Morgunblaðið - 20.06.1984, Page 25

Morgunblaðið - 20.06.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNt 1984 25 Tap á Listahátíð ekki undir 3 milljónum króna: Auglýsingaátakið kom of seint — segir Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, um kynningu atriðanna LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík 1984 lauk á sunnudag með einhverjum fjölmennasta dansleik, sem sögur fara af hérlendis. Var fjöldi gesta slíkur, að Laugardalshöllin nægði ekki undir hann. Var aðsóknin öll önnur og betri en á marga af viðburðum Listahátíðar, sem voru bók- staflega illa sóttir, sér í lagi leiksýningar. Aðsókn að nokkrum tónlistarviðburðum var þó góð svo og aðsókn á sýningu listamannanna 10, sem sýndu að Kjarvalsstöð- um, svo dæmi séu nefnd. Þá er ótalinn lokadansleikurinn. Hjálpaði vafalítið til með aö- sóknina að honum, að ís- lendingar héldu upp á 40 ára afmæli lýðveldisins þennan sama dag. Háværar gagnrýnisraddir hafa komið fram á meðal almennings jafnt sem í fjölmiðlum í garð framkvæmdastjórnar Listahátíð- ar að undanförnu og hefur sitt sýnst hverjum. Flestir eru þó sam- mála um að hátíðin hafi verið of umfangsmikil, þ.e. hafi staðið of lengi yfir og atriðin, sem boðið var upp á, hafi verið allt of mörg. ógerningur hafi verið að ætlast til þess að allir atburðirnir yrðu fjöl- sóttir. Þeir hörðustu hafa jafnvel gengið svo langt, að krefjast þess að Listahátíð verði lögð niður. Ekki sé forsvaranlegt að láta hinn almenna skattgreiðanda borga a.m.k. 3 milljóna halla af „hátíð útvalinna" eins og einn viðmæl- andi blm. Mbl. orðaði það. Ekkert endanlegt uppgjör Bjarni Ólafsson er fram- kvæmdastjóri Listahátíðar í ár. Blm. Mbl. ræddi við hann í gær og lagði fyrst fyrir hann þá spurn- ingu hvort hann væri ánægður með Listahátíð 1984. „Það er dálítið erfitt að svara þessari spurningu núna,“ sagði Bjarni. „Það er svo margt, sem ég á enn eftir að athuga, t.d. eru enn ekki komnar endanlegar tölur yfir aðsókn að hátíðinni og miðasalan hefur t.d. ekki enn verið gerð upp svo dæmi séu nefnd." — Liggur fyrir hversu mikill halli verður á hátíðinni? „Nei, endanlegar tölur liggja ekki fyrir enn. Ég lagði hins vegar fram kostnaðaráætlun í maí og í henni kom fram, að ég áleit gjöld umfram tekjur verða a.m.k. 3 milljónir í ljósi þeirrar dagskrár, sem boðið yrði upp á. Inni í þess- ari tölu var einnig halli af kvik- myndahátíðinni í febrúar. Þetta er ekki ný staðreynd, en ég á ekki von á að niðurstöðutölur verði lægri." — Hart hefur verið deilt á Listahátíð. Finnst þér gagnrýnin hafa verið ósanngjörn? „Gagnrýni er aðeins af hinu góða og það er Iangt í frá að ég sé ósáttur við hana. Hins vegar þótti mér skjóta skökku við, að á sama tíma og gagnrýnendur kepptust við að hæla hverju atriðinu á fæt- ur öðru, voru æði margir, sem skrifuðu neikvætt um hátíðina sem slíka. Fannst hún of kostnað- arsöm. Svona hátíð verður ekki haldin án mikils tilkostnaðar." Þáttur fjölmiðla — Eftir þér var haft í einu dag- blaðanna, að kynning á hátíðinni hefði ekki tekist sem skyldi. Varstu þarna að sneiða að fjöl- miðlunum? „Nei, alls ekki. Fjölmiðlarnir sýndu hátíðinni mikinn áhuga, sumir e.t.v. meiri áhuga en hægt var að krefjast. Það, sem ég átti við, var að það var of seint í rass- inn gripið. Almenningi virtist það ekki fyllilega ljóst fyrr en Lista- hátíð var komin vel á veg, að hún stóð yfir. Ráðinn var sérstakur starfsmaður til þess að standa að þessum málum, en það er ekki mitt að meta hvernig til tókst. Hins vegar tel ég rangt, að ætlast til að kynning í því formi, sem lögð var mest áhersla á, skili sér eins og beinharðar auglýsingar." — Voru það ekki alvarleg mis- tök að leggja ekki meira fjármagn í beinar auglýsingar? „Þegar ég lagði fram fjárhags- áætlun mina óskaði ég eftir að fá Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Listahátíðar. að auglýsa fyrir ákveðna upphæð. Það var úr því dregið, en menn áttuðu sig á mistökunum þegar komið var inn í miðja hátíð. Ég greip þá til þess ráðs að auglýsa upp einstaka atburði. Það var ein- faldlega ekki um annað að ræða.“ Markaðaslögmál — Ertu sammála þeirri gagn- rýni, að hátíðin hafi verið of löng og atriðin of mörg? „Um það má lengi deila. Sjálf- sagt hefur framkvæmdastjórnin viljað gera vel og gera sem flest- um til hæfis. Það er hins vegar spurning um hversu lengi markað- urinn tekur við. List er af hinu góða, en hún er engu að síður háð markaðslögmálunum eins og önn- ur neysla. Við getum ekki dengt list yfir þjóðina endalaust. Þetta hefði eflaust mátt vera heldur minna í sniðum." — Áttu von á því að núverandi form Listahátíðar verði endur- skoðað í ljósi þessarar reynslu? „Mér þykir það eðliegt og sjálf- sagt, að eftir hverja hátíð sem þessa séu gögn skoðuð og hlutirnir yfirfarnir. Jú, það er spurning um hvort ekki ætti að hafa þessa há- tíð á þriggja eða fjögurra ára fresti eða þá að hafa hana oftar en þá minni í sniðum. Það eru þessir tveir valkostir." — Hvað fannst þér sjálfum vera ljósasti punkturinn við þessa hátíð? „Þeir voru að mínu viti margir. Ég er nú ekki neinn listgeggjari en naut margra góðra atriða á hátíð- inni þrátt fyrir langan vinnudag. Hefði samt kosið að sjá fleira.“ — SSv. Ómaklega veist að íslensk- um ferðaskrifstofum — eftir Karl Sigurhjartarson ^ forstjóra ferðaskrifstofunnar Úrvals í FRAMHALDI af frétt sjón- varpsins og umfjöllun Morg- unblaðsins um mismun á verði á sólarlandaferðum hér og erlendis, hefur Karl Sigur- hjartarson, forstjóri ferða- skrifstofunnar Úrvals, sent Morgunblaðinu eftirfarandi: í fréttum sjónvarps 6. júní sl. var slegið upp frétt um hve óhag- stætt það væri fslendingum að ferðast í beinu leiguflugi til sólar- landa. Niðurstaða fréttamannsins var að hjón með eitt barn gætu sparað sér 25 þúsund krónur, með því einfaldlega að fljúga í áætlun- arflugi til London, síðan með enskri ferðaskrifstofu til Mallorca og gista þar á Royal Magaluf í þrjár vikur. Á vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals hafa þúsundir íslendinga á undanförnum árum flogið í leigu- flugi og gist þetta fyrsta flokks hótel. Þó fréttamaður hafi kannski ekki ætlað að beina spjót- um sinum að Úrvali sérstaklega, þá vita þessir viðskiptavinir okkar og fjölmargir aðrir að Úrval hefur einkaumboð á íslandi fyrir þetta vinsæla hótel. Því hljótum við að taka upp hanskann. f viðtali við Mbl. 8. júní sl. ásak- aði ég sjónvarpið fyrir óvönduð vinnubrögð, með því að afla sér ekki nauðsynlegra gagna áður en fréttin var birt, þrátt fyrir ábend- ingar þar um. Það er nefnilega ógerningur að gera alvarlegan samanburð á verði tveggja aðila nema verðskrá liggi fyrir frá báð- um, ekki síst ef um ferðalög er að ræða, en þar spilar margt inn í, s.s. á hvaða tíma er ferðast, barnaafsláttur, staðgreiðsluaf- sláttur o.fl. o.fl. Með því að kynna sér verðskrá og bækling Úrvals hefði frétta- maður uppgötvað að Úrval veitir 8% staðgreiðsluafslátt sé greitt með 3ja vikna fyrirvara, en ensku hjónin áttu að hafa greitt með a.m.k. tíu vikna fyrirvara skv. kvittun. Með því að kynna sér bækling og ferðaáætlun OSL (sem er sá aðili sem sér um framkvæmd þessara ferða, þó svo Callers Peg- asus hafi í þessu tilfelli selt ferð- ina), svo og skilmála á rauðum apex-gjöldum til London, hefði fréttamaðurinn séð að til að koma við rauðu apex-gjaldi þurfti viku- dvöl í London, sem er gott og blessað fyrir þá sem vilja stoppa viku í London, en afleitt fyrir hina sem ekki hafa áhuga eða tíma eða peninga til slíkra huggulegheita. í mínum samanburði hef ég því not- að grænt apex svokallað, sem er um 4.000 kr. hærra fyrir fullorð- inn, en styttir viðdvölina í London um sex nætur og er því ódýrara í reynd. Karl Sigurhjartarson Með því að skoða verðskrá OSL hefði fréttamaðurinn einnig séð að brottför í síðustu viku apríl sbr. breska fjölskyldan er verulega lægri í verði (ca. 25%) heldur en brottför í fyrstu viku maí sbr. ís- lenska fjölskyldan. Munurinn minnkar með auknum barnaaf- slætti í maí, en er þó um kr. 3.000 fyrir fjölskylduna. Þar sem Úrval bauð ekki upp á brottför þessa síð- ustu viku í apríl er samanburður byggður á verði OSL fyrstu viku í maí. Einnig má koma með sparðatín- ing svo sem ónákvæmni í meðferð A. Hjón með eitt 9 ára barn Brottíor í Brottíor í byrjun maí byrjun júlí 1. I leiguflugi með Úrvali kr. 58.305 kr. 63.710 2. I áætlun til London, þaðan með enskri ferðaskrifstofu kr. 57.134 kr. 74.858 Mismunur kr. 1.171 kr. 11.148 Sem er ódýrara um London ódýrara með Úrvali B. Hjón með tvö börn 9 ára og 13 ára 1. 1 leiguflugi með Úrvali kr. 65.412 kr. 72.036 2. í áætlun til London, þaðan með enskri ferðaskrifstofu kr, 73.253 .kr. 89.733 Mismunur kr. 7.841 kr. 17.697 Sem er ódýrara með Úrvali Ódýrara með Úrvali Forsendur: 1. Verð í leiguflugi hjá Úrvali með 8% staðgreiðsluafslætti samkv. verðskrá. 2. Innifalið: Fargjald Reykjavík — London — Reykjavík: Grænt apex. Verð London — Mallorca — London með gistingu á Royal Magaluf samkv. vírðskrá OSL. Dvalarkostn. London: Gistinótt £35.- fyrir 2ja manna herbergi. Aukarúm £10.- Matarkostn. £10,- pr. mann. Akstur ca. £25.- Samanburður á þriggja vikna sólarlandaferð til Mallorca, þar sem gist er í íbúð á hótelinu Royal Magaluf. gengis krónunnar og flugvalla- skatts. Að öllu þessu samanlögðu þarf þvi ekki að koma á óvart að niður- stöður hafa nokkuð breyst. Með tilvisun í meðfylgjandi töflu, þá hefur 3ja manna fjölskyldan, sem ferðast í mai, sparað sér kr. 1.167 með viðkomu i London, og er þá miðað við að hægt sé að komast af með eina gistinótt þar. Sé sama fjölskylda á ferðinni i júlí, breytist dæmið enn og er nú rúmlega ellefu þúsund krónum ódýrara í leiguflugi með Úrvali. Viðkoman í London verður enn ódýrari þegar um 4ra manna fjöl- skyldu er að ræða en þá er leigu- flug Úrvals ódýrara sem nemur kr. 7.841 í maí og 17.697. I fréttinni 6. júní fullyrðir fréttamaðurinn að ekki sé um sér- staka afsláttarferð að ræða. Við- mælendur mínir hjá Callers Peg- asus og OSL staðfesta hins vegar að verðið sé ekki samkvæmt verð- skrá, án þess að gefa upp um hvers konar afslátt sé að ræða. Það gef- ur augaleið að slík afsláttargjöld eru ekki samanburðarhæf við verð skv. verðskrá. íslenskar ferða- skrifstofur hafa einnig auglýst sértilboð eða veitt afslátt þó slíkt sé í lágmarki í ár. Hér að ofan hefur einungis ver- ið fjallað um verðsamanburð, en ekki gæði. Það verður hver að gera upp við sig hvort hann vill stoppa í London til lengri eða skemmri tíma með tilheyrandi kostnaði, eða fljúga með íslenskri vél á áfangastað. Sömuleiðis er erfitt að meta til fjár það öryggi að geta treyst á daglega aðstoð íslensks fararstjóra í stað vikulegrar heimsóknar ensks fararstjóra. Ég læt aðra um að dæma um það. Niðurstaðan er sú að hér hafi verið ómaklega og að lítt rannsök- uðu máli veist að íslenskum ferða- skrifstofum. Staðreyndin er nefni- lega sú að íslenskar ferðaskrif- stofur hafa í gegnum árin sýnt ótrúlega útsjónarsemi, hug- myndaflug og áræði í þeirri við- leitni sinni að bjóða íslendingum upp á sem hagkvæmasta og fjöl- breyttasta ferðamöguleika. M.a. ferðir til Mallorca um London fyr- ir þá sem það hentar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.