Morgunblaðið - 19.05.1984, Page 19

Morgunblaðið - 19.05.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAl 1984 19 Skemmdar kartöflur; síðasta glappaskotið? KARTOFLUR FYRRI GREIN Eftir bitra reynslu af erlendri einokun er þyngra en tárum taki að á ofanverðri 20. öld er enn til það fólk á íslandi sem trúir að þetta fyrirkomulag eigi rétt á sér. Kartöflumálið svokallaða hefur opnað augu manna fyrir því að ekki aðeins lifir einokun enn góðu lífi með þjóðinni, heldur eiga verstu agnúar hennar það til að skjóta upp kollinum fyrirvaralaust. I*að er eitt að þurfa að sætta sig við að neytendum sé boðið upp á skemmda vöru, en annað að þetta sé eini kosturinn sem í boði er og að það sé ríkið sem stendur fyrir innflutningnum. Það er að vísu rétt að hinar skemmdu afurðir voru aðeins brot af þeim farmi sem hingað var flutt- ur, en það breytir nákvæmlega engu um það sem er kjarni þessa máls. Staðreyndin er sú að íslenskir neytendur eru nú komnir í upp- reisn gegn þessu kerfí og munu ekki framar líta á það sem boðleg- an valkost eftir þau tíðindi sem nú hafa gerst. íslenskur landbúnaður Mikið hefur verið rætt og ritað um íslenskan landbúnað á undan- förnum árum og mörgum óvit- urlegum athugasemdum hefur skolað á land í þeirri umræðu. Hafa jafnvel heyrst raddir um að hann beri að leggja niður. Þeir sem þannig hafa mælt hafa víst ekki áttað sig á því að þaö er óaðskiljanlegur þáttur í sjálfstæð- isbaráttu smáþjóðar að framleiða sem mest af eigin mat óháð duttl- ungum voldugri aðila. Um hitt hljóta menn ávallt að deila hvaða fyrirkomulag eigi að viðhafa við sölu og dreifingu á slíkri vöru og mun sitt sýnast hverjum í því efni héðan í frá sem hingað til. En einokun, í hvaða mynd sem hún birtist, getur aldrei talist boðlegur kostur til frambúðar, eftir dr. Jón Öttar Ragnarsson jafnvel ekki einokun á dreifingu eigin vöru í einu og sama fyrir- tæki. En þegar þessir sömu aðilar krefjast þess að viðhalda einok- un á öllu sem flutt er inn af þeim vörum sem þeir sjálfir eru í sam- keppni við fer skörin að færast upp í bekkinn. Núna þegar neytendur hafa svo óþyrmilega verið minntir á verstu ókosti þessa kerfis með því að stofnun af þessu tagi hef- ur dreift skemmdri vöru er kom- ið mál að setja punkt. Aöskilnaður hagsmuna Framleiðendur eiga að fram- leiða. Það er þeirra hlutverk. Þeir eiga að sérhæfa sig í því að framleiða þær vörur sem full- nægja best þeim kröfum sem neytendur gera hverju sinni. lnnflytjendur eiga að flytja inn. Það er þeirra hlutverk. Þeir eiga að sérhæfa sig í því að flytja inn þær vörur sem upp- fylla þær kröfur sem þessir sömu neytendur setja. Þessir tveir þættir, innlenda framleiðslan og innflutningurinn, eiga að vera aðskildir svo þeir veiti hvor öðrum samkeppni og aðhald og stuðli að betri þjón- ustu og meiri gæðum. Þannig er það eitt helsta hags- munamál bæði garðyrkju- og kartöflubænda að innflutningur- inn takist sem best svo neytend- ur venjist ekki af því að borða garðávexti þann tíma sem inn- lend framleiðsla er ófáanleg. Það er auðvitað sjálfsögð krafa að innlendir framleiðend- ur njóti forgangs fram yfir inn- flytjendur á þeim tíma sem hin innlenda framleiðsla fullnægir þörfum neytenda fyrir þessar vörur. En á þeim tíma sem íslenskar afurðir eru ekki á boðstólum eiga innflytjendur vitaskuld að keppa innbyrðis um markaðinn óháð hagsmunum og sjónarmiöum inn- lendra framleiðenda. Þetta kallar á úrskurðaraðila sem veitir innflutningsleyfí til þeirra sem fullnægja settum kröf- um um góðar geymslur og aðra að- FÆÐA OG________ HEILBRIGÐI stöðu þann tíma sem innlend vara er ófáanleg. Kerfi af þessu tagi verður auð- vitað aldrei fullkomið frekar en önnur mannanna verk, en verður engu að síður að teljast happadr- ýgsti kosturinn eins og allt er í pottinn búið. Enn sem komið er vil ég per- sónulega trúa því að Grænmetis- verslun ríkisins og Sölufélag garð- yrkjumanna eigi að þjóna því hlutverki að koma innlendri framleiðslu á framfæri. Hitt mun vafalaust færast í vöxt að innlendir aðilar kjósi að koma vöru sinni á markað milli- liðalaust, t.d. með því að koma á fót garðávaxtamörkuðum víðs vegar um landið. Það sem mestu máli skiptir er að þannig sé að hinni innlendu framleiðslu búið að hún haldi áfram að aukast að magni og gæðum jafnt og þétt í samræmi við sívaxandi kröfur um meiri hollustu og betri heilsu. Lokaorð Til að fullnægja þeim mark- miðum sem manneldisfræðingar hafa sett þurfa innlendir fram- leiðendur að auka kartöflu- framleiðsluna til muna og auk þess að margfalda framboð á hvers kyns grænmeti. Meginvandinn nú er sá að það einokunarkerfi sem hér hefur verið við lýði hefur endanlega gengið sér til húðar og stendur beiniínis í vegi fyrir frekari framförum á þessu sviði. Vonandi verður þetta síðasta glappaskot ekki til þess að ís- lenskir neytendur hætti að borða kartöflur, heldur stuðlar því að fyrirkomulaginu verði nú loks breytt ... til frambúðar. ^\llar sendíngar af SKODA '84 híngað tíl eru uppseldar.Verksmíðjurnar hafa varla undan að framleíða bílana, vegna meLsölu víða um heím. Þrátt fyrír það tókst okkur að fá aukasendingu af SKODA '84 og það á sama lága verðínu: 139 þúsund krónur. Tryggðu þér eínn, áður en þessí sendíng klárast líka. JÖFUR HF. NYBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 wmWm — —- i jr ■ m W JTTTiS ^ 1 '&i: V- ’l ífelylr ■*' k.JS 'Æ «LT" 1 EIMSKIpffi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.