Morgunblaðið - 20.06.1984, Síða 18

Morgunblaðið - 20.06.1984, Síða 18
or .... _______________________ 18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNl 1984 SAKHAROFF - sam- vizka heimsins — eftir Arnór Hannibalsson Um allan heim fylgjast menn með örlögum Andréjs Sakharoffs og konu hans, Elenu Bonner. Hversvegna? Vegna þess að þau hafa tekið þá hetjulegu ákvörðun að styðja málstað mannréttinda og málfrelsis. Hví er það svo hetjulegt? Eru þessi réttindi ekki sjálfsögð? Svo kann að virðast í augum manna á Vesturlöndum, sem búa við mannréttindi. En Sakharoff-hjónin eru borgarar í stórveldisríki sem viðurkennir hvorugt. Forystumenn þessa stór- veldis hata hann og væru fyrir löngu búnir að koma honum fyrir kattarnef, ef hann nyti ekki stuðn- ings fjölmargra velunnara víða um lönd. Glæpur Sakharoffs Hvað hefur Sakharoff gert af sér? Ungur að árum kynntist hann andstæðum sovézks samfélags. Hann var mikilsvirtur vísinda- maður og einn af þeim sem sáu um vísindalegan undirbúning að gerð vetnissprengju. Hann tilheyrði forréttindastéttinni og skorti ekk- ert af þessa heims gæðum. En í störfum sínum kynntist hann einnig hinum réttlausu. ófrjálsir þrælar unnu geislavirk efni í nám- um (og fórust unnvörpum) og þeir voru í byggingavinnu á tilrauna- stöðvunum. Og sá sem trónaði yfir hvorutveggja — sprengjuiðnaðin- um og gúlaginu — var einn vold- ugasti maður ríkisins, Lavréntí Béría. Sakharoff sá fljótlega að það var óðs manns æði að nota kjarn- orkuvopn í stríði. Hann sá og að tilraunir með þessi vopn ollu hættulegri geislavirkni. Hann vildi því að tilraunum yrði hætt eða a.m.k. þannig fyrir komið, að geislamengun yrði fyrir neðan hættumörk. Hann átti þátt í því, að samningur var gerður milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna árið 1963 um bann við kjarnorku- sprengingum í sjó og andrúms- lofti. En tillaga Sakharoffs um að kjarnorkuvopn yrðu bönnuð og kjarnorka einungis notuð til frið- samlegra þarfa hefur ekki náð fram að ganga. í þessu máli rak hann sig á vegg. Við verðum að geta ógnað andstæðingnum með styrkleika okkar, sagði Krúsjoff að Sakharoff viðstöddum. Á árun- um um og eftir 1960 var Sakharoff samt bjartsýnn á, að þróunin í landi hans stefndi í átt til meira lýðræðis og betra lífs, að vísindin gætu haft áhrif, að smám saman yrðu breytingar frá réttleysi og fjöldamorðum stalínstímans til mannlegri þjóðfélagshátta. Þessar hugmyndir átti hann sameiginleg- ar með mörgum löndum sínum, sem allir hafa gefið slíka bjartsýni upp á bátinn. Árið 1968 ákvað Sakharoff að gera skriflega grein fyrir skoðunum sínum. Hann samdi þá ritgerð sem hann nefndi Framfarir, sambúð og andlegt frelsi. Þar varar hann við hættum sem stafa af einræði, hvort heldur er Stalíns, Hitlers, Frankós eða Mátzedongs. Framar öllu varar hann við einræði sem er grátt fyrir járnum. Hann leggur til að sovétþjóðfélagið verði losað úr helgreipum stirðnaðs kreddukerf- is, að andlegt frelsi verði leyft, að dregið verði úr ritskoðun, að sagð- ur verði sannleikurinn um glæpi Stalíns, að stefnt verði að raun- verulegri friðarsambúð. Refsing Sakharoffs En þetta var meira en yfirvöld Sovétríkjanna gátu þolað. Árið 1969 var Sakharoff lækkaður í tign og fengið starf sem er hið lægsta að virðingu sem leyfilegt er að félagi í Vísindaakademíunni gegni. Það var í Eðlisfræðistofnun Akademíunnar. En Sakharoff lagði ekki árar í bát þótt á móti blési. Honum var efst í huga að vinna að friði, og honum var ljóst að friður yrði ekki tryggður nema róttækar innanlandsbreytingar yrðu í Sovétríkjunum. Hann lagði til að ríkið hætti að beina öllum kröftum að hervæðingu, að hætt yrði að hervæða atvinnulifið, að hætt yrði að trufla erlendar út- varpssendingar, að forréttindi yf- irstéttarinnar yrðu afnumin, að sovétborgarar fengju frelsi til að fara úr landi og snúa aftur heim, að menntun yrði bætt og athygli beint að þeim sem hafa sérhæfi- leika, að leyfð yrðu framboð til kosninga, að hætt yrði að ofsækja menn fyrir skoðanir þeirra eða trú. Sakharoff lét ekki sitja við orðin tóm. Hann studdi málstað réttlætis hvenær sem færi gafst, m.a. með því að styðja þá sem dregnir voru fyrir dómstóla vegna ummæla sinna eða rita. Og þótt sovétstjórnin haldi áfram að tína menn inn í fangabúðir, þá sem í ónáð lenda, og murka þar úr þeim lífið, hefur hún þó hleypt allmörg- um úr landi á undanförnum árum. Arnór Hannibalsson „Dauði konu minnar verður einnig minn dauði,“ sagði Sakharoff í yfirlýsingu sem frá honum barst er hann hóf hungurverkfallið. Að sjálfsögðu hættir sovétstjórnin ekki fyrr en hún hefur gengið að þeim hjónum báðum dauðum. En sovétstjórnin gat hvorugri aðferðinni beitt á Sakharoff. (Það er þó framför frá því sem áður var.) Hann var heimsfrægur vís- indamaður, og hefði honum verið stungið í fangabúðir hefðu mót- mæli um allan heim orðið sovét- stjórninni óþægileg. En ef hann fengi að fara úr landi, er líklegt að hann segði satt um ástandið í landinu, og það kærir sovétstjórn- in sig ekki um. Hún ber því við, að Sakharoff viti um hernaðarleynd- armál. En það er nú liðið hátt á annan áratug frá því honum var meinaður aðgangur að öllu slíku, og það sem hann veit um hernað er annaðhvort alþekkt meðal eðl- isfræðinga eða úrelt. Sovétstjórn- in lét sér því nægja um tíma aö moka yfir heimsbyggðina lyga- og hatursáróðri gegn Sakharoff, þar til fyrir rúmum fjórum árum að hún lét flytja hann í einangrun í borginni Gorkí, sem er lokuð borg. Sakharoff er þar undir lögreglu- eftirliti og hefur ekki síma. Allur póstur til hans og frá honum er skoðaður. Sakharoff á því mjög erfitt um vik að koma boðum til vina sinna. En það hefur þó tekizt, einkum vegna þess að kona hans hefur staðið óbuguð við hlið hans. En nú er heilsu þeirra beggja tekið að hnigna. f september árið 1982 sótti Elena Bonner um að mega leita sér lækninga erlendis. Ekkert svar hefur fengizt við þeirri beiðni. í apríl 1983 fékk hún hjartaáfall, en hefur náð sér nokk- uð. í maíbyrjun þessa árs hóf Andréj Sakharoff hungurverkfall til að leggja áherzlu á kröfuna um að kona hans fái að leita sér lækn- ishjálpar erlendis. „Dauði konu minnar verður einnig minn dauði," sagði Sakharoff í yfirlýs- ingu sem frá honum barst er hann hóf hungurverkfallið. Að sjálf- sögðu hættir sovétstjórnin ekki fyrr en hún hefur gengið að þeim hjónum báðum dauðum. Stuðningur Hverjir styðja Sakharoff? Þeir sem bera fyrir brjósti málstað frelsis og mannréttinda. En þeir sem bera blak af níðingunum sem spenna gikkinn um leið og mann- réttindi eru nefnd — hvort sem þeir eru í Sovétríkjunum, Kúbu, Afganistan eða Níkaragúa — ættu ekki að þykjast styðja Sakharoff. Það er hræsni. Arnór Hannibalsson er dósent í heimspeki við Háskóla íslands. Aukin notkun bflbelta hefur leitt til fækkunar á slysum — eftir Valgarð Briem Á alþjóðaráðstefnu umferðar- ráða, sem haldin var í Búdapest 21.—25. maí var lögð fram skýrsla vinnuhóps, sem undanfarið hefur unnið að því, undir forystu G. Hammarlund, framkvæmdastjóra sænska umferðarráðsins NTF, að kanna notkun bílbelta í hinum 52 þátttökulöndum alþjóðasamtak- anna PRI. í skýrslunni, sem er allýtarleg, segir m.a. að frá miðjum síðasta áratug hafi nær allar fólksbifreið- ar verið framleiddar með þriggja festinga bílbeltum í framsætum og í vinstri og hægri aftursætum. Könnun á viðhorfum almenn- ings til bílbelta virðist sýna að meirihluti manna sé þeim hlynnt- ur. Eigi að síður eru þeir mun færri sem nota þau af fúsum vilja en hinir, þrátt fyrir miklar áróð- ursherferðir fyrir notkun bílbelta. Til undantekninga telst að helmingur ökufarþega noti beltin án lagaskyldu og mun algengara að notkunin nái aðeins 30% og þá oft nokkuð hærra hlutfalli utan þéttbýlis. Starfshópurinn lagði áherzlu á að gera ætti notkun bílbelta eðli- legan hluta af akstrinum. Allar rannsóknir sem fram hafa farið sýna, þar sem notkun er ekki lögskylduð, að þeir sem lenda í slysi og eru í beltum slasast minna en hinir sem ekki nota þau. Sérstök vörn er í beltunum þeg- ar ökutæki rekast á að framan en rannsóknir sýna einnig að þótt beltin geri ekki sama gagn þegar Valgarð Briem „Gildi þess aö lög- skipa notkun bflbelta er e.t.v. augljósari þegar virt er reynsla Sviss- lendinga. Þrátt fyrir 13% fækkun á dauða- slysum þeirra sem ferð- ast í bflum voru lög sem skylduðu notkun bfl- belta frá 1. janúar 1976 afnumin í september 1977. Minnkaði þá notkun bflbelta úr 70 % meðan lögin voru í gildi niður í 30%. Á sama tíma fjölg- aði dauðaslysum þeirra sem notkunarskyldan hafði náð til um 19%.“ bifreiðin verður fyrir höggi frá hlið, þá séu þeir þó mun betur settir sem eru í beltum en þeir sem eru það ekki. Mörg lönd hafa lögfest notkun belta þegar frjáls notkun hefur ekki orðið nema um 30%. í flestum tilfellum hefur bíl- beltanotkunin þá hraðvaxið, mjög oft tvöfaldast, jafnvel þrefaldast. Með þrem undantekningum svo vitað sé er lögskylda um notkun bílbelta bundin við framsæti ein- vörðungu. Flest lönd sem lögskyldað hafa notkun bílbelta gerðu það á miðj- um síðasta áratug. í lok hans létu Norðmenn gera rækilega könnun á afleiðingum lögskyldu á bíl- beltanotkun í 21 landi. Sýndi hún að dauðaslysum og alvarlegum slysum ökumanna og framsætis- farþega fækkaði um 65—80% en þeim sem minna slösuðust fækk- aði minna eða milli 40 og 60% þeg- ar bílbelti voru notuð. Rannsókn, sem gerð var í Bandaríkjunum, sýndi að við lögskyldu á notkun bílbelta í nokkrum löndum, sem rannsóknin náði til, fækkaði dauðaslysum ein- um um 15—30% þegar notkunin hafði verið lögskipuð. Rannsóknir í Bandaríkjunum og Kanada benda til að þeir sem nota bílbeltin séu yfirleitt betri ökum- enn en hinir sem gera það ekki. Gildi þess að lögskipa notkun bílbelta er e.t.v. augljósari þegar virt er reynsla Svisslendinga. Þrátt fyrir 13% fækkun á dauða- slysum þeirra sem ferðast í bílum voru lög sem skylduðu notkun bíl- belta frá 1. janúar 1976 afnumin í september 1977. Minnkaði þá notkun bílbelta úr 70% meðan lögin voru í gildi niður í 30%. Á sama tíma fjölgaði dauðaslysum þeirra sem notkun- arskyldan hafði náð til um 19%. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig minnkandi notkun bíl- belta í Sviss hafði í för með sér fjölgun dauðaslysa. Vinnuhópurinn taldi að einhver brögð væru að því að framsæti væru minna notuð vegna laga- skyldu um beltanotkun sem einnig hefði í för með sér nokkuð minnk- aða slysahættu. Á hinn bóginn benti hópurinn á að ökumanni og framsætisfarþega stafaði veruleg hætta af óbundn- um aftursætisfarþegum. Niðurstaða hópsins var sú að stefna bæri að því að allir, öku- menn sem farþegar, verði alltaf í beltum. Taldi hópurinn að með því móti myndi þeim sem deyja eða slasast alvarlega í bifreiðaslysum í ýmsum löndum fækka um helm- ing. Þegar nefndin talar um lönd sem lögskyldað hafi notkun bíl- belta á hún ávallt við lönd þar sem refsing liggur við ef þeim fyrir- mælum er ekki fylgt, en sú refsing er mjög misjafnlega mikil í hinum ýmsu löndum. Valgarð Briem er íormaður Um- ferðarráðs. Vísitala dauðaslysa 110 Tíðni bílbeltanotkunar 100 90 80 70 60 4 % ... r \ / t ) K r X1 J 1 1974 75 76 77 78 79 80 81 100 80 60 40 20 0 L L Brotna línan sýnir fjölda dauðaslysa í umfcrðinni. Samfellda línan sýnir breytilegan fjölda þeirra sem notuðu bflbelti. A merkir það tímabil sem lögskipuð var notkun bflbelta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.