk hönnun og handverk. Hver hlutur er úr handslípuðu stáli, og hnífarnir eru þar að auki með sérhert stál og sög í hnífsblaðinu. ALESSI DRY fást hvort heldur er í lausu eða í settum. ítölsk gjafavara — þú gengur að gæðunum vísum. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartún 29 Sími 20640 ESPRESSO KAFFIKÖNNUR ÚR STÁLI STÁLKETILL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.