Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 Viðhorf á vordögum liðins árs: „Stöðvun atvinnuvega, atvinnuleysi og efna- hagslegt hrun“ — sagði forsætisráðherra í framsögu fyrir „bandormi“ um ráðstafanir í ríkisfjármálum • Þjóðartekjur hafa dregizt saman um 12% á þremur árum. • Viðskiptahalli við umheiminn var 5% 1981, 10% 1982, en náðist nidur í 2% 1983 í kjölfar róttækra efnahags- aðgerða. • Þessi öfugþróun vaxandi við- sKiptahalla 1981, 1982 og fyrstu mánuði 1983, þ.e. þjóðareyðsla um- fram tekjur með tilheyrandi skulda- söfnun erlendis, jók „tekjur“ ríkis- sjóðs 1981—1982 í tollum, vöru- gjaldi og söluskatti. • „Á þessum sjúkdómseinkennum nærðist ríkissjóður meðan Ragnar Arnalds var fjármálaráðherra,“ sagði Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, í umræðu um ráð- stafanir í ríkisfjármálum fyrir fáum dögum. Efnahagslegu og atvinnulegu hruni forðaö á tólftu stundu Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, mælti nýlega fyrir stjórnarfrumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, peninga- og lánsfjármálum 1984, svokölluðum „bandormi". Hann vék fyrst að af- leiðingum fjölþjóðlegrar efna- hagskreppu, sem hófst 1979 með stórfelldum olíuverðshækkunum, síðan hruni loðnustofnsins 1981 og loks helmingssamdrætti í þorsk- afla 1981—1984, sem komið hafi fram af fullum þunga í efna- hagsmálum þjóðarinnar 1983. Vandinn sé sá mesti sem þjóðin hafi þurft að glíma við frá stofnun lýðveldisins 1944. „Ahrifin urðu meiri og alvar- legri vegna þess,“ sagði forsætis- ráðherra, „að ekki náðist sam- staða um nægilega ákveðnar og harðar viðnámsaðgerðir á árinu 1982 og í upphafi árs 1983 (inn- skot: hér heggur forsætisráðherra að fyrri samstarfsmönnum úr Al- þýðubandalagi). Afleiðingin varð verðbólga, sem samkvæmt fram- færsluvísitölu 1. maí 1983 var yfir 130% ... “ Og stefndi í enn meiri hæðir, án mótaðgerða, má hik- laust hnýta við. En hvernig horfðu mál við á öndverðu sl. ári að dómi forsætis- ráðherra, formanns Framsóknar- flokksins, sem einnig var ráðherra í fyrri ríkisstjórn? Hann svaraði því orðrétt svo í framsögu sinni: „Með erlendar skuldir þjóðar- innar í hámarki var ljóst að slík verðbólga hlaut að leiða til stöóv- unar atvinnuvega, atvinnuleysis og efnahagslegs hruns. Því varð að forða. Það gerði núverandi ríkis- | stjórnin með róttækum aðgerðum í efnahagsmálum. — Fyrsti áfangi í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar beindist því gegn óðaverðbólgu, fyrirsjáanlegu atvinnuleysi og er- lendri skuldasöfnun." Hröð, einbeitt viðbrögð nýrrar ríkisstjórnar (leiftursókn) báru skjótan árangur. Þessu lýsti for- sætisráðherra svo: „Um áramótin (1983/1984) var verðbólgan komin niður í 20 af hundraði, vextir höfðu lækkað um helming, viðskiptahalli minnkað um 10 af hundraði 1982 í 2 af hundraði 1983. Á flestum sviðum efnahagsmála vóru þegar um ára- mótin komin fram mikilvæg og augljós batamerki." Skattheimta og ríkissjóðsútgjöld Þrjú undangengin ár, 1981,1982 og 1983, hafa „fjárlagagöt", sem þá mynduðust (stærð þrír millj- arðar króna hið síðasttalda árið, verið afgreidd með síðbúnum aukafjárveitingum í lok hvers árs. Nú er reynt að takast á við vandann fyrr og með öðrum og raunhæfari hætti. En hvers vegna „fjárlagagat" nú? Þessu svaraði Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, efn- islega á þessa leið: • Með minnkandi þjóðarfram- Eins árs afmæli Steingrímsstjórnar 26. maí nk. verður ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, eins árs. Hún setti fyrstu aðgerðum í efna- hagsmálum þaö mark að ná niður verðbólgu á skömmum tíma og tryggja þannig rekstraröryggi fyrir- tækja og atvinnuöryggi fólks. Jafn- framt átti að vernda kaupmátt lægstu launa. Efnahagslegt jafnvægi, stýring fjármagns til arðbærra verkefna, örvun framfara og fjölbreytni í at- vinnulífi og bætt skipulag stjórn- kerfis og peningakerfis vóru horn- steinar stjórnarstefnunnar. Mikilvægir sigrar hafa unnizt: í hjöðnun verðbólgu, lækkun viðs- kiptahalla, lækkun vaxta, stöðugu gengi og stöðvun erlendrar skulda- söfnunar. Hinsvegar þykir sumum hægar hafa gengið í sparnaði í ríkisbú- skapnum og í skipulagsbreytingu stjórn- og peningakerfis. Skoðanakannanir sýna mikinn styrk stjórnarinnar, enda er hinn valkosturinn, stjórnarandstaðan, ekki til að hrópa húrra fyrir. Hér verður ekki spáð í annað ald- ursárið, enda íslenzk veðrátta og ís- lenzk stjórnmál álíka óútreiknanleg. w KAUPMENN- VERSLUNARSTJORAR AVEXTIR IKUHNAR Bananar Del Monte — Appelsínur Jaffa — Appelsínur Fuen Mora — Appelsínur Marokkó — Klementínur Jaffa Topas — Klementínur spánskar — Epli USA Fair Wiew — Epli USA Juvell — Epli frönsk Golden — Epli frönsk rauð — Sítrónur Jaffa — Grapefruit Jaffa — Vínber græn — Vínber blá — Honey Dew melónur — Vatnsmelónur — Perur ítalskar — Perur Cape — Perur Chile — Mangó — Kiwi — Ananas — Avocado. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 Færeyskir á rækju við Grænland og Svalbarða Kaupmannahöfn, Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Mbl. Færeyska útgerðarfyrirtækið Samvinnufélagið hefur orðið sér úti um stóran og nýjan togara, sem sendur verður til rækjuveiða við Svalbarða og Austur-Grænland, að sögn danska blaösins Fiskeriti- dende. Togarinn nefnist Högifossur og kostar fyrirtækið 96 milljónir danskra króna. í áhöfninni eru 29 menn. Blaðið hefur það eftir eigendum skipsins að það fari eina ferð á miðin við Austur-Grænland á þessu ári og fjórar til Svalbarða. Samkvæmt áætlunum þeirra er búist við 50—55 milljóna danskra króna aflaverðmæti í þessum fimm veiðiferðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.