Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983
43
sinni á laugardegi. Þetta fanst
mér grunsamlega fljót afgreiðsla.
Mín reynsla var sú að tæprar viku
bið er eftir birtingu greina í því
blaði, ef hinn almenni borgari á
hlut að máli. Og lögreglumaðurinn
hafði líka fram að færa þann
„lögreglusannleik" að málefnið
sem Þorgeir „mun þó hafa ætlað
sér að fjalla um“ sé niðurkomið í
frétt á þlaðsíðu 13 í Morgunblað-
inu föstudaginn 9. desember.
Nú fór þessi kaldi lækur aftur
að seytla niðreftir bakinu á mér.
Hvað var hér á seyði?
Aðfaranótt mánudagsins svaf
ég fremur órólega og var því ekki
rétt vel fyrir kallaður undir kvöld-
mat þegar Hallur Hallsson blaða-
maður á Morgunblaðinu hringdi
til mín þeirra erinda að fá það
staðfest hjá mér að „lögreglusann-
leikurinn" væri réttur. Hann vildi
ekki gegna því (harður blaðamað-
ur) þegar ég neitaði að draga um-
ræðuna niðrá þetta plan: að
þjarka um aukaatriði en gleyma
meginefninu.
í stappi okkar um þetta fanst
mér hann vera ógn haldinn lög-
regluhugsunarhætti og þegar hon-
um varð það á að nota orðrétt
sömu setningarnar og Guðmundur
yfirlögregla hafði viðhaft þá brast
nú heldur á með skömmum af
minni hálfu.
Ég ásakaði hann beinlínis um
það að vera í snatti á vegum lög-
reglunnar.
Blaðamaðurinn sýndi æsing
mínum þolinmæði, sem betur fór,
sagðist löngu hafa verið búinn að
skrifa fréttina á blaðsíðu 13, gat
þess einnig að blaðamenn hérlend-
is létu aldrei lögregluna segja sér
fyrir verkum, síst þó af öllum þeir
Morgunblaðsmenn. Hvað sem
hann á nú við með því. Vona ég
sannarlega að hann fari með rétt
mál um þetta. Enda dró ég ásökun
mína til baka en hann sættist
fyrir sitt leyti á það sjónarmið
mitt að það væri ónauðsynlegt að
láta draga umræðuna niðrá vafa-
samara plan. Og slitum við því tali
mjög í góðu. Spurði hann mig
fyrst hvort ég vildi gefa yfirlýs-
ingu í málinu. Ég taldi það ónauð-
synlegt nema haldið yrði áfram að
dröslast með rangsnúnar lögreglu-
fullyrðingar mér til hnjóðs.
Kvaddi svo.
Og nú hefur það gerst sem gerir
það að verkum að ég verð að
herma loforðið uppá Hall og biðja
hann að birta þessa yfirlýsingu
mína. Þó ég telji klámhögg Einars
lögregluforingja í sjónvarpssal á
þriðjudagskvöldið með bærilegri
JUDki
StANCONNBnrlSegdu
•vwœsBONDQ0? I aklrei
aftur
J aldrei
íá.,'*"'
' — '.*i^**^• >'■«
höggum sem lögreglan hefur ekki
komið á mig, ef svo má segja, og
telji mig jafnréttan að minsta-
kosti eftir, þá er hinu ekki að
leyna að þetta upphlaup mannsins
er fjarskalega lærdómsríkt.
Því um hvað fjallar Lögreglu-
vandamálið? Jú — margir vilja nú
telja að lögreglan hafi komið of
mörgum höggum á hinn almenna
borgara, sekan eða saklausan.
Vandamálið er því fólgið í því að
höggin eru fleiri en góðu hófi
gegnir.
Af viðbrögðum lögreglumanna í
þessum málum má vel ráða að
þeim sé kent að lesa skáldsögur
Jóns Thoroddsen. Gróa á leiti
kemur víða fyrir í skrifum þeirra.
En hafa þeir líka verið að lesa
Grettlu? Úrræði þeirra sýnast
einkum vera í samræmi við það
sem þar stendur:
Svo skal böl bæta að bíða annað
meira.
Þetta er full dramatíst prinsíp
fyrir lögreglu heils bæjarfélags að
vinna eftir ef hún vill að farsæld
aukist með þegnunum og lögregl-
unni þarmeð.
Síðan á þriðjudag hafa margir
símað til mín það álit sitt að þátt-
ur lögreglunnar í sjónvarpinu hafi
verið einsog herfileg þjóðháttalýs-
ing handa eftirkomendum okkar
að skoða.
— Verst að þeir skyldu ekki
mæta einkennisbúnir í þáttinn,
sagði einhver við mig. Aðfarirnar
lýstu svo mætavel þeirri mynd
sem almenningur hlýtur óðum að
vera að gera sér af lögreglu í
sjálfsvörn: bolabrögð, falsanir,
lögbrot, hindurvitni, flaustur og
ráðleysi.
Svo mörg voru þau orð.
Helst vildi ég ekki þurfa að
fjasa lengi um hátterni svona
manna. Þó get ég ekki stilt mig
um að láta þess getið að glíma
þeirra við fluguna úr höfði ran-
sóknarlögreglunnar rifjar upp
fyrir mér gamla þjóðsögu, flestir
kannast, trúég, við söguna. Ég hef
tekið nafn hennar traustataki og
gert það að fyrirsögn þessarar
greinargerðar.
Hafi dómsmálaráðherra ekki
haft tíma til að sjá þessa uppá-
komu vildi ég mega benda honum
á það að þátturinn er til á segul-
bandi uppí sjónvarpi — ef hann
vill sjá næsta fullkomna lýsingu á
þvr sem fólk er nú farið að kalla
Lögregluvandamálið.
Ekkert sýnir í rauninni betur
hversu bráða nauðsyn ber til að
stofna óháða ransókn í málum
lögreglunnar svo þeir meiði sig
ekki lengur á því að „ransaka" þau
mál sem snerta sjálfsvitund
þeirra og barnalegt stolt.
Tilgangur þessarar umræðu
ætti að vera minni barsmíð en ekki
það að koma höggi á þá sem þorað
hafa að tala.
Hættum nú áflogunum og hug-
um að einsog tillaga mín var í
bréfinu til ráðherra.
Kannski væri best að fara jafn-
vel að tillögu gamansams náunga
sem hringdi í mig og sagði:
— Þorgeir, væri ekki bara reyn-
andi að setja klókan barnasál-
fræðing í þessi áflogamál lögregl-
unnar.
Gott væri ef lausnin væri svo
einföld og snjöll.
Með þökk fyrir birtinguna.
Þorgeir Þorgeirsson
Ps. Auðvitað fer ég ekki að kæra
Einar Bjarnason fyrir brot á Út-
varpslögum. Þvímiður er það víst
svo að lögreglumenn þurfa að hafa
hreina sakaskrá. Ég trúi því á
hinn bóginn að menn verði betri
lögregluþjónar af því að lenda
sjálfir í smávægilegum lögbrotum,
ef þau gerast ekki bakvið tjöldin.
Afbrotum í sjónvarpssa! tilað-
mynda. Og batnandi er manni best
að lifa.
1‘orgeir l>orgeirsson er rithöíund-
ur.
Þú svalar lestrarþörf dagsins^
áiíílum Moggans!
FORD ESCORT
Mest seldi bíll í heimi síðastliðin tvö ár
Eigum fyrirliggjandi nokkra Ford Escort 2ja dyra
árgerð 1983 á mjög góðu veröi, kr. 269.000 -
Eigum einnig hinn stórglæsilega sportbíl Escort
XR3i árgerö 1984.
Verð kr. 429.000.- (gengi 15/11 ’83).
Ford Escort — Þýskur gæöabíll
Sveinn Egilsson
SKEIFUNNI 17 — SIMI 85100
+
§ Herferð gegn
$ þreytu
ll gigt og streitu
Bolero - nuddtækið frá Hansgrohe segir þeim stríð á
hendur. Þú tengir tækið við blöndunartækin í sturtunni
eða við baðkarið, og tólf vatnsknúnar kúlur iða á
húðinni eins og fingur nuddarans. Það slaknar á
vöðvunum, þreytan líður burt, húðin endurnærist og
vellíðanin hríslast um líkamann.
Þetta er bylting í nuddtækjum - hvorki meira né minna.
Bolero - nuddtækið er jólagjöfin í ár - jafnt til
erfiðisvinnumannsins og kyrrsetumannsins.
BR BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. (H. BEN. HUSIÐ)