Morgunblaðið - 19.05.1984, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1984
Helgi Hallgrímsson um gerð „Leiruvegarins“:
„Litið heldur illu auga af huldu
verum þeim er í klettum búau
og margir þeir Akureyringar hafa
orðið vitni að, sem gæddir eru ein-
hverri ófreskigáfu."
Á meðfylgjandi uppdrætti, sem
fenginn er að láni frá „Heima er
best“, má sjá hvernig Helgi hugs-
ar sér byggð huldufólksins í Eyja-
firði staðsetta, en þar teiknar
hann inn á m.a. höfn huldufólks-
ins og jaðar áhrifasvæðis þess.
G.Berg
Akureyri, 17. maí.
„í ÞESSU SAMBANDI fer ekki hjá því að hugurinn hvarfli til vegafram-
kvæmda þeirra sem nú eru áætlaðar í gegnum Vaðlareitinn, en þeim hlýtur
óhjákvæmilega að fylgja allverulegt jarðrask og sprengingar á klettahjölhim,
sem lenda í vegstæðinu. M.a. mun þurfa að sprengja niður af Hallandi. Slíkt
umrót hefur jafnan verið litið heldur illu auga af hulduverum þeim er f
klettum búa. Nærtækt dæmi um það eru atburðir þeir er gerðust þegar hefja
átti grjótnám í Stofuklöpp við Krossanes á Akureyri, árið 1962, en þar var þá
óhöppum afstýrt með skynsamlegri varúð er verkstjórinn og yfírmaður verk-
smiðjunnar sýndu. Svipað átti sér stað fyrir fáum árum (1975) við vegagerð
um Hegranes í Skagafírði, þar sem hætt var við að sprengja skarð í gegnum
klettahjalla fyrir tilmæli frá hulduverum. Vonandi hafa forsvarsmenn
„Leiruvegarins“ svonefnda þá skynsamlegu forsjálni og víðsýni til að bera,
að rasa ekki um ráð fram í þessu efni.“
Með þessum orðum lýkur Helgi
Hallgrímsson, safnvörður á Akur-
eyri, grein sinni í tímaritinu
„Heima er best“ í maíhefti 1983.
Helgi nefnir grein sína „Huldu-
kaupstaðurinn í Hallandsbjörg-
um“ og rekur þar ýmsar frásagnir
sem skráðar hafa verið um þessa
byggð, jafnframt því sem hann
lætur þess getið að fleiri muni þær
sagnir vera sem ganga á milli og
óskráðar séu.
Því er þetta rifjað upp nú, að
ýmsir sem trú hafa á þessum
sögnum þykjast merkja að eftir að
vinna hófst við nýja „Leiruveginn"
hafi ýmis óhöpp orðið, sem ekki sé
vafi á að rekja megi til viðbragða
íbúa álfabyggðarinnar austan Ak-
ureyrar. Nú síðast bar svo við þeg-
ar verktakar þeir, sem leggja ætla
nýja veginn, komu með tæki sín til
þess að hefja vinnslu, þá gátu þeir
ekki vegna þungatakmarkana á
vegum komið tækjum sínum og
tólum þá leiðina á áfangastað.
Tóku þeir þá það til bragðs að gera
tilraun til þess að koma tækjunum
yfir „leirurnar". í fyrstu tilraun
þeirra, sem ég undirritaður varð
vitni að, fór svo að önnur vélin
seig niður í sandinn og tók ofurlít-
inn tíma að ná henni upp aftur, en
til þess var notuð stór jarðýta,
sem verktakarnir ætluðu einnig að
koma þessa leið á áfangastað.
Skófla sú sem sökk niður var síð-
an, eftir að Vegagerðin hafði gefið
leyfi til, keyrð eftir veginum aust-
ur yfir Eyjafjörð og á áfangastað,
en jarðýtunni var ekið yfir „leir-
urnar“ og tókst það í alla staði
prýðilega.
Nú gerðist það, þegar hefja átti
vinnu með jarðýtunni stóru, að
hún hafði ekki verið í gangi nema
örfáa klukkutíma, þegar í ljós
komu alvarlega bilanir, sem
leiddu til þess að ekki hefur verið
unnt að halda áfram við verkið um
vikutíma. Áður hafi verið beðið í
viku eftir því að koma vélunum
austur yfir, þannig að verkið hefur
þegar tafist um hálfan mánuð.
Þessir atburðir ásamt ýmsu
öðru smálegu hafa mjög styrkt trú
ýmissa á hinar fornu sagnir um
álfabyggðina í Vaðlaheiðinni, en í
inngangi áðurnefndrar greinar
Helga Hallgrímssonar í „Heima er
best“ segir svo: „Það hefur lengi
verið hald manna, að í Hallands-
björgum væri kaupstaður huldu-
fólksins í Eyjafirði. Hafa menn
Huldukaupstaðurinn i Hallandsbjörf’um. Hupmynd um dreifingu byggðar.
merkt það af ýmsu, m.a. af und-
arlegum skipakomum að björgun-
um og flutningalestum þaðan, en
þó ekki síður af mikilli ljósadýrð
sem þar sást endrum og sinnum,
Bjarni Gestsson, vélstjóri, bendir af bryggjunni við frystihúsið yfír tii Hallandsness.
Ljósm. GBerg
Bjami Gestsson, vélstjóri:
„Eitthvað á seyði þarna sem við
mennirnir kunnum ekki skil á“
Akureyri, 17. maí.
„ÉG held að ég sé nú frekar jarð-
bundinn maður að eðlisfari, en því
get ég ekki neitað, að ég hef oftar
en einu sinni spurt ábúandann á
Hallandi, hvað um væri að vera í
Hallandsnesi á kvöldin, því þar
hef ég oft á kvöldin og um nætur
séð Ijós, ýmist á efri eða neðri hæð
hússins. Svörin hafa jafnan verið
það, að í Hallandsnesi búi enginn
og þar séu engar mannaferðir,
allra síst á kvöldum og um nætur,"
sagði Bjarni Gestsson, vélstjóri við
frystihús KEA á Oddeyrartanga.
Bjarni hefur um árabil verið
vélstjóri við frystihúsið og
kvaðst hann iðulega hafa séð
einhvern ljósagang í Hallands-
nesi, sem væri í eyði. Sérstak-
lega væri þetta áberandi um
nætur og sagðist hann ekki vera
einn um að hafa séð þetta fyrir-
brigði, nefna mætti að feðgarnir
Georg Karlsson og Sverrir
Georgsson hefðu nótt eina fylgst
lengi og vel með miklum ljósa-
gangi á þessum slóðum, sem
aldrei hefði fengist nein skýring
á, en þeir feðgar eru nú báðir
látnir.
„Eigum við ekki að segja, að
þarna handan fjarðarins sé
eitthvað það á seyði, sem við
mennirnir ekki kunnum skil á —
og þurfum svo sem ekkert að
vera að gera okkur rellu yfir,“
sagði Bjarni að lokum.
GBerg.
Ljósm. GBerg.
Ármann Magnússon og Ármann Snjólfsson að leggja síðustu hönd á
viðgerð jarðýtunnar stóru ( morgun í jaðri „álfabyggðarinnar" í Vaðla-
heiði.
Verktakar við Leiruveg:
„Forðast ætti jarð-
rask umfram nauösyn
Akureyri, 17. mai.
„VIÐ VILJUM nú helst ekki verða gerðir að einhverjum þjóðsagnaper-
sónum,“ sögðu Ármann Magnússon og Ármann Snjólfsson, þar sem
þeir voru við vinnu sína við að lagfæra ýtuna stóru, sem bilaði rétt í
þann mund sem vinna átti að hefjast við Leiruveginn nýja á dögunum.
66
„Heldur mundum við nú óska
þess að sneitt yrði framhjá
klettum við gerð og lagningu
vegarins, án þess að við séum að
leggja neinn dóm á það, hvort
hér búi huldufólk eða ekki, en
megi með góðu móti komast hjá
því að gera jarðrask umfram það
sem nauðsynlegt er á svæði
þessu, þá sjáum við ekki tilgang-
inn með því að fara ekki að þeim
óskum.
Varðandi bilunina í jarðýt-
unni okkar, þá er nú staðreyndin
sú, að sú bilun var komin fram
áður en við lögðum af stað með
vélina að austan. Heddpakkning-
in hafði farið í vetur og verið
gert við hana af fyrirtæki einu í
Reykjavík. Viðgerðin reyndist
því miður ekki betur en þetta og
varð það til þess að við urðum að
bíða í nokkra daga eftir að við
komum hingað eftir nýrri
pakkningu utanlands frá. Það er
nú allur sannleikurinn i afskipt-
um álfanna af okkur hér,“ sögðu
Ármann Magnússon og Ármann
Snjólfsson að lokum.
GBerg.