Morgunblaðið - 20.06.1984, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 20.06.1984, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JtlNÍ 1984 Skálholtsskóli, öðruvísi skóli ar getur hann verið ágætis maður og haft þekkingu á öðrum sviðum. Það er leitað eftir þessum þætti sérstaklega hérna i Skálholtsskóla og því verður enginn útundan." Hafið þið uppgötvað eitthvað hér um ykkur sjálf? „Loksins hefur manni tekizt að viðurkenna það fyrir sjálfum sér að maður er ekkert frábrugðinn öðrum, þegar verið er að umgang- ast fólk. Áður dró maður sig gjarnan inn I sína skel og var þar að notað tímann betur. Við vorum á krossgötum, þegar við komum hingað og vissum ekki hvað við ætluðum að gera. Nú erum við mun ákveðnari í því, hvað tekur við. Hérna hefur okkur liðið vel, verið eins og ein stór fjölskylda. Kynnzt fólki vel og við munum svo sannarlega sakna skólans." Leitað eftir okkar eigin skoðunum Unnur Sigurðardóttir frá Sig- u urðarstöðum á Melrakkasléttu og Jóhann Þórhallsson frá Brekku í Fljótsdal sögðu að skólinn væri frjálslegur og hefði haft góð áhrif á þau, líkt og þau hefðu verið heima hjá sér, þar sem þetta væri ein stór fjölskylda. Kennararnir hefðu haft áhuga á hverjum og einum. „Hver einstaklingur getur haft mikil áhrif á skólalífið yfir vetur- inn. Hver og einn getur lagt til það sem honum finnst og er tekið tillit til þess sem sagt er, en rúllar ekki inn og út rétt eins og í öðrum skól- um. Hér eru við hvött til þess að koma með okkar skoðanir, og lögð áherzla á að hver og einn hafi ákveðnar skoðanir og komi þeim frá sér. Þegar við erum færri í hópi eins og er í Skálholtsskóla, þá nýtur hver einstaklingur sín betur. Kennararnir reyna að vera á sama plani og nemendur. Nemendur segja ekki bara já, heldur leggja eitthvað meira til. Tímarnir byggjast mikið upp á umræðum og við erum þannig ekki bara mötuð á ákveðnum skoðunum og stefn- um.“ Hvað hefur Skálholtsskóli um- fram aðra skóla? „í Skálholtsskóla er tekið tillit til einstaklingsins, leitazt við að þroska hvern og einn. í venju- legum skólum er mest hugsað um þá sem eru fremstir og beztir, standa sig bezt. Hér er ekki reynt að breikka bilið heldur reynt að hífa hina upp, sem eru ekki toppmenn. Þeim er ekki gleymt. Kemur þar til m.a. að skólinn er fámennur og þess vegna er auð- veldara að sinna hverjum og ein- um.“ Finnst ykkur ekki slæmt, að þið hafið engin próf héðan? „Nei. Það er miklu meira gef- andi fyrir okkur að vera hérna. Próf í lífinu hafa lítið að segja þegar upp er staðið, ef manneskj- an sjálf gleymist. Manneskjan er meira virði en tölur á prófi, sem viðmiðun um hver sé góður og hver ekki. Hérna pælum við mikið í sjálfum okkur með hjálp sálar- fræði o.fl. Því hefur maður lært meira um sjálfan sig en nokkru sinni fyrr, lært að skilja sig gerr og nú vitum við betur hver við er- um. Skólinn hefur hjálpað manni að eignast nána vini, Færeyjaferðin var góð, okkur er kennt að axla ábyrgð og kennararnir hafa sýnt okkur fyllzta traust." _____sig__________________rJ*- í Skálholti í Biskupstungum er rekinn skóli kirkjunnar, sem er að norrænni fyrirmynd, lýðskólahugmyndinni. Sam- kvæmt henni er aöalatriðiö m.a., að menn uppgötvi sjálfa sig og komizt til nokkurs þroska í skólanum. Engin próf eru tekin og er kennslan byggð mikið upp á gagnkvæmni, þar sem nemendur hafa jafnmikið að leggja til málanna sem og kennarinn. Reynt er að fá skoðanir nemenda fram sem oftast og tímar oft í formi umræðna, þar sem hver og einn hefur sitt að leggja fram, en ekki endilega verið að troða í nemendur einhverri þekkingu, sem einhverjir menn að sunnan hafa ákveðið að þeysast skuli yfir þetta misserið. Innganga í skól- ann miðast við að nemendur verði 18 ára á skólaárinu og hafi lokið skyldunámi í grunnskóla. í Skálholtsskóla er rými fyrir 20 nemendur og er því samfélagið í skólanum líkast stóru heimili, þar sem allri vinna saman að leik og starfi. Ábyrgðin er því ekki öll á herðum kennara, heldur verða nemendur að axla þá ábyrgð sjálf- ir og nemendur gera sér vel grein fyrir ábyrgðinni. T.a.m. ætla gamlir nemendur að mála skólann utan nú í maí og tengslin við skól- ann haidast þannig eftir að menn hafa útskrifast. Menn finna sig áfram sem heimilismenn og halda áfram starfinu og uppbyggingunni við skólann. Ekki aðeins fólk sem kemur og fer, heldur er það einnig með hugann við skólann og heldur tryggðum við hann áfram. sem Gylfi tekur fyrir samtíma- viðburði og þeir rædöir og afstaða tekin til þessara mála allra út frá atriðum, sem fram hafa komið í umræðum manna á meðal. Skól- inn starfar í 7 mánuði og geta nemendur verið annað misserið eða bæði. Eins og ein stór fjölskylda Guðrún Emilsdóttir kom frá Flatey og Helgi Pálsson frá Siglu- Hluti af krökkunum í kirkjuskólanum ásamt leiðtogum. Skóli í sífelldri mótun Stjórnandi skólans er Gylfi Jónsson. Sagði Gylfi, að með nýj- um einstaklingum, sem kæmu í skólann á hverju hausti, þá væri skólinn í sífelldri mótun, þar sem ný viðhorf og sjónarmið kæmu ——fram. Oft hefðu nemendur hætt námi i hinum hefðbundnu skólum og vildu gjarnan staldra við og íhuga málin um hríð. í Skál- holtsskóla væri ekki verið að mata nemendur á ákveðnum upplýsing- um, heldur gætu nemendur haft mikil áhrif á kennsluna og þannig mótað skólalífið sjálfir. Skólinn skiptist í félagsmála- braut og myndmenntabraut. Myndmenntabraut sér Þorgerður Sigurðardóttir um. Vildi Þorgerð- ur nefna þetta fremar myndverk- stæði, sem nemendur gætu leitað til jafnframt því, sem kennd væru ýmis grunnatriði myndmenntar, grafík, leður, dúkrista, batík o.fl. Er þetta kennt í mánaðarnám- skeiðum. Félagsmálabraut samanstendur af ýmsum þáttum, m.a. framsögn og ræðumennsku, leiklist, gítar- námi, fjölmiðlunarfræði, ljós- myndun og leiðtogamenntun, ætl- uð fyrir starfsmenn innan safn- aða. Hafa þau, sem eru á leiðtoga- línunni haft æfingakennslu viku- lega í kirkjuskóla. Eru það krakk- ar á aldrinum 3—11 ára, sem koma í Skálholtsskóla og sjá nem- ar á leiðtogalínunni um kennslu og önnuðust að mestu leyti sjálf undirbúning við kirkjuskólann. Var hópnum skipt í tvennt, þar sem helmingurinn málaði og hinn helmingurinn var við leiki, söng og fræðslu. Hefur Oddur Alberts- son haft umsjón með leiðtogalín- unni. Auk hefðbundinna tungumála voru sænska og færeyska kenndar við skólann í vetur af sænskum manni, Marteini Ringmar, og var farin ferð til Færeyja um sumar- mál til að láta reyna á kunnáttuna í færeyskunni. Þá hefur Sigríður Guttormsdóttir umsjón með sum- um af þessum hefðbundnu fögum, sem kennd eru, íslenzku, stærð- fræði, ensku o.þ.h. Einu sinni í mánuði eru haldnar skemrrftanir og farið í menningar- ferðir til Reykjavíkur. Það sem fyrir augun ber er tekið til um- fjöllunar þegar heim er komið og það rætt fa,n íJyolinn^ásamt því Hestamennska hefur verið iðkuð { vetur af nemendum. f miðið er Gylfi Jónsson skólastjóri, ásamt tveimur hestamönnum úr hópi nemenda. firði. Til að fá fram álit nemenda sjálfra á skólanum voru þau fyrst innt eftir þvi, við hverju þau hefðu búizt, þegar þau komu í haust í skólann. „Við vissum lítið í hverju skól- inn fólst í sjálfu sér. Áttum von á því, að þetta yrði meira og strang- ara í kringum trúna. En þetta var allt saman passlegt og kom ein- hvern veginn eins og einn hluti af daglega lífinu hér í Skálholti. Við vorum búin að heyra mikið um skólann, og það sem við höfðum heyrt, hefur komið heim og saman við okkar reynslu. Við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum. Það sem kom okkur einna mest á óvart var, að kennararnir töluðu við okkur eins og við værum kenn- ararnir. Þeir voru á sama plani og við. Leituðu mikið til okkar um álit á efninu. Hvað við sjálf hefð- um að segja um efnið. Hérna lærum við ekki um ein- hvern ákveðinn hlut ítarlega eins og í öðrum skólum, heldur fáum við miklu meiri yfirsýn yfir efnið og sjáum lífið í víðara samhengi. Próf eru ekki neinn mælikvarði á getu manna úti í lífinu. Einstakl- ingurinn er dæmdur óhæfur, er hann stenzt ekki prófið og þar með úthýst frá skólakerfinu. Hins veg- timunum saman. Hérna er hver og einn látinn koma út úr skelinni og það hefur hjálpað að finna sjálfan sig. Allir eru teknir eins og þeir eru með sín sérkenni." Nú eru engin próf tekin í skól- anum og þið hafið því ekki lokið svo og svo mörgum einingum eftir veturinn. Finnst ykkur eins og þið sjáið eftir því að hafa eytt heilum vetri, sem telur fáar einingar? „Nei, alls ekki. Prófin skipta alls ekki öllu. í fjölbrautarskólunum eru það vélmenni, sem eru mötuð. Hérna leggur þú sjálfur eitthvað að mörkum. Við hefðum ekki get- Guðrún Emilsdóttir og Helgi Pálsson. Þórhallsson. Unnur Sigurðardóttir og Jóhann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.