Morgunblaðið - 20.06.1984, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 20.06.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 5 Vigfús Sigurgeirsson Ijósmgndari látinn Vigfús Sigurgeirsson ljósmynd- ari lést laugardaginn 16. júní 84 ára að aldri. Hann fæddist 6. jan- úar árið 1900 á Stóruvöllum í Þingeyjarsýslu, og nam ljós- myndasmíði hjá Hallgrími Ein- arssyni á árunum 1920—1923. Síð- an starfaði Vigfús sem ljósmynd- ari á Akureyri frá 1923—1935, en stundaði auk heldur nám í tónlist þar frá 1922-1926. Árið 1935 hélt hann til Danmerkur og Þýska- lands þar sem hann kynnti sér nýjungar í ljósmyndagerð, og kvikmyndagerð í Þýskalandi á ár- unum 1936—37. Árið 1937 gerðist Vigfús ljósmyndari í Reykjavík þar sem hann starfaði upp frá því, og hóf að taka kvikmyndir af at- vinnuháttum íslendinga, þjóðlífi og þróun atvinnuveganna. Vigfús var einnig um langt skeið kvik- myndatökumaður í fylgd með for- setum íslands í opinberum ferðum þeirra. Vigfús var tvíkvæntur. Fyrri Vigfús Sigurgeirsson kona hans, Bertha Þórhallsdóttir, dó árið 1932, en hin síðari, Val- gerður Magnúsdóttir, lést árið 1982. Þau Vigfús eignuðust tvö bðrn. Formannafundur VMSÍ: Skorar á félögin að segja upp samn- ingum 1. september Kormannafundur Verkamannasam- bands íslands samþykkti einróma áskorun til aðildarfélaga að segja upp launaliðum núgildandi kjarasamninga frá I. ágúst, þannig að þeir verði lausir I. september næstkomandi. Jafnframt er gerð krafa um að lágmarkslaun verði 14 þúsund krónur á mánuði, taxtakerfi VMSf verði endurskoðað, þar sem fullt tillit verði tekið til vinnu- álags og starfsaldurs og reiknitölur fylgi töxtum. Þá segir að VMSÍ muni í komandi samningum taka fullt tillit til raunhæfra verðlækkana sem kjara- bóta. I greinargerð sem fylgir áskorun- inni segir að óviðunandi sé að samn- ingsbundnir taxtar séu allt niður í rúmar 10.500 krónur þegar dag- vinnutekjutrygging er 12.913. Þetta raski álagi á yfirvinnu og sé það til dæmis 20% í stað 40% á eftirvinnu, sé miðað við 10. launaflokk. Alvarleg hætta sé á að slíkt ástand verði var- anlegt, sé ekki gripið til gagnráð- stafana. f því sambandi er bent á samninga frá 1968, en þá var tíma- bundið samið eingöngu um hækkun á dagvinnu, sem gerði það að verkum að hlutfall eftirvinnu féll úr 60% niður í 40% og næturvinnu úr 100% í 80% og gildi þau hlutföll enn þann dag í dag. Þá segir að sama gildi um bónus og ýmis kaupaukakerfi: þau eigi að miðast við lágmarkstekjur en ekki taxta. Ennfremur segir að þetta ástand hafi leitt til þess að aldurshækkanir hafi í raun fallið niður, þar sem eng- inn af töxtum VMSÍ nái dagvinnu- tekjutryggingu og geri þetta að verk- um að byrjendur og þeir sem unnið hafa í 10 ár séu á sama kaupi, þrátt fyrir það að gert sé ráð fyrir ald- urshækkunum. Síðan segir: „Samningar ASÍ og VSf 21. febrúar sl. miðuðust við að kaupmáttur 4. ársfjórðungs 1983 héldist óskertur út samningstíma- bilið. Ræikisstjórnin tók í raun ábyrgð á samningunum með þátt- töku í samningsgerðinni. Nú liggur fyrir að kaupmáttur er í dag minni en gert var ráð fyrir 21. febrúar sl. Þá er ekki reiknað með neinum óvæntum aðgerðum eða hækkunum, svo sem oliuverðshækkunum eða öðrum slíkum, sem þó liggja í loft- inu.“ Segir að til þess að ná meðaltals- kaupmætti ársins þurfi 15,1% kaup- hækkun 1. september og fyrirsjáan- legt sé að grundvöllur núverandi kjarasamninga sé brostinn. Feróaskrifstofan Austurstræti 17, sími 26611. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911. KNATTSPYRNU- FERÐ m HOLLANDS 17.-21. ÁGÚST Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart Amór Guðjohnsen, Anderlecht Ferðatilhögun Flogið verður meö Arnarflugi til Amsterdam þ. 17. ágúst og frá Am- sterdam þ. 21. ágúst. Frá Amsterdam veröur ekið meö langferöabíl til Rotterdam ca. klukkutlma ferö. 17,—20. ágúst verður dvaliö í Rott- erdam á góöu 4 stjörnu hóteli. Um kvöldiö þ. 17.ágúst veröa 2 leikir, Manchester United og Stuttgart kl. 19.00 og Feyenoord og Ander- lecht kl. 21.00. Þ. 19. ágúst kl. 15.00 leika þeir saman sem töpuöu og kl. 18.00 fer fram úrslitaleikurinn. Þ. 20. ágúst verður ekið til Amster- dam og gist þar eina nótt. Verö pr. pr. I þriggja m. herbergi kr. 11.500,- Verð pr. pr. I tveggja m. herbergi kr. 13.200,- Verð pr. pr. í eins m. herbergi kr. 15.800.- Innifalið I ofanskráðu veröi er: Flugfargjald, akstur, gisting, morgun- veröur, aögöngumiöi á 4 leiki (sæti), kynnisferö um Amsterdam og fararstjórn. Staöfestingargjald kr. 2.500,- 1. júnl 1984. FEYENOORD - STUTTGART - ANDERLECHT - MANCHESTER UNITED Síðast var fariö til Stuttgart en nú skal halda til Rotterdam. Feröa- skrifstofan Útsýn efnir til hópferöar á knattspyrnumót sem haldiö veröur I Hollandi. Fjögur sterk 1. deildarlið taka þátt i þessu móti. Nú gefst tækifæri á aö sjá okkar frábæru knattspyrnumenn Asgeir Sigur- vinsson, Stuttgart og Arnór Guðjohnsen Anderlecht leika listir sinar. „ómar í aldarfjórðung“ ein allra léttasta og besta skemmtun sem sviðsett hefur verið hér á landi nú í allra síðasta sinn laug- ardags- og sunnu- dagskvöld í CCOAC Hljómsveit Ingimars Eydals frá Akureyri kemur til borgarinnar I tilefni þess og leikur Ingimar m.a. nú undir hjá Ömari og svo fyrir dansi. Auk þess syngja þau Björgvin og Þuríður nokkur lög og fyrrum undir- leikarar Ómars koma fram. Missiö ekki af þessari einstæðu skemmtun sem svo sannarlega hefur slegiö í gegn. Vegna anna ómars í sumar veröur ekki unnt aö halda þessum skemmtunum áfram. Miða- og boröapantanir í síma 77500.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.