Morgunblaðið - 15.02.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
25
Benóný náði jöfnu gegn Balashov
HVÍLÍK spenna — hvflíkar skákir
og hvflík byrjun fyrir íslenzku skák-
mennina á 11. Reykjavíkurskákmót-
inu, sem hófst á Hótel Loftleiðum í
gær. Sævar Bjarnason á þvf sem
næst unna biðskák gegn sovéska
skákjöfrinum Efim Geller, hin
aldna kempa Benóný Benediktsson
gerði jafntefli við sovéska stórmeist-
arann Yuri Balashov, Róbert Harð-
arson tefldi í fyrsta sinn við stór-
meistara og vann eftirminnilegan
sigur á Hans Ree, Ágúst Karlsson
telfdi ■ fyrsta sinn við erlendan al-
þjóðlegan meistara og sigraði Mac-
Cambridge, Friðrik Olafsson sneri
skemmtilega á V-Þjóðverjann Mey-
er í miklu tímahraki og vann, Karl
Þorsteins vakti upp drottningu gegn
bandaríska stórmeistaranum Larry
Christiansen en varð að sætta sig
við jafntefli. Já — fyrsta umferðin
var eftirminnileg og stórkostleg úr-
slit litu dagsins Ijós. Urslit, sem gefa
fögur fyrirheit um framhaldið og
undirstrika þann mikla framgang
sem er í íslenzku skáklífi.
Skákmenn settust niður klukk-
an fimm. Gunnar Gunnarsson,
forseti Skáksambands íslands,
flutti ræðu og Davíð Oddsson
borgarstjóri fylgdi í kjölfarið og
lék síðan fyrsta leikinn í viður-
eign Friðriks Ólafssonar og Mey-
ers — að sjálfsögðu lék Davíð
drottningarpeðinu fram, til d—4.
Sextán stórmeistarar hófu taflið,
fjölmargir alþjóðlegir meistarar
og titillausir skákmenn, sem
binda vonir sínar við góða
frammistöðu og ef til vill titil.
þegar líða tók á kvöldið fóru
óvænt úrslit að líta dagsins ljós.
Fyrstur til að ríða á vaðið var
Róbert Harðarson, sem tefldi við
hollenska stórmeistarann Hans
Ree og vann glæsilega. „Þetta var
stórkostlegt. 1 fyrsta sinn sem ég
sest að borði gegn stórmeistara —
og árangurinn fór fram úr mínum
björtustu vonum. Ree beitti
franskri vörn og ég náði óstöðv-
andi sókn,“ sagði Róbert Harðar-
son í samtali við blaðamann Mbl.
„Ég tefldi á síðasta Reykjavík-
urskákmóti, en náði aldrei svo
langt upp töfluna að fá tækifæri
til þess að tefla við stórmeistara,"
bætti hann við þar sem hann fór
yfir skákina ásamt Ree. „Hann
tefldi vel — vitneskjan um stór-
meistaratign mína hefur ef til vill
gefið honum byr undir báða
vængi," sagði Ree.
„Ætli ég verði ekki skotinn á
bólakaf í næstu umferð, en
ánægjulegur sigur — stórkostlegt
að vinna erlendan alþjóðlegan
meistara í fyrstu tilraun," sagði
Ágúst Karlsson frá Hafnarfirði
eftir sigur sinn yfir MacCam-
bridge.
En Benóný Benediktsson lét sér
hvergi bregða eftir jafnteflið gegn
Balashov. „Þetta var ekki mjög
erfið skák — hann virtist mjög
hissa þegar ég lék peð g—4; en
hann tefldi byrjunina vel, en náði
ekki að fylgja því eftir. Svo
gleymdi ég að ýta á klukkuna einu
sinni, það var slæmt. Annars er
það verst hvað mér er illt í augun-
um, ég þreytist mjög og hef bara
hálfa sjón á hægra auga,“ sagði
Benóný sem enn kemur á óvart —
66 ára gamall.
Benóný Benediktsson itti hug
og hjörtu áhorfenda á Reykjavík-
urskákmótinu í gærkvöldi. Hann
mætti sovézka stórmeistaranum
Juri Balashov í fyrstu umferð og
beitti einu af sínum frægu heima-
brugguðu afbrigðum. Rússinn fékk
líka yfirburðastöðu og á stundum
var ekki laust við að hann kímdi
að frumlegri taflmennsku Benón-
ýs. En skömmu síðar var honum
ekki hlátur í huga. Öllum að óvör-
um náði gamla kempan gagnsókn
og þó Balashov sæti með sveittan
skallann yfir stöðunni tókst hon-
um ekki að finna vörn við þráskák-
um Benónýs.
Þetta er engu minna afrek hjá
Benóný en þegar hann náði jafn-
tefli við Rússana Taimanov og
Ilivitzky á Reykjavíkurmóti
1957. Um þær skákir er talað
enn í dag og væntanlega verður
þessi ótrúlega jafnteflisskák
hans við Balashov lengi í minn-
um höfð. Balashov tefldi síðast í
sóvézka Ólympíuliðinu árið 1980
og er aðalaðstoðarmaður Karp-
ovs heimsmeistara.
Hvítt: Juri Balashov.
Svart: Benóný Benediktsson.
Spænskur leikur.
1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5
— Df6, 4. c3 — g5?!
Benóný er ófeiminn við að
brjóta lögmálin. Balashov tekur
þetta heimabrugg hans föstum
tökum og nær yfirburðastöðu.
5. d4 — h6, 6. Bxc6 — Dxc6, 7.
Rd2 — exd4, 8. Rxd4 — Dg6, 9.
0-0 — Be7,10. Hel — Rf6, 11. Rf3
— 0-0, 12. Rf5 — Bd8, 13. h4 —
d6, 14. hxg5 — hxg5, 15. Bxg5 —
Bxf5, 16. exf5 — Dxf5, 17. Dd4 —
Kg7, 18. He3 — c5!?
Benóný reynir að blása lífi í
dapurlega stöðuna með peðsfórn.
19. Dxd6 — Rg4, 20. Bxd8 —
Rxe3, 21. Be7 — Rg4, 22. Bxf8 —
Hxf8, 23. Hel?
Mun betra var 23. Hdl — Hh8,
24. Dd5 og hvítur hefur peði
meira og ætti að vinna.
23. — Hh8, 24. De7 — Hh5!
d • f g h
Dæmigerður Benónýleikur
sem hótar 25. — Dh7 óþyrmi-
lega. Ef nú 25. De4?? þá Hhl—!,
26. Kxhl — Rxf2, og svartur
vinnur. Balashov leikur eina
leiknum í stöðunni.
25. He4 - Hhl +!, 26. Kxhl -
Rxf2+, 27. Kgl — Rxe4, 28. Dxb7
— Df4!, 29. Dd5 — De3+, 30. Kh2
og Balashov bauð jafntefli sem
Benóný þáði.
Efim Geller, Sovétmeistarinn
fyrrverandi, lenti í kröppum
dansi gegn Sævari Bjarnasyni,
Seinni hluti skákarinnar tefld-
ist þannig:
Svart: Efim Geller
Hvítt: Sævar Bjarnason
28x5! — Db5?
Nauðsynlegt var 28. — Dc7.
Nú lendir svarta drottningin í
kröggum.
29. Hbl — Hed8, 30. Bf3!
Svartur á nú ekkert viðunandi
svar við hótuninni 31. Be2 og
verður því að láta riddara af
hendi fyrir tvö peð.
30. — Rxc5, 31. bxc5 — Dxc5, 32.
Re4 — Da7, 33. Hal — Db8.
Hér urðu báðir að leika því
sem hendi var næst, en Geller
var þó í sýnu meira tímahraki en
Sævar.
34. Db2 - Hd3, 35. Hxd3 —
Hxd3, 36. Kg2 — g5!, 37. Be2 —
Hd7, 38. Rg3 - Rg6, 39. Rh5 -
b5, 40. Kgl — b4, 41. Bf3! — c5?,
42. Ha8 — Hdl+, 43. Kh2 —
Dxa8, 44. Bxa8 — bxc3, 45. Dxc3
— Rxe5, 46. Kg2 — Bd6, 47. Dc2
— Hd4, 48. Db2 — Hb4
1 þessari stöðu fór skákin í bið
og Sævar lék biðleik.
1- umferð:
Sævar Bjarnason: E. Geller. Bið.
L. Christansen: Karl Þorsteins. V6 — Vt
Balashov: Benóný Benediktsson. Vi — Vt.
Byrne: J. Hector. 1—0.
Alburt: Elvar Guðmundson. 1—0.
Chandler: Taylor. Bið.
Dan Hansson: DeFirmian. 0—1.
K. Burger: Jón L. Árnason. xk — xk.
Friðrik ólafsson: H. Meyer. 1—0.
M. Nykopp: T. Wedberg. Bið.
Róbert Harðarson: H. Ree. 1—0.
Bragi Kristj.ss.: Guðm. Sigurj.ss. 0—1.
Ágúst Karlsson: V. McCambridge. 1—0.
Leifur Jósteinss.: Margeir Péturss. 0—1.
S. Reshevsky: Magnús Sólmundars.. 1—0.
Ásgeir Þ. Árnason: P. Ostermeyer. Bið.
M. Knezevié: Guðmundur Halldórss. 1—0.
Bragi Halldórsson: L. Shamkovoch. Bið.
Helgi Ólafsson: Þröstur Bergmann. 1—0.
K. Gielemann: H. Schússler. 0—1.
L. Schneider: Arnór Björnsson. Bið.
King: Hilmar Karlsson. Bið.
Har. Haraldss.: Jóhann Hjartarss. 0—1.
Gylfi Þórhallsson: Pia Cramling. Bið.
A. Ornstein: Benedikt Jónasson. Bið.
C. Höi: Björgvin Jónsson. Bið.
V. Zaltsmann: Halldór G. Einarss. 1—0.
Pálmi Péturss.: Haukur Angantýss. 1—0.
E. Lobron: Lárus Jóhannesson. 1—0.
Andri Áss Grétarsson: Gutman. Bið.
Eftir fund samningamanna með starfsmönnum í álverinu í gær:
Straumlækkunin er eins
og rýtingur í bak okkar
— sagði einn samninganefndarmanna
„ÁSTANDIÐ er ekki alveg eðlilegt í verksmiðjunni, svo við segjum ekki
meira,“ sagði Eyjólfur Bjarnason, einn samninganefndarmanna og trúnaöar-
maður í álverinu í Straumsvík, er Morgunblaðsmenn litu þar inn í gær að
loknum fundi trúnaðarmanna og samninganefndar með starfsmönnum á
vaktaskiptunum.
þeim, eins og starfsmenn sögðu að
væri að byrja að gerast víða í
kerskála 2, þar sem straumur hef-
ur verið minnkaður.
Eyjólfur Bjarnason (til vinstri) í stjórnstöð álversins í gær: Ástandið er alveg
eðlilegt, svo við segjum ekki meira ...
Framkvæmdastjórn ISALs:
Minnkun straums frestað
eins lengi og unnt var
„Hvernig á enda annað að vera
þegar rýtingur er rekinn í bak
okkar þegar verið er að ganga frá
samkomulagi milli okkar og fram-
kvæmdastjórnarinnar um bónus-
inn?“ bætti hann við.
Eyjólfur skýrði það svo, að með
því að lækka strauminn í verk-
smiðjuna úr 103 kílóamperum í 99
á mánudag og 96 í gær, væri verið
að „eyðileggja samkomulagið um
„ál-hvatann“ eins og þeir hafa
kallað það. Á samningafundi að-
faranótt mánudagsins gerðu þeir
okkur tilboð um 3% launahækkun
og var ekkert tiltekið um lengd
samningsins. Við svöruðum því
tiltölulega fljótlega með boði um
7,5% kauphækkun. Þeim fundi
lauk um kl. 4 um nóttina án þess
að nýtt svar hefði komið frá við-
semjendum okkar," sagði hann.
„Nýr fundur hófst klukkan 10
morguninn eftir og þar sátu menn
og biðu fram eftir degi án þess að
nokkuð gerðist. Þá var skyndilega
gert boð eftir einum okkar manna
— og erindið reyndist ekki vera
samningstilboð heldur ósk um að
við veittum undanþágu til að láta
vinna ákveðin verk á verksmiðju-
svæðinu. f leiðinni var honum til-
kynnt, að búið væri að lækka
strauminn úr 103 kílóamperum í
99. Síðan ekki söguna meir og í
dag er búið að lækka frekar í 96.
Þetta er málið, eins og það var
lagt fyrir starfsmenn hér í dag og
þetta er staðan. Og hafi ein-
hverntíma verið samstaða hér og
einhugur í mönnum, þá er það eft-
ir þessar síðustu aðgerðir, sem við
metum sem eyðileggingu á sam-
komulaginu um bónusinn," sagði
Eyjólfur Bjarnason.
Hann sagði að eftir tíu daga
ætti að vera búið að lækka
strauminn eins mikið og óhætt
væri og þá gætu menn gengið út
skv. samningi um framkvæmd
verkfalla. „Þá verður undirbún-
ingi stöðvunar framleiðslunnar
lokið og kerunum verður lokað,"
sagði hann.
Annar starfsmaður, sem Morg-
unblaðsmenn ræddu við í álverinu,
sagði menn þar almennt meta
stöðuna svo, að atburðir mánu-
dagsins hefðu verið skref aftur á
bak í samningaviðræðunum.
„Menn munu standa saman hér og
láta sér í léttu rúmi liggja þótt við
missum bónusinn við að straum-
urinn er lækkaður," sagði hann.
„Við verðum nokkurn tíma að
vinna þann bónus upp aftur en það
skiptir ekki máli, við viljum semja
á heiðarlegan hátt, ekki svona."
Þessa dagana er verið að jafna
álið í kerunum, færa á milli þeirra
eins og unnt er, svo ekki „frjósi" í
Framkvæmdastjórn íslenska
álfélagsins dreifði í gær orð-
sendingu til allra starfsmanna
fyrirtækisins og var málefnið,
að ákveðið var í fyrradag að
minnka straum í kerskála
vegna verkfalls starfsmann-
anna. Orðsendingin er svohljóð-
andi:
„Áður en verkfall hófst
gerðu fulltrúar ÍSAL full-
trúum verkalýðsfélaganna
grein fyrir því, að þeirra ósk,
hvernig ÍSAL hygðist beita
ákvæðum greinar 8.3.1, sem
fjallar um leiðir til að forða
frá tjóni á framleiðslutækj-
um. Fulltrúum verkalýðsfé-
laganna var sagt, að ÍSAL
hygðist lækka samstiga ál-
hæð í kerunum og rafstraum-
inn til þeirra. Yrði allur fjög-
urra vikna fresturinn notaður
til þess.
Samkvæmt þessu var fyrir-
hugað að taka frá byrjun
verkfalls meira ál úr kerun-
um en nam framleiðslu. Sam-
kvæmt .áætlunum átti að
byrja að minnka straum hinn
10. febrúar; það var á föstu-
daginn var. Vegna þess
árangurs, sem náðist í við-
ræðum aðfaranótt föstudags
var ákveðið að fresta
straumminnkun, enda töldu
menn þá, að heildarsam-
komulag væri í augsýn og til
stöðvunar kæmi ekki.
í gær, mánudaginn 13.
febrúar, voru samninga-
nefndir boðaðar á fund kl.
10.00. Af ýmsum ástæðum,
sem fulltrúar ÍSAL gátu eng-
in áhrif haft á, hittust full-
trúar deiluaðila ekki fyrr en
kl. 16.08. Á þeim fundi varð
ljóst, að samkomulag væri
ekki nærri og alls óljóst,
hvort það myndi nást. Eftir
fundinn, sem lauk um kl.
16.45, var því ákveðið að byrja
að minnka straum til ker-
anna. Undirbúningur þeirrar
ákvörðunar hafði að sjálf-
sögðu hafist fyrr, enda nauð-
synlegt að lykilmenn yrðu eft-
ir í Straumsvík er vinnudegi
lyki. Straumurinn var síðan
minnkaður kl. 17.20.
Rétt er að leggja á það
áherslu, að samstiga lækkun
álhæðar og straums er
óhjákvæmilegur þáttur í und-
irbúningi stöðvunar, ef forða
á, sem unnt er, frá tjóni á
framleiðsiutækjum við stöðv-
un. Þessi undirbúningur tek-
ur tíma, sem ekki er unnt að
vinna upp á síðustu dögum.
Minnkun straums var frestað
eins lengi og mögulegt var.“