Morgunblaðið - 20.06.1984, Síða 24

Morgunblaðið - 20.06.1984, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGÚR 20. JÚNÍ 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Ljósmynd/ Emilía. Fjármálaráðherrar allra Norðurlandanna Lf.v.: Kjell-Olof Feldt, Rolf Presthus, Albert Guðmundsson, Ahti Pekkala og Henning Christophersen. Aðalfundur SÍS Samband íslenskra samvinnufélaga skilaði góðum hagnaði, tæpum 70 milljónum króna, á síðasta ári. Sú staðreynd vekur hins vegar minnsta athygli þegar rætt er um aðalfund risafyrirtækisins sem haldinn var í síðustu viku. Þar var deilt um skipulagsmál, landbúnaðarstefnu og þátttöku í ísfilm hf. auk þess sem staða SÍS í fjölmiðlum var gerð að umræðuefni. Svo fyrst sé vikið að síðasta atriðinu er vonandi að um hin fyrri hafi verið rætt á traustari forsendum en það. Ákúrur SÍS-forkólfa á Morgunblaðið eiga ekki við nein rök að styðj- ast. Blaðið hefur ekki verið að- gangsharðara við risafyrirtæk- ið en aðra umsvifamikla aðila í þjóðfélaginu. SÍS hefur á hinn bóginn verið of svifaseint við að laga sig að nýjum aðstæðum í þjóðfélaginu sem meðal annars má rekja til almennari aðgangs að upplýsingum og betri aðferð- um til að vinna úr þeim. Til dæmis hefur SÍS alls ekki getað svarað Þorvaldi Búasyni, eðlils- fræðingi, sem birt hefur rök- fastar greinar hér í blaðinu um afkomu sláturhúsa og hag SÍS af slátrun. Þá hefur það ekki orðið SÍS til framdráttar hve lengi það hefur tekið banka- kerfið að gera grein fyrir lána- málum bænda sem Eyjólfur Konráð Jónsson hefur vakið máls á. Jafnframt ber að hafa í huga þegar rætt er um Morgun- blaðið og SÍS, að innan SIS er öflug hreyfing sem vill að Framsóknarflokkurinn sé ávallt sömu megin og Alþýðu- bandalagið, þessir aðilar hafa til dæmis notað ísfilm-málið til hins ýtrasta í því skyni að draga úr áhrifum þeirra manna innan SÍS sem ekki telja það sáluhjálparatriði að vera á báti með kommúnistum. Ályktun aðalfundar SÍS um landbúnaðarmál er athyglis- verð en fundurinn taldi „að stefna í framleiðslumálum landbúnaðarins skuli miðast fyrst og fremst við að fullnægja þörfum innlends markaðar". Jafnframt segir í ályktuninni að koma þurfi til móts við óskir neytenda og framleiðenda í vinnslu- og sölufyrirtækjum og nauðsynlegt sé að efla kjöt- iðnað á vegum samvinnuhreyf- ingarinnar til þess að mæta breyttum neysluvenjum. Hér kveður við nýjan tón í ályktun- um SÍS um þessi mál. Alltof lengi befur það sjónarmið sett svip sinn á landbúnaðarstefnu SÍS að framleiða ætti sem mest en síðan ætti með útflutnings- bótum eða öðrum ráðum að sjá til þess að varan kæmist út enda hefði SlS sitt á hreinu eins og aðferðin við útreikning á umboðslaunum fyrir útflutt dilkakjöt sýnir. Nú á bæði að taka tillit til markaðsaðstæðna og neysluvenja almennings. í umræðunum um fjölmiðla á SÍS-fundinum var einnig nýr tónn. Þótt menn væru með horn í síðu ísfilm af pólitískum ástæðum töldu þeir rétt að SÍS skipti sér af fjölmiðlun til dæmis á Akureyri eða með öðr- um en eiga aðild að ísfilm. Þessi áhugi á upplýsingamiðlun gefur vonir um að forystumenn SÍS hætti að bregðast illa við öllu sem um fyrirtæki þeirra er sagt en ákveði þess í stað að taka þátt í umræðum á mál- efnaiegum grundvelli. Það var samdóma álit aðalfundar- manna að þar hefði lýðræði dafnað enda verið skipst á skoðunum af einurð og drengskap. Hið sama á við þeg- ar rætt er um SÍS utan aðal- fundarins, megi andi hans setja svip á risafyrirtækið allt. Laxeldi Aforsíðu Morgunblaðsins í gær sagði Thor Listau, sjávarútvegsráðherra Norð- manna, að eftirspurn eftir norskum laxi væri mikil og verð hækkaði, bregðast yrði við því með breytingum í frjáls- ræðisátt til að frumkvæði ein- staklinga fengi betur að njóta sín. Nú framleiða Norðmenn árlega 26 þús. tonn af laxi fyrir rúma 4 milljarða íslenskra króna sem svarar til rúmlega 10% af áætluðu verðmæti ís- lensks útflutnings í ár. Á baksíðu Morgunblaðsins í gær var frétt um það að í fisk- eldisstöð Isno í Lónum í Keldu- hverfi sé verið að ljúka við að slátra 90 tonnum af laxi fyrir um 16 millj. króna. Eyjólfur Konráð Jónsson, stjórnarfor- maður Isno, sagði hið sama og Listau, að markaðurinn reynd- ist ótakmarkaður. Færeyingar stefna að því að framleiða 15 þúsund lestir í laxeldisstöðvum 1990. Hér er vaxandi og mikill áhugi. Við höfum hins vegar farið of hægt af stað og kunnum að hafa misst af strætisvagninum fyrir vikið. Hvernig væri að íslensk stjórnvöld litu í eigin barm eins og norski sjávarútvegsráðherr- ann og könnuðu hvort þau settu ekki of miklar hömlur á fram- takssama menn? Bjartsýni á fundi fjármálaráðherra Norðurlanda: Atvinnuleysi á Norður- löndum fer minnkandi „Það rfkir bjartsýni á meðal okkar, sökum þess að atvinnu- leysi á Norðurlöndum fer minnkandi. Við ræddum mikið um að koma á samvinnu um vinnumarkaðinn á Norður- löndum og þessi mál verða rædd frekar á næsta fundi okkar fjármálaráðherra Norð- urlanda, sem haldinn verður í Stokkhólmi 24. október nk.“ Þannig komst Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, m.a. að orði við fréttamenn í lok fundar fjármálaráðherra Norðurlanda, sem fram fór í Reykjavík í gær. Ásamt Albert Guðmundssyni sátu fund þennan fjármálaráðherr- arnir Henning Christophersen, Danmörku, Ahti Pekkala, Finn- landi, Rolf Presthus, Noregi, og Kjell-Olof Feldt, Svíþjóð, auk emb- ættismanna. Fyrir ráðherrana var lögð áfangaskýrsla frá vinnuhópi, sem komið var á fót til að móta tillögur um átak til þess að örva hagvöxt og atvinnu. í þessu sambandi ræddu ráðherrarnir um hugmyndir um að gera Norðurlönd að einum mark- aði, svo og tillögur um að efla nor- ræna samvinnu um framkvæmdir á sviði orkumála, samgangna og umhverfismála. Þá ræddu ráðherr- arnir einnig um að efla samkeppn- isaðstöðu á Norðurlöndum. Þeir samþykktu tillögu vinnuhópsins um að vega bæri kosti og galla fyrirkomulags atvinnuleysis- styrkja gagnvart aðgerðum, sem miða að aukinni atvinnu, og að stuðla beri að meiri sveigjanleika á norrænum vinnumarkaði. Á fundinum var einnig rætt um horfur í efnahagsmálum í heimin- um. Ráðherrarnir töldu, að hinar hagstæðu aðstæður, sem nú ríkja á alþjóðavettvangi, muni hafa já- kvæð áhrif á hagvöxt og atvinnu á Norðurlöndum í ár og sennilega fram á árið 1985. Efnahagsbati I Evrópu er þó ennþá hægur og hætta er á að atvinnuleysi í Evrópu geti enn aukist frá því sem nú er, að óbreyttri efnahagsstefnu helstu ríkja heims. Auk atvinnuleysisins veldur skuldastaðan á alþjóðavettvangi ásamt háum vöxtum í Bandaríkj- unum óvissu um þróunina fram- undan. Fjármálaráðherrarnir lögðu enn áherslu á nauðsyn betri' samhæfingar efnahagsmála á al- þjóðavettvangi, en þó þannig að nauðsynlegt tillit sé tekið til mis- munandi efnahagsstefnu einstakra landa. Ráðherrarnir töldu, að um- talsvert svigrúm væri til bóta að þessu leyti. 35.000 ný atvinnu- tækifæri í Danmörku — segir H. Christophersen, fjármálaráðherra Danmerkur . „Ég er mjög ánægður með úrslitin í Danmörku í kosning- unum til Evrópuþingsins og þá fyrst og fremst af tveimur ástæðum,“ sagði Henning Christophersen, fjármálaráð- herra Danmerkur, í viðtali við blm. Morgunblaðsins. „í fyrsta lagi var þátttaka í þessum kosningum mun meiri í Dan- mörku nú en í kosningunum 1979. í öðru lagi unnu þeir flokkar á, sem styðja aðild okkar að EBE og enda þótt SF, Sósíalski þjóðarflokkurinn, hafi einnig unnið á, þá tapaði svonefnd Þjóðfylking gegn EBE-fylgi.“ Christophersen kvaðst hins vegar harma að FDP, flokkur frjálsra demókrata, I Vestur-Þýskalandi hefði fallið út af Evrópuþinginu. Úrslit kosninganna hefðu samt ekki í för með sér miklar breytingar á flokkahlutföllum þar, því að eftir sem áður væru borgaralegu flokk- arnir í mikliun meirihluta á þing- inu. Þá sagði danski fjármálaráðherr- ann, að í efnahagssamvinnu Norð- urlanda væri nú lögð áhersla á að afnema viðskiptahömlur milli land- anna og gera peningamarkaðinn frjálsari. Henning Christophersen, fjármála Rolf Presthus, fjármálaráðherra Nor- ráðherra Danmerkur. egs. „Það hefur vakið athygli alls staðar á Norðurlöndum, hvernig ís- lendingum hefur tekist að leysa efnahagsvandamál sin að undan- förnu,“ sagði Christophersen enn- fremur. Loks var danski fjármálaráðherr- ann spurður um framtíðarhorfur í dönskum efnahagsmálum og svar- aði hann þá: „I fyrsta skipti í tíu ár er atvinnuleysið tekið að minnka. Á þessu ári fækkar atvinnulausum um 10.000, sem er há tala, því að sam- tímis fjölgar vinnufæru fólki í land- inu um 25.000. Þetta þýðir, að okkur hefur tekist að skapa atvinnutæki- færi fyrir 35.000 manns og er það iðnaðinum að þakka. Þetta helst einnig í hendur við ört vaxandi út- flutning." Rolf Presthus, fjármálaráðherra Noregs, skýrði frá því á frétta- mannafundinum, að þjóðarskuldir Norðmanna væru enn mjög háar þrátt fyrir að norska ríkið hefði greitt sínar síðustu skuldir við út- lönd fyrir skömmu. Skuldir Norð- manna næmu enn 20 milljörðum n.kr. sem samsvarar yfir 20% af ár- legum þjóðartekjum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.