Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 17 Mark Reedman og Strengjasveitin Tónlist Egill Friöleifsson BústaAakirkja 11. 6. ’84. Flytjendur: Strengjasveit. Stjórnandi: Mark Reedman. Kfnisskrá: J.S. Bach, Branden- borgarkonsert nr. 3. D. Shostakovich, Kammersinfónía. R. Strauss, Myndbreytingar fyrir 23 strengi. Strengjasveit undir stjórn Marks Reedman efndi til tón- leika á vegum listahátíðar í Bú- staðakirkju á mánudagskvöld. Frá því Mark Reedman hóf störf við Tónlistarskólann í Reykjavík hefur hann unnið þrekvirki við uppeldi fiðlunga á íslandi. Honum hefur tekist að lyfta Strengjasveit Tónlistar- skólans á hærra plan en áður hefur heyrst meðal strengja- nemenda hérlendis, enda hlotið athygli og lof fyrir ótvíræðan árangur bæði hér heima og einn- ig erlendis. Hann hefur og sýnt metnað í vali verkefna og flutt okkur margar af perlum tónbók- menntanna. Því er á þetta minnst, að margir af meðlimum strengjasveitarinnar, sem fram kom, eru eða hafa verið nemend- ur hans. Það kemur því ekki lengur á óvart að heyra strengjasveit undir stjórn Marks Reedman spila hreint og frísk- lega. En mikið vill meira, enda viðmiðunin aðeins ein hjá fram- sæknum tónlistarmanni, þ.e. gæðin ofar öllu. Tónninn, sem Mark Reedman laðar fram, er alltaf hreinn og klár, en að mínu áliti of harður og einlitur og allt að því forseraður á stundum. Öll óþarfa tilfinningasemi er honum víðsfjarri við túlkun viðfangs- efna sinna. Honum virðist alltaf vera mikið niðri fyrir og tekst með ákafa sínum að mana hina ungu hljóðfæraleikara til veru- legra átaka. Mér er nær að halda að honum takist að kreista út úr þeim allt sem þeir geta gefið. En þessi ákafastíll, að spila alltaf eins og þeir eigi lífið að leysa, er of einlitur og getur orðið dálítið þreytandi þegar hlustað er heilt kvöld. Ef til vill er þetta honum eðlilegur tjáningarmáti. En haf- andi enn í eyrunum hinn silki- mjúka og sveigjanlega strengja- hljóm Fílharmóníunnar frá London tvö næstu kvöld á undan verður munurinn skýr. Slíkur samanburður er ekki sanngjarn og þó. Mark Reedman er metn- aðarfullur, hæfileikaríkur lista- maður sem mikils má af vænta. Það hefur verið gæfa okkar ís- lendinga, að á fjörur okkar hefur öðru hvoru rekið síðustu hálfa öldina mikilhæfa leiðbeinendur, sem lyft hafa grettistaki í tón- menntamálum okkar. Einn þess- ara manna er Mark Reedman. Annars hófust tónleikarnir á þriðja Brandenborgarkonserti J.S. Bach, þeim í G-dúr BWV nr. 1048. Þessi konsert hefur þá sér- stöðu meðal Brandenborgarkon- sertanna að vera aðeins í tveim- ur köflum og báðir eru þeir harðir. Stundum eru kaflarnir tengdir saman með sembal- kadensu sé semball á annaðborð notað sem continuo-hljóðfæri. Og þó slíkum „sögulegum kröf- um“ hafi ekki verið sinnt hér, rýrnar tónbálkurinn ekki við það í þessu verki. Það var hins vegar Gréta Guðnadóttir sem lék fal- lega strófu áður en fiðlungar all- ir lögðu af ákafa á brattann og léku síðan þáttinn, eins og allt annað þetta kvöld, hreint, frísk- lega en hart. Kammersinfónia Shosta- kovich er sérkennileg tónsmíð, þar sem þrír af fimm köflum verksins bera yfirskriftina largo. Hafandi ýmis önnur verk þessa höfundar í huga eru þessi róleg- heit harla óvenjuleg. Þess vegna myndar annar kaflinn, Allegro molto, skarpa andstæðu við hina og þar naut harður og ákveðinn tónn strengjasveitarinnar sín vel. Tónleikunum lauk með myndbreytingum fyrir strengi eftir R. Strauss, og skal ég ekki lengja þetta greinarkorn með því að reyna að lýsa þessu tregafulla verki, þar sem Strauss, um leið og hann vitnar í Wagner og Beethoven, grætur hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar og fall Þýskalands. Það hlýtur að ylja hverju tón- elsku hjarta að sjá og heyra þetta unga fólk spila af jafn mikilli reisn, jafnvel þó maður óski eftir því að tónninn sé mýkri og sveigjanlegri. bjóðum aðeins gæðagripi Mesta úrval landsins af þekktum viöurkenndum merkjum. 10 ára ábyrgð á stelli og framgaffli. Varahluta- og viögerðaþjónusta. Þekking — öryggi — reynsla. Sérverslun i meira en hálfa öld .. Reióhjólaverslunin ORNINN Spitalastig 8 Sveigjanleg greiöslukjör. símar 14661 - 26888 fCYCLES l" PEUCEOT S) KALKHOFF ISLENSK FLOGG ALLAR GERDIR FLAGGSTANGIR ÚR TREFJAGLERI, FELLAN- LEGAR MEO FESTINGU, FLEIRI STÆROIR FLAGGSTANGAR- HÚNAR FLAGGLÍNUR FLAGGLÍNUFESTINGAR • ÁLSTIGAR 2FALDIR MARGAR LENGDIR • GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPAÐAR KANTSKERAR GARÐHRÍFUR HEVHRÍFUR, ORF GARÐSLÁTTUVÉLAR GARÐKÖNNUR VATNSÚOARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI SLÖNGUGRINDUR GAROSLÖNGUR JÁRNKARLAR JARDHAKAR SLEGGJUR HJÓLBÖRUR, GALV. • TIL SJÓSTANGAVEIDI HANDFÆRAVINDUR MED STÖNG SJÓSPÚNAR OG PILKAR MJÖG FJÖLBR. URVAL HANDFÆRAVINDUR FÆREYSKAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRAÖNGLAR MEÐ GERVIBEITU HANDFÆRASÖKKUR SIGURNAGLAR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULÓDARÖNGLAR SILUNGANET UPPSETT BLÝ OG FLOTTEINAR • BOLTAJÁRN, GALV. BAKJÁRN, GALV. TJÖRUHAMPUR BIK, SVART OG HVÍTT ' • BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORDNA ARAR — ÁRAKEFAR BÁTADREKAR — KEÐJUR BÁTADÆLUR VÆNGJADÆLUR V. ANANAUSTUM SÍMI 28855 iW OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9—12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.