Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 17 Smyslov mætir Kasparov í úrslitunum Skák Margeir Pétursson ELLEFTU skákinni í einvígi þeirra Vassily Smyslovs og Zoltan Riblis lauk með jafntefli á laugardaginn og þurfti þá ekki að tefla frekar því Smyslov hafði hlotið sex og hálfan vinning gegn fjónim og hálfum vinn- ingi Riblis og tryggt sér sigur. Það verða því þeir Garry Kasparov, 20 ára, og Vassily Smyslov, 62ja ára, sem munu mætast í febrúarmánuði og tefla einvígi um það hvor fái rétt- inn til að skora á Anatoly Karpov, heimsmeistara í skák. Einvígi þeirra Kasparovs og Smyslovs mun fara fram í Sovétríkjunum, væntanlega í Moskvu. Eins og áður veittist Smyslov auðvelt að halda andstæðingi sín- um niðri i elleftu skákinni. Itíma- hraki lék Ribli síðan af sér og ef hann hefði ekki þegið jafnteflis- tilboð Smyslovs í 38. leik má heita öruggt að Smyslov hefði unnið skákina og farið þannig að dæmi Kasparovs, sem vann Korchnoi í elleftu skák þeirra, þó honum dygði jafntefli. Venjulega fylgir jafnteflistilboð með leik, en ^aðstaða Smyslovs var svo sterk að í stað þess að leika bauð hann jafntefli er klukkan gekk á hann. í stað þess að biðja um að fá að sjá næsta leik Smysl- ovs féllst Ribli á jafnteflistilboðið, enda ekkert að hafa í stöðunni fyrir hann. „Ég hef verið með í þessum sirk- us áður,“ sagði Smyslov áður en einvígið hófst og bætti við: „Ég lít á skákina sem list þar sem sköp- unargáfan fær að njóta sín, um- fram allt annað." Fáir bjuggust við að Smyslov myndi ganga með sigur af hólmi í þessari keppni, enda var hann jafnan sallaróleg- ur, öfugt við Ribli sem þoldi ekki taugaspennuna og tók oft rangar ákvarðanir á mikilvægum augna- blikum. Óbilandi rökvísi Smysl- ovs, sérstaklega í síðari hluta ein- vígisins, færði honum síðan verð- skuldaðan sigur. Skákmeistari á aldur við Smysl- ov hefur aldrei náð sambærilegum árangri í heimsmeistara- keppninni. Þessi einvígissigur hans er einnig mikilvægur að þvi leyti að hann fær sæti í næstu áskorendakeppni án þess að þurfa að tefla um það. Þeir Korchnoi og Ribli verða hins vegar að taka þátt í millisvæðamótunum 1985, en þá verður teflt um sex sæti í áskor- endakeppninni 1986. Ellefta skákin: Hvítt: Vassily Smyslov Svart: Zoltan Ribli Drottningarindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. c4 — b6 Ribli hefur ekki beitt þessari byrjun síðan í fyrstu skákinni sem hann tapaði. 4. Rc3 — Bb4, 5. Bd2 Hvassara er 5. Bg5 eða 5. Dc2, en Smyslov hefur enga ástæðu til að æsa sig. 5. — c5, 6. a3 — Bxc3, 7. Bxc3 — Bb7, 8. e3 — 04), 9. Bd3 — d6, 10. 04) — Rbd7, 11. De2 — Hc8, 12. Hfdl - cxd4 Annar möguleiki var 12. — Re4, 13. Hacl — f5, og svartur reynir að ná sóknarfærum á kóngsvæng. Að svo búnu vill Ribli þó ekki hætta sér út í slíkar aðgerðir. 13. exd4 — He8, 14. Hacl — Dc7, 15. b3 — a5,16. h3 — h6, 17. Bb2 — Db8, 18. De3 Smyslov hefur fundið nokkra rólega leiki sem bæta þó stöðuna. 18. — Bc6, 19. a4! — Hcd8, 20. Ba3 — Bb7, 21. Bbl — Rf8, 22. Rh2 — r enna- vinir Sautján ára japönsk stúlka með áhuga á íþróttum: Miuki Shigemura, 3172 Osumi-chyo so-gun, Kagoshima-ken, 899-87 Japan. Áramóta- fagnaður Lrfsnautnastefnuhóps Naustsins Lífsnautnastefnuhópur Naustsins ætlar aö sjálfsögöu aö leggja sitt af mörkum í efnahagserfiðleikum þjóöarinnar með því aö boröa og drekka „kreppuna" í hel eigi síöar en þegar í upphafi ársins. öfro Q9Í Skipstjórar borðanna hafi samband viö Ómar í Naustinu í síma 17759. R8h7, 23. Dg3 f5?! Re4, 24. De3 — Undir vénjulegum kringum- stæðum hefði Ribli auðvitað leikið 14. — Ref6, og endurtekið stöðuna. 25. f3 — Ref6 stöðumynd I 26. d5! Tætir í sundur svörtu peðastöð- una. 26. — Bc8, 27. dxe6 — Bxe6, 28. Dd3 — d5, 29. c5 — bxc5, 30. Hxc5 — Rg5, 31. Rfl — I)d6, 32. b4 — Rd7, 33. Hb5! Betra en 33. Hxa5 — Re5 og næst 34. — Rc4. 33. — Re5, 34. bxa5! Þó Smyslov sé ánægður með jafntefli setur hann sig þó ekki úr færi með að vinna peð. Einhver sagði að bezta ráðið til að ná jafn- tefli væri að tefla til vinnings! 34. — Dd7, 35. De2 — Bf7, 26. Df2 — d4? Svartur græðir að vísu ekkert á 36. - Rexf3+, 37. Khl - Re5, 38. Bxf5 en nú tapar hann manni. 37. f4 — Re4, 38. Bxe4 — Rg4, Hér var samið jafntefli, en eftir 39. hxg4 — fxe4, 40. De2 er hæpið að svartur hafi nægilegt spil fyrir manninn. Úrslit einvígisins: Smyslov Ui'h lh\'h\ Vt'h'h Vi = 6v. Ribli 01MMOViOMMVkM>4V&v. Nítján ára skozk stúlka, vinnur á ferðaskrifstofu og með áhuga á tónlist og ferðalögum: Shona Maxwell, 6 Lammenmoor, Caldenwood 20, East Kilbride, Glasgow G74 3SE, Skotland. Þrettán ára japönsk stúlka með áhuga á íþróttum auk þess sem hún safnar frímerkjum: Azusa Yamaguchi, 255 Tsunome Nabeshima-machi, Saga-shi Saga-ken, 840-01 Japan. Tölvudeild BRAGA v/Hlemm — Tölvudeild BRAGA v/Hlemm Tölvur eru framtiðin HEIMILISTÖLVUR Sinclair ZX Spectrum 48k .. 8.505.- Oric — 1 48 K .............. 8.845.- Spectr&video SV318 32k ... 11.885.- Spectravideo SV 328 80 k ... 17.798.- Commodore 64 64k ......... 14.700.- VIC-20 5 k .............. 6.950.- BBC 32 k ................. 25.698.- Dragon 32 k .............. 10.525.- Atari 400 16 k ............ 8.198.- Atari 800 48 k ........... 17.798.- Microbee 36 k með skjá ..... 19.886.- Coleco sjónvarpsspil (frábært) ... 14.920.- Tölvuskjár 12“ grænn ...... 7.970.- TÖLVUNA/MSKEIÐ EFTIR JÖL TÚLVUNAMSKEIÐ Við höfum samið um afslátt á tölvunámskeiðum fyrir alla sem kaupa heimilistölv- una sína hjá Braga 8 tímar hjá Tölvufræðslunni sf. kr. 1.950.- -afsl. kr. 500 = 1.450.- 16 tímar hjá Tölvufræðslunni sf. kr. 2.950.- -afsl. kr. 500 = 2.450.- Þú mætir með heimilistölvuna þína og þér er kennt að nota tölvuna og gera þín eigin forrit. TÚLVUNÁMSKEIÐ ER GÓÐ J0LAGJÖF Seld hja okkur m áranrot Að sjálfsögðu fá allir þeir sem keypt hafa heimilis- r tölvuna sína í Tölvudeild Braga frá því opnaði 1. sept. 500 kr. afslátt á tölvunámskeiðið. ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA HJÁ BRAGA! Mörg hundurð titlar af: Bókum — tímaritum — forritum og leikjum. Allt um tölvur. Mikið úrval af litlum leiktölvum frá kr. 895.- Sendum í póstkröfu KREOITKORT FUHOCAnt) Kreditkortaþjónusta Þaö er: VIT í ÞESSU Bókabúð Braga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.