Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983
Hvað er í bikarnum,
eitur eða móðurmjólk?
Rætt við Gunnar B. Kvaran um listaverk Ásmundar Sveinssonar, Konu með bikar
Ásmundarsafn — lislasafn Ás-
mundar Sveinssonar myndhöggvara
— hefur látið gera afsteypu af einu
verka listamannsins, og eru hin 200
tölusettu eintök til sölu nú fyrir jól-
in. Blaðamaður hitti af þessu tilefni
Gunnar B. Kvaran listfraðing, for-
stöðumann Ásmundarsafns, að máli
og bað hann að segja lítillega frá
verkinu, „Konu með bikar“, og því
hvers vegna það var valið til fjölföld-
unar nú.
Myndin gerð árið 1933
„Til að svara þessari spurningu,
hvers vegna Kona með bikar varð
fyrir valinu, þurfum við að rifja
upp sögu Ásmundar sem lista-
manns," sagði Gunnar. „Ásmund-
ur ólst upp í sveit í Dölunum, en
kom hingað til Reykjavíkur árið
1915. Hann stundar um skeið nám
í myndskurði hjá Ríkharði Jóns-
syni, eða í fjögur ár. Á þessum
tíma er Reykjavík aðeins smábær,
og hér var mjög lítið um raun-
verulega list. Þórarinn B. Þorláks-
son er þó teiknikennari við Iðn-
skólann og fólk vissi af Ásgrími
Jónssyni og einhverja hugmynd
hafði fólk um Thorvaldsen og síð-
ar Einar Jónsson myndhöggvara,
en þar með var líka allt upp talið
af þessu tagi.
Frá Reykjavík fer Ásmundur
svo til Kaupmannahafnar og dvel-
ur þar í eitt ár og þar kynnist
hann þegar nokkrum lista-
mönnum og leggur leið sína í lista-
söfn, þar sem bókstaflega opnast
fyrir honum nýr heimur. Hann er
26 ára að aldri þegar hann fer frá
Reykjavík, nær ósnortinn af list-
inni, en kemur svo til Kaup-
mannahafnar þar sem allt listalíf
stóð í blóma og tengdist öllum
helstu listastraumum Evrópu á
Barnapakki
kr.
4.
Racer 100/130 cm 1.795
Maya-skór 26—30 1.195
Stafir 259
Bindingar frá 978
Unglingapakki
kr.
4.996
Racer-skíöi 140/170 cm 2.360
Junior-skór 32—36 1.399
Stafir 259
Bindingar frá 978
Fyrir fullorðna
kr. 6.979
Cup Star
175/190 cm 3.750
Stefan-skór frá 1.777
Bindingar frá 1.022
Stafir 430
Póstsendum
Gönguskíðapakki
kr. 3.780
Touring VM
Skór
Bindingar
Stafir
1.995
1.170
220
395
mmSI
Ármúla 38 — sími 83555
Opid til kl. 20 þriðjudag og
miðvíkudag og til kl. 22 fimmtudag
SPORTBÚÐIN
KBEDITKORT
E 5S S!
I tunocAPo , «BiaæB^3ia!llglg g|gj |
Ásmundur Sveinsson rayndhöggvari
þessum tíma. — Þetta hefur því að
sjálfsögðu mikil áhrif á Ásmund,
og hann bókstaflega gleypir allt í
sig sem hann sér, og talsverður
tími líður uns hann finnur sjálfan
sig og tekur að skapa myndir í
persónulegum stíl, að námi loknu.
En það er einmitt á þeim tíma,
sem hann er að byrja að móta
hinn sterka og persónulega stíl
sinn, sem hann gerir myndina
Kona með bikar, myndin getur því
talist eitt af tímamótaverkum
listamannsins, og þess vegna var
hún valin nú. — Verði framhald á
útgáfu verka Ásmundar er því
eðlilegt að tekin verði fyrir önnur
tímabil á listferli hans, en þetta er
að minnsta kosti byrjunin. Konu
með bikar gerði Ásmundur árið
1933.“
var að því er virðist alltaf með
einhvern boðskap í huga við verk
sín. Við vitum um hugmyndir
Tians að baki mörgum myndanna,
meðal annars í gegnum samtöl
hans í bók Matthíasar Johannes-
sen, og það sem listamaðurinn
segir þar gefur okkur bæði leyfi og
tilefni til að geta í eyðurnar þegar
um er að ræða verk, og við ekki
þekkjum bakgrunninn."
Hvað er í bikarnum?
— Það vekur þá spurningu um
Konu með bikar, hver er konan og
hvað er í bikarnum?
„Já, það er rétt, að ekki er hægt
að njóta þessa listaverks, án þess
að hugleiða hvað að baki búi, þótt
vissulega standi verkið sem lista-
Gunnar B. Kvaran
Stfllinn alltaf sá sami
— Þú segir að á þessum tíma
hafi Ásmundur verið að móta sinn
persónulega stíl. Margir kynnu að
halda að Ásmundur hafi um
ævina tileinkað sér marga „stíla“
svo fjölbreytileg sem listaverk
hans eru.
„Já, það kynnu margir að álíta,
en þó er það svo að mjög mikið
samræmi og samhengi er í list
Ásmundar, og þó hann breyti oft
um myndskrift þá er formið hið
sama, og er gegnumgangandi í
verkum hans, hvort heldur hann
er að fást við mannslíkamann ein-
an sér, eða verk á borð við Höfuð-
lausn eða Helreiðina.
Þá er einnig nauðsynlegt — vilji
fólk skilja listaverk Ásmundar —
að hafa í huga að listamaðurinn
verk alveg án allra útskýringa. —
En margar skýringar hafa komið
fram um það hvað verkið tákni, og
hvað í bikarnum sé. Því hefur til
dæmis verið haldið fram að konan
sé af hinu illa í þessu tilviki og
beri bikar með eitri, og þess vegna
sé eins og hún feli hann á bak við
sig eða reyni að leynast með hann.
— Þetta þykir mér þó ekki líkleg
skýring, vegna þess að j)ess finn-
ast hvergi merki í list Ásmundar,
að konan sé í þvílíku hlutverki.
Miklu fremur er um móðurmynd
að ræða, hún gæti því borið lífs-
bikarinn við brjóst sér og er þá að
vernda hann fremur en að fela
hann.“
— Hefur konan alltaf sömu
merkingu í list Ásmundar?
Um 10% minna
vörumagn um
Reykjavíkurhöfn
TEKJUÁÆTLANIR Reykjavík-
urhafnar gera ráð fyrir um 10%
samdrætti í vörumagni, en 5%
samdrætti í skipakomum á næsta
ári. Þessar upplýsingar komu fram
í ræðu Davíðs Oddssonar, borgar-
stjóra, við umræður um fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar sl.
fimmtudag.
Davíð sagði að Reykjavíkur-
höfn miðaði tekjur sínar við að
gjaldskrá þróist í samræmi við
breytingar á byggingarvísitölu á
árinu, svo að 6,6% hækkun, sem
ekki fékkst 1. nóvember, fáist
bætt 1. febrúar nk.
Heildarrekstrartekjur hafn-
arsjóðs eru áætlaðar 128,7 millj-
ónir króna, sem er um 30%
hækkun frá áætlaðri útkomu yf-
irstandandi árs.
Metsölublad á hveijum degi!