Morgunblaðið - 19.05.1984, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MAl 1984
4
44
. 1983 Untv.rlll Pn» Synd.c.t.
„Svo loyrjum v/i'5! Vyrálci 5kvef.-
Ycxrbu. úr íkyr^unn'x."
HÖGNI HREKKVÍSI
Þakkir til
Benjamíns
Jóhann Finnbogi Guðmundsson
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja:
Eg vil þakka fyrir tímabæra
grein Benjamíns Eiríkssonar í
Velvakanda 16. maí síðastliðinn,
sem ég er innilega sammála.
Orðskrúð og fagurgali leiðir
ekki til þess að fólk geri iðrun og
snúi sér til drottins en hann mun
frelsa lýð sinn frá syndum þeirra
ef þeir trúa á hann. Þökk sé dr.
Benjamín fyrir greinina.
Að lokum langar mig að spyrja
hvort Einar Karl Haraldsson, rit-
stjóri Þjóðviljans, hafi hug á að
fara til Afganistan og hvorn hinna
stríðandi aðila hann hafi þá hug á
að heimsækja?
Meira af Dallas
og Við feðginin
Ásthildur Guðmundsdóttir og
Kristín Kjartansdóttir hringdu og
höfðu eftirfarandi að segja:
Okkur finnst sjónvarpið orðið
hundleiðinlegt. Við viljum að
haldið verði áfram að sína þætti
eins og Dallas, Við feðginin og
Skarpsýn skötuhjú.
Hæfileg lausn
Gunnsa hiingdi og hafði eftir-
farandi að segja:
Nauðgunarmál hafa mikið verið
rædd undanfarna daga og ég hef
verið að velta fyrir mér lausn á því
máli. Hæfileg refsing til handa
þeim er svona ódæðisverk fremja
er einfaldlega að setja þá í mjalta-
vél svo sem eins og hálfan mánuð
og athuga hvort þeir fái þá ekki
ærlega útrás í eitt skipti fyrir öll.
Inn um annað
út um hitt
Guðrún Þorsteinsdóttir hringdi
og hafði eftirfarandi að segja:
Fólk er víst hætt að kippa sér
upp við það þótt það sjái málvillur
í dagblöðunum. Á fimmtudaginn
var ambaga í Staksteinum Morg-
unblaðsins sem ég vil margund-
irstrika með rauðu bleki.
Þar stendur með stórum stöf-
um: „Atvinnuleysi forðað". Þetta
er rangt mál, því átt er við að
komið sé í veg fyrir atvinnuleysi,
eða á lakara máli forðað frá at-
vinnuleysi.
Svipaðar málvillur er margbúið
að benda á í þáttunum „Daglegt
mál“ í útvarpinu en það virðist
sem blaðamenn láti þann fróðleik
fara inn um annað eyrað og út um
hitt, því þessar vitleysur eru sí-
endurteknar.
Hví þá að taka upp
virðisaukaskatt?
4979-9454 skrifar:
Albert fjármálaráðherra segir
að söluskatturinn skili sér illa.
Matthías viðskiptaráðherra
sagði á aðalfundi kaupmanna-
samtakanna að breyta þyrfti
söluskatti í virðisaukaskatt. Að
sjálfsögðu vegna þess hvað sölu-
skatturinn skilar sér illa. En öll-
um ber saman um að virðisauka-
skatturinn hafi í för með sér
20% hækkun á ýmsum brýnustu
lífsnauðsynjum fólks, eins og
mjólk og smjöri, kjöti, kartöflum
og mörgu fleiru. Hitt er líka vist
að breyting í virðisaukaskatt er
seinvirk og kostnaðarsöm og
hann hefur ekki reynst alltof vel
þar sem honum hefur verið kom-
ið á. En hvers vegna þarf að
koma þessum breytingum á?
Söluskatturinn skilar sér illa
segir Albert og Matthías, gamall
fjármálaráðherra, veit þetta
líka. Matthías var að halda ræðu
á fundi kaupmannasamtakanna,
áður búinn að tala hjá stórkaup-
mönnum, í báðum tilfellum kjör-
ið tækifæri til að spyrja hvernig
á því stæði að söluskatturinn
skilar sér illa, með öðrum orðum
hverjir stela söluskatti. Það
stela engir söluskatti nema þeir
sem selja, að vísu bæði vörur og
þjónustu. Fólkið í Alþýðusam-
bandinu hjá honum Asmundi
stelur engum söluskatti og ekki
heldur fólkið í Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja, ekki
að minnsta kosti neinu sem nem-
ur.
Margir fagmenn eru hér og
hvar út um borg og bý að laga og
gera við hitt og þetta fyrir fólk,
kannski gleyma þeir stundum að
skrifa í vasabókina einn og einn
þúsundkall, sem þeir fá í verk-
laun. Enginn telur heldur hausa
eða lappir þeirra sem koma inn á
viðeigandi snyrtistofur til með-
höndlunar. Og ef eitthvað fer
þar fram hjá bókhaldinu, bætir
enginn virðisaukaskattur þar
um.
Formaður Kaupmannasam-
takanna hélt ræðu á aðalfundi
þeirra fyrir skömmu og birti í
Morgunblaðinu. Þar kom fram
að kaupmenn voru miklir heið-
ursmenn og máttarstólpar í
þjóðfélaginu og þá að sjálfsögðu
stórkaupmenn ekki síður en
smásalarnir. Davíð Scheving
hefur líka oft sagt það sama um
iðnrekendur. Nú vita það allir,
jafnt ráðherrar sem annað fólk,
að það er algert neyðarúrræði að
breyta söluskatti í virðisauka-
skatt, eins og nú standa sakir.
Væri það ekki ráð fyrir fjár-
málaráðherra og viðskiptaráð-
herra að leita til Iðnrekendafé-
lagsins og Kaupmannasamtak-
anna og kannski líka verslunar-
ráðs og vita hvort þessir aðilar
kunna ekki einver ráð við þessu
með söluskattinn. Því báðir
þessir ráðherrar standa á því
fastar en fótunum að söluskatt-
urinn heimtist illa og Albert
vantar peninga, m.a. í þetta
fræga gat í fjárlögunum.
Eftir að þessar línur voru
skrifaðar las ég í Morgunblaðinu
ræðu Víglundar Þorsteinssonar,
formanns FÍI. Ýmislegt í þessari
ræðu kemur æði spánskt fyrir
sjónir, m.a. það, að söluskattur
valdi kostnaðaruppsöfnun hiá
framleiðsluatvinnuvegunum. Eg
held að fólk viti ekki betur en að
þegar það kaupir stól eða borð,
eða glugga eða hurð, súkkulaði-
pakka, kók eða smjörlíki, o.s.frv.,
þá borgi það söluskatt, sem selj-
andi eigi að koma til skila, en
ekki að stinga í eigin vasa. Og að
nágrannaþjóðir okkar hafi leyst
einhvern vanda með virðisauka-
skatti er einber þvættingur, ef
það er ekki vísvitandi ósannindi.
Það er fyrir löngu hafin umræða
hjá ráðamönnum þessara þjóða
um að hverfa frá virðisauka-
skattinum og taka aftur upp
beinan söluskatt. Hins vegar
virðist núverandi ríkisstjórn
nógu vitlaus til að taka upp virð-
isaukaskatt þegar þeir fara að
hætta við hann, sem reynt hafa,
sem í raun eru sárafáir.
Af hverju var
íþróttaþáttur-
inn færður?
Arnar Þorsteinsson skrifar:
Ég er 9 ára strákur og mér
finnst mjög gaman að íþróttum.
Nú er búið að færa íþróttatímann
í sjónvarpinu á mánudögum síðast
á dagskrána, en þá get ég ekki séð
hann, því þá er ég farinn að sofa.
Ég veit að mörgum krökkum
finnst þetta skrítið. Af hverju var
þetta gert?
Engin lftilsvirðing
við börn í Eden
Bragi Einarsson, Eden, skrifar:
I rúman aldarfjórðung sem
Eden hefur starfað, hefi ég undir-
ritaður og starfsfólk mitt sem bet-
ur fer átt sárasjaldan í útistöðum
við þá gesti sem okkur hafa sótt
heim.
Sú mikla aðsókn fólks á öllum
aldri sem staðurinn nýtur bendir
ekki til þess að gestir okkar fái
yfirleitt slæmar móttökur. Hin
síðari ár hafa vinsældir staðarins
vaxið með hverju ári og er það álit
okkar sem hér störfum að það sé
meðal annars því að þakka að
reynt er af fremsta megni að hafa
reglu og eftirlit á staðnum.
Undanfarna daga hefur í flest-
um dagblöðum mátt lesa pistil frá
nokkrum konum frá skóladag-
heimili Breiðagerðisskóla með
fyrirsögninni „Lítilsvirðing við
börn í Eden — Hvers eiga þau að
gjalda?" Við hér í Eden könnumst
ekki við að hafa sýnt þessum börn-
um eða öðrum lítilsvirðingu. Aftur
á móti greindi okkur á við gæslu-
konur þeirra út af agaleysi. Þessar
ágætu konur voru sýnilega eitt-
hvað þreyttar á barnahópnum sín-
um þegar þær komu hér og við
sem vorum hér að vinna vorum
ekki tilbúin að láta taka hús á
okkur og breyta því í skóladag-
heimili meðan gæslukonur barn-
anna slöppuðu af.
Hér eftir sem hingað til munum
við taka vel á móti öllum sem
heimsækja staðinn en hafa það
samt að leiðarljósi að láta ekki
1