Morgunblaðið - 14.06.1984, Síða 26

Morgunblaðið - 14.06.1984, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ1984 26 Tófunni fjölgar suð-vestanlands ÍSLENSKI villirefastofninn hefur stækkað mikid suðvestanlands á undanfornum árum að sögn Sveins Einarssonar veiöistjóra. í vor hefur þó ekki borið mikið á dýrbítum enn sem komið er, enda hvolparnir enn það litlir aö þeir þurfa lítinn mat, en í fyrrasumar bar talsvert á dýrbítum og voru þá unnin nokkur slík greni í Mosfellssveit og víðar. Sveinn sagði að svo virtist sem stofninum væri haldið í skefjum annarsstaðar á landinu með veiðum. Hér í nágrenni höfuðborgarinnar hefði áróður gegn tófudrápum, með órökstuddum fullyrðingum um að stofninn væri í hættu, haft þau áhrif að dregið hefði úr grenjavinnslu og eins hefðu menn ekki verið nógu duglegir við að leita á gömlu grenj- unum en við þetta hefði stofninn vaxið óeðlilega. Sagði Sveinn að nauðsyn bæri til að gera átak í veið- unum til að halda stofninum niðri, en með þeim veiðum sem hér hefðu verið undanfarin ár, 1.400—1.600 dýr væri ekki nein hætta á að stofninum yrði útrýmt. Sagði hann ekki vitað með vissu hve margir refir væru í landinu en kvaðst reikna með að þeir væru nálægt 2.000 alls. Sumarnámskeið skák skólans að Sumarnámskeið skákskóla Frið- riks Ólafssonar munu standa yfir Óheppileg myndbirting VEGNA kvörtunar konu einnar út af „óskemmtilegri ferð með sérleyfisbifreið" á milli Akureyr- ar og Reykjavíkur sem birtist í Velvakanda á miðvikudag, vill Morgunblaðið taka fram að þrátt fyrir að með greininni hafi birst mynd af tveimur langferðabif- reiðum Sæmundar Sigmundsson- ar, sérleyfishafa í Borgarfjörð, á hann engan aðild að því máli sem um var rætt. Er hann hér með beðinn velvirðingar á þessari óheppilegu myndbirtingu. hefjast dagana 18. júní til 6. júlí. Nám- skeiðin eru fyrir alla aldursflokka og kennt er í byrjendaflokki og fram- haldsflokki I og II, auk þess sem sérstök námskeið eru fyrir fyrri nemendur skólans, þar sem áhersla verður lögð á byrjanir og höfð hlið- sjón af fyrra námi. Hvert námskeið er tíu klukku- stundir og kennt er tvisvar í viku, tvær klukkustundir í senn. Kennsluna munu annast alþjóð- legu meistararnir, Helgi ólafsson og Jón L. Árnason og mun kennsl- an fara fram í húsakynnum skák- skólans að Laugavegi 51. Þátt- tökugjald er krónur 1.000 fyrir yngri en 14 ára, en 1.300 fyrir eldri en 14 ára. Innritað er á námskeiðin í síma 25550 dagana 12.—16. júni frá kl. 16-19. Afmælishappdrætti Sjálfstæðisflokksins DREGIÐ var hjá borgarfógeta í af- mælishappdrætti Sjálfstæðisflokks- ins 9. júní síðastliðinn. Upp komu eftirtalin vinningsnúmer: Nr. 63519 Sólarlandaferd í leigudu^i með flrval fyrir 2 (il Mallorka. Nr. 6328 Sólarlandaferð frá fltaýn í leiguflugi fyrir 2 að eigin vali. Nr. 76793 Flugfar fyrir 2 með Klugleiðum til New York. Nr. 26836 Sólarlandaferð í leiguflugi með Úrval fyrir 2 til Ibiza. Nr. 13688 Sólarlandaferð frá fJtsýn í leiguflugi fyrir 2 að eigin vali. Nr. 73584 Flugfar fyrir 2 með Flugleiðum til New York. Nr. 81213 Sólarlandaferð í leiguflugi með Úrval fyrir 2 til Mallorka. Nr. 71879 Sólarlandaferð frá ÍJteýn í leiguflugi fyrir 2 að eigin vali. Nr. 96445 Flugfar 6/30 fyrir 2 með Flugleiðum til Amsterdam. Nr. 97303 Sólarlandaferð í leiguflugi með IJrval fyrir 2 til Ibiza. Nr. 85077 Flugfar 6/30 fyrir 2 með Flugleiðum til London. Nr. 78838 Sólarlandaferð frá fJtsýn í leiguflugi fyrir 2 að eigin vali. Nr. 28438 Sólarlandaferð í leiguflugi með fjrval fyrir 2 til Ibiza. Nr. 95689 Flugfar 6/30 fyrir 2 með Flugleiðum til Luxemborgar. Nr. 81474 Sólarlandaferð frá ÍJteýn í leiguflugi fyrir 2 að eigin vali. Nr. 26183 Sólarlandaferð frá fJtsýn í leiguflugi fyrir 2 að eigin vali. Nr. 65505 Flugfar 6/30 fyrir 2 með Flugleiðum til London. Nr. 43525 Sólarlandaferð í leiguflugi með f'rval fyrir 2 til Mallorka. Nr. 67764 Sólarlandaferð frá ÍJteýn í leiguflugi fvrir 2 að eigin vali. Nr. 78821 Flugfar 6/30 fyrir 2 með Flugleiðum til Kaupmannahafnar. Nr. 99291 Sólarlandaferð frá f'Lsýn í leiguflugi fyrii 2 að eigin vali. Nr. 79549 Sólarlandaferð í leiguflugi með Úrval fyrir 2 til Ibiza. Nr. 70890 Sólarlandaferð frá fjteýn í leiguflugi fyrir 2 að eigin vali. Nr. 35229 Flugfar 6/30 fyrir 2 með Flugleiðum til Osló. Nr. 52019 Sólarlandaferð í leiguflugi með fJrval fyrir 2 til Mallorka. Nr. 81426 Sólarlandaferð frá fJtsýn í leiguflugi fyrir 2 að eigin vali. Eigendur ofantaldra vinnings- miða framvísi þeim í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn þakkar öllum þeim fjölmörgu, sem þátt tóku í stuðningi við flokkinn með kaupum á happdrættismiðum. (Fréttatilkynning.) Ragni Kolle Kierulf, dansahöf- undur og dansari. Exultate tónleikar með upplestri dansi og orgelleik HÉR á landi eru nú staddir þrír norskir listamenn, Per Cristensen eldri, leikari, Ragni Kolle Kierulf, dansahöfundur og dansari, og Björn Káre Moe, organleikari. Þau eru að ljúka tónleikaferð um Norðurlönd og munu halda tvenna tónleika hérlendis. Þeir fyrri verða í Dómkirkjunni í Reykjavík, laugardaginn 16. júní og þeir seinni í Akureyrarkirkju, mið- vikudaginn 20. júní. Á efn- isskrá þeirra eru verk eftir Reger, Bach, Nystedt og Hvosi- ef. Listamennirnir hlutu styrk til fararinnar frá Norræna menningarsjóðnum. Steinar Skúlason bifreiðastjóri fslenskra eðalvagna í fullum herklæðum við bflaflota fyrirtækisins. Rolls Royce Phantom V bifreiðin er til vinstri en Silver Shadow I til hægri. Morgunblaðið/ KEE „Drottningarbíll“ á götum Reykjavíkur FYRSTA Rolls Royce Phantom V bifreiðin, sem kemur til íslands, var í gær skipað upp úr lest Eyrar- foss, skipi Eimskipafélags íslands, sem kom frá Felixstowe í fyrradag. Það er fyrirtækið íslenskir eðal- vagnar, sem flytur inn bflinn frá Bretlandi, en hann er árgerð 1961 og hefur skrásetningarnúmerið AJB 589A. Fyrstu Rolls Royce bif- reiðina, af gerðinni Silver Shadow I, fékk fyrirtækið í síðustu viku. Ólafur Arnarson stjórnarfor- maður íslenskra eðalvagna sagði í samtali við Morgunblaðið í lest Eyrarfoss, að bifreiðin kostaði hálfa aðra milljón króna komin á götuna, en hún væri sömu gerðar og viðhafnarbifreið Bretadrottningar og í einkalit- um bresku konungsfjölskyldunn- ar. Fyrirtækið hygðist leigja bíl- inn við sérstök tækifæri og mundi leigan verða um 1.500 krónur á klukkustund. Bifreiðin yrði leigð með bílstjóra en í henni yrðu myndbands- og sjón- varpstæki auk bílasíma, vín- stúku og snyrtiborðs. Ólafur sagði ekki ráðgert að selja Phantom bílinn, en sennilegt væri, að góðum tilboðum yrði ekki hafnað. Ólafur Arnarson kvað samn- inga um sölu fyrstu Rolls Royce bifreiðar fyrirtækisins vera að nást og væri söluverð um milljón krónur, en stefnt væri að því að flytja inn fleiri bíla þessarar gerðar nú í ár. „Það verða líklega notaðir bílar," sagði Ólafur og bætti því við, að nýr Rolls Royce af gerðinni Silver Spirit kostaði rúmar sex milljónir króna kom- inn á götuna hér á landi. íslenskir eðalvagnar hyggjast sýna báða bíla fyrirtækisins síð- ar í þessum mánuði. Formannaráðstefna Alþýðusambands Austurlands: Skorar á aðildarfélög að segja upp samningum frá 1. september Á formannaráðstefnu Alþýðu- sambands Austurlands, þar sem mættir voru formenn allra aðildarfé- laga nema tveggja, var eftirfrandi ályktun samþykkt: „Formannafundur ASA haldin að Egilsstöðum 12. júní 1984 sam- þykkir eftirfarandi tilmæli til að- ildarfélaga ASA: Þar sem allar forsendur fyrir síðustu kjara- samningum hafa brostið á samn- ingstímanum og kjaraskerðingin fer sívaxandi, landbúnaðarafurðir hafa hækkað um allt að 40% síðan um áramót, lyf og læknishjálp hafa margfaldast í verði og lækn- ishjálp varla fáanleg vegna sparn- aðar, svo fátt eitt sé nefnt, þá beinir formannafundur ASA því til verkalýðsfélaganna á Austur- landi að þau standi öll saman um að segja upp kaupliðum kjara- samninga fyrir 1. september næst- komandi." Ályktunin var samþykkt ein- róma. Hópurinn sem brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Rvk. brautskráir 29 nemendur Tónlistarskólanum í Rcykjavík var slitið í Háteigskirkju 29. maí sl. Brautskráðir voru 29 nemendur og er það stærsti hópur sem sem lokið hefur burtfararprófi í einu frá skól- anum. Nemendurnir sem brautskráð- ust að þessu sinni voru einleikar- ar, einsöngvarar og nemendur úr hinum ýmsu kennaradeildum skólans. Meðal þeirra voru sex nemendur úr tónfræðadeild, þeir fyrstu sem Ijúka þaðan námi, en deildin tók til starfa haustið 1981. Nám í deildinni miðast við nám til BA-prófs við erlenda tónlistar- háskóla. í skólaslitaræðu sinni minntist Jón Nordal, skólastjóri, Björns Ólafsssonar konsertmeistara sem lést í mars sl., en Björn var yfir- kennari í strengjadeild skólans í áratugi og stjórnandi Hljómsveit- ar Tónlistarskólans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.