Morgunblaðið - 15.02.1984, Page 20

Morgunblaðið - 15.02.1984, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 Þessi mynd var tekin af vígsluþegum í dómkirkjunni í Lundi strax eftir athöfnina. Biskupinn yfir Lundarstifti, Per Olof Ahren, stendur fyrir miðju með hirðisstafinn. Cecil Haraldsson er í efri röð lengst til vinstri á myndinni. íslendingur vígður til prests í Dóm- kirkjunni í Lundi Sunnudaginn 22. janúar sl. var íslendingur, Cecil Haraldsson, vígður til prests í dómkirkjunni í Lundi ásamt 8 öðrum guðfræðing- um. Auk þeirra var ein díakonissa vígð til starfa í söfnuði. Vígsluna framdi biskupinn í Lundarstifti, Per Olof Ahren. Séra Cecil Haraldsson Það er að vísu langt um liðið síðan Jón biskup helgi hlaut vígslu sína í Lundi og lítið eftir af þeirri kirkju sem þá stóð nema grunnur og nokkrir steinar í neðstu hleðsl- unum. Gamlir steinar á erlendri grund geyma hér þó sögu íslands í nútíð og fortíð enda byggt á bjargi. Lundur var eitt sinn mið- stöð erkibiskupsdæmis þess sem ísland tilheyrði, en er nú áfanga- staður margra íslenskra náms- manna. Cecil Haraldsson hóf guðfræði- nám sitt hér við guðfræðideild Háskólans í Lundi árið 1976 og lauk prófi árið 1980. Hann hefur síðan stundað framhaldsnám í Nýjatestamentisfræðum en auk þess unnið sem óvígður aðstoðar- maður í ýmsum söfnuðum hér í nágrenni Lundar. Hann er fæddur í Stykkishólmi 1943 og sonur hjón- anna Haralds ísieifssonar fiski- matsmanns og Kristínar Cecils- dóttur. Cecil lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1962 og starfaði síðan sem kennari en var um skeið blaðamaður hjá Alþýðublaðinu. Cecil hefur tekið þátt í hinum fjölbreytilegustu fé- lagsstörfum, var formaður Sam- bands ungra jafnaðarmanna (SUJ) 1972—73 og í framkvæmda- stjórn Alþýðuflokksins 1972—74. Hann er auk þess þekktur bridge- spilari bæði heima og hér í Lundi. Cecil hefur verið virkur þátttak- andi í félagsmálum stúdenta hér í Lundi og setið í ráðgjafarnefnd Lundarhrepps varðandi málefni innflytjenda. í stuttu viðtali við fréttaritara Morgunblaðsins sagði Cecil að hann hefði fyrst 10 ára gamall starfað sem meðhjálpari við barnamessur hjá sr. Sigurði heitn- um Lárussyni í Stykkishólmi. Tók hann síðar við sem fullgildur með- hjálpari við kirkjuna og starfaði með sr. Sigurði mörg ár og einnig með sr. Hjalta Guðmundssyni, nú dómkirkjupresti í Reykjavík. Cecil vígðist nú sem prestur til Burlöv- safnaðar sem er um 14 þúsund manna prestakall nálægt Malmö. Hann er ráðinn þangað sem past- oratsadjunkt og starfar með þremur öðrum prestum sem þjóna því kalli. Cecil er kvæntur Ólínu Torfa- dóttur hagfræðingi, en hún starf- ar sem deildarstjóri við sjúkra- húsið í Lundi. Þau eiga tvö börn, Kristínu og Harald. Pétur Pétursson Toot Thilemans með tónleika f kvöld Belgíski munnhörpusnillingur- inn Toots Thilemans leikur í kvöld á tónleikum á vegum Jazzvakn- ingar í Gamla Bíói. Thilemans er einhver kunnasti munnhörpuleik- ari jazzins og kemur í kvöld fram ásamt þeim Guðmundi Ingólfs- syni, píanóleikara, Árna Scheving, bassaleikara, og Guðmundi Stein- grímssyni, trommuleikara. Thilemans er nú 62 ára gamall, en lætur engan bilbug á sér finna. Hann byrjaði að fitla við harmon- íku aðeins þriggja ára gamall og náði fljótt ótrúlegri leikni á hljóð- færið. Sautján ára gamall sneri hann sér að munnhörpunni og þremur árum síðar lagði hann til atlögu við gítarinn. Belgar hafa átt hvern jazz-istann öðrum fremri á það hljóðfæri og nægir þar aðeins að nefna Django Reinhardt og hinn unga Philip Catherine. Fyrir um þremur áratugum lék Thilemans í hljómsveit Benny Goodmans og síðar með George Shearing. Eftir það lék hann á eig- in vegum og gerir enn. Thilemans hefur komið við sögu í kvikmynda- tónlist og má nefna að bæði Quincy Jones og Jaco Pastorius senda jafnan eftir honum þegar blása þarf í munnhörpu. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Harðnandi barátta síkha á Indlandi VOLDUG hreyfing síkha í Punjab á Indlandi berst fyrir auknu stjórn- mála- og trúfrelsi og hefur sýnt mátt sinn með víðtæku verkfalli. Önnur mótmæli eru fyrirhuguð til að leggja áherzlu á nýja kröfu þess efnis að síkhar verði flokkaðir sem sérstakur trúfiokkur, en ekki hindískur sértrúarfiokkur. Síðan ókyrrðin í Punjab hófst 4. ágúst 1982 hafa um 200.000 síkhar verið handteknir og 24 voru skotnir til bana í bardögum við lögreglu í apríl I fyrra. Til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar hafa öfgamenn síkha staðið fyrir hryðjuverka- herferð, sem hefur kostað a.m.k. 250 mannslíf. Blaðamenn, stjórnmálamenn og lögreglumenn hafa verið helztu skotmörkin. Eitt fórnar- lambið var háttsettur lögreglu- foringi, sem var myrtur um há- bjartan dag á tröppum Gullna musterisins, mesta helgidóms síkha, í Amritsar. Annar lög- regluforingi, sem var ákærður fyrir að pynta síkha en sýknað- ur, var skotinn til bana fyrir framan hús sitt. Mörg skemmdarverk hafa ver- ið unnin, t.d. hafa járnbrautar- lestir verið settar út af sporinu. Bankarán hafa verið framin. Öfgamenn hafa staðið fyrir mörgum sprengjuárásum og m.a. rænt þremur indverskum flugvélum og neytt flugstjórana til að fljúga til Pakistans. Flokkur herskárra síkha, Ak- ali Dal, hefur sett fram 44 kröf- ur og stjórn frú Indira Gandhi forsætisráðherra hefur gengið að þeim flestum. En stjórnin vill ekki samþykkja tvær mikilvæg- ar kröfur: að borgin Chandigarh, sem er undir stjórn alríkis- stjórnarinnar, verði sameinuð Punjab (hún er nú sameiginleg höfuðborg Punjabs og Haryana) og Punjab fái meira af vatni úr tveimur fljótum. Aðrar kröfur síkha eru m.a. þær að þeir vilja að Amritsar verði lýst helg borg og gerð að höfuðborg Punjabs, að sérstök lög gildi fyrir Síkha eins og Hindúa og múhameðstrúar- menn, að Punjab-fylki verði stækkað og nái til svæða í nær- liggjandi fylkjum, þar sem fólk talar Punjab-mál, og síðast en ekki sízt að Punjab fái sjálf- stjórn eins og Kasmír. Frú Gandhi hefur gengið að nokkrum trúarlegum kröfum síkha, m.a. þeim að indverska ríkisútvarpið útvarpi sálmasöng frá Gullna musterinu, að sala á áfengi, tóbaki og kjöti skuli bönnuð í grennd við musterið og að síkhar megi bera níu þuml- unga rýtinga sína, „kirpana", í flugvélum. Undirrót ólgunnar er ótti síkha, sem eru þekktir fyrir „túrbani" sína og hermennsku- fortíð um að glata sérkennum sínum og „drukkna í hindúahaf- inu“. Síkhar á Indlandi eru tíu milljónir og búa flestir f Punjab, þar sem þeir eru um 55% íbú- anna, sem eru 15 milljónir. Síkhar líta stórt á sig og þreytast aldrei á að segja að 60% hveitiframleiðslu Indverja og 50% hrísgrjónaframleiðsl- unnar koma frá Punjab. Þeir segja hindúa mergsjúga Punjab og kvarta yfir „hindískri heims- veldisstefnu". Punjab er ekki aðeins korn- forðabúr Indlands, umhverfis borgir fylkisins er blómlegur iðnaður. Frú Gandhi hefur því þurft að fara með gát. Vegna ólgunnar hefur verulega dregið úr fjárfestingum í Punjab. Frú Gandhi sakar Pakistana um að hjálpa öfgasinnuðum síkhum. Víst þykir að nokkur vopn, sem Bandaríkjamenn senda afghönskum uppreisnar- mönnum, hafi borizt til Punjab um Pakistan. Miklar vopna- birgðir eru í víggirtum landa- mærabæjum og smygl á vopnum og eiturlyfjum stendur með blóma. Vandi stjórnarinnar hefur aukizt við það að nokkrir rót- tækir forystumenn síkha berjast fyrir stofnun sjálfstæðs síkha- ríkis, Khalistans. Leiðtogi Akali Dal, Sant (heilagur) Harchand Singh Longowal, þykir þó yfir- leitt hófsamur. Hann hefur sagt að það sé ekki ætlunin að segja Punjab úr lögum við Indland. Hann telur kröfur síkha sann- gjarnar. Stjórnin hefur mestar áhyggj- ur af því að Gullna musterið sé notað sem vopnabúr, griðastaður og vinnustaður hryðjuverka- manna og aðskilnaðarsinna. Lögreglan fer aldrei inn í must- erið, sem er á eins konar bann- svæði, og síkharnir í musterinu hóta blóðbaði, ef hún verður við mörgum kröfum árás á það. „Ef lögreglan sækir inn í Gullna musterið verður það dimmasti dagurinn í sögu Indlands," sagði síkhaleiðtogi nýlega. Áhrifamikill prestur og síkha- leiðtogi, Sant Jarnail Singh Bhindranwale, býr í Gullna musterinu og víkur aldrei þaðan. Hann er 37 ára gamall og kallar sig dýrling. Hann er alltaf vopn- aður skammbyssu og með hon- um eru 100 vopnaðir lífverðir. Hann gegnir engri opinberri stöðu, en hefur aflað sér mikils fylgis, einkum meðal ungs fólks, með róttækri stefnu og kröfum um harðari aðgerðir. Stuðnings- mönnum hans er kennt um hryðjuverkin og hann stendur í nánum tengslum við morðsveit- irnar. Sjálfur segir hann: „Byss- an er minn Guð.“ Indversk blöð kalla Bhindraw- ale „ayatollah", eða erkiklerk síkha. Hann hefur einnig verið kallaður „Khomeini Punjabs" og er sagður minna á Rasputin. Honum hefur verið stefnt sjö sinnum fyrir að halda æsinga- ræður. Hann hefur neitað að for- dæma morð á lögreglumönnum. „Það er bjargföst sannfæring okkar að við verðum að hrifsa til okkar réttindi," segir hann. „Við erum þrælar og viljum losna úr þrældómsfjötrum." Bhindranwale kveðst ekki andvígur hindúum, segist aðeins styðja kröfur Akali Dal. „Við hötum þá ekki, þeir hata okkur," segir hann. „Þetta er hindúa- stjórn. Er frú Gandhi ekki hindúi?" Slík einföld rök falla í góðan jarðveg. Ekki er vitað hve mikilla áhrifa Bhindranwale nýtur með- al fyrrverandi liðsforingja síkha, sem hafa þjálfað „fórnarsveitir" unglinga í leynibúðum í rúmt ár. Þrátt fyrir áhrif Bhindranwale hefur Longowal sagt að hann hafi undirtökin í Akali Dali og njóti stuðnings Bhindranwale. Þingkosningar fara fram á Indlandi í árslok og frú Gandhi er sökuð um takmarkaðan áhuga á lausn síkhamálsins, þar sem hún vilji auka fylgi sitt meðal hindúa í Púnjab. Kongressflokk- urinn hefur tapað í nokkrum fylkiskosningum, en ótti við að- skilnaðarstefnu síkha mun auka fylgi hans. Hindúar telja að enginn geti veitt þeim vernd gegn hryðju- verkum síkha nema frú Gandhi og festa hennar í málinu hefur mælzt vel fyrir í nágrannafylkj- um Punjabs. Frú Gandhi neitaði lengi að ræða á ný við herskáa síkha og stjórnarandstöðuna fyrr en lög- um og reglu hefði verið komið á. En skömmu fyrir verkfallið á dögunum kvaðst hún fús til nýrra viðræðna og því boði var tekið. óvíst er um árangur. Frú Gandhi sagði nýlega að afstaða Akali Dal breyttist í hvert sinn sem nýjar viðræður hæfust. „Nýjar kröfur eru bornar fram þegar gengið hefur verið að gömlum," sagði hún. Ef báðir aðilar slaka ekki til fljótlega getur bilið milli síkha og hindúa breikkað. Hætta leik- ur á því að hindúar hefni sín á síkhum og við taki hálfgert borgarastríð eins og í Assam á sfnum tíma. Jarnail Singh Bhindranwale (til vinstri) vinnur eið að því að hann muni deyja fyrir málstað síkha ef nauðsynlegt reynist. Harchand Singh Long- ewal (í miðju), forseti Akali-fiokksins, las honum eiðstafinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.