Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1983 5 Jörundur Pálsson listmálari við verk sín í Ásmundarsal. Þar sýnir hann 50 vatnslitamyndir af Esjunni. Sýningin er sölusýning, og stendur til 22. desember. Esjan breytir um lit og lögun á korters fresti - segir Jörundur Pálsson listmálari, sem þessa dagana sýnir í Ásmundarsal „Ég hef dálæti á Esjunni eins og sést á myndum mínum, og ég hef líklega málað milli 300 og 400 Esjumyndir, og ég hef aldrei haldið málverkasýningu á öörum málverkum en Esjumyndum," sagði Jörundur Pálsson listmálari og arkitckt í spjalli við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Jörundur sýnir þessa dagana í Ásmundarsal við Freyjugötu, og nefnir hann sýningu sína „50 Esjumyndir“. Þetta er sjöunda einkasýn- ing Jörundar, en að auki hefur hann tekið þátt í samsýningum í Kanada og hér heima. Esjan breytist á korters fresti „Nei, það er ekki einhæft að fást við að mála Esjuna, og enn síður tilbreytingarlaust," sagði Jörundur, „því sannleikurinn er sá, að Esjan er afar merkilegt fjall. Ég sé Esjuna út um glugg- ann heima hjá mér, og ég hef virt hana fyrir mér frá ótal sjónar- hornum. Fyrst og fremst er hún merkileg fyrir þá sök, að hún breytist á korters fresti, breytir bæði lit og lögun, og svo hækkar hún og lækkar á vixl að auki! Fjallið er því óþrjótandi upp- spretta fyrir myndlistarmann, maður sér alltaf eitthvað nýtt og nýtt, þessi furðulegu litbrigði. Ég hef ekki séð slíkt í öðrum fjöllum, þetta hlýtur að vera vegna þess hvernig hún liggur við sólskini og vindum. — Ég hef einsett mér að halda áfram að mála Esjuna uns ég hef fyrir því fjallgrimma vissu, að ég hafi málað svo góða mynd af henni að ég geti ekki gert betur!" — Og þú fullyrðir að þetta sé hvorki þráhyggja hjá þér, né til- raun til að komast í heimsmeta- bækur? „Já, en hitt er svo annað mál, að mér vitanlega hefur enginn mál- ari málað Esjuna eins oft og ég, og ég veit ekki um neinn íslenskan listmálara sem hefur fengist eins mikið við sama mótíf og ég í þess- um dúr. — En þetta er hins vegar þekkt erlendis, líkt og var með danska málarann Host, sem ætl- aði að draga sig úr skarkala heimsins, með því að setjast að á Borgundarhólmi. Þar bjó hann svo í þrjátlu ár og málaöi alltaf sömu hlöðuna og varð heimsfræg- ur af!“ Þar var engin Esja — Er einhver árstími öðrum skemmtilegri í Esjunni, og hefur þú sérstakt dálæti á einhverju sérstöku sjónarhorni fjallsins? „Skemmtilegast finnst mér að mála Esjuna í vetrarbúningi, þótt vissulega sé hún einnig falleg á sumrin. Sjónarhornin hins vegar eru mörg og flest skemmtileg, ég nefndi að ég sé fjallið út um gluggann heima, þá fer ég oft út á Seltjarnarnes, upp í Mosfellssveit eða eitthvað annað og mála þar. Eitt sin fór ég svo upp að Móum á Kjalarnesi til að sjá fjallið í nýju Ijósi, en þar varð ég fyrir miklum vonbrigðum, því þegar þangað kom var enga Ésju að sjá. Það var ekkert varið f fjallið þar upp frá. — Hjá Teiti á Móum sá ég á hinn bóginn mjög skemmtilega mynd eftir Kjarval, sem hann hafði nefnt „Esjan bakdyramegin". — Það hvarflar að manni að þú teljir Esjuna hálf heilagt fjall, eins og sums staðar er raunin á um þekkt fjöll, Snæfellsjökul og fleiri? J4ei, ég tel Esjuna ekki heilagt, þó mikill helgidómur sé oft að horfa á fjallið. — en hún er merkileg eins og ég sagði fyrr.og eitt sinn kom meira að segja ung- ur maður á sýningu hjá mér, sem sagðist vera doktor í Esjunni. Ég hélt nú fyrst að hann væri örlftið bilaður, en svo kom f ljós að þetta var jarðfræðingur, sem ritað hafði doktorsritgerð um Esjuna úti í Þýskalandi. — Þú getur rétt fmyndað þér, hvort við áttum ekki ánægjulegar samræður." — Nú ert þú fæddur og uppal- inn í Hrísey, kominn af Hákarla- Jörundi, væri ekki nærtækara að fást við einhver fjöll í Eyjafirði, Kaldbak til dæmis? „Jú, fyrst þú nefnir það, það hefur mér raunar dottið i hug. Ég fór meira að segja gagngert norð- ur á Hjalteyri þessara erinda, en þar á sonur minn sumarbústað. — En tímann sem ég var þarna var bara alltaf þoka og rigning, svo ekkert sást til Kaldbaks, svo ég sat bara og málaði Esjuna. — Já, Esjan, hún er merkilegt fjall.!“ — Anders Hansen. Sýning Jörundar Pálssonar nú er öðrum þræði haldin í tilefni þess að hann er sjötugur í dag, 20. desember. Tekur listamaðurinn á móti gestum f dag í Ásmundarsal milli klukkan 17 og 19. Hagkaup sækir um rekstr- arstyrk fyrir barnaheimili VERSLUNIN llagkaup hf. hefur frá því 1975 rekið barnaheimili að Höfða- bakka 9 fyrir starfsmenn á sauma- stofu fyrirtækisins og hafa þessi árin verið þar allt að tuttugu börn. Að sögn Magnúsar Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Hagkaups, er rekstur barna- heimilisins fjárfrekur og hefur fyrir- tækið sótt um rekstrarstyrk frá Reykjavíkurborg. Umsóknin er nú komin til umfjöllunar Félagsmálaráðs og verður hún afgreidd á milli jóla og nýars. Áður hefur Hagkaup sótt þrisvar sinnum um rekstrarstyrk frá borg- inni en fengið synjun við þeim um- sóknum. Sagði Magnús Ólafsson enfremur að rekstur barnaheimilis- ins myndi að öllu líkindum verða lagður niður ef rekstrarstyrkurinn fengist ekki nú. Varðandi fjárhagsaðstoð Reykja- víkurborgar við barnaheimilisrekst- ur tiltekinna hópa gilda þær reglur að á heimilinu sé fóstrumenntaður starfskraftur og að þar séu einungis TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis í gær. Fyrirhugað er að tvö selji í dag og eitt á morgun og lýkur þar með siglingum fiskiskipa fyrir jól- in. Þorri SU seldi 45,6 lestir í Grimsby. Heildarverð var 1.074.400 börn sem eiga lögheimili sitt í Reykjavík. Varðandi Hagkaup hefur þar starfað fóstra frá upphafi, þar til í haust, og sagði Magnús að önn- ur fóstra yrði ráðin til starfsins ef styrkurinn fengist, auk þess sem hann sagði að á börnin á heimilinu ættu öll lögheimili sitt í Reykjavík. krónur, meðalverð 23,57. Aflinn var að mestu þorskur. Þá seldi Dalborg EA 111,8 lestir í Grimsby. Heildar- verð var 3.577.400 krónur, meðal- verð 32,01. Aflinn var aðallega koli, en einnig nokkuð af þorski og ýsu. Tveir seldu erlendis í gær w ISLAHDSICITAÐ UM AILAN HHM Jsland er einnig erlendis," segir Matthías. í þessu úrvali íerðasagna íer hann með okkur um Skaftaíellssýslu, Dali og Djúp, Austíirði og Óddðahraun, Bandaríkin og Norður- og Suður-Evrópu. Matthías er hinn besti leiðsögumaður, íundvís d menningarverðmœti og kryddar íerðasögur sínar skemmtilegum hugdettum og léttum ljóðum. Sameiginlegt einkenni rispanna er írjdlsrœði stilsins, léttleiki ___ og gamansemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.