Morgunblaðið - 14.06.1984, Page 41

Morgunblaðið - 14.06.1984, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 41 fclk í fréttum Victoria Principal þykir laus á kostunum og einkalíflð er öllu viðburðaríkara en ætla mætti af Dallas. Minnispunktar um Victoriu Principal + Victoria Principal þykir ekki neitt sérstaklega gáluleg sem Pam- ela Ewing í Dallas, en í raunveru- leikanum er hún léttlyndari en þær flestar. Enska dagblaðið The Sun hefur tekið saman dálítinn lista yfir afreksverk Victoriu og lítur hann þannig út: + Victoria gerir sér ekki mikinn mannamun þegar karlmenn eru annars vegar, en af þeim öllum hefur enski knattspyrnumaðurinn Lance Rentzel verið hvað sístur. Hann hefur verið dæmdur fyrir kynferðisafbrot gegn börnum og eiturlyfjaneyslu. + Milljónamæringurinn Bernie Cornfeld (sem síðar var dæmdur fyrir fjárglæfri) varð svo ástfang- inn af Victoriu, að hann gaf henni flugvél og borgaði laun flugmanns- ins, Rolls-Royce með bilstjóra og lífvörð í afmælisgjöf þegar hún varð 19 ára gömul. + Þegar Victoria varð 20 ára gaf Cornfeld henni villu í einu af fín- ustu hverfum Lundúna og kostaði hana á námskeið hjá eftirsóttum leiklistarkennara. + Á þeim þremur árum, sem þau þekktust og voru saman Victoria og Cornfeld, breyttist hann úr grannvöxnu glæsimenni i afdank- aðan fitukepp. + Þegar réttvísin þóttist eiga eitthvað vantalað við Cornfeld sneri Victoria sér að Hollywood- lækninum Mark Saginor en það stóð aöeins í fjóra mánuöi, þá tók við bílasalinn Charlie Schmidt. + Victoria átti að þessu búnu nokkra ástafundi með Frank Sin- atra, en þau reyndu að leyna sam- bandi sínu eins og þau gátu. Þau sáust t.d. aldrei saman opinber- lega. + Victoria hitti leikarann Christopher Skinner við upptökur á Dallas og giftist honum. Hann er eini maðurinn sem hún hefur verið gift. + Hjónabandið stóð aðeins í 11 mánuði, en skilnaðarmálin hins vegar nokkru lengur. + Söngvarinn Andy Gibb fluttist inn til Victoriu þremur dögum eft- ir að þau sáust fyrst. + Nokkru síðar voru þau í veislu og þá gaf Andy Victoriu reisupass- ann svo allir heyrðu. Þar með lauk þeirra samvistum. + Á eftir Andy tók við arabíski auðkýfingurinn Hani Salaam. Hann flaug frá London til Los Angeles bara til að borða með henni hádegisverð. + Næsta fórnarlamb Victoriu var rithöfundurinn Ernest Thompson. Eftir sex vikna kynni kynnti hann hana fyrir móður sinni, en þá var hún raunar þegar farin að vera með leikstjóranum Fred Whitehead. + Á meðan Victoria var með Fred fór hún að hitta lýtalækninn Harry Glassman á laun. + Harry Glassman gengur illa að ákveða brúðkaupsdaginn því að börnin hans vilja ekki sjá Victoriu fyrir stjúpmóður. + Victoria vill ekki eignast börn. Hún er hrædd um að það komi niður á vextinum og hefur boðist til að taka barn í fóstur en á það má Glassman ekki heyra minnst. 007-stúlkunni þykir vænt um milljarðana sína + Barbara Carrera, sem varð fyrst kunn sem leikkona eftir að hafa komiö fram í James Bond-myndinni „Never Say Never Again", er ekki eins hrifin af karlmannlegum vexti og ætla mætti. Á kvikmyndahátíð- inni í Cannes, sem hatdin var nú fyrir nokkru, var Barbara óspör á viðtölin og alls staðar gat hún komið að manninum sínum, sem er svo væskilslegur að hennar sögn, að „hann gæti varla komið blautum tennisbolta yfir netið". „Aftur á móti,“ bætir Barbara við brosandi, „gæti hann keypt Björn Borg til að gera það fyrir sig.“ Eiginmaður Barböru heitir eða er kallaður Nicky og er eftirnafnið Malroleon. Hann er erfingi grisks útgerðarmanns og hefur nú fengið frí hjá pabba sínum til að ferðast um heiminn með konunni sinni. Barbara Carrera er frá Nicaragua og var faðir hennar sendiherra lands síns á sínum tíma. Þegar Barbara var 15 ára var hún send til Banda- ríkjanna að læra á fiðlu en var fljótt uppgötvuð sem fyrirsæta. Þegar Barbara var í viðtölunum var eigin- maðurinn hennar litli alltaf nálægur með konfekt og annað góðgæti og hún var heldur ekki að fara í felur með tvær af brúðargjöfunum hans, eins karats demant og annan þriggja karata, báða hjartalaga. „Eg gæti raunar metið Nicky sjálfan í karöt- um,“ segir Barbara og þegar hún er spurö að því hvað hún hafi gefið honum, svarar hún til: „Ó, það sem er mest í tísku núna, það sem enginn karlmaður getur verið án, nátt- treyju." Barbara (arrera: „Maðurinn minn gæti keypt Björn Borg.“ COSPER COSPtR — Og af hvaða minnimáttarkennd þjáist þú, maður minn? Litir: Bleikt, ijósblátt. Stærðir: 20 - 30. Verð: 199- Litir: Grátt, dökkblátt. Stærðir: 28-35. Stærðir: 36 - 41 Verð: 499,- Litir: Dökkblátt, rautt. Stærðir: 21 - 30.' n Verð: 359.- Litir: Grátl, svart Stasrðir: 36 - 41. Verð: 399.- Litir: Vínrautt, dökkblátt. Stærðir: 25-35. Verð: 399,- Stærðir: 36 - 41. Verð: 459 - Litir: Gult. Ijósblátt, grátt. Stærðir: 36 - 41. Verð: 299,- Litir: Blátt, vínrautt Stærðir: 36 - 41. Litir: Rautt, Stærðir: 36 Verð: 789 - Stærðir: 42 - 46. JZerð: 459.- Litir: Ljósbtátt, dökkblátt. grátt. Stærðir* 27 - 34 Verð: 299,- Sími póstversiunar er 91-30980 HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.