Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
^sýnar
Ba\í,S\ng«
■
Hotelin þrjú sem heimsreisufarar gistu,
þóttu frábær, en þó hvert með sínu sniði
A efstu myndinni er Hotel Mandarin í
Singapore, í miðið er Hilton-hótelið í
Bangkok og neðst er Nusa Dua Beach
Hotel á Balí, sem 5 þúsund manns
byggðu á 3 árum.
Borobudur-musterið a Mið-Jövu, stærsta búddamusteri i heimi.
Tuttugu daga
Wm.
Wu
Austurlandaævintýri
126 manna hóps
Að morgni dags þann 4. nóvember sl. kom saman á Keflavíkurflug-
velli 126 manna hópur, sem átti eftir að deila saman miklu ævintýri
næstu 20 dagana. Fjórða heimsreisa Útsýnar var um það bil að
hefjast og nú var ferðinni heitið til Indónesíu, nánar tiltekið Bangkok, Balí
og Singapore. Fyrri heimsreisur voru til Kenýa árið 1982, Brasilíu árið þar á
undan, en upphafsferðin, og sú sem hleypti skriðunni af stað, var 25 ára
afmælisferð Utsýnar til Mexíkó árið 1979.
aÞað er engu líkara
en heimsreisur séu
vanabindandi, því
það eru glettilega
margir sem hafa
farið í tvær, þrjár
eða jafnvel allar af
þeim fjórum sem
hafa staðið til boða.
Og sýna engin
merki þess að láta
deigan síga í framtíðinni, en auðvit-
að er þegar farið að vinna að undir-
búningi fimmtu heimsreisunnar,
sem verður til Egyptalands í októ-
ber nk. Og þeim til huggunar, sem
fýsir að sækja heim Austurlönd
fjær á árinu, er rétt að nefna, að
stefnt er að annarri ferð til Indó-
nesíu í nóvember nk., ef þátttaka
verður næg.
En hér er það heimsreisa númer
fjögur sem er til umræðu. í ferðinni
voru fjórir fararstjórar Ctsýnar,
forstjórinn Ingólfur Guðbrandsson,
Pétur Björnsson, Svavar Lárusson
og Kristín Aðalsteinsdóttir. Morg-
unblaðið fékk Kristínu Aðalsteins-
dóttur til að lýsa ferðalaginu í stór-
um dráttum því helsta sem fyrir
augu bar, auk þess að krydda frá-
sögnina með nokkurri fræðslu um
þessa fjarlægu staði:
Sólarhring til Bangkok
„Það leið um það bil sólarhringur
frá því að við stigum um borð í
flugvélina á Keflavíkurflugvelli þar
Danslistin er þróuð í Austurlöndum
fjær, en á jjessari mynd dansa tvær
Balístúlkur táknrænan dans.
til komið var inn á hótel í Bang-
kok,“ hóf Kristín frásögn sína.
„Fyrst flugum við til Amsterdam,
þar sem við skiptum um vél og fór-
um um borð í Boeing 747 frá Indó-
nesíuflugfélaginu Garuda, sem svo
heitir eftir fuglinum sem flutti guð-
inn Vishnu. Við milliientum tvisvar
til að taka eldsneyti, i París og Abu
Dhabi, en lentum loks í Bangkok
snemma á laugardagsmorgni þann
fimmta nóvember.
í Bangkok gistum við í glænýju
Hilton-hóteli, ólýsanlegum ævin-
týraheimi með risastórum garði í
kring, þar sem bæði var ræktaður
og ósnortinn gróður. Þarna var allt
til alls og þjónustan í senn
áreynslulaus og elskuleg. Það var
nú lítið gert þennan fyrsta dag.
Menn voru þreyttir eftir ferðalagið
og notuðu daginn til að slappa af og
safna kröftum í herbergjum sínum
eða sundlaug hótelsins. En um
kvöldið borðuðum við saman
thailenskan kvöldverð og horfðum á
þjóðdansa.
Fljótandi markaðurinn og
hof smaragðsbúddhans
Daginn eftir var farið í kynnis-
ferð til Fljótandi markaðarins f
Mamnern Saduak, suðvestur af
Bangkok og í Rósagarðinn við Nak-
orn Chaisri-ána. Fljótandi markað-
urinn er stórt verslunarsvæði þar
sem sala fer fram úr litlum bátum
sem lóna á síkjunum. Rósagarður-
inn er hins vegar eins konar úti-
leikhús, þar sem ýmiss konar starf-
semi fer fram, dansar, skylmingar,
giftingar, vigsla munka og fleira og
fleira.
Þann sjöunda nóvember fórum
við síðan í kynnisferð um Bangkok.
Bangkok er höfuðborg Thailands og
stendur á bökkum Chao Phya-ár-
innar, lífæðar landsins. Þetta er
borg andstæðnanna, þarna ægir
„Ekki má gleyma
nuddkonunum“
Rætt við hjónin Colin Porter og Heklu Smith
„Þetta var eitt ævintýri út í gegn. Við höfum ferðast víða við hjónin, fórum
meðal annars í heimsreisuna til Mexíkó, en þetta er það ævintýralegasta sem
við höfum komist í kynni við,“ sögðu þau Colin Porter og Hekla Smith, yfir
sig ánægð með ferðalagið. En hvað var svona ævintýralegt?
„Nánast allt,“ var svarað um
hæl, ^fólkið, lifnaðarhættirnir,
fornminjarnar, fegurðin og kyrrð-
in, útsýnið yfir pálmatrén og haf-
ið, og svo framvegis. Þetta var allt
svo framandi og ólikt því sem við
höfum áður séð. En það sem okkur
fannst kannski einna skemmtileg-
ast að sjá voru minjarnar í Bangk-
ok, konungshallirnar og muster-
in.“
„Já, og ekki má gleyma hótelun-
um,“ segir Hekla, „þau voru sér-
stakur kapítuli út af fyrir sig. Það
lá við að ef maður bleytti á sér
hárið kæmi hárþurrka æðandi út
úr veggnum!
Svo er fólk að segja við mann,
Hekla Smith og Ingólfur Guðbrandsson