Morgunblaðið - 20.06.1984, Side 17

Morgunblaðið - 20.06.1984, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 17 íslenskur refur, alilæða og þrír yrðlingar náðust 1944 Rætt við Björn Guðmundsson á Lóni í Kelduhverfi „Faðir minn, Guðmundur Björnsson á Lóni, stofnsetti hér refabú skömmu fyrir 1940 og starfrækti fram á 5. áratuginn. Það var síöan 1942 að þrír yrðlingar sluppu út, refur og tvær læður. Önnur læðan fannst síðar í greni með íslenskum ref og yrðlingum," sagði Björn bóndi á Lóni í Kelduhverfi í samtali við Morgunblaðið. Eins og fram hefur komið í blaðinu vannst um hvítasunnu- helgina greni við Krísuvík með aliref, íslenskri tófu og fimm yrðl- ingum. Er það mjög sjaldgæft, ef ekki einsdæmi, að íslensk tófa og alirefur finnist saman í greni, en nokkur dæmi eru um að íslenskur refur og alilæða pari sig saman. „Dýrin þrjú sluppu út seinni part sumars og voru þá nærri fullvaxin. Þau komust út úr refa- búinu með því að bíta í sundur vírnet, „átu sig út“ sem kallað var,“ sagði Björn. „önnur læðan náðist strax, en það var ekki fyrr en seinna um veturinn að refurinn náðist. Það var eins með hann og læðuna sem síðar náðist að það var grunnt á upprunalega eðlinu, þau voru bæði grimm og ákaflega vör um sig. Héðinn Olafsson á Fjalli og faðir minn unnu refinn í greni á Tjörunesi eftir mikinn elt- ingarleik. Bar þeim saman um að hann hefði verið með því erfiðasta sem þeir hefðu átt við í vetrar- veiði og voru þó báðir vanir vetr- arveiðimenn. Það var síðan tveimur árum eftir að dýrin sluppu út, að hin læðan náðist í greni á Tjörunesi, ásamt íslenskum ref og þremur yrðlingum. Læðan var ekki auð- veld viðureignar. Nokkru áður en hún náðist hafði Gunnar Sigurðs- son á Auðbjargarstöðum legið við grenið í nokkrar nætur en hún kom aldrei út á meðan hann var nærri. Þegar grenið var unnið keypti faðir minn yrðlingana þrjá, í þeirri von að jafnvel mætti koma upp nýjum stofni með þeim. Yrðl- ingarnir, tvær tófur og einn refur, voru í eldi á búinu á 3. ár. önnur tófan og refurinn reyndust ófrjó, en hin tófan fékk tvo yrðlinga á 2. ári sem fæddust dauðir. Eftir það var ekkert hægt að eiga við hana,“ sagði Björn. „Þetta sýnir glöggt hve skammt er í upprunalegt eðli dýranna ef þau sleppa út af refabúi og kemur saman við frásagnir annarra sem hafa unniö greni með aliref- eða tófu. Þau virðast vera mjög fljót að aðlaga sig breyttum aðstæðum og maður hefur sagnir af því að ef reynt er að ná þeim séu þau mjög erfið viðureignar og síst grimmari en þau villtu, jafnvel erfiðari," sagði Björn Guðmundsson, bóndi á Lóni, að lokum. Lawrence Hawkins, leiðbeinandi, með bók þeirra Blanchard og John- son, Mínútustjórnun, en hún hefur selst í 2 milljónum eintaka í Banda- ríkjunum. Mínútustjórnun: Ánægður starfsmað- ur skilar árangri — segir Lawrence Hawkins, leiðbeinandi „Fólk sem er ánægt í starfi skilar góðum árangri, þess vegna verða all- ir yfirmenn að keppa að því að und- irmenn þeirra séu ánægðir.“ Þetta sagði Lawrence Hawkins erindreki Blanchard Traning and Develop- ment Inc. í viðtali við Morgunblaðið, en hann var staddur hér á landi í seinustu viku á vegum Stjórnunarfé- lagsins þar sem hann leiðbeindi á námskeiði um Mínútustjórnun. „Leyndarmál mínútustjórnand- ans eru þrjú: Mínútumarkmiðið, þ.e. gerðu starfsmanni þínum ljóst þegar í upphafi hvað hann eigi að gera. Mínútuhrós, leiðin til að gera starfsmann að góðum verk- manni með því að hrósa honum fyrir það sem vel er gert og hvetja hann til að halda áfram á sömu braut. Og loks mínútuávítanir, en með þeim læturðu starfsmenn strax vita hvað þeir gera rangt en sýnir þeim um leið umhyggju." Á síðasta ári gaf bókaútgáfan Vaka út bók er bar nafnið Mínútu- stjórnun og eru höfundar hennar Kenneth Blanchard og Spencer Johnson. Við þessa bók studdist Hawkins á námskeiðinu en bókin hefur selst í 2% milljón eintaka í Bandaríkjunum og er með sölu- hæstu bókunum. Aðspurður sagði Hawkins að bókin væri ekki að- eins notuð af forstjórum margra stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna heldur einnig af kennurum og for- eldrum. „Það sem sagt er í þessari bók er hægt að nota alls staðar þar sem mannleg samskipti eiga sér stað og ég vona að þeir sem tóku þátt í námskeiðinu eigi eftir að gera það,“ sagði Hawkins að lokum. Opnumídag Ganskt vertíngahús wo nornma Glæsílegur franskur matseðífl Faflegt umhverB Opíð 6á 11:30 tfl 23:30áfla daga Velkomín ífranska stemmníngu & /"j\ Veitingahúsib jVyvViö Sfácxmsfðuna Hamcirshúsinu, Iryggvagötu Simi 15520 .iiitiuubi \ -u>ío íiuvuon mu i09$vn£> &oi 1 ioiöv -io i&oitív rnotí 'iuutnu.i t ITÍLCi ÖII'J *UIUfc

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.