Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.1984, Blaðsíða 32
r ft 80 tspr ÍAM a HUOAaiIMMTIf? fHCÍ A,mVÍTTOíTOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1984 HAUST- OG VETRAR- TÍSKA 1984—85 MBL. BERAST nú ört myndir af nýjustu tískuflíkunum sem hafa verið að koma fram á sýningum í París með fatnaði fyrir haustið 1984 og veturinn 1985. Við birtum hér 3 myndir frá tískuhúsi Nínu Ricci, tvær af glæsilegum samkvæmiskjólum, öðrum stuttum og hinum síðum, og þá þriðju af útifatn- aði, plíseruðu köflóttu pilsi sem nær niður á miðjan mjóalegg og drapplitum víðum ullarjakka, en innan undir er silkiblússa með nokkuð sérkennilegu bindi úr sama efni. Við birtum mynd af jakka frá öðru tískuhúsi, Salvet, sem einnig er nokkuð karlmannlegur, breiður á axlirnar og nær líka niður á miðjar mjaðmir. Sá er úr tweedefni og notaður með niðurmjóu dökku pilsi og dökkri blússu með venjulegu karlmannsbindi, en línan á að mjókka frá breiðu öxlunum og niður að pilsfaldi. Þriðji jakkinn er frá Othon, þykkur og verklegur og hægt að hneppa vel að sér með fjórum hnöppum. Þá er hér gróf tweedkápa frá Olivier Strelli, sem notuð er með ullarsíð- buxum og peysu. Og svo fínni kápa sem sennilega er ekki eins hlý. Hún er úr rúskinni, sem unnið er úr lambsskinni, og skreytt með svörtu rúskinni og silfurleðurleggingu frá öxlinni. Þessi kápa er finnsk, frá Friitala Oy, og var sýnd á „Pret-a-porter“-sýningunni í París í febrúar. Loks látum við fylgja hér samkvæmisskóna, sem gjarnan eru skreyttir glitsteinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.