Morgunblaðið - 30.03.1984, Page 41

Morgunblaðið - 30.03.1984, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 41 Rólegt jafntefli Skák Bragi Kristjánsson KASPAROV beitti uppáhaldsbyrj- un sinni, Tarrasch-viirn í 8. einvíg- isskákinni við Smyslov í gær- kveldi. f byrjun tefldist skákin eins og önnur einvígisskákin, en i 13. leik brá Kasparov út af. Smys- lov tefldi fremur ráðleysislega og náði Kasparov spili, sem leiddi til þess, að Smyslov fékk stakt peð. Ekki reyndi Kasparov að gera sér mat úr þessu, því jafntefli var sam- ið eftir 27 leiki. Kasparov ætlar greinilega ekki að taka neina áhættu með tveggja vinninga for- skot. Staðan: Kasparov 5 Smyslov 3 8. einvígisskákin Hvítt: Smyslov Svart: Kasparov Tarrasch-vörn 1. d4 — d5, 2. Rf3 — c5, 3. c4. Eftir 3. dxc5 — e6, 4. e4 — Bxc5, 5. Bb5+ — Rc6, 6. exd5 — exd5, 7. 0-0 — Rge7, 8. Rbd2 — 0-0, 9. Rb3 — Bd6,10. c3 er kom- ið upp Tarrasch-afbrigðið í franskri vörn! 3. — e6, 4. cxd5 — exd5, 5 g3. Óvenjuleg leið er í þessari stöðu 5. Bg5 — f6, 6. Be3 — c4, 7. g3 - Bb4+, 8. Bd2 - Bxd2+, 9. Dxd2 - Re7, 10. Bg2 - 0-0 og staðan er nokkuð jöfn. 5. — Rf6, 6. Bg2 — Be7, 0-0 — (M), 8. Rc3 — Rc6. Nú er komin upp venjuleg staða í Tarrasch-vörn eftir sömu óvenjulegu leikjaröðina og í 2. skákinni. 9. Bg5. Algengasti leikurinn í þessari stöðu, en aðrir leikir koma einn- ig til greina: 9. dxc5, 9. b3 og 9. Be3. 9. — cxd4, 10. Rxd4 — h6. Margeir Pétursson hélt jafn- tefli í skák við sovéska stór- meistarann Jusupov á Heims- meistaramóti stúdenta í Chicago í fyrra með 10. — He8. Fram- haldið varð 11. e3 — h6, 12. Bxf6 - Bxf6, 13. Rxd5 - Bxd4, 14. exd4 — Be6,15. Hel — Bxd5,16. Hxe8+ - Dxe8,17. Bxd5 - Hd8, 18. Dh5 - Rxd4, 19. Bxb7 - Hb8, 20. Dd5 - Da4, 21. De4 - He8, 22. Dd3 - Db4, 23. Bd5 - Dxb2, 24. Hbl - Dc3, 25. Hdl - Dxd3, 26. Hxd3 — Re6 o.s.frv. 11. Be3 — He8, 12. a3. Smyslov beitir sama leik og í 2. skákinni, en hann er hugmynd Kortsnojs, sem fyrst kom fram í einvígi Kasparovs og Kortsnojs í London í lok síðasta árs. 12. — Be6, 13. Khl. Enn leikur Smyslov eins og í 2. skákinni. Kortsnoj lék 13. Db3 með framhaldinu: 13. — Dd7,14. Rxe6 — fxe6, 15. Hadl — Bd6, 16. Bcl - Kh8, 17. Da4 - De7, 18. e3 — a6,19. Dh4 — Hac8 með þægilegra tafli fyrir hvítan. (2. skák Kortsnoj — Kasparov). 13. — Bg4. í 2. skákinni lék Kasparov hér 13. — Dd7, sem Smyslov svaraði með 14. Rxe6. Nú gefur Kasp- arov andstæðingi sinum ekki lengur kost á að drepa á e6. 14. 13 — Bh5, 15. Bgl. Hvítur getur ekki látið biskup- inn á e3 standa óvaldaðan f línu hróksins á e8. 15. — Dd7, 16. Da4 — Bc5, 17. Hadl - Bb6, 18. Hfel — Bg6, 19. Db5. Taflmennska Smyslovs er ráð- leysisleg. 19. — Had8, 20. e3 — Dd6, 21. Rce2. Óvirkur leikur. Hvers vegna ekki að reyna 21. Ra4? 21. — Re5. Riddarinn er á leiðinni til d3 eða c4 eftir atvikum. 22.1)b3 — Ba5, 23. Rc3. Eftir 23. Hfl — Rc4 hótar svartur m.a. — Rd2. 23. — Rd3, 24. He2 — Rc5, 25. Da2 — Bxc3, 26. bxc3 — Da6, 27. Hed2 — Ra4 og keppendur sömdu um jafntefli. Hvíta peðið á c3 fellur, en svarta á d5 á ekki langa lífdaga fyrir höndum. Kasparov tekur enga áhættu, en ekki virðist hann þurfa að hætta miklu, þó hann tefli þessa virku stöðu áfram. I Gódan daginn! W \IA DTA - OFURKRAFTUR - ▼ V/AIV I ” OTRULEG EIMDING FRAMLEIÐENDUR BETRI BÍLA í EVRÓPU VELJA VARTA RAFGEYMA Elin K. Mouritsen í hlutverki Nóru og Borgar Garðarsson f hlutverki Krugstad. Brúðuheimilið í Færeyjum: Frumsýning í Norðurlanda- húsinu á næsta leiti BRÚÐUHEIMILI Ibsens verður frumsýnt í Norðurlandahúsinu í l*órs- höfn í Færeyjum, 6. apríl næst- komandi. í frétt sem Mbl. hefur bor- ist um sýninguna segir m.a: „Sýning þessi verður talsverður viðburður meðal annars vegna þess, að í þessari sýningu leika saman færeyskir og íslenskir leikarar og hver á sínu máli og mun það fyrsta sinn í sögunni, að þessar tvær grann- og frændþjóðir vinna svo náið saman á menningarsviðinu. Það er Sveinn Einarsson sem leikstýrir Brúðuheimilinu og með honum eru í Færeyjum Borgar Garðarsson og Pétur Einarsson, en með stærstu hlutverkin af hálfu Færeyinga fara Laura Joensen, Olivur Ness og Elin Karbeck Mouritsen, sem fer með hlutverk Noru. Færeyski listamaðurinn Tróndur Paturson sér um leikmynd og hefur umsjón með búningum. Færeyingar og íslendingar hafa oft unnið saman að leiklist, sem og ýmsum öðrum menningarmálum. Þegar árið 1929 lék Leikfélag Reykjavíkur leikrit eftir William Heinesen, Ranafell, og fyrir nokkr- um árum var leikið í Þjóðleikhúsinu leikritið Skipið eftir Steinbjörn Jakobsen; leikstjóri þeirrar sýn- ingar var Eyðun Johannesen. Þá hefur Sjónleikarfélagið í Þórshöfn komið í leikför til íslands með Uppi í einum eikilundi eftir Jens Pauli Heinesen og leikhópurinn Gríma með Kópakonuna, sem byggt er á færeyskri þjóðsögu. íslenskir leik- flokkar hafa svo margsinnis gist Færeyjar, fyrst 1964 með Hart í bak og nú síðast með Lokaæfingu Svövu Jakobsdóttur í haust; ís- lenskir leikstjórar hafa einnig verið tíðir gestir í Færeyjum. Færey- ingar hafa leikið mikið af íslensk- um leikritum og til dæmis er um þessar mundir verið að leika tvö ís- lensk leikrit f Færeyjum, „Jóa“ eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Ásdísar Skúladóttur og „Gullna hliðið". Sýningin á Brúðuheimilinu markar þó nokkur tímamót af því hvernig til hennar er stofnað, og tilkoma Norðurlandahússins býður upp á nýmæli í norrænni samvinnu af þessu tagi. Mikil eftirvænting er í Færeyjum vegna sýningarinnar, sem verður nýstárleg miðað við það sem menn hafa áður vanist þar, meðal annars verður leikið á miðju gólfi í aðalsal hússins og tæknibún- aður hússins, sem þykir vandaður, verður nýttur til að sýna nýja möguleika hússins; sýninguna lýsir Árni J. Baldvinsson frá Þjóðleik- húsinu íslenska. Þeir Jens Pauli Heinesen og Sveinn Einarsson hafa þýtt leikinn á hvort sitt málið og lagt þýð- ingarnar þétt hvor að annarri með það orðaval í huga, sem sameigin- legt er báðum málunum. óskar Hermannsson hefur verið þeim til aðstoðar. Danir, Norðmenn og Svíar hafa leikið saman innbyrðis á sínum málum, en hér er gerð ný tilraun, sem væntanlega á eftir að hnýta íslendinga og Færeyinga sterkari böndum." Stófhending^innan ■iónleikar—mBUrv: . Dukkuheimið við foroyskum og íslendskum leikarum í Norðurlandahúsinum________________________________ „Mikil eftirvænting er í Færeyjum vegna sýningarinnar," segir í fréttinni. Hér er úrklippa úr færeyska blaðinu Dimmalætting sem birti grein um uppsetninguna, á forsíðu aukablaðs síns í síðustu viku, með þessari fyrir- sögn. I BILA SINA Það segir meira en mörg orð. Framleiðendur Mercedes Benz, BMW, Volkswagen og fleiri, velja VARTA rafgeyma, enda hefur reynslan sýnt að VARTA rafgeymum má treysta. Þeir bjóða upp á meira kaldræsiþol, eru viðhaldsfríir og einnig ódýrir. 60 AMP-stundir kr. 1.494.00. 70 AMP-stundir kr. 1.788.00. Hentar flestum gerðum bifreiða. Á OLÍS stöðvum færðu VARTA rafgeymi, og ísetningu á staðnum. VARTA GÆÐI Á GÓÐU VERÐI ávallt í leiðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.