Morgunblaðið - 20.06.1984, Síða 16

Morgunblaðið - 20.06.1984, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 Norræna umferðaöryggisárið: Banaslysum fækkaði — ekki færri síðan 1969 „Vonbrigði að geta ekki haldið uppi jafnöflugu starfi í ár og í fyrra“ Samanburður á umferðarslysum á (slandi 1978-1983 Meðaltal 5 1978 1979 1980 1981 1982 síðustu ára 1983 Látnir: 27 27 25 24 24 25 18 Slasaðir: 709 588 686 707 744 687 613 Samtals: 736 615 711 731 768 I 712 631 I U H U 1U H 4 t i U. tÍ-i 4 4 í mIII'IM í f H > í * t} 41 Ý 4 i 1 s H í 712 631 81 ÍM «£ í H f i H * > f H i 4 i * mÉUMFEROAR Wrað „NORRÆNA umferðaröryggisárið tókst vel hér á landi og slysum í um- feröinni fækkaði. Banaslysum fækk- aði úr 24 árið 1982 í 18 árið 1983. Alls slösuðust 631 í umferðarslysum sam- anborið við 768 árið áður. Arlega hafa 25 manns látist að meðaltali í um- ferðarslysum síðastliðin fimm ár og 712 hafa slasast. Þetta er vissulega góður árangur og gleðileg tíðindi. Tala látinna er hin lægsta síðan árið 1%9. Hins vegar kennir reynslan okkur að í kjölfar „góðra ára“ í um- ferðinni er hætt við að slysum fjölgi og blikur eru á lofti það sem af er árinu. Það veldur okkur þungum áhyggjum að ef fram fer sem horfir, þá fjölgar slysum á ný,“ sagði Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs, á fundi með blaða- mönnum. Umferðarráð boðaði til blaða- mannafundar til þess að kynna ár- angur af norræna umferðarárinu í fyrra og til þess að ræða umferð- armál almennt. Umferðarráð hefur gefið út rit um norræna umferðar- öryggisárið. Þar kemur fram að hugmyndin um norrænt umferðar- öryggisár kom fyrst fram árið 1972, en þá hafði slysaalda gengið yfir Norðurlöndin. I marsmánuði sam- þykkti norræna ráðherranefndin, að 1983 skyldi verða norrænt um- ferðaröryggisár. „Með samstilltu átaki eins og gert var í fyrra náðist verulegur árangur í að fækka slysum og það án þess að miklum fjármunum væri varið til þess. Þessu fé var tvímælalaust vel varið, því mikið fé sparaðist — fé sem hefði runnið til hjúkrunar hinum slösuðu. Þetta er hægt að mæla í krónum, en þján- ingar fólks, sem lendir í umferð- arslysum, verða aldrei mældar í peningum né mannslíf, sem glat- ast,“ sagði Valgarð Briem, formað- ur Umferðarráðs. Fram kom, að Umferðarráð fór fram á 550 þús- und krónur úr ríkissjóði árið 1982 til þess að standa straum af kostn- aði við undirbúning, en fékk aðeins 100 þúsund krónur. Árið 1983 var farið fram á 1,5 milljónir króna, en þá fengust 800 þúsund. í ár hefur fjárveiting verið lækkuð á ný. „Ljóst er að við getum ekki haldið uppi jafn öflugri starfsemi. Við réðum starfsmann, sem helgaði sig verkefnum á norræna umferðarör- yggisárinu, en höfum nú misst hann vegna fjárskorts,“ sagði óli H. Þórðarson. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs. Valgarð Briem, formaður Umferð- arráðs. „Það eru okkur mikil vonbrigði að geta ekki haldið uppi jafn öflugu starfi og í fyrra, því átak til fækk- unar umferðarslysum skilar sér. Það hefur reynslan kennt okkur og fjármagn varið til aukins umferð- aröryggis skilar sér margfaldlega til baka,“ sagði Haraldur Henrýs- son, formaður Slysavarnafélags ís- lands, en hann á sæti í ráðinu. „En sem betur fer búum við að því sem gert var í fyrra — þáttaka almenn- ings í umferðarmálum var meiri en nokkru sinni fyrr. Foreldrafélög skóla voru virkir þáttakendur og vonandi láta þessir aðilar ekki deigan síga,“ sagði Haraldur Henr- ýsson. Nokkrar ráðstefnur voru haldnar hér á landi um umferðaröryggis- Haraldur Henrýsson, formaður Slysavarnarfélags íslands. mál á síðastliðnu ári og umferðar- vikur voru haldnar í fjölmörgum kaupstöðum. Lögregla víðs vegar um landið var virk í starfinu. Þátttaka var almenn og mikil áhersla lögð á að ná til skólanna; virkja nemendur og foreldra til þátttöku. í Reykjavík var náið samstarf við Samband foreldra- og kennarafélaga I grunnskólum, Slysavarnafélag íslands, fbúasam- tök, skáta, JC-Breiðholt, Bindindis- félag ökumanna, Ökukennarafélag- ið og fleiri aðila. Sýning var á ör- yggisbúnaði fyrir börn í bifreiðum og margt fleira mætti nefna. Hér er aðeins stiklað á stóru í því yfirgripsmikla starfi, sem fram fór á síðastliðnu ári. Fullyrða má að þúsundir hafi tekið virkan þátt í Guðmundur Þorsteinsson, nims- stjóri umferðarfræðslu. norræna umferðaröryggisárinu. Árangurinn lét ekki á sér standa. Slysum fækkaði í umferðinni og al- menningur varð meðvitaðri um hættur í umferðinni, ekki síst hættur sem börnum eru búnar. Jíú eru ýmsar blikur á lofti og reynsla liðinna ára kennir okkur, að í hönd fer sá tími þegar slys eru alvarlegust og dauðaslys flest. Júní hefur á liðnum árum verið sá mán- uður þegar slys eru flest og alvar- legust. Ibúar í þéttbýli fara út á þjóðvegina og slysum í dreifbýli fjölgar. Ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að hafa þetta í huga og aka gætilega," sagði Guð- mundur Þorsteinsson, námsstjóri Umferðafræðslu. Samþykktir á 100. fundi Umferðarráðs: Umferðarráð vill viður- lög noti fólk ekki bflbeltin f ír eru 15 ír síðan Umferðarráð var sett í laggirnar og hélt ráðið sinn 100. fund í lok febrúar. Þar voru sam- þykktar níu tillögur ráðsins að bættri umferðarmenningu. Káðið fagnar þeim árangri, sem náðist á norræna umferðaröryggisárinu í samstarfi við fjölmarga aðila. Ráðið hvetur þá, sem þátt tóku í fyrirbyggjandi aðgerðum, einkum bifreiðatryggingafélögin, til að halda áfram starfi í náinni sam- vinnu við Umferðarráð. Þá telur ráðið að reynsla sýni, að áróður og lagaboð án viðurlaga nægi ekki til þess að ná þeim áfanga að notkun bílbelta verði al- menn. Umferðarráð telur þvf brýnt að hið fyrsta verði tekin upp viður- lög við vanrækslu á notkun bílbelta. Ráðið telur að notkun ökuljósa all- an sólarhringinn muni auka öryggi vegfarenda og hvetur til að sett verði í lög ákvæði um notkun öku- ljósa allt árið. Jafnframt hvetur ráðið til þess, að bifreiðir, sem flytja skólabörn, verði auðkenndar á áberandi hátt. Fjórða samþykkt ráðsins fjallar um nauðsyn þess, að mörkuð verði framtíðarstefna þjóðarinnar á sviði umferðaröryggismála, sem hafi það höfuðmarkmið að tryggja sjálf- sagðan rétt hvers þjóðfélagsþegns til þátttöku í umferð með lág- marksáhættu. Ráðið hvetur til, að verulegu fjármagni verði varið til fyrirbyggjandi starfa, enda sýni reynslan ótvírætt að fyrirbyggjandi starf skili sér margfalt til baka. Ætla megi að fækkun slysa á nor- ræna umferðaröryggisárinu hafi sparað verulegar fjárhæðir að ógleymdum dýrmætum mannslíf- um og ómældum þjáningum þeirra, sem lenda í umferðarslysum. Ráðið telur að efla þurfi þann þátt í starf- semi Vegagerðar rfkisins sem lýtur að lagfæringum á hættulegum stöð- um í vegakerfinu. Umferðarráð skorar á dómsmála- ráðherra að hið allra fyrsta verði sett ákvæði um að fólksbifreiðir, sem fluttar eru til landsins, verði búnar öryggisbeltum í aftursætum. Skyldunotkun belta f aftursæti fólksbifreiða er í nokkrum ná- grannalöndum og telur ráðið brýnt að ekki dragist að búnaður þessi verði í bifreiðum hér á landi. Þá mælist ráðið eindregið til þess, að ökutæki séu á hverjum tfma seld með fáanlegum aukabún- aði, sem aukið geti öryggi. Ráðið skorar á fjármálaráðherra að taka reglur um aðflutningsgjöld til gagngerðar endurskoðunar með það að markmiði, að hvers konar búnaður ökutækja, sem varðar ör- yggi f umferð, verði ekki látinn sæta svo þungum álögum að sölu- verð hamli kaupum og eðlilegri endurnýjun. Sem dæmi nefnir ráðið hjólbarða, slöngur, varahluti f stjórnkerfi og hemlabúnað, bflbelti, barnabflstóla, ljósker, spegla og hjálma fyrir ökumenn vélknúinna hjóla og reiðhjóla. Loks beinir ráðið þeirri ein- dregnu ósk til dómsmálaráðherra og fjárveitingarvalds að gerð verði nokkurra ára áætlun um löggæslu- mál er miði markvisst að auknum mannafla og nýjum tækjakosti. Verði haft. að leiðarljósi að gera lögreglu kleift að sinna af auknu afli fyrirbyggjandi aðgerðum á sviði öryggismála. Umferðarráð leggur áherslu á að vel búin lög- gæsla sé forsenda umferðaröryggis í landinu. Minnisvarði um drukknaöa sjómenn i Fiskrúðsfirði. Morjfunblaöiö/Albert Kemp. Fáskrúðsfjörðun Afhjúpað- ur minnis- varði um drukknaða sjómenn FáskrúðsflrAi, 18. júní. Á sjómannadaginn var afhjúpaður minnisvarði um drukknaða sjómenn við kirkjuna i Búðum. Minnisvarð- inn er úr gabbró úr Hornafirði, unn- inn í Steiniðjunni hf. í Kópavogi eftir hugmynd sóknarprestsins i staðn- um, séra Þorleifs K. Krist- mundssonar, en hann var aðalhvata- maður að gerð minnisvarðans. Minnisvarðinn er tákn „trúar, vonar og kærleika“. Á honum er mynd af brennandi hjarta sem unnið er úr blágrýti en það er tákn kærleikans. í hjartað er sandblás- in mynd af ankeri og tveimur fisk- um en það er tákn hinnar kristnu vonar, og ofan á steininum er kross. Svanhvft Guðmundsdóttir frá Þórshamri hér í Fáskrúðsfirði afhjúpaði minnisvarðann á sjó- mannadaginn. Heildarkostnaður við gerð hans var um 150 þúsund krónur og var hann fjármagnaður með frjálsum framlögum einstakl- inga, fyrirtækja og félaga á Fá- skrúðsfirði. — Albert. Hótel Blönduós: Aðalfundur menningar- samtaka Norðlendinga AÐALFUNDUR Menningarsamtaka Norðlendinga verður að þessu sinni haldinn á Hótel Blönduósi dagana 23. og 24. júní nk. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður boðið upp á dagskrá listamanna af Norðurlandi vestra. Einnig verður m.a. á dagskrá fundarins ráðstefna um stöðu lista á landsbyggðinni. Fundurinn hefst kl. 13.30 á laugardaginn og lýkur honum um kl. 16 á sunnudaginn. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.