Morgunblaðið - 20.06.1984, Síða 19

Morgunblaðið - 20.06.1984, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1984 19 Nokkrar línur úr sveitinni til Eyiólfs Konráðs og félaga — eftir Hallgrím Sveinsson Út á landsbyggðina berast frá ykkur þessa dagana ræður og rit- gerðir um spillinguna í þessu þjóð- félagi kunningsskaparins. Það er svo að skilja á ykkur, að SÍS- auðvaldið sé upphaf og endir á allri þessari spillingu í „kerfinu". Mikið ansvíti væri gott ef þetta væri rétt hjá ykkur. Þá væri hægt að einangra þetta fyrirbæri og uppræta til hagsbóta fyrir megin- þorra íslendinga og þó sérstaklega fyrir sjálfstæða atvinnurekendur og bændur, eins og einn ykkar kemst svo skemmtilega að orði. En nú renna tvær grímur á sveita- manninn. Manni skilst á þér, Eyjólfur Konráð Jónsson, að allt annað muni veitast okkur að auki, bara ef bændur fengju afurða- og rekstrarlánin greidd beint, en ekki í gegnum SÍS-ófreskjuna og kaup- félagaveldið. Guðmundur H. Garðarsson vill hreinsa til í ís- lensku stjórnmála- og atvinnulífi með því að setja Framsóknar- flokkinn til hliðar. Með þeim hætti muni íslendingar njóta „sannra verðmæta" um ókomna framtíð. SlS drepst væntanlega um leið og Framsókn og má lík- lega segja að farið hafi fé betra. Nú. Halldór H. Jónsson verkfræð- ingur telur að engin stétt manna búi við önnur eins afarkjör í við- skiptum með vinnuverðmæti sitt og bændur, kaupfélögin hirði af- urðir þeirra eins og þær leggi sig, að undanteknum hrútspungum, en andvirði þeirra fari beint til rekstrar Tímans! Ekki er að undra þó þeir séu pattaralegir á þeim bæ. Munchausen gamli kemur hér líka dálítið við sögu í líki Þorvalds Búasonar, eðlisfræðings. Eðl- isfræðingurinn telur að með því að bjóða út slátrun sé unnt að finna þá hæfu til að reka vinnslustöðvar landbúnaðarins. Gott ef satt væri. Þessi málflutningur allur er dá- lítið skemmtilegur og sérstæður, Hallgrímur Sveinsson „Ef þið aftur á móti viljið útfæra málflutning ykkar á víðara plan og berjast fyrir auknu réttlæti í okkar ágæta þjóðfélagi, ekki bara í gegnum SÍS-veldið held- ur einkareksturinn líka, þá er enginn vafi á að þið eignist marga liðsm- enn.“ íió Framsóknaríhald SIS er á góðri leið með að ganga af öllum einka- rekstri dauðum og hann lepji nú dauðann úr skel. f framhaldi af ofanrituðu lang- ar undirritaðan til að varpa fram nokkrum grunnspurningum til ykkar félaganna þó svo ekki sé endilega reiknað með að þið gefið ykkur tíma til andsvara. En látum slag standa. 1. Á málflutningi ykkar er helst að skilja að íslenskir bændur séu ánauðugir þrælar, líkt og kollegar þeirra á tímum Katrínar miklu 17. júní á Húsavík: Fallhlífastökk og bréfdúfnasýning Húsavík, 18. júní. ÞJÓÐHÁTIÐAHÖLDIN á Húsavík hófust með messu kl. 11 í Húsavík- urkirkju og voru þar skírð tvö börn. Sr. Bjöm H. Jónsson predikaði. Kl. 13 var safnast saman við Sundlaugina, en þar lék Lúðra- sveit Húsavíkur undir stjórn Sig- urðar Hallmarssonar. Þaðan var gengið til hátíðarsvæðisins við Fé- lagsheimilið og þar fóru aðalhá- tíðahöldin fram. Freyr Bjarnason flutti ávarp, Samkór tónlistar- skólans og kirkjukórsins söng undir stjórn Úlriks Ólasonar, en undirleikari var Aðalheiður Þor- steinsdóttir. Hátíðarræðuna flutti Málmfríður Sigurðardóttir frá Rússakeisara, sællar minningar. Hvernig má það vera að þessir aumingja menn, ísl. bændur, hafa byggt upp býli sín svo, að líklega má telja með fádæmum í menn- ingarlöndum? Þetta sjá allir sem út í sveitirnar aka. 2. Er ykkur kunnugt um að lík- lega eru íslensk bændabýli ein- hver þau vélvæddustu í heimi? 3. Er ykkur kunnugt um að bændur hafa fengið óverðtryggð lán svo nemur milljörðum króna undanfarin verðbólguár, hjá sölu- félögum sínum, til þess m.a. að standa undir þessari uppbyggingu allri saman? 4. Er ykkur kunnugt um að lík- lega hafa bændur sjálfir meiri- hluta í stjórnum 90% kaupfélaga, samvinnufélaga og vinnslustöðva landbúnaðarins á lslandi? 5. Hvar á að taka fjármagn til að greiða bændum, þó einkanlega sauðfjárbændum, út í hönd sama dag og þeir leggja dilkana inn? Á að taka þetta úr ríkissjóði, eða þykir mönnum ekki nóg vegið í þann knérunn? Kæri Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður fjárhags og viðskipta- nefndar efri deildar Alþingis, og félagar. Þið viljið uppræta spillinguna sem þið svo kallið, hjá sölusam- tökum bænda, kaupfélögunum, SÍS o.s.frv. Þið berjist hart fyrir málstað bænda. Þið viljið gull- tryggja afurðir þeirra. Látum svo vera og hafið þökk fyrir ýmsar ykkar ábendingar. En þetta er bara ekki nógu traustvekjandi málflutningur þegar á heildina er litið, vegna þess að sannanlega stjórna bændur sjálfir sínum mál- um að verulegu leyti, sbr. það sem sagt var hér að framan. Þið talið um þögn og jafnvel dauðaþögn við því sem þið bendið á. Það er ekki við öðru að búast en menn þegi við svona málatilbúnaði. Ef þið aftur á móti viljið útfæra málflutning ykkar á víðara plan og berjast fyrir auknu réttlæti í okkar ágæta þjóðfélagi, ekki bara í gegnum SÍS-veldið, heldur einkarekstur- inn líka, þá er enginn vafi á að þið eignist marga liðsmenn. Sjálfsagt er ýmislegt að hjá SÍS og því kompaníi öllu. En það dugir ekki að hrópa sífellt úlfur, úlfur, því þegar hann birtist loks í sinni sauðagæru, þá tekur enginn mark á hrópandanum. Þessi úlfur ykkar mun ekki birt- ast undan sauðagæru Sambands- ins. Svo mikið er alveg víst. Hann mun vera einhversstaðar ann- arsstaðar í þjóðfélaginu, og þar liggur einkaframtakið undir grun, engu síður en aðrir. Við skulum sameinast í að leita að þessum úlfi, Eyjólfur, og ganga frá honum áður en hann gleypir okkur alla. Hallgrímur Sveinsson er skóla- stjórí að Hrafnseyri. Jaðri, Katrín Sigurðardóttir, óperusöngkona, söng einsöng, ávarp Fjallkonunnar flutti Mar- grét Halldórsdóttir og Jón Vik- ingsson skemmti með sveitasöngv- um. Hátíðahöldin öll fóru fram í hinu bezta veðri, „gekk á með sól- skini" eins og einn góður borgari orðaði það. Á íþróttavellinum hófust svo hátíðahöldin kl. 17.00 og var þar sýnt fallhlífastökk, keppt í íþrótt- um, bréfdúfur sýndar og svo lauk þessum hluta með sundkeppni. Dansað var og fleira gert sér til skemmtunar. _ , . Frettaritari. ^SÖLUBOÐ 'P Borðsalt 750 gr. H3 Qulrætur ( Vi ( ig baunir lós Qrænar baunir Vi dós Blandað grænmeti V2 dós ^ Bourbonkex Kpirf/ aflu fur V CX 1 FÉÉfíi'fiTI skrú ...vöruverð í 1. ágmarki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.