Morgunblaðið - 15.02.1984, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
Hljómsveitin Drýsill í vígahug.
Hljómsveitin DrýsiH kemur fram úr skúmaskotinu:
„Framtíö þessa flokks undir
bárujárnsrokkunnendum komin“
„Þaö er engum blödum um þaö
að fletta aö framtíö þessarar
hljómsveitar er alfariö undir
þungarokksunnendum landsins
komín. Viö aatlum okkur að leika
grjóthart bárujárnsrokk og ekk-
ert annað. Falli þaö ekki í góðan
jaröveg erum viö ekki á því aö
skipta ekki um tónlist til þess aó
laga okkur aö fjöldanum. Heldur
lýsum viö okkur sigraöa. Enginn
okkar trúir ööru en aö starfs-
grundvöllur fyrir sveitina sé fyrir
hendi.“
Bárujárnsflokkurinn Drýsill er
kominn fram úr fylgsni sínu og þaö
voru meölimir hans, sem áttu oröin
hér að ofan. Drýsill er splunkuný
sveit, hefur enn ekki leikiö opin-
berlega. Fyrstu bókuöu tónleikarn-
ir eru í Safari 8. mars, en möguleiki
er á aö sveitin komi fram fyrr.
Þeir sem skipa Drýsil eru Eiríkur
Hauksson, stórsöngvari, Einar
Jónsson, gítarleikari, Sigurður
Reynisson, trommuleikari, og Jón
Ólafsson, bassaleikari.
Vanir menn
Eiríkur er alþjóö vel kunnur fyrir
söng sinn. Hann var síöast í Deild
1, „megasveit" sem aldrei komst
almennilega af staö. Einar var síö-
ast í Start, þar áöur í Þrumuvagn-
inum og starfrækti að auki um
tíma eigin sveit, Tíví. Siguröur
Reynisson hefur ekki veriö lengi í
ákveöinni sveit, en lék síðast meö
Þrumuvagninum. Jón Ólafsson
kannast menn viö úr ótalmörgum
sveitum. Síðast var hann meðlimur
í hljómsveitlnni Foss, lék þó stutt
meö henni. Hefur áöur veriö í
mörgum af vinsælustu sveitum
landsmanna.
Járnsíöan rabbaöi í síöustu vlku
viö meölimi Drýsils, sem er nánast
einasta bárujárnssveitin á landinu
aö Centaur undanskilinni. Þeir
fjórmenningar voru fyrst aö því
spuröir hver aödragandinn aö
stofnun sveitarinnar heföi veriö.
„Ég held aö þetta hafi nú upp-
haflega veriö mín hugmynd," sagöi
Eiríkur. „Eg var búinn aö ganga
meö þaö lengi í maganum aö
stofna hljómsveit, sem heföi þaö
eitt aö markmiöi aö leika grjóthart
rokk. Reyndar átti þetta aö veröa
buröartónlist í prógramminu hjá
Deild 1, en ágreiningur innan þeirr-
ar sveitar kom í veg fyrir aö hægt
væri aö framfylgja þeim áætlunum.
Drýsli var svo eiginlega hleypt af
stokkunum um mánaöamótin
október/nóvember, en fyrstu tón-
leikarnir verða ekki fyrr en eftir
tæpan mánuö. Þó er möguleiki á
aö viö komum fram fyrr.“
Til í slaginn
— Eruö til tilbúnir í slaginn
strax ef til þess kæmi?
„Já, viö erum þaö. Viö erum
búnir aö þaulæfa níu frumsamin
lög og erum svo meö nokkur til
viöbótar í pokahorninu. Viö æföum
geysilega stíft framan af, en und-
anfarinn hálfan mánuö höfum við
heldur slakaö á klónni. Nú veröur
hugarfarsbreyting og allt sett í
botn á ný.“
— Þiö taliö um grjóthart rokk.
Fá menn þá loksins aö heyra báru-
járnsrokk hjá íslenskri sveit þegar
Drýsill mætir til leiks?
„Viö stöndum á því fastar en
fótunum. Reyndar er ekki hægt aö
segja meö góöri samvisku aö hér
sé um einhverja byltingarkennda
tónlist aö ræöa, enda hefur þunga-
rokkiö aldrei fengiö orö á sig fyrir
að vera nýjungakennt. Okkar tón-
list svipar aö mörgu leyti til þeirrar
tegundar þungarokks, sem menn
kannast viö erlendis frá.“
— Ef svo er þá er þessi tónlist
talsvert frábrugöin þvi sem Þrumu-
vagninn var aö gera á sínum tíma?
„Já, þetta er ekki sami hluturinn
þótt hvort tveggja flokkist undir
þungarokk. Þaö er sennilega fyrst
og fremst ólíkur söngur, sem gerir
útslagið."
„Þrumuvagninn var eiginlega
bestur fyrst," sagöi Einar Jónsson
og blandaði sér inn í spjalliö af
meiri krafti en fyrr. „Síöan fór
eitthvaö úrskeiöis. Þaö vantaöi
þungann í tónlistina. Ég held líka,
aö undir þaö síöasta hafi ekki allir
í sveitinni verið sáttir viö tónlist-
ina.“
— Eruð þiö sjálfir sáttir viö þá
tónlist, sem þiö hafiö veriö aö
æfa?
„Þaö vantar ekki, aö viö höfum
veriö mjög ánægöir meö útkom-
una þar. Það þýöir hins vegar ekki
aö allt veröi eins gott á sviöi, en þó
er engin ástæöa til aö ætla annaö
en vel takist til. Viö getum ekki
leyft okkur aö vera bara „ágætir" á
fyrstu tónleikunum. Viö verðum aö
vera góöir. Þaö væri lélegt aö
vekja upp einhverjar vonir hjá
bárujárnsunnendum landsins og
valda þeim svo vonbrigðum."
Umsjón
Siguröur
Sverrisson
Bældur hópur
— Haldiö þiö, aö nægilega stór
markaöur sé fyrir bárujárnsrokk-
iö?
„Tvímælalaust. Þessi tónlist nýt-
ur geysilegra vinsælda á meðal
ungiinga á aldrinum 12-16 ára, en
er ekki eins áberandi hjá þeim sem
eru eldri. Þaö er þó aöallega vegna
þess, aö þaö er búiö aö hæöa
menn svo mikiö fyrir aö hafa gam-
an af þessari tónlist. Margir þora
hreinlega ekki aö viðurkenna fyrir
kunningjunum, aö þeir hafi gaman
af henni. Viö vonum einlæglega,
aö allir þeir, sem hafa áhuga á
þessari tónlist, hvort heldur þeir
eru 12 eöa 112 ára, mæti á tón-
leika hjá okkur. Þaó er búiö aö
troöa þennan hóp niöur í svaöiö
allt of lengi og svo sannarlega
kominn tími til aö bárujárnsunn-
endur rísi upp á afturlappirnar og
láti til sín taka. Unnendur þessarar
tónlistar eru til um alla borg og bí,
en hafa kannski hrakist inn í
skúmaskotin undan nýbylgjugeng-
ingu. Viö skorum á þá alla aö láta
sjá sig.“
„Þaö þarf aö vinna bug á þess-
um fórdómum í garö bárujárnsr-
okksins," sagði Eiríkur. „Ég er t.d.
alveg þeirrar skoöunar, aö margir
þeirra, sem höföu gaman aö Egó í
upphafi ferils hennar, eiga eftir aö
hjafa gaman af tónlistinni hjá
okkur."
Einhuga sveit
— Af þessum ummælum má
ráöa, aö Drýsill höföar sterkt til
eins ákveöins hóps er ekki svo?
„Þaö er alveg rétt. Viö erum aö
biöla til aödáenda þessarar tónlíst-
ar. Okkur er alveg sama um hina.
Þaö er nóg af hljómsveitum fyrir
þá. Auövitaö eiga menn aldrei aó
segja aldrei, en viö vonum a.m.k.
hér og nú aö til þess þurfi ekki aö
koma, aö viö skiptum um tónlist til
þess eins aó láta aö óskum fjöld-
ans. Viö erum allir fjórir einhuga
Áhrif nýja breska poppsins á Bandaríkin — 3. hluti:
„Lærðu tvö gítargrip
og vertu öllum til ama“
„Ég hefi óbeit á þessari svok-
ölluðu einingu, ástar- og friöar-
kjaftæöi í tíma og ótíma,“ sagöi
David Bowie eitt sinn. „Þetta var
allt sama blekkingin, sljó og kæf-
andi. Ofan á allt annaö var svo
ekkert aö marka inntakiö í öllu
kjaftæðinu."
Vanþóknun Bowie á því and-
rúmslofti er einkenndi and-menn-
inguna á sjötta áratugnum kom
enn betur í Ijós í gervum hans á
sviði. Ný kynslóö var ekki alin upp
viö lög á borö viö „All You Need Is
Love“ meö Bítlunum, heldur tján-
ingu Bowies á rokkinu sem meiri-
háttar blekkingu og stórbrotinni
skrautsýningu. „Málaöu þig í fram-
an og gerstu popp-snobbari,“
sagöi Bowie.
Öllum til ama
Þótt krafturinn, fjöriö og spenn-
an í tónlist þeirra væri meiri en
áöur var inntakiö í speki Sex Pist-
ols skilgreint á þennan hátt:
„Læröu tvö gitargrip og vertu öll-
um til ama." Þegar svo Sex Pistols
höföu lagt grunn aö heimsfrægð
sinni meö hrottafenginnl fram-
komu sinni og byltingarkenndum
textum sviptu þeir einnig hulunni
af þróuninni. Hvergi varö þetta
skýrara en í kvikmyndinni „The
Great Rock’n’Roll Swindle", sem
fjallaöi um feril hljómsveitarinnar
og var gerö í samvinnu viö lestar-
ræningjann Ronald Biggs.
Þessi titill myndarinnar, rétt eins
og myndin og Sex Pistols sjálfir,
var hugmynd einhvers snilldarleg-
asta, hugvitssamasta og um leið
umdeildasta umboösmannsins í
breska poppinu í dag, Malcolm
McLaren. „Hrói höttur nútímans,”
er lýsingin sem Boy George gefur
á honum.
„Þessa stundina viröist vera gíf-
urlegur áhugi á þessu eina orói:
„stíl". Fólk hefur miklu meiri áhuga
á sokkunum hans Boy George en
rödd hans," segir McLaren. Allir
David Bowie eins og hann var fyrir
áratug.
vita, aö hann hefur góöa söng-
rödd, en hvaö um sokkana hans?
Atvinnuleysiö hér í landi hefur leitt
til þess aö vinna sem dyggö er
nokkuð, sem falliö hefur um sjálft
sig. Eini samastaóur unglinganna
er oft á tíöum gatan. Eina tækifæri
þessa fólks er aö slást í hópinn
meö næstu fylkingu, hver svo sem
hún nú er, og taka þátt í fjörinu.
Þaö var einmitt þetta fjör, sem er
aö baki þessum „stíl", sem t.d. ein-
kennir MTV (Music Television, sjá
útskýringu í 1. grein, innsk. -SSv.).
Boy George í talnastakknum
kunna.
Krakkarnir geta ekki keypt röddina
hans Boy George, en þau geta
keypt eins sokka og hann á. Þann-
ig öölast þau hluta af poppstjörn-
unni."
Útlitið stórt atriði
Meö fjölmiöla„jens“ á borö viö
McLaren aö tjaldabaki er ekki aö
undra hver staöa poppsins er í
Bretlandi um þessar mundir. „Þaö
er eins og einhvers staðar segir,“
segir McLaren, „útlitiö kann að
vera Ijótt en skiptir samt öllu máli.
Viö búum í landi, þar sem gamli
aöalsmaöurinn heldur sig í kastal-
anum með mynd af afa sínum uppi
á vegg og dreymir um aö veröa
alveg eins og hann. Fyrir slíkt fólk
væri ekkert ákjósanlegra en aö
tímataliö stöövaöist algerlega. Til
þess aö hægt sé aö lifa viö
aögeröarleysi á borö viö þaö, sem
tíökast hjá þessu fólki, og hægt sé
aö brjótast undan hinni hefö-
bundnu stéttaskipan veröa menn
aö klæðast stakk á borö vió þann,
sem Boy George sýnir sig í.“
En er þaö klæðaburöurinn sem
skiptir höfuömáli? Þrátt fyrir
skrautlegan klæöaburö margra
breskra hljómsveita er þaö annars
eftirtektarvert hversu stór hluti
þeirrar tónlistar, sem boöiö er upp