Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983
Peninga-
markaðurinn
r
GENGISSKRANING
NR. 239 — 19. DESEMBER
1983
Kr. Kr. TolL
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
1 Dollir 28,730 28,810 28,320
1 SLpund 40,775 40,889 41,326
1 Kan. dollar 22,983 23,047 22,849
1 Dönsk kr. 2,8676 2,8756 2,8968
1 Norsk kr. 3,6894 3,6996 3,7643
1 Saen.sk kr. 3,5395 3,5493 3,5505
1 Fi. mark 4,8819 4,8955 4,8929
1 Fr.franki 3,3982 3,4077 3,4386
1 Belj. franki 0,5098 0,5112 0,5152
1 Sv. franki 13,0088 13,0451 12,9992
1 Holl. gjllini 9,2528 9,2786 9,3336
1 V-)>. mark 10,3885 10,4175 10,4589
1 ÍLlíra 0,01713 0,01718 0,01728
1 Austurr. sch. 1,4730 1,4771 1,4854
1 PorL eocudo 0,2167 0,2173 0,2195
1 Sp, peseti 0,1804 0,1809 0,1821
1 Jap. yen 0,12151 0,12184 0,12062
1 Irskt pund 32,221 32,310 32,511
SDR. (SérsL
dráttarr.) 15/12 29,7737 29,8568
1 Bels. franki 0,5019 0,5033
V V
Vextir: (ársvextir)
Frá og með 21. nóvember 1983
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóósbækur.................27,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1).30,0%
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mén. 1>... 32,0%
4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar...0,0%
5. Verðtryggðir 6 mán. reikningar. 1,0%
6. Ávisana- og hlaupareikningar... 15,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæður í dollurum....... 7,0%
b. innstæöur i sterlingspundum.. 7,0%
c. innstæður í v-þýzkum mörkum... 4,0%
d. innstæöur i dönskum krónum.... 7,0%
1) Vextir færöir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
HÁMARKSVEXTIR
(Verðbótaþáttur í sviga)
1. Víxlar, torvextir..... (22,5%) 28,0%
2. Hlaupareikningar ..... (23,0%) 28,0%
3. Afurðalán, endurseljanleg (23,5%) 27,0%
4. Skuldabréf ........... (28,5%) 33,0%
5. Visitölubundin skuldabréf:
a. Linstími minnst 6 mán. 2,0%
b. Lánstími minnst 2% ár 2£%
c. Lánstími minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextir á mán...........4,0%
Lífeyrissjóðslán:
Ltfeyrissjóður starfsmanna rfkisina:
Lánsupphæð er nú 260 þúsund ný-
krónur og er lániö vísitölubundiö með
lánskjaravisitölu, en ársvextlr eru 2%.
Lánstimi er allt aö 25 ár, en getur verlö
skemmri, óski lántakandl þess, og eins
ef eign sú, sem veð er f er Iftilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstfmann.
LHeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæð er nú eftir 3ja ára aölld aö
lífeyrissjóönum 120.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár
bætast við lánið 10.000 nýkrónur, unz
sjóðsfélagi hefur náö 5 ára aöild aö
sjóönum. Á tímabilinu frá 5 tll 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfl-
legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á
hverjum ársfjóröungl, en eftir 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæöln oröln
300.000 nýkrónur. Eftlr 10 ára aöild
bætast viö 2.500 nýkrónur fyrir hvern
ársfjóröung sem liður. Þvi er f raun ekk-
ert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstimlnn er 10 tll 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánekjaravfeitala fyrlr nóvember
1983 er 821 stig og fyrir desember 1983
836 stig, er þá miöaö vlö vísltöluna 100
1. júní 1979.
Byggingavísitala fyrlr október—des-
ember er 149 stig og er þá miöaö vlð
100 í desember 1982.
Handhafaskuldabréf f fasteigna-
viðskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
4
Sterkurog
hagkvæmur
auglýsingamióill!
Rás 2 kl. 17.00:
}| Útvarp kl. 20:
Frístund
- unglingaþáttur í umsjá Eövarðs Ingólfssonar
Þátturinn heitir „Frí-
stund" og er einskonar
unglingaþáttur," sagði
Eðvarð Ingólfsson í spjalli
við Mbl. í gær, en þáttur
hans er á dagskrá á hverj-
um þriðjudegi á milli
klukkan 17 og 18.
Aðspurður um ástæðu þess að
hann væri ávallt með unglinga-
þætti í útvarpi, en ekki einhverja
aðra tegund þátta, sagði Eðvarð
að ástæðan kynni að liggja í því
að hann hafi skrifað sína fyrstu
bók, „Gegnum bernskumúrinn",
er hann var sjálfur unglingur.
„Bókin kom út þegar ég var 19
ára, en ég skrifaði hana áður,
hún fjallaði um unglinga samfé-
lagsins. Ætli ég hafi ekki bara
alltaf haft áhuga á þessum ald-
urshópi," segir hann.
Unglingarnir taki þátt
Við vindum okkur aftur í um-
ræðuefnið upphaflega, sem var
þátturinn „Frístund", sem verð-
ur á Rás 2 klukkan 17. Eðvarð
segir að 12 ára gömul stúlka,
Drífa Magnúsdóttir, verði að-
stoðarþulur í þættinum. „í fram-
tíðinni," segir hann, „er ætlunin
að unglingarnir sjálfir taki
meiri eða minni þátt í gerð þátt-
anna. Ætlunin er að gefa sem
flestum kost á að koma hér fram
og ég held að allir, sem það gera,
geti haft af því bæði gagn og
gaman."
Ástrós Gunnarsdóttir, sem
hafnaði í 4. sæti í heimsmeist-
arakeppninni í diskódansi, sem
haldin var í síðasta mánuði,
kemur í heimsókn í „Frístund-
ina“ og svo koma, að sögn Eð-
varðs, fjórir fulltrúar úr Rétt-
arholtsskóla, sem kynna fjögur
vinsælustu lögin í skólanum sín-
um. „Svo verður eitthvað spjall-
að um jólin,“ sagði hann.
Eins og snjóbolti
„Fyrir þremur árum var mér
boðið að taka að mér unglinga-
þátt I útvarpinu, þetta var fyrir
tilviljun. Svo hefur þetta hlaðið
. 'pmmkw.-' i
Ástrós Gunnarsdóttir verður með-
al gesta í „Frístund" á rás 2 í dag.
svona utan á sig eins og snjó-
bolti, því þættirnir verða alltaf
fleiri og fleiri. Það myndast
ákveðin sambönd við svona
þáttagerð og það gefur auga leið,
að þau sambönd hjálpa manni."
Aðspurður um „mottó" sagðist
Eðvarð leggja áherslu á að höfða
til sem flestra. „Ég reyni að
miða við að foreldrar, afar og
ömmur geti hlýtt á þennan þátt.
Ég vil reyna að forðast einangr-
un unglinga. Ég vil að hinir full-
orðnu hlusti líka á það sem ungl-
ingarnir hafa fram að færa.
Ætli „mottóið" hjá mér sé ekki
bara að hafa þættina skemmti-
lega og áheyrilega, ha?“ Og með
þessum orðum kvöddum við Eð-
varð Ingólfsson, hinn tuttugu og
þriggja ára gamla umsjónar-
mann unglingaþáttarins „Frí-
stund".
Tordýfillinn flýgur
f næstsfðasta sinn
„Hinn heilagi tordýfill“ nefnist ell-
efti og næstsíðasti hluti fram-
haldslcikritsins „Tordýfillinn flýg-
ur í rökkrinu“.
Hjá leiklistardeild útvarpsins
fengust þessar upplýsingar um
efni síðasta þáttar:
Krakkarnir komust að því að
egypska styttan hafði einhvern-
tíma verið söguð í sundur og
annar helmingur hennar verið
festur á stóra stigastólpann í
dagstofunni á Selandersetrinu.
Frú Jörgensen hafði látið Mugg
losa styttuna frá stólpanum og
mála hann grænan. I ljós kom að
náunginn á bláa Peugeot-bílnum
hafði líka komist á slóðina og
fundið styttuhelminginn.
Davíð hafði samband við Har-
ald ritstjóra Smálandapóstsins,
sem þegar lét lögregluna vita.
En þegar lögreglan upplýsti að
bílstjórinn stundaði ólögleg
forngripaviðskipti og hún hafði
fundið báða styttuhelmingana á
forngripasölu í Gautaborg og
Smálandapósturinn var kominn
í prentun með nýja rosafrétt á
forsíðu, höfðu krakkarnir komist
að því að hin nýfundna egypska
stytta var eftirlíking.
Og þá ættu menn að geta fylgt
söguþræðinum í kvöld, en leik-
ritið hefst klukkan 20.
Sjónvarp kl. 21.05:
Derrick
Derrick, þýski rannsóknarlögregluforinginn verdur í skjánum í kvöld
klukkan 21.05. Þessi þáttur nefnist „Tvfleikur“ og væntanlega leysir
Derrick morðgátu, eins og hans er von og vfsa.
Útvarp Reykjavík
w
ÞRIÐJUDKGUR
20. desember
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Á virkum degi. 7.25 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. endurt. þáttur
Erlings Sigurðssonar frá kvöld-
inu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð-
urfregnir. Morgunorð: — Jón
Ormur llalldórsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Bráðum koma blcssuð jólin."
llmsjónarmenn: Guðlaug María
Bjarnadóttir og Jóun Sigurðar-
dóttir.
9.20 Tilkynpingar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Man ég það sem löngu
|eið.“ Ragnheiður Viggósdóttir
sér um þáttinn.
11.15 Við Pollinn. Ingimar Eydal
velur og kynnir létta tónlist
(RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
SlDDEGID
14.00 A bókamarkaðinum. Andrés
Björnsson sér um lestur úr nýj-
um bókum. Kynnir: Dóra Ingva-
dóttir.
14.30 IJpptaktur — Guðmundur
Benediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. „La
Salle“-kvartettinn leikur
Strengjakvartett op. 28 eftir
Anton Webern og Lýriska svítu
eftir Alban Berg / „Borodin“-
kvartettinn leikur Strengja-
kvartett nr. 7 í fís-moll eftir
Dmitri Sjostakovitsj.
17.10 Síðdegisvakan.
18.00 Af stað með Tryggva Jak-
obssyni.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
KVÖLDIÐ
20.00 Barna- og unglingaleikrit:
„Tordýfíllinn flýgur í rökkrinu“
eftir Mariu Gripe og Kay Poll-
ak. Þýðandi: Olga Guðrún
Árnadóttir. 11. þáttur „Hinn
heilagi tordýfíll.“ Leikstjóri:
Stefán Baldursson. Leikendur.
Ragnheiður Elfa Arnardóttir,
Aðalsteinn Bergdal, Guðrún S.
Gísladóttir, Jóhann Sigurðar-
son, Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, Valur Gíslason, Sigríður
Hagalín, Erla Skúladóttir, Pét-
ur Einarsson og Jórunn Sigurð-
ardóttir.
20.40 Kvöldvaka
a. Almennt spjall urn þjóðfræði.
Jón Hnefíll Aðalsteinsson tekur
saman og flytur.
b. Vetrarvísur. Félagar úr
Kvæðamannafélaginu Iðnunni
kveða vísur eftir félagsmenn.
Umsjón: Helga Ágústsdóttir.
21.15 Skákþáttur. Stjórnandi: Jón
Þ. Þór.
21.40 Útvarpssagan: „Laundóttir
hreppstjórans" eftir Þórunni
Elfu Magnúsdóttur. Höfundur
les (9).
22.00
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Á léttum nótum. Sinfóní-
ettu-hljómsveit austurríska út-
varpsins leikur; Peter Guth stj.
Gestur kvöldsins er Stephan
Grappelli.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
mi
ÞRIÐJUDAGUR
20. desember
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.45 Bogi og Logi
Pólskur tciknimyndaflokkur.
21.05 Derrick
. Tvfleikur
Þýskur sakamálamyndaflokk-
ur. Þýðandi Veturliði Guðna-
son.
22.15 Þingsjá
Umsjónarmaður
Jónsson.
23.10 Dagskrárlok
Ingvi Hrafn